Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 17
Vinnustofa Sveins Björnssonar listmálara eins og hann skildi við hana. Þessa mynd og hinar myndirnar úr Sveinshúsi, sem hér eru birtar, tók Árni Sæberg eftir andlát listamannsins. Úr stofunni á neðri hæð hússins sér inn í vinnustofuna. Þórður enn vanta mikið upp á að treysta fjárhagsgrundvöll safnsins til frambúðar. Þeir hafi raunar fengið byrjunarstyrki frá menntamálaráðuneytinu og Hafnarfjarðar- bæ - en betur má ef duga skal. Þeir hafa nú sent velunnurum listmálarans og safnsins bréf, þar sem þeim er boðið að kaupa í áskrift listaverkadagatal með litprentunum af verkum Sveins en það myndi koma út í takmörkuðu upplagi og hvert eintak tölu- sett. Áformað er að fyrsta slíka dagatalið komi út í lok þessa árs og hefji þannig göngu sína á fyrsta ári hins nýja árþúsunds. Dagatölin hefðu m.a. það markmið að vera ákveðin kynning á list Sveins, eins konar ár- viss listaverkasýning. Frá náttúruupplifun listamannsins að listaverkinu Aftur að Sveinshúsi í Krýsuvík og því starfi sem þar er fyrirhugað. Erlendur lýs- ir skoðunarferð um húsið á þessa leið: „Við hugsum okkur að vera með ljósmyndasýn- ingu sem leiðir fólk frá náttúruupplifun listamannsins, í gegnum sköpun listaverks- ins og að listaverkinu sjálfu inni í vinnu- stofu. Þetta verða níu stækkaðar ljósmynd- ir, þær fyrstu teknar fyrir ofan húsið, þar sem hann er að skoða jörðina og taka inn áhrifin, svo sjáum við hann vera að búa myndina til - og svo er myndin sjálf þarna. Við ætlum að taka fólk inn í litlum hópum, leiða það í gegnum húsið og benda á öll listaverkin sem eru partur af þessu húsi, benda á ýmis stef, segja frá huldukonunni hans, hver sé blái kallinn o.s.frv. Okkur dreymir líka um að koma upp sjónvarps- aðstöðu í stofunni og sýna þar búta úr vinnukópíunni af kvikmyndinni sem ég er að gera um föður okkar, líf hans og starf, þannig að fólk sjái meistarann að störfum og sömuleiðis myndir úr gagnagrunnin- um.“ Eins og áður sagði hyggjast þeir setja upp breytilegar sýningar í tveimur herbergjum á fyrstu hæð hússins, auk þess sem uppi eru hugmyndir um sýningar ut- andyra og menningarmiðstöð í næsta ná- grenni Sveinshúss, sem myndi hlúa að Krýsuvíkursvæðinu í heild. Sé stór hópur fólks á ferð má skipta honum upp, þannig að á meðan hluti hans gengur um húsið í fylgd leiðsögumanns geti hinir gengið að Grænavatni eða Gestsstaðavatni, litið inn í kirkjuna eða fengið sér kaffisopa í Krýsu- víkurskóla. Nóg er að sjá í Krýsuvík, svo mikið er víst. Á þessari mynd sem tekin er í ganginum á nedri hæð hússins sést hvernig Sveinn málaði á allar hurðir og jafnvel í loft, auk þess sem veggpláss var nýtt undir myndir. Á ganginum á efri hæðinni gefur einnig að líta fjölda listaverka eftir Svein og aðra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USHR 13. MAÍ 2000 1 7%

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.