Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2000, Blaðsíða 19
Jeppadeild Útivistar EFTIR ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR í jeppaferð Höfundur er í stjórn Útivistar og jeppadeildar Úti- vistar. ÚTIVIST er félag fólks sem áhuga hefur á alls kyns útivist og náttúruskoðun. Með síaukinni jeppaeign landsmanna fjölgar þeim sem ferð- ast geta um hálendið og utan hringvegarins á eigin farartæki í stað þess að þurfa að ferðast í skipulögðum ferðum með rútum. Þótt meira frelsi sé fólgið í því að ferðast á eigin bíl vantar félags- skapinn og fróðleikinn sem fylgir því að ferðast í skipulögðum hópi með fararstjórn. Það var því síð- sumars 1995 að nokkrir áhuga- samir jeppaeigendur meðal Uti- vistarfélaga tóku sig til og boðuðu til jeppaferðar. Hugmyndin var að gefa fólki kost á að ferðast á eigin farartæki og njóta jafn- framt leiðsagnar kunnugra og félagsskapar við aðra með sömu áhugamál. Þetta mæltist vel fyrir og 42 jeppar mættu í fyrstu ferðina. Jeppadeildin var svo stofnuð sem deild inn- an Útivistar haustið 1995. Margir jeppaeig- endur hafa síðan farið sína fyrstu óbyggðaferð með jeppadeildinni og kynnst landinu uppá nýtt í góðum félags- skap annaira jeppamanna. Þeir hafa öðlast þekkingu og fæmi í akstri við erfiðar aðstæður á vond- um vegum og yfir óbrúaðar ár jafnt á vetri sem sumri. Farar- stjórn í ferðunum er í gegnum tal- stöðvar og hefur það gefist vel. Það gefur ferðum aukið gildi að fá fræðsu um kennileiti og sögu þeirra svæða sem farið er um. Oft eru fengnir heimamenn af hverju svæði til að slást í för og vera fararstjórar í sínum heimahögum. Þeir þekkja manna best til svæðisins og miðla ómetanlegum fróðleik um land og þjóð. Á hverju ári eru farnar 2-3, 5-8 daga sumarleyf- ÚTIVIST til fjatla l 25 ár Áning Ljósmynd/Gunnar S. Guðmundsson isferðir um hálendi og eyðibyggðir landsins. Þessar ferðir henta ílestar óbreyttum bílum. Nokkrar hafa verið farnar um öræfin norðan Vatnajökuls, Gæsavatnaleið, Kverkfjöll, Snæf- ell, Kárahnjúka og Eyjabakka. Ein ferð í Fjörður, Lónsöræfi, á Strandir o.fl. Páskaferð yfir Vatnajökul, og á Langjökul o.fl. Jöklaferð- irnar eru einungis fyrir mikið breytta bíla eins og reyndar vetrarferðir á hálendið yfirleitt. Fjöldi af helgarferðum er farinn bæði vetur og sumar, flestar inn á hálendið sunnanlands og að sjálfsögðu ferðir í Þórsmörk og er þá gist á svæði Útivistar í Básum, í skála á vetrum en gjarnan í tjöldum á sumrin. Hefðbundnar vetr- arferðir í Bása eru aðventuferð í byrjun des- ember og þrettándaferð um þrettándann (6. jan.). Jólasögur og piparkökur í aðventuferð- inni og álfasögur og blysfor í þrettándaferð- inni. Þetta eru skemmtilegar ferðir fyrir alla fjölskylduna. Dagsferðir um fáfama slóða og til áhugaverðra staða eru líka famar sumar og vetur. Oft gefst tækifæri í þeim á að láta reyna á snjóaksturshæfni bílanna á vetmm. Dags-. ferðimar í snjó em kjörnar æfingaferðir fyrir lengri ferðir og til að komast að hvað hægt er að komast á bílnum. Ferðirnar era skipulagðar þannig að dag- leiðir séu ekki óhóflega langar og tími gefist til að stoppa og skoða svæðin sem farið er um. Farið er í stuttar göngur eftir því sem tilefni gefst. Gist er ýmist í skálum eða tjöldum. Starf deildarinnar hefur verið líflegt frá stofnun. Fundir em haldnir reglulega yfir vetrarmán- uðina um það sem er á döfinni hverju sinni og einnig stutt námskeið í akstri og búnaði bíla. Kynningar em líka haldnar á hverskyns ferða- vömm og fatnaði SEILSTTILALMÆ.TTISINS TðNLIST S í g i I d i r d i s k a r GUSTAV MAHLER O.FL. Gustav Mahler: Sinfónía nr. 2 í c-moll (Aufer- stehungs-Sinfonie). György Kurtág: Stele op. 33. Arnold Schönberg: Kol Nidre op. 39. Ein- söngur: Juliane Banse (sópran), Cornelia Kallisch (alt). Framsögn: Jamcs Johnson. Kórar: Europa Chor Akademie (kórstjóri Joshard Daus), Rundfunk-Chor Berlin (kór- stjóri Robin Gritton). Hljómsveit: SWR Radio-Sinfonieorchester Baden Badcn und Freiburg. Stjórnandi: Michael Gielen. tít- gáfa: Hánssler Classic CD 93.001. Heildar- tími: 107’28. Verð: kr. 2.500 (2 diskar). Dreif- ing: 12 tónar. FYRSTU mínúturnar (nr.l, 0 - 2’12) í Upp- risusinfóníu Gustavs Mahlers em með því glæsilegasta sem finnst í sinfóníubókmenntun- um. Þetta er eitt af þessum tilkomumiklu crescendóum Mahlers sem fá tónskáld hafa leikið eftir. Nýútkomin hljóðritun frá Hánssler kemur mikilfenglegum tónum Mahlers svo vel til skila að sjaldan hef ég heyrt annað eins, tæknimenn hafa hér náð einhverju sem hlýtur að nálgast hið fullkomna. í upphafi heyrast urrandi djúpir strengirnir, síðan tréblásarar og efri strengir, brassið bætist við á fullum blæstri og í tröllslegum hápunkti hefur slag- verkið bæst við og þá leikur allt á reiðiskjálfi. Hljómsveitin sem Mahler notaði í þessu verki er risavaxin, 17 tréblásarar, 10 horn, 10 trompettar, 4 básúnur og túba, tvær hörpur, 7 slagverksleikarar sem leika á fjölda ásláttar- hljóðfæra, orgel, mjög stór strengjasveit (að fyrirmælum Mahlers á hún að vera eins stór og hægt er!), tveir einsöngvarar og blandaður kór af stærstu gerð. Fyrrnefnt upphaf fyrsta kafla gefur tóninn fyrir það sem eftir kemur. Því það er hreint ekkert smámúl að koma slíkum fjölda tónlistarmanna til skila í hljóðritun. En það tekst svo sannarlega. Hljómsveitarstjórinn Michael Gielen stjórn- ar verkinu eins og ekkert tónverk standi hon- um nær. Máltækið segir að í upphafi skuli end- inn skoða og það gerir þessi ágæti hljómsveitarstjóri. I túlkun hans er framvind- an svo klár og aldrei velkist maður í vafa um hvert sé haldið. Verkið er langt, u.þ.b. hálf önnur klukkustund, og þar af leiðandi er vandi að halda því saman. Sérstaklega er lokakaflinn (rúmar 35 mínútur) í hættu hvað þetta varðar. En greipar Michael Gielens em stórar og sterkar, ekkert fer úr skorðum. Annar kafli sinfóníunnar er hægur þýskur sveitadans, svokallaður Lándler, og stendur í algerri and- stöðu við útfararstemningu upphafskaflans. Hann er spilaður varfærnislega og áhersla lögð á bjart yfirbragð. Strengjaleikarar hljóm- sveitarinnar fara hér á kostum, pizzicattóið undir lokin er t.d. frábærlega spilað. Þriðji kaflinn er skersó sem byggt er á bráðskemmti- legu lagi Mahlers úr Das Knaben Wunder- horn, Fiskprédikun heilags Antons frá Padua. Gielen velur hér frísklegt tempó og leggur áherslu á kímið yfirbragð laglínunnar. Há- mark kaflans er svo í senn dramatískt og ógn- vekjandi. Einsöngvararnir, altsöngkonan Cornelia Kallisch og sópransöngkonan Juliane Banse koma svo við sögu í lokaköflunum tveimur og skila sínu með ágætum. Urlicht, hinn undurfallega fjórða kafla, syngur Kallisch af barnslegri einlægni.Gielen byggir lokakafl- ann upp á afar sannfærandi hátt. Framlag kórs og einsöngvara er að sönnu tilkomumikið og á lokamínútunum hefur eitthvað stórt verið byggt, líkt og tignarleg dómkirkja hafi risið af grunni. Ógleymanleg er frammistaða allra hlutaðeigandi og Gielen sneiðir blessunarlega hjá þeirri „hysteríu" sem svo auðvelt er að magna upp í tónlist Mahlers og stundum ein- kennir ílutning á verkum tónskáldsins. Tvö verk, Stele (1994) eftir György Kurtág (f. 1926) og Kol Nidre (1938) eftir Arnold Schönberg, fylgja með í kaupbæti. Verk Kurt- ágs áhrifaríkur sorgaróður um látinn vin og lærimeistara og hljómsveitareffektar hans (t.d. bergmál) verka einkennilega sterkt á mann. Kurtág er greinilega tónskáld sem vert er að kynnast betur. Diskunum fylgir bæklingur sem er sérkapít- uli. Höfundur enska textans (sem einnig er þýddur á frönsku og spænsku) heitir David Hurwitz. Honum tekst að miðla mikilli þekk- ingu á verkunum á sérstaklega látlausan hátt og auðskiljanlegan en þó án þess að tala niður til manns. Ábendingar sínar styður hann með beinum tilvitnunum í tímasetningar á diskun- um (mínútur og sekúndur) og ekki taktanúmer eins og stundum sést og er auðvitað gagnslaust fyrir meginþorra hlustenda. Svona vinnubrögð em til fyrirmyndar og eftirbreytni. Þessum hljóðritunum má mæla með af heil- um hug. ORLANDO DI LASSO OG SAMTÍMAMENN HANS Orlando di Lasso: Passan vostri triomphi, Lauda anima mea, S’io fusse ciaul’et tu lo campanile, Tutto lo di mi dici, „canta, canta“, Petrarca 10,1 vo piangendo, Dapoi che sotto ’I ciel cosa non vidi, Per ch’hai lasciato de non t’afficiare, Omnia tempus habent og Blokkflautustykki nr. 10,18 og 20. Guillaume Dufay: Tibi Christe splcndor patris. Estienne Dutertre: Pavane et Galliarde. Clemens non Papa: Ave Maria. Philippe Rogier: Respice in me, Peccavi. Adriaan Wilhaert: Pater noster - Ave Maria. Nicolas Gombert: Ave Maria. Philippus de Monte: Bona est oratio cum ieiunio. Johannes Ciconia: Credo. Antoine de Févin: Benedictus Dominus Deus. Hljdðfæra- lcikur: I Fiammighi. Sljórnandi: Rudolf Wert- hen. Kórsöngur: Currende. Kórstjóri: Erik van Nevel. títgáfa: Telarc CD 80521. Heildar- lengd: 66’43. Verð: kr. 2.100. Dreifing: 12 tónar. Við höldum okkur í dómkirkjunni í þessu fal- lega safni endurreisnartónlistar frá Niður- löndum. Telarc-útgáfan hefur jafnan verið hlaðin lofi fyrir framúrskarandi tóngæði og hér hefur svo sannarlega vel tekist til við að skapa kirkjulegan hljómgmnn með miklum endurómi en alveg án þess að hljóðmyndin verði óskýr. Belgíski hljóðfærahópurinn I Fiammighi (Flæmingjarnir) er sérlega fjölhæfur. Efnis- skrá þeirra spannar alla tónlistarsöguna en nútímatónlistin vegur þungt í hljóðritunum hans. Hljómsveitin hefur gefið út hljóðritanir með tónlist m.a. Párts, Góreckis, Taveners og« Coriglianos og hafa þær hvarvetna hlotið mik- ið lof. Sönghópurinn Currende er einnig frá Belgíu og hefur aðallega einbeitt sér að tónlist 17. aldar en fæst einnig við endurreisnartónlist og tónlist frá klassíska tímanum. Safn þetta er samsett af hljóðfæratónlist og ómþýðum, trúarlegum söngverkum þar sem verk eftir Orlando di Lasso em rauði þráðurinn. Árang- urinn er ákaflega fjölbreytt safn tónlistar sem að mestum hluta er lítt þekkt og ætti að höfða til þeirra sem unna tónlist endurreisnartímans og svo auðvitað til þeirra sem vilja kynnast þessu tímabili tónlistarsögunnar, sem sífellt verður fyrirferðarmeira í tónlistarútgáfunni. Hljóðfæraleikur jafnt sem söngur er í alla staði framúrskarandi og ekki spillir fyrir hljóðritun sem er eins og best gerist. Valdemar Pálsson Ranqt höfundarnafn í síðustu Lesbók, 26. ágúst, birtist smá- sagan Nótt og var sögð eftir Einar Örn Stefánsson. Höfundur sögunnar er Ein- ar Örn Gunnarsson rithöfundur. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. SEPTEMBER 2000 1 9 r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.