Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 4
SKAMMLÍFUR SKURÐ- USTAMAÐUR Örlagasaga Jóhannesar Helgasonar frá Gíslabæ EFTIR SÆBJÖRN VALDIMARSSON LÍKT og flest önnur börn þraut mig gjaman þolinmæðin undir óendan- legum sunnudagsmessunum í litlu kirkjunni vestur á Hellnum undir Jökli. Þá reyndistramminn utanum altaristöfluna mikilsháttar afþrey- ing. Langtímum saman horfði ég I uppnuminn á listilegan, margbrot- inn útskurðinn. Fíngerðar fléttur, munstur, tákn og myndir sem líkt og liðu utanum mál- verkið af Frelsaranum og lærisveinum hans og sameinuðust yfir miðri mynd í karftmikilli, nánast höggmynd af Gabríel erkiengli. Ekki var það til að minnka dulmögn listaverksins er foreldrar mínir sögðu mér að Jóhannes Helga- son, Hellnarinn sem skar út þessa töfrasmíð, hefði í blóma lífsins, orðið úti á leið vestur á Sand. Búinn að ljúka útskriftarverkefni í skurðlist hjá meistara sínum, Stefáni Eiríks- syni; nýbúinn að fá loforð um styrk til fram- haldsnáms erlendis á alþingi, fyrstur íslenskra listamanna; nýtrúlofaður ungri og fallegri stúlku. Lífíð virtist brosa sínu breiðasta. Þá gripu miskunnarlaus örlögin í taumana, ævi eins efnilegasta skurðlistamanns þjóðarinnar lauk í þann mund sem hún var að hefjast. Slík- ar minningar fyrnast ekki heldur búa með manni alla tíð. Uppvaxtarár á Hellnum Fátt hefur verið rætt og ritað um þennan merka listamann á þeim áttatíu árum sem liðin eru frá því að Jóhannes (f. 13.06. 1887), fór í sína hinstu för, 21. janúar, 1920. Líf hans og snilld flestum gleymd öðrum en ættingjum og þröngum hópi sem kynnst hefur þeim fáu verkum sem eftir hann liggja á skammri lista- mannsævi. Einhverntímann leitaði ég heimilda um manninn á Landsbókasafninu en varð lítið ágengt, það er hljótt um Jóhannes Helgason. T.d. ein lína í Iðnsögu íslands, undir Stefáni Eiríkssyni. Þvílyftist brúnin er ég var að koma pappírum í tölvutækt form, sem faðir minn, Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð (1904-69), skildi eftir sig. í bunkanum var m.a. langt bréf, endurminningar föður míns um leiðarlok listamannsins frá Gíslabæ. Annars væri snjóað yfir þær minningar líkt og síðustu spor Jóhannesar. Faðir minn var samtíma- maður skurðlistamannsins fyrstu 16 árin og æskuvinur og félagi Friðjóns Hjartarsonar frá Lindarbrekku (1905-25), sem var fylgdarmað- ur Jóhannesar í hinstu förinni. Þeir faðir minn og Friðjón voru á svipuðu reki og steinsnar á milli Skjaldartraðar og Lindarbrekku, sem var eitt nokkurra býla á núverandi Skjaldartraðar- túni, rétt ofan við Gvendarbrunn. Þær stað- reyndir gera minnisblöð föður míns að traustri heimild og varpa trúverðugu ljósi á þessa feigðarför undir Jökli í ársbyrjun 1920. Nú var gamall áhugi vakinn, grein föður míns vakti fjölmargar spumingar sem telja mátti ólíklegt að við fyndust svör, svo langt sem liðið er frá atburðum. Alveg ljóst; ef ég ætlaði að leita þeirra var ekki eftir neinu að bíða. Gluggar fortíðarinnar verða fljótt mattir og rykfallnir en einstaklega vel hefur gengið að fínna hendur sem gátu dustað af skjánum. Ég var svo lánsamur að hafa fyrst samband við Helgu Reinhardsdóttur, sem á ættir að rekja vestur í Gíslabæ; Jón Helgason, langafí henn- ar, og Helga Ingibjörg Helgadóttir, langamma hennar, voru systkini listamannsins. Helga kom mér beint á sporið, á fund ömmu sinnar, Kristínar Jónsdóttur, sem er em og aðsóps- mikil þrátt fyrir níu áratugi að baki. Kristín, Kidda frá Gíslabæ, einsog hún er gjaman nefnd, er hafsjór minninga um liðna tíma. Hún var tíu ára gömul er Jóhannes varð úti og man vel föðurbróðir sinn, sem henni þótti vænst um af öllum sínum frændum. „Hann var notalegur maður sem vildi allt fyrir alla gera og á flesta Jóhannes Helgason á námsárum í Reykjavík á öðrum áratug 20. aldarinnar. Listamanns- og heimsborgaralegt yfirbragðið leynir sér ekki. lund óvenjulegur maður. Hlýr og artarlegur en betra að hafa hann með sér en á móti. Þeir bræðurnir (Jóhannes og Kristján), vom hvor öðmm yndislegri og elskulegri, að allra sögn.“ Sönnun þess að miklir listamenn em ekki fæddir undir útvöldum kringumstæðum held- ur skjóta upp kollinum líkt og fagur foldar- gróður á ólíklegustu stöðum, við erfiðustu að- stæður. Spumingin sú, hvort þeir nái að blómstra. Kidda veitti mér greinargóðar upplýsingar um Jóhannes Helgason, samtíð hans og kjör manna vestur undir Jökli á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Þá fékk ég einstaka hjálp frá fjórða ættliðnum frá Jóhannesi, Hildi Mar- grétardóttir myndlistarmanni, sem gerði ævi- starf frænda síns að umfjöllunarefni í loka- ritgerð frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1999. Hildur hefur unnið merkt starf við að skrá og raða saman upplýsingum um verk og lífshlaup frænda síns og naut ég góðs af. A lokakaflanum fékk ég svo mikilvægar upplýs- ingar og aðstoð frá Cyrusi Daníleussyni, Smára Lúðvíkssyni og ekki síst Sæmundi Kristjánssyni, sem búa á Sandi og Rifi og kann ég öllu þessu fólki mínar bestu þakkir Faðir minn byrjar að gera grein fyrir ætt og uppruna Jóhannesar. Foreldrar hans voru Helgi Ámason, hreppstjóri og skáld í-Gislabæ, og Kristín Grímsdóttir frá Hellu í Beruvík, kona hans. „Helgi var mikill og fjölhæfur lista- og gáfumaður. Afbar þó snilld hans á meðferð móðurmálsins, orðkynngi og framsetningu. Helgi var skáldmæltur, læknisfróður og hand- laginn í því sem öðm. Hefði orðið toppmaður (í dag) í hvaða fagi sem er, bóklegu eða verklegu. En þá var um ekkert að ræða hjá fátækum út- kjálkaalþýðumanni annað en búskapur eða sjó- mennska. Helgi stóð sig vel í þeim störfum báðum sökum óvenju verklægni og hagsýni. Hóf búskap ungur og allslaus, eignaðist 16 börn, var þó ríkur maður kallaður." Heimilið var annálað fyrir snyrtimennsku og menning- arlíf. Mikill harmur var kveðinn að Gíslabæjar- fjölskyldunni, þar sannaðist að „annað er gæfa en gjörvileiki“. Sex böm létust í ungri bam- æsku en foreldramir þurftu ekki aðeins að horfa á eftir kornabömum í gröfína. Dóttir þeirra, Helga Ingibjörg (f. 1884, d. 1904) lést nýgift frá tveimur ungum sonum. Guðmundur Ingjýddshóll Gufuskálar Sandahmun Andlátsstaður Ólafsvík Bekkjahraun / Búrfell ^Prestahraun- lýÞorskadalirt '*J. cP I ^Av^auðhólar^. Saxhólar Í Hreágnasl Jíáífc, /j V' i \ / Celdingafell «\ .= Svörtutlndar V*6®3 ^ Skriðuhnjúkur HáahríunsnefL stakka. } / ir Benivikurlcelur- brekkur , \T* \ Þvertœkur ■ ; Öndverðarnes- hóíar Sandkúlur Beruvík fellsjökuil Botnsfjall Hólahólar jteruvíkyrtllið •thrauri 'j> Árnarstapi Svártghroun ^urkhólar Hellna- v'" Val- ' , hraun y X Háahraunsnéf Prestvai Hellnanes Malarrif Hellissandur Ondverðarnes Breipa- ifhraun VÍk Hellnar 5km Hellnagöltur FORNA LEIÐIN FRÁ HELLNUM INN TIL HELLISSANDS Elstu göturnar, að mér er sagt, eru ofanhalt við (gömlu) Laugarbrekku, sunnan við túnið á Miðvöllum og þá er stefnan tekin vel laust við Háahraunsncfíð að sunnanverðu. Þegar farið er inná Háahraunsgötuna er haldið þétt með hraunbakkanum, gatan er ekki mjög greinileg þarna að sunnanverðu, Iéleg varða syðst en fljótlega verða á vegi okkar stórar og gerðarlegar vörður, listilega hlaðnar. Sérstaklega þegar kemur norður í krikann, nyrst í bugðunni með Háahrauninu. Þarna er varða, niður undir Purkhólun- um, sem heitir Prestvarða. Ásgrfmur Vig- fússon hleður þessa vörðu 1781-1785, þegar hann er prestur í Hellnasókn og situr í Einarslóni og þjónar kirkjunni þar og á Laugarbrekku. Einhvern tímann þegar hann var á leið til messu á Laugarbrekku mun hann hafa gleymt helgisiðabókinni, sendi fylgdar- manninn eftir henni en sjálfur dundaði hann sér við að hlaða vörðuna á meðan hann beið. Þarna liggja fornu göturnar yfir akveginn og neðanhalt við Purkhólana, og sveigja í átt til sjávar, líklega eina 700 metra niður fyrir akveginn. Þarna er leiðin mjög greinileg, þó nokkur jarðvegur á hrauninu og göturnar búnar að skera sig ofaní jarðveginn, niður í hraun. Vegurinn liggur þarna inn heiðarnar meðfram svokaliaðri BrúnkoIIutjörn, sem eru nánast einu tjarnirnar á þessum kafla, Brúnkolluf jörnin og annar, smávægilegur pollur Göturnar koma uppað akveginum nánast þar sem afleggjarinn liggur niður á Djúpalónssand og liggja göturnar áfram innúr, vestanhalt við akveginn, Iíklega eina 600 metra innfyrir afleggjarann niður að Djúpalóni. Liggja á ská uppfyrir akveginn, uppá Beruvíkurhraunið. Þar eru frekar Iág- ar og óverulegar vörður, nema þar sem nefnt er Beruvíkurhlið. Þar eru tvær vörður hvor á sína hönd við veginn og þarna er ver- ið að fara inná svokallaðan efsta veg, eða hæsta veg. Haldið innum Beruvíkurhliðið og stefnan tekin á miðjar Stakkabrekkurnar, þangað til komið er innað Beruvíkurlæknum eða Giljatungunum. Þá er sveigt inn með Stakkabrekkunum og Iaust framan við Skriðuhnjúkinn, skriðrunninn múla, innan- halt við Stakkabrekkurnar, niður af Svörtu- tindum svokölluðum. Þregar farinn er efsti vegur er vegalengd- in þaðan, þar sem styst er niður að Saxhóls- bænum, tæpur kflómetri, 800-1000 metrar. Orðrétt segir svo í örnefnalýsingu sem höfð er eftir Jóni Magnúsi Magnússyni sem bjó í Litla-Lóni og er tekin eftir honum 1966: „Efsti vegurinn lá úr Beruvíkurhliði um Litlumóðu, neðan við Krossabrekkur, inn- með fjallinu, yfir heiðar og var komið á hann (miðveginn), innundir Vættir við Skeiðsand. Fyrir innan Saxhól, um Djúpudali og Hvarf- brekkur. Ef þú fórst hann, munaði það lest- argang þrem tfmum, hvað það var styttra miðað við að fara miðveginn ofaní Beruvík. Það sem hann nefnir hvar komið er ofanaf Saxhólsheiðunum, niður að Saxhólslæknum, eru þrír steinar á syðri bakka lækjarins. Kallaðir Vættir og er komið niður af heiðun- um á milli tveggja, austustu steinanna. Þar er farið inná svokallaðan Skriðsand, innum Djúpudali og þá verður fyrir okkur Móðu- lækurinn. Venjulega væður hvar sem að er komið nema þegar miklar leysingar eru í jöklinum, þá getur hann orðið farartálmi. Þá er farið fast að því innundir miðjan Rauðhól. Þar rennur Iækurinn í þrengslum og þar er þokkalegt að stökkva yfir hann. Það er svo- lítið glæfralegt því straumurinn er hraður þarna í þrengslunum, en öllum þokkalega frískum mönnum er fært að stökkva yfir. Þá er komið að allgreinilegri leið yfir Prestahraunið, þarna eru stæðilegar vörður og þegar haldið er inn Prestahraunsvcginn verða fyrir á hægri hönd, í hraunbakkanum, að mig minnir þrjár hvilftir, kallaðar Þorskadalir og þarna er farið að sjást niður á Hellissand af Prestahraunsveginum. Ljós- in í húsunum á Hellissandi sjást þarna af veginum og líklegast má telja að Friðjón og Jóhannes hafi sveigt þarna af leið þegar þeir voru á ferð árið 1920. Miðað við legu þess svæðis þar sem Jó- hannes bar beinin, má hugsa sér að þeir hafi fljótlcga villst af leið, beygt of sneinma af Prestahraunsveginum niður til Hellissands. Farið yst í Prestahraunsmóunum og lent niður hjá Arnarstcini og farið þar um í átt til Hellissands. Það er um 350-400 metrum vcstan við göturnar niður f Hraunskarð eða niður á Klifþúfu. Þar sem Jóhannes verður úti, má heita al- veg í hátt vestur af Berserkjasteinunum. Þetta er 350, tæpum 400 metrum fyrir neðan Arnarstein og það má hafa hann sem mið, láta hann bera f lækinn f Hólsdalshlfðinni, uppaf Hólsdalnum. Lækur sem venjulega er sýnilegur þarna neðan frá. í þeirri Ifnunni er staðurinn þar sem varðan og krossmarkið er, á dánarbeði Jóhannesar. Þarna eru þeir, einsog áður er getið, villt- ir vestur fyrir hina venjulegu leið, hraunið torfært á þessum slóðum, engar greiðar göt- ur þar sem þeir hafa farið. Frá dánarstaðn- um niður að Stóru-Hellu er fyllilega háltfma ganga í all-þokklegri færð, þannig að það er drjúgur spotti eftir niður í pláss. Þeir bæir á Sandi sem sjást af staðnum eru Blómsturvellir, Strönd, eða Meinhorn sem við köllum, og Tang & Riis húsið. Þau blasa við af staðnum sem Jóhannes verður úti. Niður á Stóru-Hellu voru ábúendur á þess- um tíma Arngrímur Arngrímsson og Jó- hanna Magnúsdóttir, frá 1909-21, er Hafliði Þorsteinsson og Steinunn Kristjánsdóttir taka til við búskap á Stóru-Hellu. Hraun- skarð held ég megi fullyrða, var ekki í byggð þegar þessir atburðir verða. Samkvæmt frásöqn Sæmundar Kristjánssonar 2/. júlí 2000. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.