Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 7
Mari Slaatterlid hlaut fyrstu verðlaun á Carnegie sýningunni fyrir verk sín. Verkin „Sports" og „Elegant" eru unnin á harðplastplötur. endurspeglar hugmyndina um einstaka regndropa en felur jafnframt í sér öll einkenni lítils málverks. Var það álit dómnefndarinnar að með verkum sínum tækist Hreini að nota „greiningaraðferðir hugmyndalistar og ná- kvæma, spyrjandi nálgun vísindamannsins til að afhjúpa á framúrskarandi máta þær grunn- hugmyndir sem liggja að baki málaralistar“. Jafnframt fannst dómnefndinni áhrifamáttur þessara verka ekki síst liggja í „getu lista- mannsins til að umbreyta þessum grunnhug- myndum yfir í hreina, sjónræna og ljóðræna ánægju ásamt málaralegri upplifun“. Gæðir „dauðan" miðil lífi Finnski listamaðurinn Petri Hytönen fékk þriðju verðlaun fyi-ir vatnslitaverk sem eru að sönnu innan hefðbundins ramma málaralistar. Hytönen segist njóta þess að takast á við þá erfiðleika sem felast í því að nota vatnsliti. „Pví hefúr verið lýst yfir aftur og aftur að málverkið sé dautt og vatnslitir virðast jafnvel enn dauð- ari,“ segir hann í viðtali um verðlaunaverkin. Það er því athyglisvert að sjá hvernig honum tekst að gæða lífí þann „dauða“ miðil sem hann hefur kosið að vinna með. Vatnslitaverk Hytönens hafa sterk einkenni frásagnar, enda heita þau að öllu jöfnu löngum nöfnum sem iðulega segja talsverða sögu. Verkin sem hann sýnir á Carnegie sýningunni nú heita „A síðdegisgöngu" og „Prímadonna verkamannahverfisins". Að sögn dómnefndar- innar tekst Hytönen sérstaklega vel að fanga rýmistilfinningu í verðlaunaverkinu „A síð- degisgöngu". „Sem heild er verkið talandi dæmi um það hversu málaralistin er opin og lýsir jafnframt vel þeim fráságnarmöguleikum sem í henni felast til að knýja fram hugmyndir og andlegar tengingar sem fanga áhorfand- ann, en eru jafnframt oft á tíðum fjarstæðu- kenndar". Titlar verkanna skipta Hytönen miklu máli sem hluti þeirra frásagnartækni sem hann hef- ur kosið að vinna með. „Titill á að vera eins og stutt saga,“ segir hann, „sem vekur upp mynd- ir og ákveðið andrúmsloft í huga manns og hjálpar manni þannig til að afmarka túlkunar- möguleika málverksins.“ Leikur með hefðir oq hugmyndafræði málverksins Verk Tuma Magnússonar vöktu nokkra at- hygli á þessari sýningu, enda hefur hann um langt skeið leikið sér með hugmyndafræði og hefðir málverksins í verkum sínum. Tuma hef- ur tekist að velta upp nýjum flötum á málara- listinni og þeim möguleikum sem í henni felast. Mörg verka hans eru einskonar hugmynda- og litaspuni í kringum heiti og hugtök sem allir þekkja. Verkið „Fireexit" á Carnegie sýningunni er af þessu tagi, en þar renna saman rauður litur brunaboða sýningarsalarins og grænn litur ljósaskiltisins er merkir leiðina út, í stóru verki sem hann vann beint á einn vegg sýnigarsalar- ins. Tuma tekst að sögn Anne Folke að ná sér- stökum tengslum við umhverfi verks síns með því að „nota hluti sem fyrir eru í sýningarsaln- um sem kveikju að veggmálverki er síðan verð- ur hluti af húsinu sjálfu". Tumi sýndi einnig annað verk á Carnegie sýningunni, hluta af síma sem búið er að stækka upp í yfirstærð í tölvu og prenta á sjálf- límandi pappír. Þessi tvö verk hans eru athygl- isvert innlegg inn í umræðuna um málverkið og þá möguleika sem í því felast hvað varðar hugmyndafræðilega útfærslu. Ef litið er á sýninguna sem heild má sjá að þar gætir mikillar fjölbreytni því listamennirn- ir eru mjög ólíkir og leita víða fanga. I ávarpi sínu í Camegie bókinni spyr Anne Folke, hvert eðli samtímamálverksins sé, hver ákveði mörk VerkTuma Magnússonar, „Sími“. þess og hvernig sé hægt að stuðla að því að það þróist þannig að að því kveði. Henni tekst þó ekki að svara þessum stóru spurningum á af- gerandi máta, fremur en öðrum sem hafa látið sig þessa umræðu einhverju varða. Það er þó athyglisvert hversu mikla áherslu Folke leggur á sveigjanleika í máli sínu. Hún segir að sá rammi sem verðlaununum var markaður hafi reynst vel þau þrjú ár sem verð- launin hafa verið veitt. „Samt sem áður er end- urnýjun að sjálfsögðu nauðsynleg til þess að hægt sé að halda nokkru ferli áfram. Það er því ætlun okkar að stuðla að því að Carnegie list- verðlaunin séu virkt ferli og að sú hugmynd sem verðlaunin byggja á sé í stöðugri framför á máta sem er sveigjanlegur gagnvart breyt- ingum. Stuðningur og hagur listamanna á Norðurlöndum verður ætíð það sem skiptir mestu máli“ segir hún ennfremur. Það virðist því nokkuð ljóst að forsvarsmenn Carnegie ætla sér að taka virkan þátt í þeim hræringum sem eru að eiga sér stað í listheim- inum þar sem mörk hinna ýmsu tjáningar- forma skarast í vaxandi mæli. Þannig eru þau mörk sem forsvarsmenn Carnegie drógu ef til vill ekki eins skýr eða takmarkandi og ýmsum gagnrýnendum þeirra sýndist í fyrstu. Vera má að nýjar skilgreiningar og nýjar aðferðir eigi eftir að móta málverkið á óvæntan og ófyr- irsjáanlega máta í gegnum Carnegie verðlaun- in, listum á Norðurlöndum til framdráttar. Petri Hytönen hlaut þriðju verðlaun fyrir verkið „Á síðdegisgöngu". LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.