Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 9
Það er líka allmikill kostnaður, þannig að við urðum á einhvern hátt að takmarka þátt- töku okkar við það fjármagn sem við höfum í þetta verkefni Þrjú ísiensk verk á hátíðinni Hátíðin stendur í þrjá daga, auk þess sem boðið verður upp á tvö námskeið, eða „work- shop“ fyrir dansara en eru þó fyrst og fremst danshöfundanámskeið og fyrir dans- ara sem vilja efla skapandi þátt sinn. Það er franski hópurinn sem fer fyrir námskeiðun- um. Sem fyrr segir verður íslenski dansfiokk- urinn með þrjú verk á hátíðinni. „Við opnum hátíðina 31. október með dansverki Olafar Ingólfsdóttur, Maðurinn er alltaf einn. Sama kvöld sýnir franski hópur- inn verk sem er mjög spennandi að mínu mati. Næsta kvöld, 1. nóvember, skipta með sér kvöldinu tveir ólíkir danshöfundar frá Prag og síðan verður sólóverkið frá Bergen. Síðasta kvöldið, 2. nóvember, verður Islenski dansflokkurinn með fnjmsýningu á nýju verki eftir Cameron Corbett sem er dansari í flokknum. Þar næst verður framlag Bologna og síðast á dagskrá er NPK eftir mig sem var á efnisskránni hjá okkur haustið 1999, þannig að við opnum hátíðina og lokum henni líka.“ Hvers vegna bættuð þið Bergen inn í hátíðina? „Okkur langaði til að bjóða sem flestum hingað. Við hefðum að sjálfsögðu viljað fá fleiri en þá sem koma hingað en höfðum ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Ég hafði séð verk eftir Inu Cristel Johann- essen á norrænni sólódanshátíð og í stað þess að kosta heilan dansflokk frá Bergen, fannst mér kjörið að fá þennan sólódans sem framlag frá Bergen. Við fengum styrk frá „Teater og Dans i Norden," sem gerði okkur kleift að hafa Bergen með.“ Nú hafið þið dansað víða í Evrópu þetta árið. Hafa ein- hverjir nýir möguleikar opnast fyrir íslenska dansflokkinn í kjölfarið? „Já, ásamt því að við höfum gert mikið í því að kynna flokkinn erlendis héðan frá skrifstofunni, tókum við einnig þátt í IETM listaþinginu sem var haldið hér í október og síðan hefur flokkur- inn verið sýnilegur erlendis undanfarið. þannig hefur þetta allt hjálpast að og núna sé ég að það eru að opnast nýir markaðir fyrir flokkinn sem hann hefur ekki átt að- gang að fram að þessu.“ En þótt menningar- borgarári ljúki og ferðalíigum tengdum því, er langt frá því að Islenska dansflokksins bíði einhver kyrrstaða. I mars 2001 heldur flokkurinn til Kanada og verður þar með sex sýningar í allt, í Toronto og Ottawa. Katrín segir að stöðugar fyrirspurnir berist um flokkinn og ýmislegt sé í bígerð sem sagt verður frá þegar gengið hefur verið frá öllum samningum. En hvernig verður starfið að öðru leyti í vetur? „Við höfum þegar sýnt fyrsta verk leikársins. Það var á IETM lista- þinginu. í sumar tókum við þátt í uppfærslunni á Baldri og fórum því seint í sumarfrí og hóf- um leikárið seint. Á danshátíðinni frumsýn- um við nýja verkið eftir Cameron Corbett og það verk verður síðan sýnt 16. og 17. nóvem- ber í Frakklandi nánar tiltekið í París og í Caen. Síðan ætlum við að taka upp tvö verk frá fyrra leikári: Diaghilev, eftir Jochen Ulrich, sem við sýnum þrisvar í nóvember, og barna- dansverkið, sem við frumsýndum á Listahá- tíð í vor, Auðun og ísbjörninn eftir Nönnu Ólafsdóttur. Það verður sýnt nokkrum sinn- um í nóvember og desember. Einnig erum við með okkar árlegu skólasýningu þar sem nemendur í grunnskólum koma í leikhúsið til að sjá dansverk og við erum núna að undir- búa þá dagskrá. I mars frumsýnum við tvö ný verk eftir mjög skemmtilega danshöf- unda. Öðrum höfundinum, Rui Horta frá Portúgal, höfum við unnið með áður og hann er að semja nýtt verk fyrir flokkinn. Það er norski danshöfundurinn Jo Strömgren einnig að gera. Þessir tveir höfundar eru á hraðri uppleið og eftirsóknarvert að fá að vinna með þeim. Strax eftir frumsýninguna höldum við í Kanadaferðina og svo erum við með íslenskt kvöld í farvatninu, sem verður tileinkað ís- lenskum höfundum." Hvernig hefur íslenska dansflokknum verið tekið í hinum borgun- um? „Mjög vel. I gagnrýni hefur hann verið kallaður „lítill gimsteinn frá íslandi." Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur, svo góðar að við erum alveg undrandi - en líka mjög ánægð. Til marks um það er ferð okkar til Kanada. Þar er maður sem starfar hjá National Ar-t Centre í Ottawa. Hann hafði haft spurnir af flokknum og við höfðum sent honum efni. Síðan kom hann hingað á haustsýninguna okkar 1999 þar sem við sýndum þrjú verk, NPK eftir sjálfa mig, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs, og Æsu eftir Láru Stefánsdóttur. Þetta hef- ur orðið til þess að við erum á leiðinni til Kanada.“ MEÐ MARGT Á PRJÓNUNUM Morgunblaðið/Jim Smart Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur. Hildur Óttarsdóttir í Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Ólöf Ingólfsdóttir, mynd- listarmaður og danshöf - undur, semur d ansa, kennir og prjónar og 1 he f- ur samið verk um mann - inn sem er allta f einn. OPNUNARVERKIÐ á danshátíðinni Trans Dans Europe verður „Maðurinn _er alltaf einn“ eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur. Verkið er samið fyrir fimm dans- ara og var fyrst sýnt hér haustið 1999. Þegar Ólöf er spurð út í verkið, segir hún það fjalla um það að maður- inn sé alltaf einn, hvort sem hann er í fjöl- menni eða einn með sjálfum sér. „Hann er líka einn að því leyti að allt sem við upplifum, hvert og eitt, upplifum við allt öðruvísi en all- ir aðrir. Þannig að fólk sem virðist vera að ganga í gegnum sömu reynslu er ekki að því,“ segir Olöf og bætir við: „En um leið má segja að maðurinn sé aldrei einn. Þótt hann lifi eitthvað einstakt, er reynsla hans alltaf sambærileg við reynslu einhvers annars." Ólöf hefur ekki dansað með íslenska dansflokknum og starfar síður en svo eip- göngu sem danshöfundur. „Ég vinn við sitt af hverju sem er tengt dansi,“ segir hún, „ég dansa sjálf og vinn töluvert í leikhúsi í sam- bandi við hreyfingar og síðan kenni ég líka í Klassíska listdansskólanum í Breiðholti. Ur myndlistinni í dansinn Það má segja að Ólöf komi nokkuð óhefð- bundna leið inn í dansinn, vegna þess að hún lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla íslands þar sem hún var í málaradeild áður en hún fór út í dansnám. Eftir námið í myndlistinni hér fór hún í framhaldsnám til Finnlands og segir: „Ég hef stundum sagt að það hafi verið af einmanaleika sem ég fór í dansinn. Maður er alltaf einn að mála, sér- staklega í Finnlandi. Leikhúsið býður hins vegar upp á meiri samskipti.“ Ekki svo að skilja að Ólöf hafi skyndilega fengið þá flugu í höfuðið þar sem hún stóð og málaði að nú væri kominn tími til að byrja að læra að dansa. Hún dansaði töluvert sem unglingur, lærði bæði djassballett og spuna og hélt áfram í danstímum meðfram myndlistar- náminu. En eftir árið í Helsinki, ákvað hún að fara til Hollands til þess að gera alvöru úr draumnum um dansinn. „Þar var ég í fjögurra ára námi í skóla þar sem ég lærði nútímadans. Þetta var skóli sem lagði mjög mikla áherslu á sköpunarkraft nemenda, sérstaklega spuna. Við tókum þátt í sýning- um annarra nemenda og unnum með dans- höfundum sem settu upp sýningar með nem- endum. Ég var aldrei ballettbarn, eins og sagt er.“ Mynstur í lífinu Hvað tók svo við eftir dansnámið? „Þá kom ég heim og prjónaði peysur og var í stökustu vandræðum með hvað ég ætti að gera. En smám saman fór ég að kenna og vinna með öðru fólki og þetta hefur þróast stig af stigi hjá mér. Það má segja að þetta sé eins konar mynstur í mínu lífi. Alltaf þegar ég fer að prjóna, er það vísbending um að nú fari eitthvað að gera. Stundum prjóna ég þrjár peysur í rykk - og fer svo að gera eitthvað annað.“ Ertu að prjóna eitthvað núna? „Nei, ekki nákvæmlega núna, en ég er farin að hugsa um það.“ Ertu með fleiri dansverk á prjónunum? „Já, ég er með ýmsar hug- myndir en er ekki farin að sjá hvenær þær verða að veruleika. Eins og er, er ég að vinna að leiksýningu, Medeu sem verður frumsýnd í Iðnó í nóvember og svo er fleira tengt dansi í farvatninu í vetur.“ En þú ætl- ar að vera á íslandi? „Ég hef verið að þróa tengsl við dansara erlendis en vil ekki fara bara til þess að fara. Það er mjög gott að vera hér heima - en ef ég fengi eitthvert gott tilboð um annað, væri það alveg frábært." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.