Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 42. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Carnegie-verSlaunin voru veitt í þriðja sinn fyrir skömmu en þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til málaralistar á Norðurlöndum. Það vakti því nokkra athygli hversu verk þeirra Mari Slaatterlid og Hreins Friðfinnssonar, sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun, eru laus- tengd hefðbundinni málaralist. Fríða Björk Ingvarsdóttir var viðstödd opnun Camegie sýningarinnar í Finniandi og ræddi m.a. við Anne Folke, fram- kvæmdastjóra verkefnisins. Gamlar götur í Elliðaárdal, er heiti á grein eftir Om H. Bjarnason. Nú er dalurinn skógi vaxinn og næsta lítið vatn eftir í eystri kvíslinni, svo ekkert sést eftir af gömlum götum og al- faraleiðum sem lágu til að mynda frá vaði við Blesugróf, eða Blesugil, og norður yfir hólmann milli kvíslanna. Neðstikaupstaður Hvergi á Islandi em eins vel varðveittar minjar um verslunarstað frá fyrri öldum, svo og verzlunarhús frá tímum danskra verzlunarfélaga, eins og f Neðstakaupstað á Isafirði. Húsin þar, svo og sjóminjasafnið, fjallar Gísli Sigurðsson um, hér og í næstu Lesbók. Norræna húsið f senn einfaldur og afgerandi dregur arkitektúr Norræna hússins á Manhattan fram helstu einkennin í norrænni hönnun, í listum Norðurlanda og gott ef ekki al- mennum þankagangi þjóðanna í norðri. Hulda Stefánsdóttir segir í máli og mynd- um frá nývígðri byggingu Norræna hússins í New York. FORSÍÐUMYNDIN er bæði í tilefni haustsins og umfjöllunar um gömul vöð á Elliðaánum. Eitt þeirra var hugsanlega hér. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson JÓHANNES ÚR KÖTLUM ÉG LÆT SEM ÉG SOFI BROT Ég læt sem ég sofí, - það syi’tir víða um jörð. í baðstofunni brestur, því baráttan er hörð. Úr brúnum fjalla brotnar, en byljir þjóta um skörð. Torfveggirnir titra og timbrið gisnar skjótt; - það kviknar í því öllu, ef enginn hjálpar fíjótt. - Ég veit ekki hvað verður, en viðsjált er í nótt. Sem björn íhungm-híði ég hnipra mig í kút. - Svo rym égruddaiega írauðan vasaklút, og læt þá sem ég sofí, - en sé þó stundum út. Til vorkunnar mér virðið, að vísan mörg er ljót. Mín öld er full af falsi, - hún fellh’ suma ímót, og hamrar þá og hnoðar, unz hjartað verður grjót. Jóhannes (Jónasson) úr Kötlum, 1899-1972, orti fyrst í anda nýrómantíkur og gaf út fyrstu Ijóðabók sína 1926. Hann gerðist síðar sósíalisti eins og glöggt sést af Ijóðum hans eftir 1935, en jafnframt orti hann alla tíð um náttúru og tilfinn- ingamál. LANDNÁM EFTIR LANDGÆÐUM RABB OTTÞÓTTI mérá sunnudaginn að lesa í Morgunblaðinu ferða- sögu Sturlu Friðriks- sonar frá Vínlands- slóðum á liðnu sumri. Hann setur fram þá hugmynd í gamni eða alvöru að gefa tölvu allar tiltækar upp- lýsingar um Vínlandsferðir og láta hana finna líklegustu leiðir víkinganna. Hvort sem sú leið er valin eða önnur lýsir þetta vel eðli viðfangsefnisins, endalausum saman- burði setninga, atvika og vitneskju úr öllum áttum, með úrvali og frávísun þangað til sem trúverðugust heildarmynd er fundin. Ég hef haldið því fram að til þess þurfi að hnýsast í einar tuttugu fræðigreinar auk sögunnar og kannski eru þær fleiri. Kolbrún Bergþórs- dóttir hefur líkt þessu verkefni við vandamál hins glúma Sérlokks Hólms. En svo vill til að mánuði eftir að Sturla var í Vínlandsferð sat ég ráðstefnu sem var haldin á Nýfundnalandi og í Labrador um menningu víkingaaldar. Við komum því báð- ir til Leifsbúða í L’Anse aux Meadows en frá þeim kynnum langar mig líka að segja, eink- um með tilliti til þeirrar spurningar hvort Þorfinnur karlsefni og Guðríður kona hans hin langförula hafi nokkum tíma sest þar að. Sturla nefnir þann möguleika og þar þekki ég skoðun Birgittu Wallace og ýmissa annarra fomleifafræðinga, að á þessum stað hafi Þorfinnur karlsefni fyrst numið land með alls konar fénað sinn. Hún segir sem sagt að þar hafi verið bæði Leifsbúðir og Straumsfjörður, en hið snjólausa Hóp hafi verið í Miramichi-firði í Lárensflóa þar sem hafís liggur þó á hverjum vetri. Þangað hafi Leifur heppni líka farið til að finna vínviðinn sem Sturla segist ekki hafa komið þar auga á frekar en við var að búast, auk fleiri gæða. Öll er þau reyndar að finna í Québec enn í dag, en það er önnur saga. En segja má að vestan hafs hafi Birgitta fram að þessu verið helsta átránaðargoð þeirra sem Vínlands- fræði stunda. Jafnframt bendir Sturla á þá mótsögn að í Leifsbúðum hafi ekki fundist nein ummerki búpenings fyrir þúsund ár- um, en þar hafa verið gerðar mjög ýtarlegai- fornleifarannsóknir og þó ekki sést vottur af peningshúsum eða hlöðum, ekki heldur breytingar á gróðurfari á þeim tíma. Sturla bendir á að ekki sé þama búsældarlegt, og er það síst ofmælt. Um það ætla ég nú að fara nokkram fleiri orðum. Ef veðurfræðin og haffræðin eru spurðar er svarið að þama sé kalt, árshitinn lægri en á Raufarhöfn og Hombjargsvita, en það er árshitinn sem er einna bestur mælikvarði á grasvöxt. Hafísinn lónar úti fyrir með Labradorstraumnum í janúar til júní. Sum- arhitinn er þó hærri en hér á landi, en hann ræður fremur trjávexti en árshitinn og þama má sjá þess nokkra staði. Gróðurinn er í samræmi við þetta. Aðallega skiptast á gróðursnauðar hæðir, tjarnir og mýrasund, ekki ólíkt og á Melrakkasléttu og Skaga. En á mörkum þeima er skrítinn kjarrgróður, aðallega balsamþinur og greni. Skógfræð- ingamir Sigurður Blöndal, Þröstur Ey- steinsson og Alexander Robertsson sem með okkur voru sögðu þetta fyrirbæri vera tuckamore. Það mætti nefna skriðkjarr. Lágvaxin trén teygja greinar lárétt og víða niður að jörð þar sem rótarskot myndast og síðan er haldið lengra áfram með greinar í allar áttir svo að eitt tré getur lagt undir sig stórt svæði, jafnvel eins og heilt tún, eftir lýsingu Alexanders. Úr þessu verður herj- ans ótræði, svo að skógræktarstjórinn stæðilegi Sigurður Blöndal var 45-60 mínút- ur að brjótast gegnum jafn margra metra vegalengd í kjarrinu, taldi sig reyndar hafa aflað sér merkrar lífsreynslu með þeim um- brotum. Þegar kjarrið á eftir svo sem tvö hundruð metra að ströndinni lækkar það niður í ekki neitt. Þar verður þá dálítil ræma af mýrlendi, meira en 200 metra breið, og þar standa Leifsbúðir á lágum grashjalla í nöturlegu skjólleysi. Skýringin á þessu kyn- lega háttalagi kjarrsins held ég að séu óvenjulegar mótsagnir í loftslagi, sterk hita- geislun frá sólu sem er hátt á himni og þess vegna þolanleg lífsskilyrði í allra neðsta loft- laginu þar sem greinarnar læðast, en ólíft ofar í kalda hafloftinu. Þetta skriðkjarr ein- kennir líka mjög gróðurinn á strandsvæðum Labrador, en ysta strandræman er þar víða mjög nakin, og þar er enn kaldara og harla graslítið, þó að viða séu skógar. Þar norður frá heldur þó Birgitta því fram að Þorvaldur Eiríksson hafi viljað bæ sinn reisa, rétt áður en hann féll fyrir skrælingjum, og er það undarlegt og með ólíkindum. Én þrátt fyrir þessi orð mín tel ég Birgittu hafa unnið mjög merkilegt starf að mörgu leyti í forn- leifarannsóknum sínum. Ég hef orðlengt svo um þetta vegna þess að það sýnir hvað þessi staður er óyndisleg- ur til kvikfjárræktar. Á þessu belti við sjó- inn er varla rám fyrir meira en eitt býli, og þá fremur kotrass en sæmilega bújörð, hvað þá heilt byggðarlag handa allt að því 160 mönnum sem fylgdu Þorfinni karlsefni. Auk þess má benda á að Leifur vildi ekká gefa hús sín í Leifsbúðum heldur aðeins ljá þau, og má nærri geta hvort Þorfinnur hefur vilj- að eyða tíma í að hírast á lítt byggilegri ann- ars manns eign þegar hann gat valið úr suð- rænni víðáttum Norður-Ameríku, en sjálfur gat hann þess til að land yrði því betra sem sunnar drægi. Auk þess bendir fornleifa- fræðin til þess að engir skrælingjar hafi þá verið í L’Ánse aux Meadows eða í næstu for- tíð og framtíð. Frásagnir Grænlendinga sögu af kvikfjáiTækt og bardaga við skræl- ingja í Leifsbúðum geta því ekki átt við L’Anse aux Meadows, heldur einhvern ann- an stað eða staði. Það má sem sagt ráða af sögunni, veðurfræðinni, haffræðinni, grasa- fræðinni, mannfræðinni og fornleifafræðinni að harla ólíklegt sé að þarna hafí Þorfinnur karlsefni numið land. Þessa skoðun mína setti ég fram í erindi sem ég flutti í þorpinu Forteau í Labrador á ráðstefnunni í septem- ber. í þessu efni hefur Birgitta Wallace ver- ið á öndverðum meiði við mig eins og áður sagði, en ekki gerði hún athugasemdir að loknu máli mínu, og láti guð gott á vita. En þessi skoðanamunur skiptir talsverðu máli um álit á því hvort Karlsefni hafi farið lengra suðrn- á bóginn, svo sem til Fundy- flóa og síðar New York, eins og mér sýnist mega ráða af Eiríks sögu rauða. En hér er ekki rám til að rekja lengra þá sögu. Ég tel ástæðulaust að ætla að Þorfinnur karlsefni og hans lið hafi ekki haft vit ís- lenska bóndans á landgæðum. Þannig standa nú álitamálin, og kannski sker fram- tíðin úr um þau, en kannski ekki. Svona óvíst er flest í lífinu, en gaman er að því samt. Páll Bergþórsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 28. OKTÓBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.