Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 5
n dróst á langinn og gat raunar lítið annað en setið og beðið þar til bæði móðir og fóstur voru jnduð ef fæðing varð ekki sjálfkrafa. I leið- jeiningum í helgisiðabók prestanna var að Inna leiðbeiningu í þessu efni sem segir í Fyrstu grein um yfirsetukonur „að þær viti *étt að hugga óléttar konur sem eru komnar ið falli og áminna til þakklætis við Guð fyrir aað þær eru blessaðar með lífs ávexti.“ A rerklega þekkingu er lítið minnst. Landlæknir vill fá úrlausn, meiri peninga og fleiri lærðar yfirsetukonur. Gera má ráð fyrir að víða fréttist þessi áhugi landlæknis og framfarahugur hans á sviði fæð- ingarhjálpar. Ekki er ólíklegt að afspurn af málflutningi hans og erindi til valdstjórnar- innar berist norður í heimahérað hans. Get- gáta mín er að Rósa á Vatnsenda heyri í þeim fréttum og umræðu kall tímans til sín. Hún hafði nokkuð gert af því að sitja hjá konum í barnsnauð og verið nefnd Ijósmóðir. M.a. hafði hún setið hjá prestsfrúnni Ragnheiði Thorar- ensen, systur Bjarna amtmanns og skálds er hún ól Vigfús Gíslason 17.nóv. 1829. Hann varð Norðurlandspóstur á 23. ári um miðja 19.öld og síðar bóndi í Samkomugerði í Eyja- firði. Hún vissi að hún var nokkuð lángefin við fæðingarhjálp þótt aðeins væri um sjálfsnám í reynsluskóla lífsins að ræða á því sviði. Nokkr- ar líkur eru á að Björn Blöndal sýslumaður hafi átt einhvem þátt í að hún afræður að fara og nema nokkur fræði hjá landlækni sbr. at- hugasemd í bréfi landl. til E. Johnsens læknis á Húsavíksem síðar verður vikið að. Hver sem hvatningin hefir annars verið er það víst að Rósa ákveður að afla sér þekkingar í fæðing- arhjálp vorið 1835. Hún setur sér að verða full- gild yfirsetukona. Byrjunin er að fara til sóknarprestsins sr. Gísla Gíslasonar í Vesturhópshólum og óska eftir meðmælaseðli hjá honum. Hún fær hann. Þá er næst að komast suður. Ætli hún fari ekki í veg fyrir landpóstinn, Grím berhenta Jóns- son frá Brakanda í Hörgárdal. Hún ætti að vita á honum nokkur deili þótt hann sé 13 ár- um yngri en hún og hafi verið óráðinn drengur er hún hvarf á braut úr heimadalnum þeirra. Með landpóstinum hafði hún góða fylgd suður um Holtavörðuheiði og Grjótháls og áfram allt til Reykjavíkur á fjórum til fimm dögum lík- lega, ef vatnsföllin hafa ekki tafið. Það tók allt- af nokkurn tíma að fara yfir Hvítá í Borgar- firði á ferju. Grímur fór póstferðir sínar gangandi og óhklegt er að nokkrir hafi verið á ferð ríðandi svo snemma vors sem Rósa gerði ferð sína til Reykjavíkur nema hún hafi ferð- ast á eigin hesti í fylgd með gangandi Norð- lendingapósti. Hafi hún hugsað fyrir heimferð er sennilegt að hún hafi viljað hafa hest til að ferðast á aftur norður, líklega með væntan- legu kaupafólki. Hvernig sem ferðamáti henn- ar var er hún komin suður um Krossmessu vorið 1835 og fær að nema fræðin hjá land- lækni frá miðjum maí, líklega 6 vikna skeið, áður en hann prófar hana. Sennilega fær hún líka að vera viðstödd fæðingu, þar sem Christ- ine Elísabeth Möller, sænskrar ættar, er yfir- setukonan, búin að starfa 19 ár í Reykjavík, þá 67 ára að aldri og einnig þar sem Ragnheiður Ólafsdóttir er yfirsetukona. Hún er þremur árum eldri en Rósa og lauk námi í fræðunum tveimur árum fyrr hjá landlækni. Landlæknir var mjög ánægður með próf Rósu og bætti henni strax á skrá þeirra ljósmæðra sem skipta skildu árlega á milli sín 100 rbd. úr kóngsins kassa. Hann skrifar líka Blöndal sýslumanni bréf, ds. 4. júlí 1835, þar sem hann segir Rósu hafa verið prófaða 29. júní sl. í „Gjordemoderkonsten“ og felur honum að annast um nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hún verði réttilega tekin í yfirsetukvenna tölu. Sýslumaður bókar að sér berist bréfið 25/7 ’35. Ljóst er að Rósa fer og finnur sýslumann að máli eða skrifar honum erindi og telur fram þann kostnað sem hún hafði af suðurferðinni og verunni þar syðra. Þar er sjálfsagt um að ræða ferðakostnað og borgun fyrir fæði og húsnæði hjá landlækni sjálfum í Reykjavík. Hún óskar eftir fjárstyrk til að jafna þann kostnað. Björn sýslumaður skrifar því amt- manninum á Möðruvöllum 4. september eða 6 vikum eftir móttöku bréfsins frá landlækni og skýrir honum frá námi, prófi og námskostnaði Rósu. Hún þurfti að kosta til 14 rbd. silfurs til ferðar, uppihalds og náms og vill gjarna fá út- gjöldin jöfnuð með greiðslu úr sýslusjóði eða með niðurjöfnun á búendur í yfirsetukonu- plássi þvísem hún yrði sett til að þjóna. Amt- maður svarar bréfinu og ds. það svar 20. októ- ber 1835. Hann gefur sýslumanni fjmirmæli um að ákveða yfirsetukonusvæði fýrir Rósu, taka hana í eið og skikka búendur á því plássi sem hún á að þjóna til að borga þá 14 rbd. silf- urs sem Rósa óskar eftir að fá greidda vegna kostnaðar við ferð og nám. Það á að jafna upp- hæðinni hlutfallslega niður á búendurna. Sýslumaður fær svarbréf amtmanns 30.október 1835. Þá eru liðnir þrír mánuðir frá því að hann fékk bréf landlæknis. Hann notar allan nóvember til umhugsunar, sennilega um yfirsetukonusvæði, og einnig ræðir hann við einhverja héraðsbúa um það mál. En 7. des- ember 1835 skrifar hann hreppstjóranum í Þverárhreppi Snorra Jónssyni í Kiömbrum og tjáir honum stöðu mála og felur honum að til- kynna Rósu úrskurð amtmanns og láta hana vita að hún eigi að koma til hans til „eiðs af- leggingar og skuli þá undireins “ verða ná- kvæmar tiltekið yfirsetukonuplássið sem hún skuli þjóna. Hann tjáir hreppstjóranum einnig í bréfinu að amtmaður samþykki „að Rósa megi framvegis uppihalda sér án þess að ganga í stöðuga vist.“ Sú tilkynning jafngildir lausamennskuleyfi. Ekki fer sögum af því hve- nær Snorra í Klömbrum tekst að tilkynna Rósu lausamennskuleyfið og það að hún skuli fara og finna sýslumann til að afleggja eiðinn. En hún er loksins komin til þess í Hvamm á sólstöðum 1836 eins og segir hér á undan. Hún hefir samt ekki setið iðjulaus með hendur í skauti og beðið eftir kalli frá sýslumanni, því að svo er að sjá sem hún hafi setið yfir nokkuð á annan tug kvenna frá því að hún kom að sunnan þar til hún reið í Hvamm á hásumar- degi 1836 og það einmitt í þeim kirkjusóknum sem urðu yfirsetukonuhérað hennar að skipan sýslumanns. Þorbjörg Arnadóttir, kona Snorra hreppstjóra í Klömbrum, ól 21. nóvem- ber 1835 Rannveigu dóttur sína sem Rósa er skráð ljósmóðir fyrir. Um jólin er hún í yfir- setukonustarfi í Gottorp og svo í janúarlok á Refsteinstöðum um miðjan mars 1836 aftur í Klömbrum o.s.frv. Prestsþjónustubækur sýna þetta. Rósa Guðmundsdóttir frá Vatnsenda, nú búsett í Gottorp, skilin að borð og sæng við Ólaf Ásmundsson bónda fær væntanlega virðulegar og viðeigandi móttökur á sýslu- mannssetrinu. Hún á þannig erindi „að af- leggja yfirsetukonueið,“ fá fullgildingu til fæð- ingarhjálparstarfs fyrir væntanlega Húnvetn- inga. Sýslumaður setur aukarétt með tilkvöddum vitnum. Hann tilkynnir í réttinum að hann álíti rétt- ast að Rósa verði skikkuð „til yfirsetukonu fyrstum í Breiðabólstaðar-, Vesturhópshóla- og Tjarnarkirkjusóknum." Rósa afleggur svo yfirsetukonueiðinn og lofar og sver að hún skuli með dyggð og ráð- vendni af ýtrustu kröftum stunda það embætti án tillits til vina eða óvina, ríkra eða fátækra, skyldra eða vandalausra og hegða sér sem ráðvandri yfirsetukonu ber og vel samir. „Svo sannarlega hjálpi mér Guð og hans heilaga orð“ endar hún eið sinn. Vitnin Bjarni Jónsson og G. Guttormsson undirrita bókun réttarins með Blöndal sýslumanni. Bjarni er vinnumað- ur í Hvammi, „eigi illa gefinn“ ritar prestur í manntalsskrá og G. Guttormsson er ritari sýslumanns, seinna prestur að Stöð í Stöðvar- firði. Við skulum gera ráð fyrir að Rósu sé svo boðið til gestastofu að þiggja veitingar og svo gisti hún næstu nótt á sýslumannssetrinu því að sýslumaður þarf að skrifa eitt bréfið enn. Það skrifar hann Snorra hreppstjóra og gefur honum fyrirmæli um innheimtu 14 rbd. náms- kostnað Rósu með hlutfallslegri niðurjöfnun á búendur í yfirsetukonuplássi hennar og hvemig hann skuli krefja hreppstjórana í Kirkjuhvammshreppi og Þorkelshólshreppi um þann hlut sem jafna skal niður á búendur í þeim hreppum sem tilheyra Tjarnar- og Breiðabólstaðarkirkjusóknum. Og svo fær hann Rósu bréfið til þess að hún beri það til hreppsstjórans, eins konar embættisbréf hennar. Þannig varð loksins ári eftir að land- læknir prófaði hana „bóndakonan úr Húna- vatnssýslu Rósa Guðmundsdóttir," eins og landlæknir nefnir hana, kennd við Vatnsenda, fullgild yfirsetukona í tilteknu yfirsetukonu- plássi í Húnavatnssýslu sólstöðudaginn, þriðjudaginn 21.júní 1836, liðlega fertug að aldri. Hugsanlega er það fyrsta yfirsetukonu- plássið sem ákveðið er af yfirvaldi í Húna- vatnssýslu. Rétt er að láta hér fljóta með það sem landlæknir skrifar um hana í bréfi til E.Johnsens, læknis á Húsavík 8.mars 1836 og veit auðvitað ekki hvað dregist hefir að hún fái staðfestu og fullgildingu til starfa. Hann skrif- ar „að ég á liðnu sumri hefi eftir beiðni Blöndals sýslumanns tekið á móti konu úr Húnavatnssýslu að nafni Rósa Guðmundsdótt- ir til tilsagnar í Ijósmóðurfræðum, sem eftir að hafa verið hjá mér frá miðjum maí til fyrstu daga í júlí var prófuð og ég áleit hana eina af þeim „flinkere“ [færari eða hæfari].“ Bréfið endar hann á að fagna því að nú eru sjö Ijós- mæður í Norðuramtshéraði. Að síðustu er rétt að greina frá því að þótt Rósa yrði fyrst fullgild yfirsetukona 21. júní 1836 er Ijóst af innfærslum í kirkjubækur að hún lagði konum í barnsnauð lið bæði áður en hún var prófuð og aflagði yfirsetukonueiðinn og eftir það um tæplega 30 ára skeið frá því í júlí 1827 til febrúar 1855 fyrir víst og þótti löngum eftirsóknarverð yfirsetukona. Heimildir: Prestsþjónustubækur sem taka til starfs- svæða Rósu, bréfabækur landlæknis og Blöndals sýslu- manns og bréf embættis hans aðsend. Dansk lovsaml. Höfundurinn er fyrrverandi sóknarprestur. PÉTUR SIGURGEIRSSON Ágsborgar-samþykktin: TILÞESSAÐ HEIMURINN TRUI (SBR. JÓH. 17. 20-22. OG RÓM. 5:1.) Að réttlæting sé reist á trú er rétt og nærtæk kenning sú í orðum Krists og anda hans, sem opinberast hugsun manns. Sú trúin varir verkum í, - í von og kærleik lifir því. Sá trúar máttur flytur fjöll, er finnast lokuð sundin öll. Fljótt sam- kirkju rauf sundrungin. Þá sundrast kristna einingin. En kirkjan sérstök samráð fékk, þó sundruð betur aftur gekk. Nú kaþólsk lútersk kirkju nefnd öll komst að sátt, er vel skal efnd, um kenningþá að karpa’ ei meir. Það kynntu skjalfest ráðs-menn þeir. Því fyrirgefning gagnkvæm var, oggerðar upp þærsakirnar. Sjá, alheims kirkjan er því nær að einingkomi tímabær. (Réttlæting) Og bar það til siðbótar dag, að birt var það samkomulag. I október dag efstan þar, það ár, sem næst 2000 var. Nú Krists menn eins ei eru það, þá eitt í trú- hann Guð um bað, svo veröld mætti vissu fá, að víst hann kæmi Guði frá. Að réttlæti sé réttlæting, er reyndar ein- yrt frummerking. Oll Guð oss kallar: Kom til mín, í Kristi veginn gaf til sín. Ei fremjum hernað, kristin hjörð, en höldum friðinn Guðsájörð, oghöfum sama hugarfar sem hirðir góður með sitt var. Aðjáta trú á Jesú Krist erjátning hjartans orðlaus fyrst, en þá Guðs orðið þangað fer, ogþar að vera komið er... Höfundurinn er biskup. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.