Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 9
Ljósm.:Walker Evans Evans hafði talið litljósmyndir „andstyggilegar" en svo fór að hann tók á litfilmur, þar á meðal myndröð sem hann tók út um lestarglugga og birtist hún í tímaritinu Fortune, 1950. ■... ■ . . Ljósmynd AValker Evons Frú Burroughs, eiginkona leiguliða. Líklega sú Ijósmynd Evans sem oftast hefur verið birt. Hún er ein þeirra Ijósmynda sem Evans tók af uppflosnuðu bændafólki í kreppunni miklu. Svona vélar taka ekki myndir á rúllu-filmur eins og flestir þekkja heldur á filmu-plötur af stærðinni 20x25cm, eða litlu minna en A4-blað. Myndavélin sjálf vegur nokkur kíló og þarf því að standa á þrífæti, nokkuð sem gerir skyndi- myndatökur augljóslega ómögulegar. Vegna þess hversu stór sjálf filman er gefur þetta möguleika á mun meiri skerpu en með hinum hefðbundnu 35mm vélum, nokkuð sem Evans fannst nauðsynlegt til þess að ná fram öllum smáatriðum hjá viðfangsefni sínu, hvort sem það var flagnandi málning á útidyrahurð, ryk á máðum viðargólfum eða veðurbarin húð bónda í Suðurríkjunum. Að sjá myndir Evans prent- aðar í dagblaði, í stað upprunalegu kópíanna hans, má því líkja við það að horfa á heiminn í gegnum rispað og skítugt gler. Það er kómísk sjón að sjá sýningargesti rýna í kristalskarpar ljósmyndirnar á sýningunni í Metropolitan, nánast með nefið klesst upp að glerinu til þess að geta virt fyrir sér öll smáatriði viðfangsefn- isins; ef til vill í þeirri trú að þeir geti fundið lyktina af hálffúnum gólffjölum einhvers gam- als bóndabæjar? Um miðjan fjórða áratuginn réð innanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna nokkra Ijósmyndara LjósmyndAValker Evans Walker Evans var borgarbam og borgarlífið var oft viðfangsefni hans. Hér er það næturmynd frá Broadway í New York. til að ferðast um miðríkin og skrásetja lífsskil- yrði bænda, sem flestir höfðu misst jarðir sínar sökum kreppunnar og ferðuðust nú um landið sem leiguliðar með fjölskyldur sinar í leit að árstíðabundinni vinnu. Evans var einn af ljós- myndurunum sem var boðið að skrásetja þetta ástand og í eitt og hálft ár ferðaðist hann um þver og endilöng Bandaríkin og myndaði, eins og hann sjálfur lýsti því, það sem honum fannst áhugavert. Sumarið 1936 bað hann um leyfi frá verkefninu til að fara með vini sínum James Agee til Alabama-fylkis að Ijósmynda leigu- liðafjölskyldur fyrir tímaritið Fortune. Agee átti að skrifa grein um líf bændafólksins í miðri kreppunni og Evans átti að sjá um mynd- skreytinguna. Útkoman varð öllu efnismeiri en ritstjórar Fortune höfðu hugsað sér; um 500 blaðsíður af persónulegum og oft mjög póli- tískt gagnrýnum texta Agee, ásamt meira en 50 ljósmyndum sem margir telja vera bestu myndir Walker Evans. Ein af þessum mynd- um er „Frú Burroughs, eiginkona leiguliða" sem er án efa mest birta ljósmynd Evans. Það þarf fáum að koma á óvart að Fortune sá sér ekki fært að birta „greinina“, þar sem Agee þvertók fyrir að stytta textann. Það liðu því fimm ár áður en afraksturinn leit dagsins Ijós í bókarformi með hinum kaldhæðna titli „Let Us Now Praise Famous Men“ (Látum oss nú hylla fræga menn). Evans hafði þó ekki sagt skilið við Fortune því árið 1945 var honum boð- in staða sem sérstakur myndstjóri tímaritsins, staða sem hann tók fegins hendi og gegndi næstu tuttugu árin. Sá hluti verka Walker Evans sem flestum hefur yfirsést hingað til eru litmyndir hans. Þær eru enn ein þversögnin í persónu Evans því að hann lét margoft hafa eftir sér að honum fyndist litljósmyndun vera „andstyggileg." „Ef maður deyfir litina eins og hægt er verður þetta allt að því þolanlegt," sagði hann og varði svo bróðurparti seinni hluta ævi sinnar í að taka ljósmyndir í lit. Þau 20 ár sem hann vann hjá Fortune tók hann flest sín verkefni fyrir blaðið á litfilmu og ber þar sennilega hæst myndaseríu sem hann tók útum lestarglugga og birtist í tímaritinu í september 1950 undir yfirskriftinni ,Jllong The Right of Way“ (Eftir réttu leiðinni). Þegar hann vann með belg- myndavélamar notaði hann þrífót og gaf sér nógan tíma til að finna rétta sjónarhomið og biða eftir réttu lýsingunni, en að sitja í lest á fleygiferð og taka myndir útum gluggann krafðist töluvert ólíkra vinnubragða. Mynd- byggingin er því nokkuð frábragðin hinum hefðbundna Evans-stíl, sjónarhomið er ekki endilega beint á viðfangsefnið og sökum hrað- ans á lestinni em flestar myndirnar eitthvað hreyfðar. Arið 1973 setti Polaroid-fyrirtækið á markað nýja myndavél sem var kölluð SX-70; meðfæri- leg plastmyndavél sem spýtti út litlum glans- andi myndum í skæmm litum sem framkölluð- ust 1-2 mínútum eftir að myndin hafði verið tekin. Fyrirtækið gaf nokkram þekktum ljós- myndumm svona vél ásamt ótakmörkuðum birgðum af filmum í þeirri von að þeir gætu, með myndum sínum, sýnt fram á möguleika vélarinnar umfram hinar hefðbundnu tækifær- ismyndir. Walker Evans var einn af hinum út- völdu og tók hann þessu nýja apparati svo opn- um örmum að á liðlega einu ári tók hann meira en 2.600 ljósmyndir með vélinni. Á þessum tíma var Evans orðin roskinn maður og heilsan farin að bila, hann hafði farið í hættulegan magauppskurð árið áður og þurfti því að halda sig frá áfengi, nokkuð sem hann átti erfitt með að sætta sig við. Þar sem hann gat ekki lengur burðast um með belgvélina góðu, og ekki held- ur prentað sínar eigin myndir í myrkraher- berginu, gaf þessi litla og létta myndavél hon- um nýtt tækifæri til að gera það sem honum stóð næst; að taka einfaldar, blátt-áfram ljós- myndir. Viðfangsefni hans voru mikið til þau sömu og áður; vegaskilti og veggmyndir, and- litsmyndir af fólki, bílhræ og yfirgefin hús í sveitum Ameríku. Sýningunni í Metropolitan er skipt upp í fjóra sali þar sem farið er í gegnum feril Ev- ans, allt frá galsafullum myndum af fjölskyldu hans og vinum sem hann tók sem strákur til litlu Polaroid-myndanna sem vom þær síðustu sem hann tók. Það má því segja að sýningin sé römmuð inn í tilgerðarlausar skyndimyndir, nokkuð sem Evans hefði vafalaust kunnað að meta. Flestar myndimar era uppmnalegar kópíur sem Evans prentaði sjálfur en litmynd- imar sem hann vann fyrir Fortune vom teknar á slides-filmu og aldrei prentaðar öðmvísi en í blaðið sjálft. Á sýningunni er því að finna nokk- ur sýnishorn af uppmnalegu Fortune-blöðun- um en annars er stærstur hluti þeirra mynda sýndur á sjónvarpsskjá í síðasta herberginu og er þetta í fyrsta skipti sem þessum hluta af verkum Walker Evans em gerð góð skil. Ahrif Walker Evans á Ijósmyndasöguna verða seint ofmetin en það á eftir að koma í ljós hversu sannspáir forstöðumenn Metropolitan- safnsins reynast á áhrif hans á listasöguna al- mennt. Áhrifamáttur hans sem myndstjóri Fortune árin 1945-65 og staða hans sem yfir- manns Ijósmyndadeildar Yale á sjöunda ára- tugnum gerðu honum vafalaust kleift að smita marga með kenningum sínum. Hann veitti einnig mörgum ungum Ijósmyndumm ómetan- legan stuðning með því að birta myndir þeirra í Fortune og skrifa sjálfur meðfylgjandi texta sem lofsöng verk þeirra. Þau sem nutu vemd- arvængs hans í hvað ríkustum mæli urðu öll áberandi nöfn í ljósmyndasögu seinni hluta síð- ustu aldar; Lee Friedlander, Diane Arbus og Robert Frank. Friedlander sagði eitt sinn um Evans: „Hann gerði ljósmyndumm sem komu á eftir honum kleift að trúa því að allt væri mögulegt, allt gæti verið áhugavert, allt gæti verið fallegt“. Myndum Evans hefur verið lýst sem ljóðrænum í einfaldleika sínum, látlausum en áleitnum, hversdagslegum en óvenjulegum. Myndlistargagnrýnandi New York Times, Michael Kimmelman, hitti sennilega naglann á höfúðið í umfjöllun sinni um sýninguna 9. febr- úar síðastliðinn þegar hann sagði að myndir Evans væri „ekki auðvelt að líka við, en ómögulegt að gleyma.“ Fyrir þá sem eiga leið um Bandaríkin á næstunni má benda á að sýningin í Metro- politan Museum stendur til 14. maí en þaðan fer hún til San Fransisco Museum of Modem Art (2. júní-12. september) og endar svo í Huston Museum of Fine Arts (17. desem- ber-11. mars 2001). Höfundurinn er Ijósmyndari í New York. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.