Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 9
inn. Þetta verður til að sá efa í huga minn um að leið þeirra hafi legið nógu nærri Norðlingaholti til þess að réttlæta þá skoðun að holtið dragi nafn sitt af áningu Norðlendinga í þessum ferð- um enda aðrir staðir nær götunum sem verður að telja viðunandi áningarstaði. Lítið er þó hægt að fullyrða um þetta og víst getur landslag hafa breyst nokkuð á þeim tíma sem liðinn er og ekki er heldur hægt að útiloka að nafngiftin tengist löngu gleymdri slysa- eða þjóðsögu. Einnig er mögulegt að ferðamenn hafi farið yfu- Dimmu (syðri kvísl Elliðaáa) á Skyggnisvaði sem er nokkru vestar en almannaleiðin sem lá framhjá Elliðavatnsbænun og Vatnsenda. Mér finnst sú leið einnig ólíkleg þar sem fara þarf yfir ámar þar sem þær eru ógreiðfærari, auk þess sem leiðin tekur með því óþarfa sveig til vesturs. Komið hefur fram í lýsingum hér að framan að (ijúpar götur liggi á sjálfu Norðlingaholtinu. Rétt er að víkja nokkrum orðum að þessum götum. Þær liggja til austurs og vesturs, þvert á stefnu Norðlingagatna, eru all djúpar og liggja nokkrar samsíða. Omögulegt er að vita eftir hverja þær eru en athyglisverð eru orð sem Konrad Maurer hafði um lestarferðir íslendinga í ferðabók sinni frá árinu 1858: „Það er nokkuð dæmigert fyrir skapgerð íbúanna að á Suðurlandi skuli vera a1- gengara að tcyrna hestana en á Norðurlandi að reka þá. Það tengist einnig því að nyrðra eru slóð- ir yGrleitt einfaidar og vel troðnar en syðra eru þærfleiri hiið við hlið.“ Má af framangreindu ætla að slóðimar á Norðlingaholti séu fremur eftir austanmenn á leið suður en Norðlendinga enda er stefna þeirra þannig, en ekkert er hægt að fuli- yrða um það. Hin skýringin er fornlegri og hefur Ami Óla blaðamaður fjallað nokkuð um hana í ritum sín- um. Þannig vill til að fyrir neðan Norðlingaholt vom í byrjun aldarinnar rústir all fomlegar. Þessar rústir vom kallaðar Norðlingabúðir og segja munnmæli að þar hafi Norðlingar haft þingbúðir sínar þegar þeir sóttu Kjalamesþing. Munu þeir sem bjuggu við utanvert Kjalames og allt upp í Borgarfjörð hafa verið kallaðir Norðlingar til foma hér um nesin, enda komu þeir úr norðri. Norðlingaholt dregur þá nafn sitt af Borgfirðingum sem höfðu þar þingbúðir sínar á þjóðveldisöld. Engar skráðar heimildir em til um þetta, einungis munnmæli, og vel má vera að búðimar dragi eins nafn sitt af holtinu en ekki öfugt. Engar fomleifarannsóknir hafa farið fram á þessum búðatóftum, þannig að þær geta verið leifar annarra mannvirkja. Þær em þó mjög gamlar að sjá og hefur iðulega verið líkt við þingbúðimar í Þingnesi. Era þær að sögn nokkuð margar en lentu undir vatni þegar Elliðaárvirkjun var reist árið 1924. Þær em hinsvegar skammt frá landi og vatnið grannt yf- ir þeim. Ef uppgröftur færi þama fram og í ljós kæmi að um þingbúðir væri að ræða myndi það styrkja mjög þessa síðari tilgátu, en þar til svo verður era þetta eingöngu munnmæli. Þingið við Elliðavatn Fyrst farið er að fjalla um tengsl Norðlinga- holts við Þingnes og komið er aftur á þjóðveldis- öld í tíma er ekki hægt annað en að fjalla um Kjalamesþing og Þingnes enda er það líklega einn merkilegasti sögustaður Reykjavíkur og reyndar landsins alls. Samt hefur furðu lítið ver- ið látið með þennan stað og fáir sem þekkja hann gjörla. Um Kjalamesþing segir svo í íslendingabók Ara Fróða: „Aiþingi var sett at ráði Ulfljóts, ok allra landsmanna, þar ernú er, en áður var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögu- manns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu.“ Aðeins er þess getið á efrium stað hvar þing þetta var háð en í Melabók Landnámu seg- ir að það hafi verið í Krossnesi. Það ömefni segja sumir að sé löngu týnt. Reyndar stendur í kaflanum um Þingnes í bókinni Reykjavík, sög- ustaður við Sund, að Þingnes sé einnig nefnt Krossnes, einnig kemur nafnið Krossnes fyrir í skrifum manna um þingstaðinn við Elliðavatn og Sigurður málari merkir uppdrátt sinn af búð- arústunum: „Þingnes or Crossnes". Líklegt er þó að ömefnið Krossnes gangi þar aftur eftir að menn fóra að gera því skóna að Kjalamesþing hið foma væri fundið við Elliðavatn. Lengst af hölluðust menn að því að Kjalar- nesþing hlyti að hafa verið haldið uppi á Kjalar- nesi og hefur verið bent á Leiðvöll í landi Móa á Kjalamesi sem mögulegan þingstað. Árið 1841 fór Jónas Hallgn'msson, skáld og náttúrufræð- ingur, að grafast fyrir um hvar þingið hefði ver- ið haldið og var honum sýndur fyrmefndur stað- ur á Kjalamesi. Hann fann engin merki um þingbúðir en út frá nafni staðarins taldi Jónas líklegast að þar hefðu einungis verið haldin leið- arþing. Þá frétti hann að í Þingnesi væra glögg- ar búðatóftir og hélt þangað til rannsókna. Jón- as skrifaði greinargerð á dönsku um þessa rannsókn og segir að hann hafi ráðið fjóra verkamenn til uppgraftrar. Þeir Jónas byrja að grafa í stærstu rústina og segir Jónas hana vera stærstu búðartóft sem hann hafi séð á íslandi. Einnig grófu þeir í hringlaga rúst við hlið þeirr- ar stóru og taldi hann þar vera dómhring,21alin í þvermál. Era veggir hans um 2 álna þykkir og taldi Jónas þá hafa verið svipaða á hæð. Þessa Morgunblaðið/Gísli Sig Þingnes er efalaust einn af merkustu sögustöðum í nágrenni Reykjavíkur, en hefur lítiil sómi ver- ið sýndur. Engar upplýsingar eru á staðnum og merki sem þarna er og á stendur Borgarminjar er lítið meira en lófastórt. Uppdráttur frá 19. öid eftir Benedikt Gröndal. Á uppdrættinum stendur Elliðavatnsengi og ofan við það á uppdrættinum stendur Norðlingaholt. Þar fyrir neðan eru Norðlingabúðir. Sjá má að áin Bugða hefur þá runnið í sveig suður fyrir holtið og síðan aftur til norðurs. Hér sést einnig Þingnes sem skagar út í vatnið og skiptir því nánast í tvö vötn. Eftir stíflugerðina 1924 fór megnid af Þingnesi undir vatn. rannsókn má með nokkram sanni kalla fyrstu fomleifarannsóknina hér á landi. Eftir það hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn við rannsókn staðarins. Árið 1872 rannsakaði skoskur fom- leifafræðingur, Angus R. Smith, rústfrnar og fékk Sigurð málara til að gera uppdrátt af þeim. Sigurður Vigfússon rannsakaði staðinn 1889. Honum blöskraði hvemig Jónas gróf í rústimar. Hann taldi dómhringinn vera leifar af búð en var þess fullviss að rústimar væra fom þing- staður. Daniel Braun rannsakaði staðinn 1896 og 1897 en sá ekki ummerid um dómhring. Fleiri hafa rannsakað og mælt upp rústimar en ekki er ástæða til að rekja þær athuganir frek- ar, ptan nýjustu rannsóknina. Árið 1981 hófst uppgröftur í Þingnesi á veg- um Þjóðminjasafns Islands. Greindar vora 15- 18 búðir á yfirborðinu og komu fleiri í ijós þegar byrjað var að grafa og era þær flestar sambæri- legar við rústir á öðrum þingstöðum. í miðju svæðinu er steinhringur, 18 metrar í þvermál og innan hans annar minni, 8 metrar í þvermál, með torfveggjum. Er innri hringurinn eldri. Innan þessara hringja er ferhymd rúst með hellulögðu gólfi en ekki er Ijóst hver tilgangur þeirrar byggingar var, en hringimir tveir líkjast mjög rituðum heimildum um lögréttu. Elstu hlutar rústanna era frá því um 900 og eru þær byggðar ofan á svokallað landnámslag, þ.e. öskulag sem talið er að komi frá gosi í Veiðivötn- um árið 898, en þær yngri frá byijun 12. aldar. Svo virðist sem staðurinn hafi verið í notkun frá um 900 en verið yfirgefinn um eða fyrir 1200. Ekki hefur verið uppi ágreiningur um að þama hafi verið þingstaður heldur hvort mögu- legt sé að Kjalamesþing hafi ekki verið háð á sjálfu Kjalamesi. Flestir hafa fallist á þá skýr- ingu nú í seinni tíð að þingið hafi verið stofriað á Kjalamesi en síðan flutt mjög snemma í Þing- nes. Þess er einnig getið að búðarústir hafi verið í Þingneshólma en á fyrsta eða öðram áratug aldarinnar var hann plægður ogvið það spilltust rústimarmikið. Þingnes í sögunni í Þórðarbók Landnámu kemur fram að al- þingishelgun fylgi Kjalamesþingi. Bendir það til þess að Kjalamesþing hafi verið undanfari Alþingis og líklegt er að ákvörðunin um stofnun þess hafi verið tekin í Þingnesi. Sendifor Gríms geitskarar til að vinna stofnun Alþingis fylgi meðal höfðingja landsins hefur þá einnig verið þar afráðin. Kjalamesþing hefur þó fyrst og fremst verið dómþing, en ekki löggjafarþing. Getið er um vígaferli í Grettissögu þegar Ofeig- ur Grettir er drepinn, þar segir orðrétt: „Var þá talað um málin og voru lögð til Kjalamesþings þvíþá var enn eigi sett alþingf1. Ami Óla blaðamaður skrifaði tvo þætti um Kjalamesþing fyrr á öldinni. Þar birtast um margt athyglisverðar vangaveltur og endursegi ég þær mönnum til fróðleiks. Þar sem heimildir era mjög af skomum skammti eru þetta fyrst og fremst tilgátur en þó era munnmæli sem renna nokkram stoðum undir þær. í Þórðarbók Landnámu segir: „Þorsteinn Ingólfsson lét setja fyrstr manna þing á Kjalar- nesi, áður Alþingi var sett, við ráð Helga bjólu ok Örlygs at Esjubergi ok annarra viturra manna. Og fylgir þar enn sökum þess því goð- orði alþingishelgun“. Eins og áður hefiir komið fram er þess getið að þingið hafi verið haldið í Krossnesi. Gæti það virst grunsamlegt ömefni þar sem ísland var heiðið í þann tíma. Á.Ó. bendir á það að þeir Helgi bjóla og Öriygur gamli voru báðir kristnir og reisti Örlygur fyrstu kirkju landsins að Esjubergi. Einnig virðist sem nokkur kristin byggð hafi verið í kringum Kjalames og allt upp á Akranes, t.d. hrekst Ásólfur alskik undan ágangi blótmanna, undan Eyjafjöllum til Akraness. Það er tilgáta Á.Ó. að Kjalamesþing hafi verið kristið þing og Ljósmynd: G.Ó. 1984. Loftmynd af rannsóknarsvæðinu á Þingnesi við Elliðavatn. Fyrir miðju eru leifar af stórum hringtaga garði og innan hans sést móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garðurinn og rústir sem að hluta eru byggðar ofan í hringinn eru líkiega frá 11.-12. öld, en undir þeim eru minjar frá 10. öid. þar með krosshelgað. Af því hafi nesið upphaf- lega heitið Krossnes en síðar þegið nafn af þing- inu. Eg bendi þó á að ömefni þar sem kross kemur fyrir þarf ekki endilega að tengjast kristni. t.d. er Krosshóll þekkt örnefni þar sem landamerki fjögurra jarða skerast. Sumum hefur þótt Islendingabók nokkuð stuttorð um Ulfljót þann sem fyrstu lögin eru kennd við. Sérstaklega miðað við hve stóran hlut hann á í stofrmn Alþingis. Til dæmis er ekki vitað hvar hann bjó utan þess að hann keypti Bæ í Lóni af Þórði skeggja þegar sá síðarnefndi flutti suður í Mosfellssveit. Hér kemur Á.Ó. aft- ur með athyglisverða tilgátu. Samkvæmt munn- mælum í Þingvallasveit á Úlfljótsvatn að draga nafn sitt af Úlfljóti og hann að hafa búið þar áð- ur en hann flutti austur í Lón. Þessi munnmæli vora t.d. sögð Konrad Maurer þegar hann var á ferð um Þingvelli árið 1858. Úlfljótsvatn er gam: alt ömefni því það kemur fyrir í Harðarsögu. í Landnámu og fomsögunum er einungis getið um tvo menn með Ulfljótsnafni, hinn er talinn landnámsmaður norður í Skagafirði og ekkert meira sagt um hann. Hafi Úlfljótur búið að Úlf- Ijótsvatni var hann innan landnáms Ingólfs og gæti hafa verið einn hinna vitra manna sem lögðu til stofnun Kjalamesþings. Ekki er vitað hver var lögsögumaður á Kjalamesi en tilgáta Á.Ó. er sú að það hafi verið Úlfljótur enda stend- ur í íslendingabók: „Því nær tók Hrafn lögsögu Hæingssonr landnámsmanns næstr Úlfþ'óti." Úlfljótur var aldrei lögsögumaður Alþingis en gæti hafa verið lögsögumaður Kjalamesþings. Auk þessa er hann í sumum heimildum sagður dóttursonur Hörða-Kára og þar með frændi Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar. Áður en Alþingi var stofnað þurfti að finna því hentugan stað. Þórir kroppinskeggi í Bláskóg- um hafði gerst sekur um morð á þræl eða leys- ingja. Hann var fundinn sekur og dæmdur út- lægur en jörð hans gerð að allsheijarfé. Þessi dómur hlýtur að hafa verið kveðinn upp á Kjal- amesþingi. Ekki er laust við að það læðist að manni sá grunur að stofnun Alþingis hafi þá þegar verið ákveðin og dómurirm kveðinn upp til þess að fá hentugt land undir Alþingi, en á þessum tíma var Island nær fullnumið. Að minnsta kosti er undarlegt að engum séu dæmdar bætur en landið gert að allsherjarfé, sérstaklega þar sem þetta gerist áður en alls- heijarríkið var stofnað. Hafi Úlfljótur búið að Úlfljótsvatni er líklegt að hann hafi þekkt vel landkosti við Þingvelli. Lokaorð Hvort sem þessi kenning um Úlfljót er rétt eða ekki er Ijóst að stofnun Alþingis var að und- irlagi þingmanna Kjalamesþings og höfðu þeir víðtæk völd í fyrstu. Eitt goðorð var framar hin- um og var það kallað allsheijargoðorð. Það var goðorð Reykvfldnga og fylgdi því það starf að helga Alþingi. Fyrstu lögréttumennimir voru og af ætt Ingólfs eða tengdir henni og hélst sú skipun fram yfir kristnitöku. Það er því ljóst að Þingnes er einn merkasti sögustaður innan landamarka Reykjavíkur og jafnframt landsins alls. Þar var elsta héraðs- þingið og ákvörðunin um stofnun Alþingis og þar með allsheijarrflös var mjög líklega þar tek- in. Þessum stað hefur síður en svo verið sómi sýndur og eru það fúrðufáir sem þekkja staðinn og eru kunnugir mikilvægi hans. Mætti margt gera til þess að auka hróður hans en sennilega væri fyrsta vers að rannsaka staðinn til hlítar því enn hafa einungis farið þar fram framrann- sóknir. Væri það verðugt framlag Reykjavflcur- borgar að styðja af rausn við Þjóðminjasafn Is- lands til þess að unnt verði að ljúka þar rannsóknum og bæta þar með við sögu Reykja- víkur. Helstu heimildir: Árbók Ferðafélags íslands 1986 Ámi Óla, Grúsk 1-2 Ámi Óla, Svipur Reykjavíkur Daniel Braun, Gjennom aflolkede bygder paa Islands indre höjland Daniel Bruun, f slenskt þjóðiíf i þúsund ár. Guðmundur Ólafsson, Rannsóknir á hinum fomu héraðsþingum Jónas Hallgrímsson, Dagbækur, yfirlitsgreinar o.fl. RitlII Konrad Maurer, Upphaf allsherjarríkis á íslandi Höfundurinn býró NorSlingaholti. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.