Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 12
KVÖLDGANGAIUPPSTYTTU SMÁSAGA EFTIR JÓHANNES HELGA Gerið það f/rir mig að spyrja ekki beint, beitið öngla yðar. Ég mun sl< cynja öngulinn j: )rátt fyrir það,en ég hef meira gaman af að gleypa hann ef beitan er lysti- leg. Ég er matsmaður- í launuðum vinnutíma og utan hans. í vinnutímanum les ég prófarkir og handrit og sn íð kleprana c if ungum mönnum sem þ reyta frum- raunirsínar... FYRIR alla muni! Gerið svo vel ungfrú. Það er yfrið pláss fyrir okkur bæði í þessu frumstæða skýli meðan demban gengur yf- ir. Ég rými einfaldlega til fyrir yður. Gerið svo vel; regnvegg- urinn er fast við tigið nef yðar. Þér voruð heppin að hafa þenn- an höfuðklút meðferðis. Að öðrum kosti hefði hár yðar orðið gegnblautt, ekki aðeins þessi eini gullni sveipur sem hrokkið hefur fram á ennið. Ég trúi ekki öðru en bráðum stytti upp og þá er ekki að vita nema sól gægist milli skýja og þerri þennan lokk. Paganini er í þessum svörtu bólstrum sem hverfast suður himinþilið - en vel að merkja: miklum fyrir- gangi fylgja jafnan snögg umskipti og því kynni sólin að skína innan tíðar og Mozart er einmitt í sólskininu. Ekkert að þakka. Komið innar í krikann. Þessi ísbláa regnkápa fer vel við ljóst yfír- bragð yðar. Innar, gerið svo vel; hann herðir á hryðjunni. itthvað hlægir yður, þér lítið þó undan fyrir hæversku sakir. Yður er þó al- veg óhætt að sveigja höfuðið í sjókalt vestrið. Það viskí sem ég hef drukkið að þessu sinni lyktar tiltölulega vel. Johnnie Walker nánar tiltekið; hann er þó mun drýgri göngugarpur en ég og notar staf sinn til að sveifla honum, en þessi dýrðarmaður, innan gæsalappa, sem stendur við hlið yðar notar sinn til að hlífa hægra hné. En svei mér þá, þér eruð svo mittisgrannar að handstór karl- maður gæti áreiðanlega spannað miðbik yðar tæki hann fast á - sem hann myndi áreiðan- lega gera fengi hann færi. Óneinei, ekki bílslys, tæpast hægt að skil- greina það sem slys í almennri notkun orðs- ins. Segjum heldur faglega að tímasetningin hafi verið röng - sem er höfuðglæpur á tölvu- öld. En trúið mér, ég met mikils umhyggjuna sem vart varð í flosmjúkri rödd yðar - ef það var þá ekki misheyrn; hjarta mitt mundi slá hraðar væri það ekki úr steini. Ég var sem sagt staddur í nokkuð réttu húsi á rangri stundu á nýliðinni tíð og ferðaðist niður loftstiga með hætti sem á fremur skylt við flugtæknilega frumraun Wright-bræðra en styrka brottför þess sem heldur þráðum húss og konu í hendi sér og getur komið og farið á nóttu sem degi. Wright-bræður? Ekkert að afsaka. Það er síður en svo umtalsvert þekkingarleysi. Þeir eru steindauðir fyrir löngu. En þeir eru frumhöfundar þeirra stálfægðu gerninga sem þér hafíð vígst um skeið og gert loftin ótrygg og kjarnorkuvísindamönnum kleift að þeyta sálnahjörðinni á plánetunni á einu bretti á múra hæstráðanda innar í stjörnugerinu. Bomm! Við erum sé sé að rölta á halakleppi á jaðri þess. læið eins og yður lystir. Það er ekki til siðs lengur að gráta, enda mundi obbinn af mannkyninu tæpast anna öðru ef það tæki tilfinningalega af- stöðu til þeirra harmkvæla sem engan enda taka í /ari þessarar skepnu sem kallar sig mann. í stað þess að vola við vegg flýta menn sér að lifa. Ég fullvissa yður, þér þreytið mig ekki, það er mér ósvikin ánægja að horfa aftur í augu yðar. Vissulega. Ég bar kennsl á yður um það bil sem Mozart brá fyrir í hugskoti mínu. Hæversk munúð andlits yðar hratt í þann mund fram minningarslitri um spjall okkar á barnum í Káetunni á dögunum. Alveg rétt. Við töluðum um þau furðuverk sem heita borgir... Einmitt það já. Það var mér líkt. Kemur sér vel að ég hef víðar ermar að lofa uppí. Og heitið? Ég heyrði ekki; niðurinn. En - svo urðuð þér uppnumdar ásamt vinkonu yðar sem leit skraf okkar skapbráðu auga. Já, brosið, það er alveg óhætt hér í afdrepinu, kallar þó oft á ótímabæra ásókn sem er þó grannt skoðað alla daga tímabær og henni eigum við að þakka - eða um að kenna - að við stöndum hér í regnfjötrum. En nú hef ég týnt þræðinum. Gerir ekkert. Fúinn spotti var það víst, Einmitt það já. Og þið fljúgið saman, vin- konan og þér. Hún er þá líka flugfreyja. Það munar ekki um það. Pund Wright-bræðra er þá ekki orðið neitt smáræðishlass, að ógleymdum Leonardo da Vinci sem lagði víst til nokkur grömm í hugmyndina fyrr meir. Það er svo. Henni gast ekki að mér. Skyn- söm stúlka. Bak hennar var kannski fullstíft - og luralegt, svo ég lengi nú þessa augljósu aðdróttun um ókvenlega lyndiseinkunn - sem þó góðu heilli gerði mýkt yðar augljósari. Einkar þægileg stúlka í umgengni? Er það svo? Af ófríðleikanum leiðir trúlega, ella væri engin kynsystir í slagtogi við hana. Ég rengi yður ekki. En það minnisspor hefur vínþokan þá afmáð. En hér stöndum við, lukt í regnlás - og lokkurinn yðar er enn blautur. Fyrirgefið, ég heyrði ekki, regnniðurinn! kkert til að státa af. Gerið það fyrir mig að spyrja ekki beint, beitið öngla yðar. Ég mun skynja öngulinn þrátt fyrir það, en ég hef meira gaman af að gleypa hann ef beitan er lystileg. Ég er matsmaður - í launuðum vinnutíma og utan hans. í vinnutímanum les ég prófarkir og handrit og sníð kleprana af ungum mönnum sem þreyta frumraunir sínar á sama hátt og viðmælandi yðar fyrir tuttugu árum. í annan 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.