Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 14
Ljósmyndir: MorgunbiaðiS/Golli í setustofu á efri hæð. Sófasett sem íranskur arkitekt hannaði. Viðurinn í borðinu og stólunum er frá Suður-Afríku og var áður undir járnbrautarteinum. Gluggi í baðherbergi að persneskum hættí og sama er að segja um vatnsskál á fæti, sem hér er höfð til skrauts. Sjá nærmynd þar sem skreytingin á koparskálinni sést betur. dökk á lit með málmskreyti og tvenns konar málmhengi til þess að berja að dyrum. Annað þeirra hefur reðurlíkingu og notuðu karlar hann til að banka á dyr, en hinn hefur líkingu af sköpum konu og gefur frá sér annað hljóð en hinn. Húsráðandinn átti að geta vitað hvort gesturinn væri karl- eða kvenkyns. í baðherberginu vekur athygli lítill en einkar fallega hannaður arinn. Baðherbergisglugginn er með dæmigerðu, persnesku formi; oddbogi upp úr venjulegum boga. I glugganum er enn eitt afbrigði af hefðbundnu, innlögðu mynstri og fellur birtan á rúmlega hnéháa koparskál á fæti; heildarmyndin eins og bikar. Þesskonar skálar voru vatnsílát í Persíu, en hér er þessi risabikar til skrauts og mætti þó, segir arki- tektinn, fylla hann af kampavíni ef tilefni gæf- ist. Það undraverða er, að þessi gripur er ekki antík, heldur nýsmíði. A honum eru línur með persnesku letri; það eru ljóðlínur eftir frægasta skáld Persa, Omar Khayam, sem var 11. aldar maður. Eitt af frægustu kvæðum hans er Fer- hendur tjaldarans sem þýtt hefur verið á ís- lenzku. Þekktust er þýðing Magnúsar Asgeirs- . sonar, en fleiri hafa spreytt sig á kvæðinu; Einar Benediktsson þeirra á meðal. Hliðstæðir gripir, um 160 em háir, standa sinn hvorum megin við svefnherbergisdymar. Það eru tveir koparvasar, ríkulega skreyttir, þar á meðal með myndum af fólki. Þessi fomi Á vatnsskálinni sem prýðir baðherbergið er margslungið skraut, myndir og á borðanum efst eru tilvitnanir í Ijóð eftir persneska skáld- ið Omar Khayam. listiðnaður stendur með blóma í íran en svona verk er um tvö ár í smíðum. I tumherberginu hefur Ali komið fyrir hringsófa og viðarklæðningu sem nær upp í seilingarhæð eða vel það. Þar er síbreytilegt Hluti af annarri vængjahurðinni fyrir svefnherberginu. Smæstu fletirnir eru innlagðir með örsmáum stjörnum, þrýhyrningum, tíglum og ferningum úr fílabeini, kopar og fleiri efnum. ~ <• ■. - f H1 Ui Illd ;! t íIeL _ • 1 Pirana.is Tölvumynd af húsinu í Aðalstræti sem þeir Ali og Páll Bjarnason hafa teiknað og frá er sagt í greininni. Arinn með persnesku mósaíkskreyti er fyrirferðarlítið en fallegt smáatriði í bað- herberginu. litaspil frá ósýnilegum ljósleiðurum, en aðeins einn lítill gluggi. Tumherbergið eitt út af fyrir sig minnir á garðhúsin á sýningunni Koloni- haven á Kjarvalsstöðum. Það eru hús af þessari stærð þar sem hægt er að vera einn með sjálf- um sér eða öðrum; vera í næði frá öllu hvers- dagslegu áreiti, njóta kyrrðar og geta hugsað. Til viðbótar er þess að geta að húsið er tæknileg undraveröld, byggð á rafeindatækni frá Ljósvirkja hf., en allt er það innbyggt og sést ekki. Þar eru tölvustýrt hljómflutnings- kerfí, sem að sjálfsögðu er hægt að grípa inn í ef fólkið í húsinu langar til að hlusta á eitthvað sérstakt. Hátalarar em í hverju herbergi, en sjást alls ekki því þeir eru í plötum sem eru hluti af klæðningunni. Hitastillingin er fullkom- lega sjálfvirk, en kerfíð nemur hvar fólk er í húsinu og breytir samkvæmt því bæði tónlist og lýsingu. Hvorki þarf að hafa fyrir því að kveikja né slökkva Ijósin; heldur ekki að hækka hitann eða lækka. A nokkrum stöðum er lýsing frá ljósleiður- um. Þá er ljósgjafinn stór og öflug pera í kæld- um kassa og liggja leiðararnir út frá honum. Með tölvustýringu er bæði hægt að ráða ljós- magninu, litnum á ljósinu og litabreytingum. En hvað hyggst Ali Amoushahi fyrir, annað en að læra íslenzku? Stendur til boða, ef ein- hver gefur sig fram, að vinna fleiri samskonar verk. Nei, það er ekki ætlunin, segir hann. Þetta verður einstakt frá hans hendi og það verður ekki endurtekið. Hann leggur áherzlu á að það hafi verið góð samvinna margra sem gerði þetta mögulegt; umfram allt þó samvinnan við hjónin sem eiga húsið. Hinsvegar vill Ali að sjálfsögðu vinna í sínu fagi og hefur nú þegar fengið verkefni við að hanna nýtt hús, sem mun rísa í Aðalstræti. Þar verður verzlun á jarðhæð, en veitingahús á 2. hæð. Á 3. hæð verða skrif- stofur, en íbúð efst. Þetta verkefni er Ali með í samvinnu við Pál Bjarnason arkitekt. Teikning- in hefur verið samþykkt en vinna við það er ekki hafin. Ali og Svanhildur búa í gömlu steinhúsi í Hafnarfirði. Þar er ætlunin að breyta og bæta og húsbóndinn ætlar helzt að gera sjálfur allt sem gera þarf. Það er framtíðardraumur, en í sumar fara þau hjónin með son sinn í heimsókn til ættingja og vina í Isfahan og þar ætla þeir feðgar að njóta þess að tala persnesku. .14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.