Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 10
+ SÓKNARKIRKJAEÐA ÞJÓÐARHELGIDOMUR? GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Hinni nýju Þorgeirskirkju á Ljósavatni hefur verið tyllt fggurlega niður í fjalldrapann. Látlaus virðuleiki ein- kennir hana, en tilsýndar sést ekki á henni svo sem æskilegt hefði verið, að hún eigi að vera þjóðar- _________helgidómurog minningarmark._________ M EÐAL þess sem gert hefur verið til þess að minnast þúsund ára kristni í landinu er bygging nýrrar kirkju á Ljósavatni í Suður- Þingeyjarsýslu. Var hún vígð að viðstöddu fjölmenni 6. ágúst eins og fram hefur komið í fréttum. Með þessu vildu menn heiðra Þorgeir Ljósvetningagoða fyrir hans viturlega úrskurð á Þingvöllum árið 1000. Um trúarsannfæringu Þorgeirs vitum við ekki neitt, en hann hefur haft spurnir af framsókn kristninnar í nálasg- um löndum og talið að fyrr eða síðar mundu hin heiðnu goð vfkja fyrir Kristi. Ljóst er að niðurstaða Þorgeirs hefur komið í veg fyrir blóðsúthellingar og ófrið innanlands sem hefðu getað staðið lengi. Eftir atvikum má telja vit- urlegt að leyfð voru blót á laun, en Þorgeir hef- ur viljað vera afdráttarlaus og fargaði sínum goðamyndum svo sem frægt hefur orðið. Hvenær kirkja reis á Ljósavatni er ekki vit- að, en síðan um 1880 hefur staðið þar lítil timb- urkirkja, einföld í sniðum og kominn tími til að endurnýja hana, hvað sem öðru leið. Sú hug- mynd að endurbyggja hana og þá til minningar um Þorgeir á þúsund ára afmæli kristni í land- inu er ekki nýlega til komin. Menn rekja hana til Kristjáns bónda Jónssonar í Fremstafelli í Köldukinn, en hann var frá Hriflu í Ljósa- vatnshreppi og bróðir Jónasar alþingismanns og ráðherra. Hugmyndinni um Þorgeirskirkju var haldið lifandi og málið komst meira að segja á þann rekspöl að Hrafnkell Thorlacius arkitekt var fenginn til þess að teikna kirkju og velja henni stað. En fjármögnun vantaði með öllu og ekk- ert gerðist frekar fyrr en alllöngu síðar, að Jónas Kristjánsson, sonur Kristjáns í Fremstafelli og þá forstöðumaður Árnastofn- unar, fékk vilyrði hjá rfkisvaldinu fyrir 20 milljóna króna fjárframlagi. Þá var að nýju farið að huga að málinu, en Hrafnkell treysti sér ekki til að halda því verki áfram sem hann hafði byrjað á og benti á tvo unga arkitekta, Gunnlaug Jónasson og Gunnlaug Johnson. Þeir tóku að sér að teikna Þorgeirskirkju á stað sem Hrafnkell hafði valið. Kirkjan er þeirra verk og talsvert frábrugðin þeirri lausn sem Hrafnkell hafði lagt upp með. Um þann mun veit ég þó ekki. Framkvæmdir hófust haustið 1998, sagði sóknarpresturinn, séra Arnaldur Bárðarson á Hálsi, sem gerði sér ferð austur að Ljósavatni til þess að ljúka upp kirkjunni fyrir blaða- manni Lesbókar og veita upplýsingar. Aðeins var grunninum lokið haustið 1998, en kraftur var settur í verkið á árinu 1999 eftir því sem fjármunir leyfðu og má segja að kirkjan hafi þá verið byggð. Eins og oftast gerist fór kostnað- urinn fram úr því sem áætlað hafði verið, enda gengið til verksins af metnaði. Til dæmis var settur kopar á þakið og hleypti það kostnaðin- um talsvert upp. Ríkið hefur að langstærstum hluta kostað kirkjúbygginguna og varið til þess uni 70 milljónum króna. Að svo góður stuðningur fékkst má ekki sízt þakka velvilja Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sagði séra Arnaldur. Tvennt eða þrennt er þó eftir; annars vegar frágangur á safnaðarheimili og hins vegar kirkjubekkir svo og það að afla hljóðfæris. Fyrst verða keyptir stólar og not- aðir í kirkjuna, en síðar verða þeir fluttir í safn- aðarheimilið, sem í rauninni er hluti kirkjunn- ar. Með rennihurðum opnast það alveg inn í kirkjuna sem mun þá taka 260-280 manns í sæti. Framkvæmdin hefur hvílt á sóknar- nefndinni, en verktaki og byggingarmeistari var Kristján Snæbjörnsson á Laugum. Þorgeirskirkju hafa borizt margar góðar gjafir. Þar á meðal er stór, gulmálaður kross norðan við kirkjuna, höklar og biblía. Fyrrver- andi þingmenn Norðurlands eystra gáfu tákn- rænan grip: Skinnfeld, sem listakonan Asthild- ur Magnúsdóttir hefur sett saman úr nokkrum gráum gæruskinnum. Holdrosamegin hefur hún unnið kristið tákn á skinnið: írskan kross. Oddfellowstúkan Þorgeir í Reykjavfk, sem heitir eftir Ljósvetningagoðanum, gaf kirkj- unni stóra grásteinsskífu, sem upp er komin í kirkjunni. I steininn er markaður sá texti ís- lendingabókar Ara fróða sem segir frá úr- skurði Þorgeirs um að einn siður skyldi ríkja í landinu. Ætlun séra Arnalds er að í Þorgeirskirkju verði reglulegt helgihald og vissulega bætir hún úr aðstöðu til safnaðarstarfs sem ekki er fyrir hendi í gömlu kirkjunum. Til að mynda verður nú til aðstaða fyrir barnastarf í nýju kirkjunni og þar verða aðventukvöld fyrir fjór- ar kirkjusóknir. Ætlunin er, segir séra Arn- aldur, að kirkjan eignist pípuorgel og byrjað er að safna í orgelsjóð. En það er vel séð fyrir Þorgeirskirkja á Ljósavatni. Hér er horft til kirkjunnar af bílastæðinu suðaustan við kirkjuna. Safnaðai Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Gagnstætt venjunni snýr kór Þorgeirskirkju í vestur, en dyrnar eru á austurgafllnum sem hér séð inn eftlr Þorgeirskirkju. Þessi heildarsvipur er þó ekkl að fullu marktækur þar sem klrkjubekkina v; sést ásamt krossmarklnu norðan vlð kirkjuna og klukknaportinu að sunnanverðu. Tll fyrirmynd- frumlegasta í hönnun kirkjunnar. Til vinstri sést inn f rýmið þar sem félagsheimilið verður og ætlunin i ar er að umhverfisröskun er nánast engin. ÞORGEIRSKIRKJ/ 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.