Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 6
ÞANÞOL MALVERKSINS Carnegie verðlaunin voru veitt í þriðj a sinn fyrir skömmu en þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til málaralistar á Norðurlöndum. Þaðvakti því nokkra athygli hversu verk þeirra Mari Slaatter- lid og Hreins Friðfinns- sonar, sem hlutu fyrstu og önnurverðlaun, eru laus- tengd hefðbundinni mál- aralist. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDQTTIR var við- stödd opnun Carnegie sýningarinnar í Finnlandi og ræddi m.a. við Anne Folke framkvæmdastjóra verkefnisins. CARNEGIE verðlaunin eiga sér ekki langa sögu, en þau voru veitt í þriðja sinn nú nýverið. Samt sem áður hafa þau vakið mikla athygli enda hafa um 45.000 manns skoðað þá myndlist sem val- in var á Camegie sýningar undanfarinna ára. Nokkur styr hefur staðið um verðlaunin þau ár sem þau hafa verið veitt og sýningarnar sem fylgja í kjölfarið. Hefur sú stefna Carnegie fjárfestingabankans að beina sjónum sínum einungis að málarlist verið umdeild og umræð- an um verðlaunaveitinguna tekið nokkurn lit af þeim lífseigu vangaveltum um málverkið sem hafa verið drjúgur þáttur í listumfjöllun seinni tíma. Hin ýmsu svið myndlistar hafa skarast mjög mikið á síðustu áratugum. Margii- þeirra sem mála málverk telja sig ekki endilega „málara“ heldur líta einungis á málverkið sem eina af mörgum mögulegum leiðum til að koma hug- myndum sínum á framfæri. Þeir sem vinna að þvívíddarlist (sem áður hefði líklega verið köll- uð höggmyndalist) „mála“ eða „teikna" í rýmið og hafa þannig yflrgefið sinn hefðbundna bás á sama máta og málararnir. Listamenn leitast því ekki nauðsynlega við að finna listsköpun sinni endanlegan farveg, þeir hreinlega nota þann efnivið sem best hæfir hverri hugmynd fyrir sig og getur list þeirra verið úr nánast hverju sem er - eða jafnvel ekki neinu öðru en því sem nægir til að kveikja sömu hugmynd með áhorfandanum og þeim sjálfum. Forsenda eða kveikja listaverksins er því falin í hugsun- inni að baki verksins fremur en í handbragði, efnistökum eða efniviði listamannsins. Annað og meira en laglegt handverk Þróun á borð við þessa er þó ekki ný af nál- inni. Framsækin list í gegnum aldimar hefur alla tíð falist í einhverju afstæðara eða djúp- stæðara en hagleik í handbragði, leikni í teikn- ingu, málun eða mótun. Til að verk rísi upp yfir það sem telja má laglegt handverk og verð- skuldi að teljast listaverk verður það að öllu jöfnu fela í sér eitthvað annað og meira en hæfileikann til að herma eftir raunveruleikan- um eða endurtaka þær uppgötvanir sem aðrir hafa þegar dregið fram í sviðsljósið. Mestu listamenn hvers tíma eru þeir sem hafa gert hugmyndafræðilegar eða tæknilegar uppgötv- anir er orðið hafa til þess að skapa nýja sýn eða varpa nýju Ijósi á eldri hugmyndir. Eitt verka Hreins Friðfinnssonar, „Á rigningardegi", en hann hlaut önnur verðlaun fyrir framlag sitt til sýningarinnar. Sú ákvörðun Carn- egie að einbeita sér eingöngu að málara- list á eflaust að ein- hverju leyti rætur sínar að rekja til framkvæmdahliðar stórrar samkeppni á borð við þessa. En ekki er vist að sú ákvörðun sé jafn takmarkandi og mörgum virtist í fyrstu. Að minnsta kosti er ljóst að innan þess ramma sem Camegie hefur markað sér verða mörk málverksins sí- fellt sveigjanlegri. Verðlaunahafarnir í ár eru ef til vill ljós- asta dæmið um þenn- an sveigjanleika eða öllu heldur þær myndir sem mál- verkið getur tekið á sig í samtímanum. Verðlaunaverkin spanna sögu málaralistarinnar Fyrstu verðlaun hlaut Mari Slaatterlid fyrir tvö verk, sem að sögn dómnefndarinnar „spanna alla sögu málaralistarinnar, allt frá því er líkaminn var markaður með málningu til tíma síðmódemísks „mónokróms“ í einum lit.“ Annað verkanna samanstendur af fjóram ljós- myndum af stúlkubami með hvítan andlits- farða sem gefur til kynna þroskaskeið manns- ins frá bemsku að fullorðinsárum. Anne Folke, framkvæmdastjóri sýningarinnar, lýsir þessu verki sem „málverki skráðu með ljósmynda- tækni“. Hitt verkið sem Slatterlid sýnir bygg- ist á fjórum svörtum harðplastplötum með tveimur litaflötum er minna á augnskugga snyrtivöraframleiðenda. Heitin „Sophisticat- ed“, „Elegant", „Sports“ og „Active" gefa til- efni til hugleiðinga um eðli fegurðarinnar og þess hvort hægt er að skipa sjálfsímynd ein- staklinga í svo þrönga bása markaðssetningar- innar. Anne Folke bendir á hvernig þessi tvö verk „tengjast innbyrðist í könnun á þroska- ferli og sjálfsímynd konunnar og leiða hugann að því hvemig sú ímynd er markaðssett." Það er ljóst að þessi verk Mari Slaatterlid era ekki málverk í hefðbundnum skilningi þó þau reyni óneitanlega á athyglisverðan máta á þanþol hugtaksins málverk. Eins og sýningarstjóri Carnegie, Ulrika Lavén, segir í formála að bók sem gefin er út í tilefni af sýningunni, þá getur Ijósmyndin, þeg- ar hún er notuð sem frummynd í stað mál- verks, „kallast á við málverkið á áleitinn hátt og þjónað sem viðbót við málverkið“. Sam- kvæmt þessari skilgreiningu getur samtíma- málverkið átt sér óvenjulegar birtingarmyndir er beinlínis kallast á við hefðbundnari málara- list og verða þannig athyglisvert innlegg í þá hugmyndafræðilegu umræðu er mótað hefur málaralist um aldaraðir. Kærir sig kollóttan um af markanir Önnur verðlaun hlaut Hreinn Friðfínnsson fyrir verk sem einnig era mjög laustengd hug- takinu „málverk". I viðtali í fyrrnefndri bók segir Hreinn að hann hafi ekkert á móti því að taka þátt í málverkasýningu, hann sé orðinn „þreyttur á endalausum rökræðum um það hvað málverkið sé, hvar það hefjist og hvar það endi.“ Hann segist alla tíð hafa kært sig koll- óttan um öll skil á milli listforma. Hreinn sýnir þrjú verk á sýningunni og fjalla þau öll á óræðan máta um einhvern flöt málarlistar. Verkið „Staðsetning" saman- stendur af tveimur glerplötum, sem hvor fyrir sig er með þremur fingraföram í gi-unnlitun- um; gulum, rauðum og bláum. Sem slíkt er verkið ekki málverk þó það fjalli m.a. um hefð málverksins. Það gefur til kynna þá óteljandi möguleika litafræðinnar sem felast í málning- unni og vísar ennfremur til þess meðvitaða ferlis sem felst í vinnu listamannsins og vali, afstöðu hans til verksins og svo mætti lengi telja. Hreinn sýnir einnig ljósmyndaverk þar sem hann grípur litrófið í lófa sér og umbreytir hvítu ljósi með því að beina því í gegnum marg- strending. Þriðja verk Hreins heitir „On a rainy day“ eða „Á rigningardegi“, en þar vinn- ur hann með litlar málningarspýtur sem notað- ar era til þess að gera litaprafur. Spýturnar fær hann í málningarbúð í Amsterdam sem sérhæfir sig í blöndun lita. Hreinn líkir ferð sinni í búðina við uppskeruferð. Verkið verður svo til á vinnustofunni þar sem hann hagræðir spýtunum þannig að þær myndi „kompósisjón sem gerir það mögulegt að upplifa hverja spýtu hvort heldur sem er staka eða sem hluta af heildinni." Titill verksins vísar til sjónrænna áhrifa verksins að sögn Hreins, hver spýta 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.