Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 16
■ riiiT* a ‘ ► LISTSÝNING frá Alþjóðlegn sýningarstofn- uninni í Kina verður opnuð í Listasafni ís- lands á morgun, sunnudag, klukkan 14. Á sýningunni verða fjörutíu og þtjú verk, bæði vatnslita- og blekmyndir eftir 35 listamenn. Þessi sýning kemur hingað í skiptum fyrir ís- lenska listsýningu á vegum Listasafns ís- lands sem haldin var í Hong Kong og Peking árið 1998. Þetta er stærsta kynning sem hef- ur verið haldin á kínverskri myndlist á Is- landi. í kynningu frá Listasafni Islands segir að elztu dæmi málaralistar f Kina sé að fínna f mynstri, jurta- og dýramyndum á leirkeijum frá steinöld. Seinna varð til sérstakur kín- verskur skóli, sem markaði sér sérstöðu í þróun málaralistar í heiminum, bæði hvað varðar formgerð og tækni í meðhöndlun pensils og bleks. Hin hefðbundna kínverska málaralist hefúr verið flokkuð í landslagsmyndir, blóma- og ^uglamyndir og mannamyndir. KINVERSK MYND- LIST Á 20. ÖLD Hún á sér tvær listrænar formgerðir: Önnur er vatns- og blekmálun með impressjónísku yfírbragði og fijálsri pensilskrift, hin byggir á nákvæmri pensilvirinu og björtum litum. Fyrri greinin á að sýna hlutina á fáguðu myndmáli með djörfum og safaríkum pensil- strokum. Þessi tegund myndlistar stefnir að listrænu innsæi sem takmarkast ekki við lík- inguna eina. Seinni greinin byggir á fíngerðri línuteikn- ingu og björtum litum. Þessar tvær greinar myndlistar eiga sér ævafoma hefð í Kína. KNVERSKT mál- verk getur verið af hvaða myndefni sem er, fólki, lands- lagi, blómum og plöntum, fuglum og dýrum, og túlkað það með margvís- legum aðferðum, þar á meðal flnleg- um pensildráttum, íhugunarsýnum (á íslenzku hafa verk af þessu tagi einn- ig verið nefhd „hugleiðslumyndir" - innsk. þýð.), línuteikningu, htum og bleki og vatni. Viðfangsefnið er hægt að draga fram með myndbyggingu %nr sem takast á yin og yang, þurrt og heitt, þungt og létt, raunverulegt og yfirskilvitlegt. Kínverskt málverk er ekki takmarkað af sjónarhomum fjarvíddar og það er unnt að mála á veggi, skerma, hengirollur, bækur, blævængi og svo framvegis. Enn- fremur er málverkunum oft komið fyrir á listrænan máta á pappírs- bakgrunni. Tæknilausnir við málun manna- mynda höfðu þegar náð þroska á tímabilinu frá 475 f. Kr. til 221 e. Kr. jui málverk af landslagi, blómum og luglum tóku að þróast á ríkisárum Sui og Tang keisaraættanna (581- 905) og döfnuðu mjög á Sung-tímabO- inu (907-1279). A Yuan-skeiðinu (1279-1368) hneigðist kínversk list- málun helst að gerð íhugunarsýna. Þessi stefna ríkti áfram á Ming-Quing keisara- tímabilunum (1368-1911) og hefur haldist fram á okkar dag. Á Tang og Ming-Quing tímabilun- um varð kínversk listmálun þrásinnis fyrir áhrifum af listformum búddisma og kristni. I kínversku málverki hefur ævinlega verið lögð áhersla á samþættingu anda og forms, hins óhlutbundna og hins hlutlæga. Annað listrænt einkenni kínverskrar málaralistar er samþætt- ing hennar við Ijóð og frásögn, skrautskrift og stimpilristu. Frá stofnun Nýja Kína (Kínverska alþýðulýðveldisins) 1949 hefur kínversk listmál- :*í'í innlimað kunnáttu og tækni gamalla og nýrra tíma, austrænna og vestrænna, kannað hina margvíslegu þætti samfélagsins, samþætt raunsæi og rómantík, og með því markað nýtt þróunarskeið kínversks málverks. Til þess að auka skilning á og tilfinningu fyrir kfnverskri listmálun er mikiivægt að rýna í megineinkenni hennar. Samþætting forms Cui Zifan (1915): Litkaber, 1991. Um ein ken m kínverskra málverka Hin hefðbundna kfnverska málaralist tengir saman mynd og ljóðlist, myndletur og tákn- mál. Það er eitt af sérkennum kínverskrar myndlistarhefðar að mynd og ljóð spegla hvort annað með hárfínum hætti. Sú hefð- bundna kínverska myndlist, sem hefur verið valin á þessa sýningu, hefúr öll verið unnin af listamönnum frá Listaakademíunni i Peking. Þeir leggja sig fram um að skapa ný- breytni í tækni, tjáningu og viðfangsefnum, m.a. á grundvelli myndlistararfsins, en þeir eru líka opnir fyrir vestrænni mynd- listarhefð í verkum sfnum. Val verkanna á sýninguna beindist að listamönnum með ólík viðfangsefni og ólík stílbrögð svo að áhorf- endur gætu betur skilið kínverska menning- arhefð frá ólíkum sjónarhornum. Sendiherra Kína á íslandi, Wang Ronghua, opnar sýninguna í Listasafni Islands, en hún er op- in alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og stendur til 1. októ- ber. oganaa Kínverskir listmálarar láta sér ekki aðeins nægja að gera mynd af efnisheiminum, þeir vilja ná eðli hans, þ.e.a.s. „anda“ viðfangsefnis- ins. Málverk er dautt hafi það aðeins form en skorti anda. Qi Bai-shi, víðfrægur kínverskur myndlistarmaður, orðaði þetta svona: „Fínleik- •rm í ldnversku málverki er milli einhvers sem Iíkist og einhvers sem er ólíkt; ofgnótt af hinu fyrmefnda er svipuð og nokkurs konar smjaður (við listkaupandann), en hins vegar er ofgnótt af hinu síðamefnda svipuð og nokkurs konar blekking (gagnvart heiminum).“ I kínversku málverki yfirfærir listmálarinn tnfinningu sína á myndefnið svo hann geti fundið hina sönnu eigind þess. Listamaðurinn getur túlkað anda og form viðfangsefnisins með meistaralegri pensilstroku þekki hann til hlítar eigind þess, takt og sér- kenni. Áður en kínverskir hstamenn byija á málverki verða þeir fyrst að mynda sér heildar- f' n á viðfangsefnið. Til að ná þessu marki þurfa ir að skoða, hugsa, íhuga og festa í minni. Þess vegna segir í máltækinu: „Til að mála fjall verður maður að skoða það í tíu ár, íhuga það í tíu ár og teikna það í tíu ár.“ Fágaðasta listfærnin Þegar viðfangsefni hafa verið valin úr raun- veruleika daglegs lífs þarf að þétta þau, aðlaga og fága með listrænum hætti. Einföldun raskar ekki sönnu eðli hlutanna heldur styrkir þvert á móti kjama efnisins og auðveldar hjartanu að hrærast af honum. í kínverskri listmálun af- hjúpa fáein pensilför ljóslega eðli myndefnisins. Þótt kínverskir listamenn gefi hvorki mikinn gaum að skuggum né andstæðum ljóss geta þeir engu að síður birt raunsanna mynd af viðfangs- efninu. Meðferð á auðum flötum Á kínverskum málverkum getur oft að líta stór auð svæði í myndbyggingunni. Til dæmis er engu yfirleitt bætt á landslags- málverk til að marka svæði sem liggja að vötn- um og himni, með þessu móti er skerpt á and- stæðum tóms og fyllingar. Á svipaðan hátt verður myndefnið greinilegra þegar bakgrunni ’alveg sleppt á málverkum af fólki, fuglum eða blómum. Þetta er algengt í kínversku málverki en sjaldgæft í hinu vestræna. I kínversku lands- lagsmálverki hefur þörfin fyrir að sýna hæð, breidd og dýpt á hengirollum eða löngum vegg- spjöldum leitt til þróunar á „dreifpunkta fjar- vídd“ sem líkist sjónarhomi fugls er horfir af himni. Alsiða er að kínverskir listamenn hagnýti sér þessa aðferð, öfugt við hefðina í vestrænu málverki þar sem fjarvídd beinist að einum föst- um punkti. Áherslan á íhugunarsýn Með orðinu „íhugunarsýn" er vísað til „ástandsins" í slíku listaverki. Málverk birtir ekki bara myndefnið heldur felur það líka í sér djúpa kennd listmálarans. Það sem átt er við með „ástandi" málverks má skýra með máltæk- inu: „Eins og ijóð með ífelldri mynd, og á sama hátt eins og mynd með ífelldu ljóði.“ Tilfinning listmálarans flyst á myndefnið og nær að verða því samhljóma. Slíkt „ástand" er upphafning á tilfinningu listamannsins fyrir snertingu við líf- ið. Hið þrungna „ástand“ er heillandi og getur vakið ímyndunarafl áhorfandans. Af þessum sökum er sagt: „Önnur mynd býr að baki mynd- ar.“ Hermt er að fyrr á öldum hafi listmálari í Kína reynt að búa til mynd af hinu ljóðræna minni um „fomt musteri í fjallasal". Hann dró upp fjöll og fljót en teiknaði ekkert musteri. I stað þess teiknaði hann munk að sækja vatn í ána og gaf þannig til kynna tilvist musterisins. Annar listamaður reyndi líka að tjá ljóðræna minnið um „að ríða á ilmin- um af blómrnn þakinm slóð“. Hann teiknaði einfaldlega mann á hestbaki umkringdan nokkrum fljúgandi fiðr- ildum og birti þannig návist ilmsins. Notkun lína Segja má að myndflötur kín- verskra málverka sé fyrst og fremst byggður upp af línum. Auk þess að marka svipi og útlínur eru strik notuð til að túlka „lögun, efniseigind og hreyfanleika“. Nánar tiltekið er hægt að tjá rýmiskennd, hreyfingu, áferð, vídd, birtuandstæður og jafnvel innsta eðli viðfangsefnisins sjálfs með því að nota fimlega mismunandi línur, beinar eða bognar, grófar eða nettar, stuttar eða langar, breiðar eða mjóar og svo framvegis. Á umliðnum öldum hafa kínverskir málarar fundið upp fjölmargar aðferðir til að nota línur og meðal þeirra eru 26 aðferðir fyrir „hrukku- og krumputeikningar" og 18 aðferðir til „útlínuteikningar". Nýsköpun og uppfinningar gera það að verkum að linur hafa á síðari árum verið nýttar í enn ríkari mæli og orðið auðugri sem tjáningartæki. Mikilvægi bleks Að línum undanskildum er ekkert jafnmikil- vægt í kínversku málverki og blek. Sagt er: „[Kínverskt] málverk er lokaframleiðsla pensils og bleks.“ Kínverskum listmálurum þyldr gott að mála með bleki og þeir tempra notkun þess með löngu, stuttu, föstu eða fínlegu átaki. Eitt pensilfar getur oft sýnt áferð, lýsingu og liti myndefnisins. Hins vegar eru litir þeim ekki jafnmikilvægir enda er það „andleg lfldng“ sem þeir leitast við að ná í málverkinu. Kínverskir málarar leggja mesta áherslu á blekið og nota litina með varfæmi, til dæmis láta þeir hlutfalls- legt magn bleks og lita samræmast í landslags- og blómamyndum. Samþættingin við Ijóð og skrautskrift Náin tengsl eru milli kínversks málverks og kínversks táknleturs. Frá fornu fari hefur verið sagt að að kínversk listmálun og skrautskrift séu af sömu rótum. Margir kínverskir listmálar- ar eru jafnframt skrautskrifarar. Þeir nota mis- munandi aðferðir kínverskrar táknletrunar í hlutlægu málverki, til dæmis „íljótaskrift" (hraðskrift) við að mála „breiðar íhugunarsýnir“ en skrautskrift „strik fyrir strik“ í málun smá- atriða. Sömuleiðis yrkja kínverskir listmálarar oft nokkrar hendingar á málverkin til að tjá ætl- un sína eða ósk. Kínverskir málarar hnykkja svo á með því að þrykkja með persónulegum stimpli á málverk sín. Efnisnotkun í kínversk málverk er notaður pappú’ sér- stakrar gerðrar, mjúkur og loðinn, sem hefur þann eiginleika að drekka í sig vatn (stundum er að sjálfsögðu málað á silkidúk og sérstakan vatnshrindandi pappfr). Málarapenslamir eru misjafnlega stórir, langir og fíngerðir. Einnig er munur á mýkt pensilbroddanna. Blekið er unnið af bleksteini og styrkleiki þess gaumgæfilega blandaður í postulínsdiski áður en byrjað er að mála. Við málunina liggur pappírinn eða silki- dúkurinn á löngu borði. Ur grein fró Alþjóðlegu sýningarstofnuninni í Kína. Ólafur H. Torfason þýddi. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.