Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Side 16
HÚS SVEINS BJÖRNSSONAR í KRÝSUVÍK OPNAÐ GESTUM í SUMAR
Ljósmynd/Erlendur Sveinsson
Sveinshús í Krýsuvík, sem Hafnarfjarðarbær hefur nú afhent Sveinssafni til eignar. Húsið verður í
fyrsta sinn opið almenningi sunnudaginn 11. júní nk.
„HÚSIÐ ER
KANNSKI
STÆRSTA
LISTAVERKIÐ"
A hvítasunnudagy hinn 11. júní nk., verður Sveinshús
í Krýsuvík, þar sem Sveinn Björnsson listmálari hafói
um árabil vinnustofu sína, opnað eftir gagngerar
endurbætur, en í gær afhenti Hafnarfjarðarbær
Sveinssafni húsið. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR
átti tal við tvo af þremur sonum listamannsins, Erlend
og Þórð, en þeir hyggjasttaka þar á móti gestum og
veita þeim innsýn í líf og list föður síns.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveinn Björnsson fyrir utan húsið í Krýsuvík með eitt verka sinna, Madonnan yfir Kleifarvatni.
SVEINSSAFN var formlega
stofnað 28. apríl 1998, ári eft-
ir andlát Sveins Björnssonar.
Safnið er til húsa í Trönu-
hrauni 1 í Hafnarfirði og hef-
ur að geyma rúmlega átta
þúsund myndverk listamanns-
ins, en synir hans hafa á und-
anfömum árum unnið að flokkun og skrán-
ingu verkanna. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
hafa nú afhent Sveinssafni húsið í Krýsuvík
til eignar ásamt tveggja milljóna króna
styrk til endurbóta og viðhalds hússins, sem
synir listamannsins, Erlendur, kvikmynda-
gerðarmaður, Sveinn, læknir, og Þórður
Heímir, lögfræðingur, munu hafa umsjón
með. „Þar með verður Sveinshús ekki aðeins
órjúfanlegur hluti Sveinssafns, heldur raun-
verulegt andlit þess út á við,“ segir Erlend-
ur.
Ætlun þeirra bræðra er að varðveita hús-
ið eins og faðir þeirra skildi við það og hafa
það þannig til sýnis en jafnframt hyggjast
þeir setja upp breytilegar sýningar í tveim-
ur herbergjum á fyrstu hæð, sem verða lag-
færð lítillega. í framtíðinni láta þeir sig
einnig dreyma um sýningaraðstöðu utan-
húss. Bræðumir fagna gjöf Hafnarfjarðar-
bæjar, sem þeir segja höfðinglega og lýsa
virðingu bæjaryfirvalda fyrir æviverki
Sveins Björnssonar og trausti á því sem
þeir era að gera í þágu listar hans.
Sveinshús opið altnenningi þrjó
sunnudaga í sumar
Framkvæmdir eru nú að hefjast í Sveins-
húsi og þótt ekki takist að ljúka þeim að
fullu nú í vor hefur þegar verið ákveðið að
hafa húsið opið almenningi þrjá sunnudaga í
sumar; 11. júní, 16. júlí og 20. ágúst. Þá
verður þar dagskrá í tengslum við árþús-
undaverkefni Hafnarfjarðarbæjar, sem aftur
tengist dagskrá Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu árið 2000, og hefur yfir-
skriftina Krýsuvík - samspil manns og nátt-
úra.
Húsið var reist árið 1948 fyrir bústjóra
kúabús sem átti að reka í Krýsuvík en ekk-
ert varð úr. Stjórnendur vinnuskóla sem
starfræktur var á vegum Hafnarfjarðarbæj-
ar í Krýsuvík á áranum 1953-64 notuðu hús-
ið í stuttan tíma en eftir það grotnaði það
niður. Árið 1974 fékk Sveinn Björnsson síð-
an húsið til afnota og kom sér þar upp
vinnustofu, þar sem hann starfaði allt þar til
hann lést árið 1997, auk þess sem hann
dvaldi löngum í íbúð á efri hæð hússins.
„Það vora svo margir sem vora alltaf á leið-
inni í Krýsuvík að heimsækja föður okkar -
en svo dó hann og ekkert varð af því,“ segir
Erlendur og bætir við að það verði gaman
að geta opnað húsið gestum á ný og veitt
þeim hlutdeild í sköpunarverkum lista-
mannsins.
Æviverk Sveins Björnssonar
verði tekið út
Andi Sveins svífur áfram yfír vötnum í
Krýsuvík, þar sem hann var jarðsettur, en
þá hafði ekki verið jarðað þar í áttatíu ár.
„Þegar staðið er við leiðið og horft í gegnum
sáluhliðið blasir bláa húsið hans við, þannig
að það er bein tenging. í gömlu kirkjunni,
sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins, er svo
altaristaflan sem hann málaði," segir Er-
lendur.
„Húsið í Krýsuvík er kannski stærsta
listaverkið sem faðir okkar skilur eftir sig,
þar eru allar hurðir með ámáluðum lista-
verkum, sömuleiðis loft og veggir og lista-
verk hanga á veggjum í öllum herbergjum
eftir hann og aðra,“ segir Þórður. Þeir
bræður láta þess getið að faðir þeirra hafí
lengi átt sér þann draum að stofna listasafn.
Hann hafi gert mikið af því að skipta á
myndum við aðra listamenn og einnig keypt
verk af kollegum sínum. „Okkur telst svo til
að í safninu séu um 300 verk eftir aðra,“
segir Erlendur. Þar er einnig stórt úrklippu-
safn um listir á íslandi og mikill fjöldi lista-
verkabóka sem Sveinn safnaði, sýningar-
skrár og sendibréf.
Erlendur segir Sveinssafn stærst þeirra
listasafna landsins sem grandvölluð eru á
verkum eins listamanns og þriðja stærsta
listasafn landsins í verkum talið, eða með yf-
ir átta þúsund skráð verk, en aðeins Lista-
safn Reykjavíkur og Listasafn Islands varð-
veiti fleiri listaverk.
„Grundvallarmarkmiðið hjá okkur er auð-
vitað að æviverk Sveins Björnssonar verði
tekið út - og við erum að vona að ákvörðun
okkar um að halda safninu saman í stað þess
að skipta því og selja mælist vel fyrir hjá
fólki og teljum það vera forsendu þess að
hægt sé að gera þessa úttekt og marka hon-
um þann sess sem honum ber í íslenskri
listasögu. Raunveralega held ég að hvorki
listfræðingar né aðrir hafi yfirsýn yfir hans
æviverk,“ segir Erlendur. „Eiginlega eram
við rétt að uppgötva það sjálfir," bætir Þórð-
ur við. „Það hefur verið mikið ævintýri fyrir
okkur að finna nýjar og nýjar myndir sem
við höfðum aldrei séð áður - og jafnvel heilu
myndlistarsýningarnar. Við fundum t.d.
tvær sýningar sem höfðu ekki verið teknar
upp eftir að hann kom heim frá Kaupmanna-
höfn. Ég var reyndar síðast að finna sex
myndir í Krýsuvík í gær, uppi í geymslu. Og
ég sem hélt að við væram búnir að finna allt
sem hann eftirlét okkur,“ segir Erlendur.
Leitað að bláa fualinum
eða Krýsuvíkurmaaonnunni
Mikil vinna liggur að baki skráningu
safnsins og drjúg vinna er enn eftir við ljós-
myndun, skönnun og skráningu, að sögn
bræðranna. Draumurinn er að í framtíðinni
verði allt safnið aðgengilegt með uppslætti í
tölvu, þar verði hægt að sjá mynd af um-
beðnu verki, hvar það sé að finna, hvenær
það sé unnið, í hvaða efni, hver sé eigandi
þess, hvort og þá hvar það hafi verið sýnt og
þannig mætti áfram telja. Verkunum verður
skipt í efnisflokka, þannig að auðvelt verður
að finna myndir eftir þemum, t.d. með því að
slá inn leitarorð á borð við Blái fuglinn eða
Krýsuvíkurmadonnan. Þessi skráningar-
vinna er raunar þegar hafin. Þeir bræður
eru með hugmyndir um að setja upp sér-
stakar þemasýningar, sýningar fyrir fyrir-
tæki og stofnanir og einnig að leigja út lista-
verk til fyrirtækja og einstaklinga. Nú
stendur yfir sýning sem þeir settu upp á
Hrafnistu í Hafnarfirði í vetur í tilefni af 75
ára fæðingarafmæli listamannsins, en henni
lýkur 9. júní nk. Áður höfðu þeir sett upp
sýningu í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og í
Hallgrímskirkju. Snemma á næsta ári er svo
fyrirhuguð sýning á verkum Sveins í Hafn-
arborg.
Árviss listaverkasýning á dagatali
Þó að styrkurinn frá Hafnarfjarðarbæ
komi að góðum notum við að setja húsið í
Krýsuvík í stand segja þeir Erlendur og
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000