Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 15
Morgunblaöið/Einar Falur Örn Magnússon píanóleikari. inga tengdist hljóðfæraleik annarra þjóða. Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, mun segja frá langspilinu og tvístrengja fiðlunni en Smári Ólason greinir frá nýjum rannsókn- um á sérkennilegum bordúntóni eða bassa- tóni sem slæmdist hingað til lands frá Balk- anskaga og varð alsiða í langspilsleik landsmanna. Föstudaginn 22. júlí víkur sögunni að hin- um forna tvísöng Islendinga. Arni Heimir Ingólfsson hefur rannsakað sögu hans við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og mun gera þennan merka söng að umtalsefni. Þá tíundar Bjarki Sveinbjörnsson áhrif þjóðlaga á tónsmíðar íslenskra tónskálda og hvaða þýðingu þau hafa haft á tónlistarsögu þjóðar- innar. Sigríður Valgeirsdóttir hefur ásamt Mín- ervu Jónsdóttur stundað áralangar rannsókn- ir á íslenskum þjóðdönsum. Sigríður mun Marta G. Halldórsdóttir sópran. varpa ljósi á niðurstöður sínar í fyrirlestri að morgni laugardags auk þess sem von er á færéyskum þjóðdansahópi að kynna dans eyjaskeggja. Þar gefst gott tækifæri til þess að bera saman fótaburð frændþjóðanna. Lokadag hátíðarinnar, sunnudaginn 23. júlí, efnir Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur í fyi-irlestur um munnlega geymd og síðan verður þjóðlagamessa sungin í Siglufjarðar- kirkju. Undirbúningur hennar er í höndum Smára Ólasonar og sr. Braga J. Ingibergs- sonar. Sungið, dansað og kveðið Fjölbreytilegir tónleikar verða haldnir á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Á meðal þeirra sem koma fram eru erlendu tónlistarmenn- irnir David Serkoak frá Norður-Kanada, sam- arnir Ole Larsen Gaino og Elen Inga Eira Sara, þjóðlagahópurinn Embla og tríóið Guit- ar Islancio. Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari flytja verk eftir Jón Leifs og þjóðlagaútsetningar eftir ýmis tónskáld, Kvæðamannafélagið Iðunn kemur fram, Harmónikkusveit Siglufjarðar leikur og von er á Nordurstreymoyar Dansi- felagi að stíga dans auk Fiðrildanna frá Egils- stöðum. Hæst rís hátíðin laugardagskvöldið 23. júlí á hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á Siglufirði. Þar koma fram helstu gestir hátíð- arinnar á fjölmennum tónleikum. Börn og áhugahópar Sérstök dagskrá verður á þjóðlagahátíðinni fyrir börn yngri en 12 ára meðan á fyrirlestr- um og námskeiðum stendur. Kennd verða þjóðlög, þjóðdansar, þulur og fornir leikir. Farið verður í gönguferðir um bæinn, Síldar- minjasafnið skoðað og Hvanneyrarskál heim- sótt. Helgina 22.-23. júlí verður, eins og áður segir, sérstök opin dagskrá þar sem áhuga- hópum um þjóðlagatónlist og þjóðdansa gefst kostur á að koma fram, bæði inni og undir beru lofti. Auk tónlistar og dans verður þreytt glíma, fornir leikir sýndir og boðið upp á þjóðlegan mat. Skráningu þeirra sem vilja taka þátt í opinni dagskrá lýkur 1. júní nk. Sumarið 2000 verður fyrsta skrefið stigið til að marka Siglufirði sess sem miðstöð þjóð- lagatónlistar á Islandi. Þjóðlagasetur á Siglu- firði mun einnig styrkja menningarlega stöðu bæjarins og ásamt Síldarminjasafninu gera hann að eftirsóknarverðum dvalarstað ferða- manna. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði kann þvi að boða tímamót í sögu Siglufjarðar og tón- listar á íslandi. Höfundur er tónlistarmaSur og framkvæmdastjóri þjóSlagahótíSar ó SiglufirSi. ERLENDIR GESTIR ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐAR Frumbyggjaþjóðir í Norðurhöfum búa enn að fornum tónlistararfi sínum. Samar eru kunnir fyrir jojk sitt og in- úítar hafa stundað trommudans um þúsundir ára. Fulltniar þessara þjóða sækja þjóðlagahátíðina á Siglufirði heim. Að jojka skóginn Söngur sama nefn- ist jojk. Það er ekki söngur í okkar skiln- ingi heldur ákveðið ástand. Með tónlist- inni tjáir söngvarinn - með texta eða án - það sem hann er að hugsa; spinnur jafnvel lagið á staðnum á meðan hann hugleiðh’ efnið. Ekki er jojkað um eitthvað heldur er viðfangsefnið jojkað. Söngvarinn jojkar skóginn, vin sinn, ástkonu eða hafið, allt eftir því hvað hann hefur í huga hverju sinni. Tveir samar taka þátt í þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar. Það era þau Ole Larsen Gaino og Elen Inga Eira Sara frá Norður-Nor- egi. Ole Larsen Gaino Ole Larsen Gaino er einn kunnasti jojkari Sama og jafnframt sá elsti sem enn kemur fram í Noregi. Hann býr í Kautokeino og lifir á hreindýrabúskap. Ole hefur sungið rúmlega 300 jojk eftir sjálfan sig og aðra í samíska út- varpinu í Karasjok. Hann hefur kennt ungum sömum að jojka, bæði í Noregi og Svíþjóð, og Elen Inga Eira Sara að þjálfa verðandi kennara og aðstoðarmenn þeirra á námskeiðum. Hann hefur tekið þátt í ráðstefnum um varðveislu tungumála heimskautaþjóða, unnið að gerð námsefnis fyr- ir frumbyggja á móðm-máli þeirra og kynnt menningu inúíta erlendis. I frístundum helgar David Serkoak sig trommudansinum ásamt dóttur sinni, Körlu. Hann hefur einbeitt sér að því að vekja áhuga unglinga á hefðbundnum trommudansi og haldið í því skyni námskeið fyrir unga inúíta. Um helgar stundar hann veiðar og trommusmíði. Rímnakveðskapur á myndbandi Svend Nielsen starfar við þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn og stundaði um árabil rann- sóknir á íslenskum rímnakveðskap. Á árunum 1964-1971 ferðaðist hann um landið með Hall- freði Erni Eiríkssyni og safnaði upptökum af rímnasöng, einkum þein-a Þórðar Guðbjarts- sonar á Patreksfirði og Péturs Ólafssonar á Barðaströnd. Niðurstöður rannsókna sinna setti hann fram í bókinni Stöðugleiki spunans (Stability in Musical Improvisation) árið 1982. Áratug síðar ferðaðist Svend á ný um ísland Svend Nielsen þjóðfræðingur. og tók upp á myndband tónlistarflutning af þjóðlegum toga. Myndband hans verður til gefið út geisladiska með söng sínum. Ole Lar- sen Gaino hefur víða komið fram á ferli sínum og hlotið margs konar viðurkenningu. Elen Inga Eira Sara býr ásamt ijölskyldu sinni á heiðum Finnmerkur við Iandamæri Noregs og Finnlands þar sem hún lifir á hreindýi-aeldi. Hjörðin hefur vetursetu í Cudejohkka en þegar vorar færa dýrin sig um set til Noregsstrandar, til eyjarinnar Seiland. Að hausti synda dýrin til lands og halda á ný til vetrarstöðva sinna. Fjölskyldan fylgir hreindýranum á milli beitarstöðva og býr á sumrin í lawu eða samatjaldi. Hún kveðst njóta þess að lifa hirðingjalífi á sumrin - að búa úti í náttúrunni í félagi við hreindýrin - líkt og forfeður hennar um hundrað ára. Trommugnýr frá Baffinslandi David Serkoak er inúíti frá Baffins- landi í Norður-Kan- ada. David er einn kunnasti trommu- dansari þar um slóðir. Hann lifði hirðingjalífi til sjö ára aldurs eða þar til hann settist að ásamt fjölskyldu sinni við Hudson-flóa. David hóf snemma afskipti af menntamálum fram- byggja landsins. Hann lauk kennaraprófi árið 1978 og hefur síðan stundað kennslu auk þess David Serkoak trommudansari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.