Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 20
• JÁLFSMAT mitt hefur aukist rnjög við þetta. Ég stend jafn- fætis því fólki sem ég var að syngja með á sviðinu í Metro- politanóperunni, án þess ég ■ vilji mikla mig af því. Að mínu mati er þetta raunsætt mat en ^|ég geri mér alveg fulla grein , fyrir því að möguleikar mínir eru mun tak- . markaðri en stórstjarnanna." Kristinn Sigmundsson var ánægður á sinn yfirvegaða hátt þegar blaðamaður hitti hann á Mayflowerhótelinu skammt frá Metropolit- anóperunni í New Yorkborg daginn eftir að hann söng þar í annað sinn á ferli sínum. Frumraun sína í Metropolitan hafði hann þreytt viku fyrr. „Þetta gekk mjög vel og viðtökurnar voru frábærar. Stemmningin var góð en fagnaðar- lætin í þessu húsi eru eins og á knattspyrnu- leik eða popptónleikum." Kristinn er þriðji íslendingurinn til þess að syngja í Metropolitanóperunni en María Markan var þar fastráðin árin 1941 til ’44 og Kristján Jóhannsson hefur einnig sungið þar. Rotering var staðgengill Kristinn söng hlutverk Hundingjans í Val- kyrjunum eftir Wagner. Hann segir það ekki stórt hlutverk en dramatískt. „Það reynir mjög á raddstyrk og þetta var afar gott tækifæri til að sýna hvað í mér býr, ekki síst þar sem ég var að syngja með sumum af bestu söngvurum heims svo sem Placido Domingo og Deborah Voight. Þess má einnig geta að staðgengill minn í sýningunum tveimur, maðurinn sem hefði leyst mig af ef ég hefði veikst, var enginn annar en Jan Hendrik Rotering sem er sennilega besti bassasöngvari heims nú um stundir. Hann sat baksviðs á báðum sýningunum en Metro- politanóperan hefur þá vinnureglu að hafa staðgengla tiltæka í öll hlutverk á sýningum sínum og þeir eru greinilega ekki af verri endanum. Þetta þótti mér mikil og skemmti- leg upphefð, enda ætti ég miklu frekar að vera til vara fyrir hann.“ Kristinn segist ekki endilega líta á þetta sem hátind ferils síns þótt þetta hljóti að vera mikilvægur áfangi. „Miðað við að ég hef fengið ágæta dóma fyrir frammistöðu mína ætti þetta að opna einhverjar dyr fyrir mér. Ég á von á að fá einhver tilboð í framhaldinu. En það er kannski hættulegt að líta á þetta sem hátind. Ég vil heldur taka mið af þeim '0- verkefnum sem ég tek að mér um það hvar ég er staddur á ferli -mínum. Þannig myndi ég frekar telja flutning minn á Gurnemanz í Parsifal eftir Wagner í Kölnaróperunni í fyrra vera hátind ferils míns. Það var miklu stærra hlutverk auk þess sem mér tókst mjög vel upp. Að hljóta góðar viðtökur hjá Þjóðverjum íyrir fiutning á svo stóru hlut- verki í Wagner er tindurinn hingað til. List- ræni mælikvarðinn er aðalatriðið, að mínu mati, og upphefð á borð við það að syngja í Metropolitanóperunni einungis rökrétt afleið- ing af þeim árangri sem ég hef náð.“ Sígandi lukka Kristinn hefur sungið í flestum stærstu óp- eruhúsum heims, svo sem La Scala, Parísar- óperunni, Berlínaróperunni, Covent Garden og nú Metropolitanóperunni. „Ég á bara eftir að syngja í Vínaróperunni af þessum stærstu húsum,“ segir Kristinn. Kristinn hóf að læra söng hjá Guðmundi Jónssyni árið 1980 en árið 1982 hélt hann til Þýskalands í söngnám. Hann hafði atvinnu af söng á íslandi á árunum 1983 til 1989 en það ár hélt hann til Wiesbaden þar sem hann var fastráðin við Hessisches Staatstheater til ársins 1992. Síðan hefur hann verið í lausa- mennsku og sungið við flest stærstu hús heims eins og áður sagði. Fyrsta skipti sem blaðamaður heyrði söng Kristins var í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu þar sem hann söng um astraltertu- gubb ásamt Hjálmtý Hjálmtýssyni. Þetta var við upphaf söngferils Kristins ög það færist stórt bros yfir andlit hans við að rifja upp þessa skemmtilegu senu. Leiðin frá því að * leika löggu að velta fyrir sér geimverugubbi í Með allt á hreinu til þess að syngja Wagner í Metropolitanóperunni hlýtur að vera löng og hlykkjótt. „Ferillinn hefur liðið áfallaiítið held ég, þetta hefur verið sígandi lukka. Undanfarin ár hef ég verið að vinna með fólki sem er að syngja í Metropolitan þannig að ég bjóst allt eins við því að það færi að koma að þessu hjá mér. Það eru kannski svona fjögur eða fimm ár síðan ég fór að leiða hugann að þessu. En hefði einhver sagt mér það fyrir tíu eða fimmtán árum að ég ætti eftir að standa á sviði Metropolitan með Placido Domingo jtt hefði ég alcírei trúað því. í þeim skilningi hefur þetta verið löng leið. Síðast kom ég í þetta hús sem ferðamaður fyrir um fimmtán árum og lét mig dreyma um að fá að syngja í því. Að fá að syngja í því með Domingo var afar fjarlægur draumur.“ Kristinn Sigmundsson fyrir framan Metropolitanóperuna í New York. Metropolitanóperan hóf starfsemi árió 1883 og hefur verið til húsa í Lincoln Center síðan 1966. Kristinn segir að húsið hafi uppfyllt aliar væntlngar. LISTRÆNIMÆLIKVARÐ- INN ER AÐALATRIÐIÐ „Listræni mælikvarðinn er aðalatriðið, að mínu mati, og upphefó á borð við það að syngja í Metropolitanóperunni einungis rökréttafleiðing af þeim árangri sem ég hef náð," sagði Kristinn Sigmundsson er ÞRÖSTUR HELGASON kom að máii við hann í New York daginn eftir að hann hafði sungið aðra sýningu sína í Metro- politanóperunni í síðastliðinni viku. Jafnramt frumraun í Bandaríkjunum Leið Kristins inn í Metropolitanóperuna var nokkuð óvenjuleg þar sem frumraun hans þar var jafnframt frumraun hans í Bandaríkjunum. Flestir söngvarar hafa skap- að sér orð þar með því að syngja í minni hús- unum áður en þeir komast inn í þetta stærsta, elsta og virtasta óperuhús landsins. Kristinn var heldur ekki kallaður í áheymar- próf sem er óvenjulegt miðað við að þetta er í fyrsta sinn sem hann syngur í húsinu. Kristinn segir að húsið hafi uppfyllt allar væntingar. „Þetta er gríðarlega mikið gím- ald, enda tekur húsið um 4.000 gesti. Þegar maður stendur á sviðinu og syngur finnur maður hins vegar ekkert fyrir stærðinni. Maður sér ekkert nema svart myrkrið en finnur hvernig hljóðið berst auðveldlega um salinn og svo aftur til manns. Það er til merkis um að hljómburður sé góður. Ég hef sungið í talsvert minni húsum sem hafa verri hljómburð. Ég hef einnig sungið í minni hús- um sem hafa betri hljómburð en miðað við stærðina á þessu húsi, sem ég held að sé stærsta óperuhús í heimi, er hljómburðurinn hreint ótrúlegur.“ Virðingin eyksf eftir því sem gráu hárunum fjöigar Kristinn segir að allur aðbúnaður í Metro- politanóperunni sé afar góður, betri en geng- ur og gerist í stóru húsunum í Evrópu þar sem iðulega sé mjög þröngt um söngvara baksviðs. „Mér fannst líka áberandi hvað fólk hér er þægilegt í umgengni. Ég hafði allt eins búist við því að það yrði svolítið erfitt að koma þarna inn í fyrsta skipti sem söngvari en svo var alls ekki. Allt viðmót starfsmanna og annarra var afar hlýlegt. Það er annað andrúmsloft hér en í evrópskum húsum, létt- ara og óþvingaðra. í Evrópu er óperufólk svolítið gott með sig, en hér er fólk allt mjög vandræðalaust og blátt áfram.“ Kristinn segir að það hafi þó vakið mesta Kristinn a sviði Metropolitanóperunnar asamt Deboruh Voight og Placido Domingo að fyrstu sýningu Kristlns í þessu vlrta óperuhúsi lokinni 25. april síðasttiðinn. athygli sína hversu yfirlætislaus Domingo hafi verið. „Hann er afskaplega ljúfur í við- kynningu, yfirvegaður og alþýðlegur. Hann hefur mikla persónutöfra sem skila sér á sviðinu. Annars er mun minna um príma- donnur í óperuheiminum en fólk heldur. Sumir söngvarar loka sig af og vilja fá frið en mín reynsla er sú að það er þægilegt að umgangast aðra söngvara. Þetta er nánast eins og að tilheyra stórri fjölskyldu sem kemur sjaldan saman. Það eru helst stjóm- endur húsanna sem geta verið erfiðir en það kemur þó ekki oft fyrir. Á köflum er þetta auðvitað harður heimur en mér sýnist ein regla ríkjandi, að virðingin eykst eftir því sem gráu hárunum fjölgar. Ég hef notið góðs af henni.“ „Mætti ekki annars kalla það mont að ..." Hógværð Kristins er viðbrugðið. Sjálfur vill hann ekki gera mikið úr henni og segist fyrst og fremst vera raunsær. „Að ná árangri kostar mann umfram allt mikla vinnu. Starf söngvarans er vinna og aftur vinna og ekki mikill glamúr yfir því,“ segir Kristinn og bætir svo við: „Mætti ekki annars kalla það mont að segja að maður hafi átt von á því í ljögur eða fimm ár að syngja í Metropolitan- óperunni?" * 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.