Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 15
-----------------------I—m W\% . ^ r«r (ttrn tignacfeteKit KTt.s .«5:15 hg:<g ;gr ií r -titítc^ttr \>Ban e4Sjt*. "Z KtecaPffi 1í a^œr>^ ye^ J7bí3iai bamtcfrrialstrljrttr'tctniup í arlílaitt a? ftfóa W ettowdkef 1>.£ösíi “ fif&tf.fifntjffrl fníét'7iwjji fvafotraWni, 1 'acftj- íl' tfl tjRan & tif e.tfrrigr.ác. ■ ./öflnœdíkardíó m;£ etVmcmfwa. j i aWf>7'i<fio"S§: " TÍSlögÍwlittw* £ We wíf lráseifya fetntg Wtm.i^y^eivf J Gamalt handrit. Reuters Bókrolla frá ísrael. Reuters Býsantísk bók frá árinu 1000, skreytt gulli og demöntum. Reuters 15. aldar bók með mynd eftir Leonardo da Vinci. sjá teikn á lofti sem benda til þess að hefð- bundinn frásagnarmáti og tengsl lesenda við texta gætu breyst. Bandaríski sálfræð- ingurinn Jane M. Healy fjallar í bók sinni „Hugar í hættu“ um þá tölfræðilegu stað- reynd að mörg börn nú til dags fara á mis við það sem kalla mætti ríkulega munnlega hefð á móðurmáli sínu eða jafnvel öðru tungumáli sem gæti orðið til þess að auðga frásagnar- hæfileika þeirra og vitsmunaleg tengsl við texta og orðræðu. Samkvæmt Healy gefa fáir foreldrar sér tíma til að ræða af alvöru við börn sín svo þau fái tækifæri til að auka orðaforða og skerpa getu sína til að draga eigin ályktanir. I stað þess að læra í gegnum hefðbundnar samræður eru börn í auknum mæli „mötuð“ á upplýsingum og foreldrar kaupa sér frið með því að beina áhuga þeirra að því sem þaggar niður í þeim. Að sögn Healy er það iðulega gert í þeirri góðu trú að það sem börnin eru að fást við, (myndbönd, tölvuleik- ir, netsíður o.s.frv.) sé jafnuppbyggilegt og venjulegar samræður. Healy heldur því fram að þó slík fræðsla geti vissulega verið góðra gjalda verð og sú ritun sem á sér stað í gagnvirkum rafrænum miðlum þrói með börnum ýmsa þá þætti er stuðla að lærdómi, megi ekki vanmeta mikil- vægi munnlegrar tjáningar og lesturs. Tungumálið og lisfin að spinna Flestum er þó ef til vill sama þó hrein upp- lýsingamiðlun og staðreyndasöfnun færist í auknum mæli yfir á rafræna miðla. Það er fremur að fólk eigi erfitt með að sætta sig við þá hugmynd að bókin sem efnisleg myndbir- ting skáldskaparins eigi eftir að hverfa af sjónarsviðinu. Fræðimenn sem eru bjartsýnni en Birkerts og Healy, hafa fært rök fyrir því að sú rafræna þróun sem nú er að eiga sér stað sé jákvæður þáttur í fram- þróun menningar mannkyns þar sem hún sýni einungis fram á þróun í skipulagningu upplýsinga án þess að hafa endilega í för með sér afturför í leikni manna í textameðferð. Þeir benda á að sagnahefð mannsins og listin að spinna sögur hafi fylgt manninum lengi, allt frá því að hann náði tökum á tungumálinu fyrir u.þ.b. 100 þúsund árum. Hins vegar er talið að það séu ekki nema um 6000 ár síðan maðurinn lærði að rita niður orð og bækur í ýmsum formum urðu að helstu dýrgripum hverrar menningarheildar. Það er ekki fyrr en seint á þessu þróunar- stigi, eða fyrir hálfu árþúsundi, sem Johann Gutenberg fann upp prentvélina og bækur urðu flestum aðgengilegar og fóru að njóta almennra vinsælda. Saga hins ritaða orðs sem tækis í þjónustu almennings er því til- tölulega stutt. í grein sem hún nefnir „Að lesa blint“ ræð- ir kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood um sagnahefðina, tengsl hennar við ritmál og það hvernig við lærum að segja sögur allt frá bamsaldri. Hún leggur mikla áherslu á mikilvægi samræðna manna, ekki aðeins við barnið sjálft heldur einnig þær samræður sem það verður vitni að eða heyrir útundan sér. Þessu lærdómsferli lýsir hún svo: „Fyrstu sögur okkar berast okkur í gegnum loftið. Við heyrum raddir. Börn í samfélögum án rithefðar alast upp innan sagnavefs; en það gera raunar öll böm. Við hlustum áður en við læmm að lesa. Sumt af því sem við hlustum á er fremur eitthvað sem við heymm umhverfis okkur, hinar ógn- vekjandi og seiðandi raddir fullorðins- heimsins, í útvarpinu eða sjónvarpinu eða í daglegu lífi okkar. ...Ur öllum þessum radd- brotum, úr hvíslinu og köllunum sem um- kringja okkur, jafnvel úr óheillavænlegum þögnum, ófylltum eyðum í merkingu, - röð- um við saman handa sjálfum okkur röð at- vika, búum til söguþráð eða söguþræði". Atwood bendir hér á hvernig tungumálið og frásagnarhæfileikinn þróast í samræmi við það sem er að gerast í umhverfi barna og það er athyglisvert hvaða áherslu hún leggur á orðið rödd. „Mér hefur orði tíðrætt um „rödd sögunnar“,“ segir hún, „en sem hugtak er það einskonar mslaskúffa. Það sem ég á við með því er sértækara, - ég á við talandi rödd eins og söngrödd í tónlist, sem ferðast ekki bara í gegnum rými yfir blaðsíðuna, heldur líka í gegnum tíma. Vissulega er hver einasta saga, þegar allt kemur til alls, partí- túr fyiir rödd.“ Atwood leiðir hér athyglina að þungamiðju frásagnarinnar, að röddinni sjálfri - þeirri rödd sem heldur ólíkum þáttum frásagnar- innar saman og segir söguna öld fram af öld, svo lengi sem einhver hefur áhuga á að hlusta eftir henni eða lesa hana sjálfur. Sam- spilið á milli lesanda (eða hlustanda) annars vegar, og höfundar hins vegar sem á sér stað fyrir milligöngu „raddar sögunnar" er stór þáttur í þeiri'i upplifun sem felst í lestri. í góðri sögu er þessi rödd sterk eða jafnvel margradda og ýtir undir hið nána samband sem myndast á milli lesanda og efnisins þar sem höfundurinn einn ræður ferðinni. Og það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að allt frá því að tungumálið varð til hefur „rödd Rafbók eftir Stephen King. sögunnar“ kveðið sér hljóðs og náð til hlust- enda sinna eða lesenda hvort heldur sem er í gegnum sagnaþulinn, rúnir í steini, kálfsblóð á skinni, blek á örkum eða prentstafi í bók. Röddin ferðast í gengum tímann og segir sögu sína óháð þeim miðlum sem notaðir eru til að skrá það sem hún hefur að segja. Sagnaþulurinn: Framhald síðar... Þýski rithöfundurinn Gúnter Grass hefur eins og Margaret Atwood gert þetta vald höfundai'ins sem „raddar sögunnar“ að um- fjöllunarefni sínu. í erindi sem ber yfir- skriftina „Framhald síðar...“ og hann flutti við afhendingu Nóbelsverðlaunanna á síðasta ári, lagði Grass áherslu á hinn munnlega þátt frásagnarinnar: „Þrátt fyrir það hve við er- um háð ritmáli, þá eigum við samt sem áður minningu um munnlegan sagnaspuna, hinn talaða uppruna bókmenntanna. Sem er eins gott, því ef við gleymdum því þá myndu sög- ur okkar verða bóklegar og þurrar sem ryk.“ Grass segist sjálfur blanda saman „munnvatni og bleki“ við sínar skrift- ir. í ræðunni dregur hann jafnframt upp áhrifamikla mynd af því þegar hann sem rithöfundur tekur á sig mynd sagnaþularins og sest niður með sína eigin bók til að lesa fyrir aðdáendur sína. Þá „er hið skrifaða orð talað og töframir fara aftur að hafa áhrif. Þá er töfra- maðurinn í rithöfundinum að verki við hjáverk sín, hann skrifar gegn flæði tímans, leggur leið sína að hugsanlegum sannleikcW Og allir hafa trú á þegj- andi samkomulagi við hann um: Framhald síð- ar...“. Gunter Grass segir ennfremur að „frásögnin sé leið til að lifa af, jafn- framt því að vera list- form.“ Ef hann hefur rétt íyrir sér þá er ljóst að bókinni er engin ógn búin í framtíðinni. Fremur má líta á bókina og frásögn- ina sem hún geymir sem veigamikla forsendu tilvistar mannsins. í hvaða efnislega fonni bókin á hins vegar eftir að birtast lesendum þegar fram líða stundir er ekki jafn ljóst. ■» Löngunin til að segja frá og spinna sögur hefur myndbirst á margvíslegan máta í geng- um aldirnar. Eins og .áður sagði hefur eitt tekið við af öðru frá því í fyrndinni; papírus af leirtöflum, innbundin handrit af bókrollum og seint um síðir prentað mál eins og okkur er tamast að lesa það í dag. Hvert stig fyrir sig hefur verið til bóta og frásögninni til framdráttar. Með prentvélinni var t.d. hægt að búa til efnisyfirlit, tilvitnanaskrár og vís- anir í önnur rit sem enginn vegur hefði verið að vinna í handrit, - það hefði einfaldlega verið of mikil vinna. Rafrænar bækur fram- tíðarinnar ættu því á sama hátt að bjóða upn á nýstárlega möguleika við útfærslu hinna* hefðbundnu bókar, - án þess að hinn eigin- legi heimur bókarinnar glatist eða að hin sterka rödd sagnaþularins þagni. MorgunblaSiS/Kristinn LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 2. SEPTEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.