Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 9
sína að hafa hönd í bagga með vali eftirmanns síns. Fyrir valinu varð ungur prestur, Þorlákur Runólfsson. Faðir hans, Runólfur Þorláksson var af ætt Haukdæla sem fyrr segir. Þorlákur sá var bróðir hins fræga Halls í Haukadal, Þór- arinssonar. Móðir Þorláks prests var hins veg- ar Hallfríður Snorradóttir, Þorfinnssonar karlsefnis. Þannig var Þorlákur þriðji biskup- inn af ætt Guðríðar og Þorfinns og þriðji Skál- holtsbiskupinn. Og ef trúa má sögu hans eins og Hungurvaka segir frá, þá var hann, frá sjón- armiði kristninnar, bjartasti geislinn, sem skein yfir kynkvíslum Guðríðar Þorbjarnar- dóttur í Glaumbæ. Ólíkir mannkostamenn Varla getur tvo ólíkari mannkostamenn en mikilmennið Gissur, sem gnæfir hátt yfir sam- tíð sína og Þorlák, þennan feimna, rúmlega þrítuga ungling, sem hann óskaði eftir að yrði eftirmaður sinn. Jafnvel hinn orðvari höfundur Hungurvöku fær ekki orða bundist: „Þorlákur var meðalmaður að vexti, langleitur og ljós- jarpur á hár, þokkagóður, en kallaður ekki vænn (þ.e. fríður) maður af alþýðu né allskör- ungur að ávarpi velflestra manna“. Þótti þeim háklerkunum í Lundi svo sem „lítið mundi mannval vera á landinu, er slíkur sveinstauli var til biskups kjörinn". En þeim athugasemd- um svaraði hann sjálfur á þá leið, að sú væri or- sökin fyrst og fremst, að hann hefði „meir leynt annmörkum fyrir Guði en mönnum". Þótti mönnum svar þetta fagurt og féllþað vel í geð. Þegar Þorlákur svo kom á fund Ossurar erki- biskups, þá sá hann brátt hvað með honum bjó og tók honum með sæmd og virðingu. Þarna var sá maður kominn, sem Gissur mat sjálfur mest við leiðarlokin: Tráaður maður. Lætur þetta val okkur enn skyggnast inn í hugar- fylgsni hins aldna og mikils virta kirkjuhöfð- ingja. Heittráarmaðurinn, meinlætamaðurinn, hinn lítilláti, algrandvari maður, hreinn af heiminum og öllu hans vafstri, slíkur skyldi næsti biskup vera. Því gerir hann þessa kyn- legu ráðstöfun, sem erkibiskup gagnrýnir á fin- an hátt, að velja mann að sér lifandi. Hann hefir vel vitað, að Þorlákur yrði aldrei með öðru móti til biskups tekinn. Þegar til vígslunnar kom, þá kvaðst erkibisk- up ekki „kunna að setja höfuð á höfuð ofan“, og bað því Þorlák að kjósa sér stað sem hann væri til vígður, en þó mætti hann sitja í Skálholti, ef Gissur biskup leyfði það. Var hann því, sam- kvæmt eigin ósk, vígður til Reykholts í Borgar- firði. Fór vígslan fram í Danmörku 30 dögum fyrir andlát Gissurar biskups. Þegar heim kom „tóku menn feginsamlega við honum sem verð- ugt var. Hann hélt hinu sama lítillæti í bisk- upsdómi sínum sem hann hafði áður haft, og alla lét hann sína mannkosti í vöxt fara, en eng- an þverra, meðan hann lifði. Hann tók marga menn til læringar og urðu þeir síðan góðir kennimenn, og í mörgu efldi hann kristnina á íslandi". Slíkur er vitnisburður Hungurvöku um þennan mæta og mikilhæfa mann, sem vafalaust var meðal björtustu Ijósanna á bisk- upsstóli í Skálholti, þótt skuggi mikilmennisins, sem fyrir fór, hafi vissulega fallið á hann og störf hans þau 15 ár sem hann sat á biskups- stóli. Hann lést aðeins 47 ára að aldri. Kunnast- ur er hann fyrir kristnirétt, er hann fékk settan ásamt Katli Þorsteinssyni, embættisbróður sínum á Hólum. Lagabálkur sá er nefndur „Kristniréttur hinn fomi“ og var hann einn í gildi hér á landi í hálfa aðra öld. Hann byrjar á þessum orðum: „Það er upphaf laga vorra, að allir menn skuli kristnir vera á landi hér og tráa á einn Guð, föður og son og anda helgan.“ „Og margt var það annað sem þeir settu og sömdu á sínum dögum til siðbótar landsmönn- um.“ Söngur af himni Þá er þess getið, að sama dag og á sömu stundu og Þorlákur biskup andaðist, hafi fróður og göfugur prestur, Árni Bjarnarson, verið á ferð norðanlands. Heyrði hann þá fagr- an söng af himnum. Gekk hann úr skugga um, að engir menn væru þar nærri. Þótti þessi at- burður merkilegur og létu margir hann sér ei úr minni falla. Var ótvírætt talið, að þannig hefðu englar Guðs fagnað heimkomu hins helga þjóns. Þegar haft er í huga það sem Hungurvaka greinir frá daglegu lífi hins göfuga og hógværa kirkjuhöfðingja, þá er það síst of djúpt í árinni tekið er höfundur lýkur máli sínu með þessari látlausu staðhæfingu: „Margt er merkilegt og gæfusamlegt að segja frá Þorláki biskup Run- ólfssyni.“ Þannig skal sú staðhæfing sterklega undir- strikuð, að þegar Snorri Þorfinnsson karlsefnis fæddist vestur á furðuströndum Vínlands, þá var tendraður einn bjartasti og skærasti kynd- ill íslenskrar kristni. Um það vitna afkomendur hans svo eigi verður um villst. Heimildir: Eiríks saga rauða, Akranesi 1969, Grænlend- inga saga, Akranesi 1969, Hungurvaka. Havniæ 1778, Biskupa sögur III. Rvík 1998, Kristnisaga íslands I. Rvík 1925. Höfundur er prestur. Aldamótin 1900 í Guggenheim-safninu í New York NORRÆNUM MÁLURUM GERT HÁTT UNDIR HÖFÐI Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar frá aldamótaárinu. Ljósmynd/Munch Museum, Osio. Golgata, sjálfsmynd Munchs í Kristslíki frá 1900. Ljósmynd/Guggheim Museum. New York Le Moulin de la Galette eftir Picasso frá 1900. Morgunblaðið. New York. ALDAMÓTAANDI svífur yfir vötnum hjá Guggenheim-safninu í New York í sumar. Þar fagna menn nýrri öld með því að minnast myndlistar eins og hún kom fólki fyrir sjónir í kringum heims- sýninguna í París árið 1900. „List á krossgötum“ nefnist sýning, sem áð- ur hefur verið uppi hjá Royal Academy í Lund- únum og í Grand Palais-listasafninu í París, og hringar sig nú upp eftir auðkennandi spíral og um hliðarsali safnabyggingar Guggenheim. A meðal 250 verka eftir 170 listamenn á sýning- unni er að finna nokkurn fjölda verka nor- rænna listamanna, s.s. Niels Bjerve og P.S. Kroyer, Edward Munch, Anders Zorn og Pekka Halonen frá Finnlandi. Frá Listasafni fslands hefur verið fengin að láni Þingvalla- mynd Þórarins B. Þorlákssonar frá aldamóta- árinu. Koss Rodins tekur á móti manni í fyrsta her- bergi sýningarinnar, sal með mjúkum rauðum teppum og samlitum veggjum. Þar eru í þétt- um röðum samankomin mörg þeirra verka sem send voru til þátttöku á heimssýningunni í París, myndlist heimalandsins til vitnisburðar. Hér eru áberandi djarfleg gyðju-, álfa- og goð- sagnamótíf, eitt helsta auðkenni svonefndra Pre-Rafaelíta breskra, auk margra ítalskra og franskra málara þessa tíma. Stærð verkanna og umfang frásagnarinnar minnir okkur á að fyrir tíma kvikmyndunar voru það málverka- sýningar sem fullnægðu þörf fólks til að hverfa á vit annars heims. Hvað eftir annað verður vart skarpra skila milli verka í fisléttum og skrautkenndum stíl Art Nouveau, rómantíkur þess yfirnáttúru- lega, og raunsæislegri frásagna og lýsinga úr daglegu lífi sem eru ekki síst kennimerki hina norrænu málara. Eftir því sem gengið er upþ eftir spíral safnsins fara framúrstefnulegri verk að skjóta upp kollinum, mörg vel þekkt verk sem okkur er í dag tamt.að líta á sem klassík. Ólíkt því sem við eigum að venjast í söguleg- um yfiriitssýningum frá þessum tíma er það ekki svo að verk avant-garde-listamanna alda- mótanna taki við af öðrum hefðbundnari og þróist síðan eins og kerfisbundið, sal úr sal, í átt til kúbisma, súrrealisma og abstraktlistar. John Singer Sargent heldur áfram að mála portrettmyndir af yfirstéttarfólki New York- borgar í upphafi 20. aldar og Renoir lætur sig sömuleiðis litlu varða um það sem Kandinsky er að fást við. Spænski listamaðurinn Ignacio Zuloaga heiðrar landa sinn Velazquez í undraverðri portrettmynd af dvergvaxinni konu. Einn full- trái táknsæisstefnunnar, Eugene Carriere, vefur Ijósi saman við dimmu í landslagsmál- verkum þar sem áhrifin minna á flass-mynd tekna í myrkri og erfitt er að tengja viðfangs- efnum Picasso og Matisse um líkt leyti. Gagnrýndir fyrir óreiðu Sýning þessi hefur hlotið nokkuð misjafna dóma hjá bandarískum listgagnrýnendum. Verður sumum um og ó yfir samsetningu verk- anna og vilja meina að þar skorti allan greinar- mun á háum listum og lágum, á verkum viður- kenndra listamanna á borð við Cézanne, Matisse, Picasso, Kandinsky, Monet, Gauguin og Rodin og vinsælla listamanna þessa tíma sem nú hafa fallið í listasögunnar dá. „Sagan er óreiðukennd,“ segir í sýningarskrá. Einn sýn- ingarstjóranna er listfræðingurinn Robert Rosenblaum. Hann segist hafa viljað draga fram þessa óreiðu og þau umbrot sem ríktu við upphaf 20. aldar. Að bjóða til stefnumóts lista- manna viðtekinnar hefðar og svo framúrstefn- unnar í von um að skýra betur það umhverfi og samhengi sem dáðir frumkvöðlar módernism- ans eru sprottnh- úr. „Má vera að þetta sé þörf ábending,“ segir yfirlistgagnrýnandi New York Times, Michael Kimmelman, í geðvonskulegum dómi sínum. „Varast ber þó að setja allt það sem átti sér stað um aldamótin 1900 undir sama hattinn. Slíkt væri eins og að setja saman sýningu í dag með verkum listamanna frá Feneyjartvíær- ingnum, Hönnunarháskólanum, yfirbui'ða- nemendum listaháskólanna í Peking, Los Ang- eles og Kaíró; auk úrvals verka eftir bestu portrettmálai'a Ai'gentínu og Portúgals. Vissu- lega áhugaverður þverskurður en halda menn virkilega að slík sýning myndi gefa skýra mynd af gerjun samtímamyndlistar í heimin- um í dag?“ Norðrið „uppgötvað" Gagnrýnandi The New Yorker, Peter Schjeldahl, játar að sýningin sem hann hafi hreinlega fyrirlitið við fyrstu sýn hafi batnað mjög við aðra heimsókn. Segir hann í dómi sín- um að vænst hafi sér þótt um að uppgötva marga framúrskarandi norræna landslagsmál- ara. Táknhyggja í verkum þeirra minni á að þeir voru samtíðarmenn Ibsens og Strind- bergs. Þá hafi bandaríski landslagsmálarinn Winslow Homer sjaldan notið sín betur en í þessum góða félagsskap. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.