Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 13
Ljósmyndir: Morgunblaðið/Golli. Horft af stigapalli inn í litla setustofu. Glugganum hefur verið breytt að persneskum hætti og í gluggakistunni stendur samóvar. — Á stigapallinum.Tii vinstri er gengið inn í setustofuna. Koparvasinn, ríkulega skreyttur, er frá ir- an en þar er forn hefð fyrir gripum af þesu tagi. Sjá einnig myndina að neðan. byggingaraðferð sem miðai- að því að fólk geti þolað við í brækjuhita. Hjá Persum var þetta gert á þann hátt að húsin voru lokuð út á við, en hinar gegnskornu vængjahurðir sneru inn að miðgarðinum. Þar var höfð tjöm og andvarinn tók í sig kul af tjöminni og þetta kul lagði inn í húsið. Ali bendir á, að Paradís sé persneskt orð ogmerkirgarður. Þegar upp er komið á efri hæðina þar sem Ali hefur endurskapað húsið að persneskum hætti, sést fyrst gegnum forhengi úr bómull milli súlna inn í stofu með sérkennilegu sófa- setti. Með þessum hvítu og gegnsæu tjöldum hefur Ali myndað andstæðu við dökkar trésúl- umar sem ríma við loftbitana. Astæða er til að staldra við sófasettið, sem íranskur arkitekt og vinur Alis hannaði. Það er engu líkt sem ég hef áður séð; smíðað úr jara, sérstaklega völdum viði frá Suður-Afríku. Það er einhver harðasti viður sem um getur, þungur sem grjót. Þessi smíðaviður er kominn til ára sinna, því hann var í áratugi notaður í undirlag undir járn- brautarteina í Suður-Afríku. Áklæðið er afar sérkennilegt einnig, ofið með austurlenzku mynstri í stíl við gólfteppið. Birtan fellur inn um mjóan kvistglugga og í gluggakistunni stendur persneskur samóvar úr kopar. Annað Hér er brugdid Ijósi á smáatridi á ödrum háa koparvasanum. Hér eru myndir af fólki sam- kvæmt persneskri hefd, enda þótt þad sé ann- ars bannad í löndum ístams. sem gert er af fágun og smekkvísi og gleður augað í þessu herbergi er upprunalegur loft- biti, hár og mjór gluggi með persnesku skraut- gleri, innlögðu í blý. Við hlið hans flötur með KsSSSs . \ \ ; 1 c í ' ! 'M ri4 j Badherbergisdyrnar. Hurdin, járnslegin og rammleg, er dæmigerd persnesk útidyrahurd. Morgunblaðið/ Arnaldur Fallega unnid med ólík efni: Efst er upprunalegur biti, til hægri hefur múrhúd verid fjarlægd til þess ad múrsteinarnir njóti sín og til vinstri er gluggi med litudu gleri, innlögnin samkvæmt persneskri hefd. upprunalegum múrsteini; múrhúðun og máln- ing hafa verið fjarlægð. Stærsta rýmið er forsalur þar sem gengið er inn í fyrrnefnda stofu, svefnherbergi og bað- herbergi. Þarna er hátt undir súð eins og sést á mynd. Gólfið er upprunalegt, fallegt furugólf, en það sem umfram allt tekur athyglina í þessu rými er tvískiptur stigi upp í turnherbergið. Hann kemur saman að ofan og verður einskon- ar umgjörð utan um svefnherbergisdyrnar. Stiginn er úr þessum undrafagra, persneska viði sem áður var nefndur og heitir Chenar. í handriðunum eru renndir pílárar, nákvæmlega eins og upprunalegir pílárar úr stiga niður á neðri hæðina. Þeir voru teknir með til íran og smíðað eftir þeim. I þessu rými ríkir fullkomin symmetria eða samhverfa; annar helmingurinn er eins og spegilmynd af hinum. Þegar staðið er fyrir miðju stigans verður ljóst að hurðirnar að svefnherberginu eru makalaus skartgripur. Það eru vængjahurðir með þvílíkum íburði og flúri að maður sér það varla til fulls nema koma mjög nærri og sumir þurfa að setja upp gleraugu. Þá sést - og von- andi sést það einnig af myndinni sem hér fylgii- - að hurðunum er skipt upp í mjög flókin myst- ur, sem afmörkuð eru með mismunandi viðar- tegundum. Þá myndast smáir fletir og hver um sig er heilt undraverk með innlögn úr örsmáum stjörnum, þríhymingum og ferhyrningum úr fílabeini, kopar og fleiri efnum. Það liggur i augum uppi að þessi smíð hefur ekki verið hrist framúr erminni, enda vann hópur manna við hurðirnar í tvö ár. Fyrir baðherberginu er hurð gersamlega ólíkrar gerðar. Raunar er hún eftirmynd persneskrar útidyrahurðar, rammger og þykk, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. JÚNÍ 2000 1 3 .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.