Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 4
Það var stóralvarlegt mál að Rósa fengi fullgild réttindi sem yfirsetukona og lausamennskubréf sem því fylgdi. Fyrir rétti þurfti hún að leggja hönd á hina helgu bók og vinna eið og hafði þó oft, rétt- indalaus, verið sótt til kvenna í barnsnauð. Myndlýsingin er eftir Freydísi Kristjánsdóttur. FULLGILD YFIRSETUKONA OG 14 RBD SILFURS EFTIRGISLAH. KOLBEINS Fott segir gf ferð Varnsenda-Rósu austur Ásg og um Víðidal ário 1836. Hitter miklu frásagnarveroara, sem geroist í stofu hjá sýslumanni sólstöðudaginn þao sama ár. Þriðjudagurinn sá var nokkur merkisdagur fyrir Rósu og líklega líka nokkur tímamótadagur í_ sögu mannlífs í Húnavatnssýslu._________ VirETRARRIKI eins og það ' sem við bjuggum við síðast- liðinn vetur hefir oft á fyrri árum haft miMl áhrif á gang mála. Veturinn 1835-36 lék þannig við landsmenn að i ýmsar ferðir í Húnavatns- sýslu, sem ekki voru bein lífsnauðsyn, frestuðust uns gróðurangan vor- blíðrar veraldar lagði fyrir vit og af var létt áþján vetrarbiturðar útmánaða og vordægra sem þjakaði fólk og fénað vetrarlangt og langt fram á vor. Hallgrímur djákni á Sveinsstöðum í Þingi segir í veðurlýsingu sinni á árinu 1836 að veturinn hafi verið harðæri sem með hafís um vorið hafi valdið því að „þá var fénaði fyrst gefið korn með heyi að ráði Blöndals sýslu- manns." Það var því ekki fyrr en um sólstöður að Rósa Guðmundsdóttir í Gottorp í Vesturhópi lét söðla hest sinn til þess að ferðast austur í Vatnsdal að sækja heim yfirvald Húnvetninga, sýslumanninn Björn Auðunarson Blöndal. Fátt segir af ferð hennar austur Ása og um Víðidal þveran, austur með Víðidalsfjalli stystu leið í stefnu á Flöguvað á Vatnsdalsá og svo austur um ána og allt heim á hlað í Hvammi. Hitt er miklu frásagnarverðara sem gerðist í stofu hjá sýslumanni sólstöðudaginn 21. júní 1836. Þriðjudagurinn sá var nokkur merkis- dagur fyrir Rósu og líklega líka nokkur tíma- mótadagur í sögu mannlífs í Húnavatnssýslu. .Forsaga þess atburðar gæti byrjað þegar Húnvetningurinn Jón Þorsteinsson tekur til starfa í landlæknisembætti fyrir íslendinga. Hann fæddist laugardaginn fyrir hvíta- sunnu, 7. júní 1794, á framdalabýlinu Kúfu- stöðum í Svartárdal og sleit þar barnsskónum en átti fiest uppvaxtarár sín í Holti á Ásum. Bessastaðaskóla lauk hann og settist á lækna- skólabekk í Kaupmannahafnarháskóla haustið 1815 og lauk þar námi með góðum vitnisburði 1819 enda afburðanámsmaður. I samræmi við það sem ýmsir landar hans höfðu gert breytti hann nafni sínu og varð Jón Thorstensen og lauk sínu merka ævistarfi svo nefndur og skráður. Landlæknisstarfið hóf hann á vordögum 1820. Þá þegar fór hann að reyna að bæta og laga heilsugæslu á íslandi. Landlæknarnir forverar hans höfðu einnig reynt það eftir mætti. Vorið 1833 settist hann við bréfagerð til stiftamtmanns og kom víða við í tillögum um bætta heilsugæslu. Sérstak- lega fór hann fram á úrbætur á kjörum ljós- mæðra. Hann lýsti því ófremdarástandi sem verðandi mæður yrðu að una vegna þess hve fáar Ijósmæður væru uppfræddar og prófaðar af lækni í ljósmóðurfræðum. Þegar kona þyrfti á fæðingarhjálp að halda víðast í sveitum landsins væri eina ráðið að senda til næstu góðrar grannkonu og biðja hana að koma og sitja hjá sængurkonunni uns barnið væri fætt og gera því þá til góða eftir bestu getu af brjóstviti einu saman eða þá að senda til ein- hverrar af þeim „klóku kellingum" sem þætt- ust vita nokkuð lengra en nef þeirra næði en væru litlu færari eða brjóstvitrari. En hann sá ekki fram á að ljósmæðrum myndi fjölga þrátt fyrir þörfina vegna þess að laun væru lág og tekjur óvissar og litlar fyrir lærðar ljósmæður eins og málum væri háttað. Úrbóta væri ærin þörf. Til skýringar fjallaði hann m.a. um það hve lítið munaði nú um þá 100 rbd. (ríkis- bankadali) silfurs sem ákveðið hefði verið að prófaðar ljósmæður skyldu fá árlega af kóngs- ins kassa til að skipta á milli sín skv. konungs- bréfi 20. júní 1766. Þær hefðu ekki verið svo margar þá, en nú kæmi ekki nema liðlega 3 rbd. silfurs í hlut hverrar og það væri lítið til að framfæra sig af jafnvel þótt þeir foreldrar sem yfirsetukonurnar þjónuðu launuðu fyrir þjónustuna með 4 rbd. silfurs þeir sem best væru megandi, 3 rbd. silfurs þeir næst best megandi, 2 rbd. silfurs þeir lakar settu og 1 rbd. þeir sem enn lakar væru settir, en svo ekki neitt þeir sem minnst mættu sín. Fyrri landlæknar höfðu gert uppástungu um þannig greiðslur til yfirsetukvenna löngu fyrr. Launa- skrá í þeim anda gæti hafa verið til viðmiðunar að einhverju leyti frá því að fyrst var stungið upp á henni, þótt gera megi ráð fyrir því að annar greiðsluháttur hafi verið á vegna þess hve lítið var um peninga og þess vegna miklu líklegra að hagfæringarnir, þ.e. fráfærðu lömbin smáu sem aðeins nutu móðurmjólkur svo sem 6 vikur af lambsævi sinni hafi verið gjaldmiðillinn eða eitthvað annað sem bóndinn hafði ráð á að láta í té af afurðum búsins eða þá svo og svo margir fiskar eða jafnvel hertir þorskhausar þar sem útvegsbændur nutu starfs yfirsetukonunnar. En þeir voru víst ekki margir sem voru greiðendur í hæsta flokki. Líklega voru flestir í næstlægsta flokki. Það sést vel á skattskránni í Þverárhreppi á þessum árum, þar sem Ólafur á Vatnsenda var einn af sex gjaldendum sem greiddu 5 rbd. í skatt til sýslumanns af þeim 51 búanda sem í hreppnum tíunduðu tekjur til skatts. Ólafur og hinir fimm voru þeir tekjuhæstu. Þeir voru miklu fleiri sem greiddu aðeins nokkra skild- inga og því í lægri eða lægsta flokki. Landlæknir færði ítrekuð rök fyrir því að fjölga þyrfti enn yfirsetukonum. Hann hefði verið sóttur til kvenna í barnsnauð þar sem grannkonan góða sem sat yfir konunnni sem vænti sín, fór með góðar bænir á meðan hún beið en kunni engin ráð til að hjálpa ef fæðing- fir f8E re ar ha og hu ál hv ; R( i ar gi Gi ef Þí í \ so vi UI er M UI til le af fn ít fe fe •)l as le i'i ei fe B le ¦V ai rI V( la ác 10 m se 6r Ó ái t\ Vi h >i ;< n i sl k S( ,.< ai a tí '3 a þ o r h r k n V s E f« g n P n b u t s U k h 3 t a 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.