Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 2
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri NÝ KYNSLQÐ JÓNUSTAR- FOLKS A NYRRIÖLD TÓNLEIKARÖÐIN Kammertónleikar á Kirkj ubæj arklaustri verður haldin í tíunda sinn dagana 11., 12. og 13. ágúst. A þessum tíu árum hefur þessi tón- leikaröð skapað sér fastan sess í tónlistar- lífí landsmanna á sumrin. Flytjendur í ár eru Finnur Bjarnason tenórsöngvari, Sif Túliníus fiðluleikari, Sigurbjöm Bemharðsson fiðlu- Ieikari, Guðrún Hmnd Harðardóttir víóluleik- ari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og Fdda Erlendsdóttir píanóleikari, sem ásamt því að vera listrænn stjómandi átti hugmynd- ina að tónleikunum á sínum tíma. „í ár verður yngri kynslóðin í meirihluta. Flestir flytjenda em milh tvítugs og þrítugs en hafa þegar sýnt og sannað að þau em verðugir Sif Guðrún Hrund Tuliníus Harðardóttir fulltrúar nýrrar kynslóðar á nýrri öld,“ segir Edda. Nýverk í ár verður m.a. fmmflutt nýtt verk eftir Mist Þorkelsdóttur við texta Sigurbjöms Ein- arssonar biskups sem var sérstaklega pantað af þessu tilefni. Textinn er ljóðabálkur sem fjallar um sögu Kirkjubæjarklausturs og sveit- arinnar og hin sterku tengsl staðarins við kristna trú frá kristnitöku fyrir 1000 ámm. Edda Rnnur Erlendsdóttir Bjarnason Verkið er fyrir tenór, píanó og strengi. Einnig verða flutt ljóð eftir Schubert, Fauré og Poulenc, píanótríó eftir Sjostakovitsj og Sveinbjöm Sveinbjömsson, Tzigane eftir Rav- el, Dúó eftir Jón Nordal, Sónata eftir Hinde- mith og píanókvintett eftir Schumann. Skipuleggjandi tónleikanna er ásamt Eddu Erlendsdóttur Menningarmálanefnd Skaftár- hrepps. Styrktaraðili tónleikana í ár er Islensk erfðagreining. Sigurbjörn Bernharðsson FJÖLBREYTT SUMARDAG- SKRA NORRÆNA HUSSINS SUMARDAGSKRÁIN Bjartar nætur í Nor- ræna húsinu hefst fimmtudaginn 15. júní með tónleikum þar sem fram koma danski gítar- leikarinn Jens Bang Rasmussen og Gunnar Kvaran sellóleikari. Copenhagen Saxophone Quartet leikur 29. júní. Kvartettinn skipa Hen- rik Sveidahl, Maret Petersen, Charlotte And- ersson og Torben Enghoff. Fimmtudaginn 13. júlí koma fram fmnskir tónlistarmenn; Mika Orava píanóleikari og Mika Ryhta klarinettuleikari. Rómönsutón- leikar verða fimmtudaginn 27. júlí. Tónleikar- nir bera yfirskriftina „Shall I compare Thee to a Summer’s Day?“ Sænski barítonsöngvarinn Bjöm Thulin syngur og landi hans Love Derwinger leikur með á píanó. Eftir tónleikana verður dansverkið Vatna- meyjar eftir finnska danshöfundinn Reijo Kela fiutt á litlu tjöminni við Norræna húsið. Það er Ólöf Ingólfsdóttir sem er í hlutverki vatna- meyjarinnar sem svífur á yfirborði vatnsins. Bergensemble frá Noregi leikur fimmtudag- inn 24. ágúst. Yfirskrift tónleikanna er Nor- ræn Beethoven-tilbrigði og verður dansverkið Vatnameyjar flutt eftir tónleikana. Djasstónleikar á menningarnótt Laugardaginn 19. ágúst er menningamótt í Reykjavík haldin með fjölbreyttri dagskrá. Norræna húsið og Jasshátíð í Reykjavik bjóða til djasstónleika, þar sem tveir af þekktustu gítarleikurum Skandinavíu, þeir Rune Gust- afsson frá Svíþjóð og Odd-Ame Jacobsen frá Noregi leika djass eftir þekkta djasshöfunda. Tónleikarnir í Nor- ræna húsinu em forsmekkur að Jasshátíð í Reykjavik sem fer fram í september. Norrænir sumargestir koma einnig í heimsókn og skemmta i Norræna húsinu. Harmonikuleik- arinn Kjetil Skaslien frá Noregi heldur tónleika mánudaginn 24. júlí. Þriðjudaginn 1. ágúst verður sænski þjóðlagahópurinn Orsa Spelmanslag á ferð og ætlar að skemmta tónleikagestum með söng og dansi. Stórskáld Færey- inga, William Heinesen (1909- 1991) hefði orðið 100 ára í ár. Af því tilefni verða tvær sýningar í Norræna húsinu helgaðar minn- ingu hans. I anddyri Norræna hússins verða myndskreytingar eftir fær- eyska listamanninn Edvard Fug- lo, sem hann gerði við smásöguna Vængjað myrkur eftir William Heinesen. í sýningarsölum verður sett upp sýningin Heima á foldu - William Heinesen 100 ára. Sýn- ingin bregður upp lífi Heinesens með bréfum og myndum, hún tek- ur til bestu og mikilvægustu verka hans og að auki til myndlistar og tónlistar. Wiliiam Heinesen NICOLA BARKER HLYTUR IMPAK-VERÐIAUNIN í ÁR BRESKI rithöfundurinn Nicola Barker hlýt- ur alþjóðlegu IMPAC Dublin-bókmennta- verðlaunin í ár fyrir skáldsöguna Wide Op- en. Verðlaunin eru hæstu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir einstakt bókmenntaverk í heiminum í dag. Dómnefnd skipuð gagnrýn- endum og rithöfundum frá Irlandi, Bret- landi, Frakklandi og Bandaríkjunum valdi bókina úr sjö bókum þar sem meðal annars voni skáldsögur eftir bandaríska rithöfun- dinn Philip Roth og landa hans, Nóbelsverð- launahafann Toni Morrison. IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunin eru einstök að því leyti að upphaflegar tilnefn- ingar koma frá almenningsbókasöfnum um heim allan, en umsjón með samkeppninni hefur Borgarbókasafnið í Dublin. Meira en 100 bókasöfn í 34 löndum tilnefndu bækur að þessu sinni, meðal annars Borgarbóka- safn Reykjavíkur. Nóbelsverðlaunahafinn John Hume mun afhenda Barker verðlaunin í kvöldverðarboði á Konunglega sjúkrahús- inu í Kilmainham í Dublin 17. júní næstkom- andi. Bókin lyftir enskum bókmenntum í ögrandi hæðir Nicola Barker fæddist árið 1966 og býr hún og starfar í London. Hún er höfundur tveggja smásagnasafna, Love Your Enemies og Heading Inland, sem bæði hafa unnið til verðlauna í heimalandi hennar, og tveggja skáldsagna, Reversed Forecast og Small Holding, auk Wide Open. í áliti dómnefndar segir meðal annars að í Wide Open hafi Nicola Barker skapað hóp af persónum sem í senn séu fáránlegar og afar lýsandi fyrir mannlegt eðli í dag. Skáldsagan auðgi hina ríku hefð grótesku og töfraraun- sæis í enskum bókmenntum og lyfti þeim í nýjar, ögrandi og óvæntar hæðir. Aðals- merki skáldsögunnar telur dómnefndin vera tök Barker á tungumálinu sem nái að skapa frumlegar og trúverðugar myndir af undar- legum sögupersónum. Á síðasta ári hlaut Bretinn Andrew Miller verðlaunin fyrir skáldsöguna Ingenious Pain. Fyrri vinningshafar eru Ástralinn David Malouf fyrir Remembering Babylon, Spánverjinn Javier Marías fyrir A Heart So White í þýðingu Margaret Jull Costa og rúmenski rithöfundurinn Herta Miiller fyrir The Land of Green Plums í þýðingu Micha- els Hofmanns. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árnastofnun: Hátíðasýning handrita. 1. okt. Opin alla daga í sumar, kl. 13-17. Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Sýning á verkum Ás- mundar Sveinssonar. Verk í eigu safns- ins. Til 1. nóv. Byggðasafn Árnesinga: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Árnesþingi. Til 4. júlí. Byggöasafn Ilafnarfjarðar: Vax- myndasýning. Til 30. sep. Gallerí List, Skipholti 50: Erlingur Jón Valgarðsson (Elli). Til 18. júní. Gallerí OneoOne: Fos. Til 27. júní. Gallerí Reykjavík: Jón Baldvinsson. Til 11. júní. Gallerí Sævars Karls: Bjami Jónsson. Til 16. júní. Húbert Nói. 29. júní. Garður, Artún 3, Selfossi: Kaj Nyborg. Til24.júní. Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsd. Til 8. ág. Ilallgrímskirkja: Karólína Lárusdóttir. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Tony Cragg. Til 2. júlí. Islensk grafík: Harpa Árnadóttir. Til 11. júní. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Garðhúsabærinn. Til 23. júní. Listasafn Akureyrar: Ur og í. Til 25. júní. . Listasafn ASI: I Skuggsjá rúms og tíma. Til ll.júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Nýr heimur - Staf- rænar sýnir. Til 18. júní. Lífið við sjó- inn. Til 25. júní. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: Saga á vegg. Ondvegishús. Til 11. júní. Norræna húsið: Flakk. Til 18. ág. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: El- ín G. Jóhannsdóttir. Til 28. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Bjarni H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Til 21. júní. Ljósklif, Hafnarfirði: Steina Vasulku. Til 14. júní. Mokkakaffi: Kristinn Pálmason. Til 10. júní. Nýlistasafnið: Blá.Til 2. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Sex listamenn. 17129. ág. Svava Björnsdótt- ir og Myndlistarskólinn á Akureyri. Til 30.júní. Sjóminjasafn ísl., Vesturgötu 8, Hafn- arf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sep. Stöðlakot:Sigrid Österby. Til 11. júní. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Reykjavík í bréfum. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNUST Sunnudagur Varmárskóli, Mofellsbæ: Reykjalund- arkórinn. Kl. 16. Mánudagur Salurinn: Söngtónleikar Kristins Sig- mundssonar og Jónasar Ingimundar- sonar. Kl. 20.30. Miðvikudagur Kópavogskirkja: Barnakór frá Tékk- landi. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Glanni glæpur, sun. 18. Landkrabbinn, mið 14. Draumur á Jónsmessunótt, fim. 15. Hægan, El- ektra, mið 14., fos. 16. júní. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, lau. 10., fim. 15. júní. Loftkastalinn: Sjeikspír, fim. 15. júní. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 18. júní. Leikir, fös. 16. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569-1222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.