Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Qupperneq 12
Bátkuml frá Dalvík. Báturinn hefur veriö endurgerður því lítiö var eftir af honum. Gripir úr öðrum kumlum hafa verið lagðir með. Þönglabakka í Fjörðum. Þama er ein hinna frægu Möðrufellsfjala, 2,30 m á hæð, en þessar fjalir eru með elzta varð- veitta húsaviði á Norður- löndum. Úr einhverri kirkju í Eyjafirðí og með övissan aldur er Mkneski af Ólafi helga Noregskon- ungi. Eðlilegt er að Jóns Ara- sonar sé minnst hér, því hann var prestur á Hrafnagili áður en hann varð biskup. Þama er eft- irgerð af innsigli Jóns, sem varðveitt er í Ama- stofnun; einnig mynd af kantarakápu hans og mynd af „Oddeyrardómi“, líflátsdóminum yfir Jóni sem upp var kveðinn 1551, árið eftir að Jón og synir hans vora höggnir í Skál- holti. Þessi síðbúni dómur var kveðinn upp á Oddeyri og er síðan kenndur við hana. I Kirkju- og klaustra- deild er og predikunar- stóll úr Kaupangskirkju frá 1768 og mynd Jóns Helgasonar biskups af Saurbæjarkirkju, einu torfkirkjunni sem eftir stendm- í Eyjafirði. Altar- istafla er þar úr Hrafna- gilskirkju eftir ókunnan höfund og skápur frá 1672, sem var í kirkjunni á Hrafnagili. í honum eru stundaglös til að mæla tímalengd í messuhaldi og fleiri kirkjugripir. Um tíma voru þrjú klaustur í Eyjafirði: Munkaþverárklaustur þeirra kunnast, en hin vora í Saurbæ og á Möðruvöllum í Hörgárdal. Á sýningunni er módel sem sýnir húsakost í Munkaþverárklaustri, en klausturhúsin stóðu í röð framan við bæinn. Guðrún María Kristinsdóttir fomleifafræð- ingur er safnstjóri Minjasafnsins. Hún ólst upp á Akureyri, en eftir að hafa starfað um tíma á Egilsstöðum fluttist hún að nýju til Ak- ureyrar fyrir hálfu þriðja ári. Auk hennar starfa á Minjasafninu Hanna Rósa Sveinsdótt- ir og Katrín Björg Ríkarðsdóttir, báðar safn- verðir. Hörður Gunnarsson sér um ljós- myndadeild. Auk þeirra er gæzlufólk ráðið að sumrinu. Opið er frá kl. 11-17 frá 18. júní til 15. september. Leikfangahorn Ástæða er til að benda á sérstakt leikfanga- hom í Minjasafni Akureyrar. Leikföng vora fáskrúðug í hinu íslenzka bændaþjóðfélagi og hefðbundið að böm lékju sér að leggjum og kindahomum. Ekki er reynt að endurgera neitt slíkt hér, enda hefði það lítið aðdráttarafl fyrir nútímaböm. Leikföngin í leikfangahomi safnsins, gerð af George Hollanders úr tré, era hins vegar gerð með það fyrir augum að virkja ímyndunaraflið. Þar er reyndar gamali sveitabær sem hægt er að taka í sundur stykki fyrir stykki og setja saman að nýju. En einnig álfakirkja, huldufólk, tröllahellir og Skápur með stundaglösum úr Hrafnagilskirkju frá 1672. tröll; sum þeirra úr steini. Þar era Þorgeirs- boli, djákninn á Myrká og draugarnir Rauð- hönd og Heiðargarðsskotta. Innan um bagga- hesta era svo nútímatæki eins og dráttarvél, öll helztu húsdýrin og að sjálfsögðu fjall ofan við bæinn. Nvsj bæi sýning: Akureyri - rinn við Pollinn Eftir liðlega mánuð, eða 19. júní, verða opn- aðar tvær sýningar til viðbótar á Minjasafninu á Akureyri. Annars vegar er grannsýning sem hlotið hefur heitið Akureyri - bærinn við Poll- inn, og hinsvegar sýning frá Þjóðminjasfni ís- lands á ljósmyndum Sigríðar Zoéga. Á sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn verður rakin saga Akureyrar frá því verzlun hófst þar og til nútímans. Tilgangur sýningar- innar er að koma til móts við bæjarbúa sem vilja fræðast um bæinn sinn, þar á meðal nem- endur á öllum skólastigum á Akureyri. En tilgangurinn er einnig sá að ferðamenn, sem vilja kynnast sögu bæjarins, fái þar svör við spumingum sínum. Fjallað verður um sögu Akureyrar út frá nokkrum þemum og með því leitazt við að draga upp skýra mynd af þeim þáttum sem teljast einkennandi fyrir bæinn. Þessi þemu era: Verzlun, fiskveiðar, híbýlabættir og lífskjör, mannlíf og menning (böm þar á meðal) og vöxtur bæjarins. Til þess að safngestir geti gert sér grein Minjasafn AK/Hörður Geirsson Séð inn í módel af Akureyrarsýningunni sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri 19. júní. Séð inn í módel sem Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hefur gert af sýningunni um Akureyri. Þar verður meðal annars fjallað um híbýlahætti og lífskjör bæjarbúa. Kljásteinavefstaður, smíðaður eftir beztu heimildum. Vaðmál var útflutningsvara á miðöldum. fyrir vexti Akureyrar fá þeir aðgang að að- gengilegum tölvuforritum. Starfsmenn safns- ins sjá um handritsgerð, en hönnuður sýning- arinnar er Þórann Sigríður Þorgrímsdóttir. Leitazt verður við að gera sýninguna fallega, skemmtilega og aðgengilega. Sýningartextar verða á íslenzku auk þriggja erlendra tungu- mála, ensku, dönsku og þýzku. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.