Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 13
HÖNNUN NÝSTÁRLEG ÍSLENSK HÚSGÖGN Á HEIMSSÝNINGUNNI í HANNOVER Morgunblaðið/Golli Stóllinn og borðiö sem valin voru í skála íslands á Heimssýningunni (Hannover. Hönnunar- og húsgagnatímaritinu Moebel Interior Design þótti svo mikið til þessara húsgagna koma að um þau er fjallað sérstaklega í heilli opnu í tímaritinu. Framleiðsla er að hefjast í Þorlákshöfn. i 1 Teikning sem sýnir hvernig flórir stólar nást út úr einni plötu. EITT virtasta og þekktasta hönnunar- og húsgagnatímarit í Evrópu heitir Moebel Interior Design og fjallaði það nýlega um hönnun á heimssýn- ingunni í Hannover, sem lýkur þessa dag- ana. Par var ekki aðeins fjallað um sýning- arskálana, heldur það sem þar var innanstokks og þótti nýstárlegt. Athygli Lesbókar var vakin á því, að á heilli síðu í tímaritinu er fjallað um hinn gullfallega, ís- lenzka skála, en á tveimur síðum til viðbótar um Delta-stólinn og borð í sama stíl. Nú er von að einhver spyrji, því nafnið kemur ekki kunnuglega fyrir sjónir. Hvers konar fyrir- bæri er þessi Delta-stóll? Delta-stóllinn og þríhyrnt borð með hon- um eru splunkuný, íslenzk hönnun. Höfund- ur er Óli Jóhann Asmundsson arkitekt og er fyrrnefnt tímarit ekki sízt hrifið af því, hvernig stóllinn er gerður af tveimur plöt- um úr vatnsheldum krossviði. Stykkin sem mynda setuna eru söguð út úr örmunum þannig að nánast ekkert efni gengur af. Það er síðan einn kostur við stólinn, að hægt er að brjóta hann saman og eins er um borðið. Draumur hvers hönnuðar er að hanna frumlegan stól. Frægir arkitektar eins og Alvar Aalto og le Corbusier hönnuðu snemma á öldinni stóla sem enn eru fram- leiddir. Það verður sífellt erfiðara að finna frumlegt útlit, en Óli Jóhann hefur þarna dottið niður á frábæra lausn. Delta-stóllinn er vitaskuld ekki beint hægindastóll, en það er meiri skúlptúr í honum en gengur og gerist og lausnin er frábær. Astæðan fyrir því að Delta-stóllinn var hafður í skála Islands á heimssýningunni í Hannover er sú, að hönnuður íslenzka skál- ans, Árni Páll Jóhannsson, hafði séð gripinn hjá Óla Jóhanni og skildi undir eins að hann átti fullt erindi á sýninguna. Um gerð þessara húsgagna segir Óli Jó- hann, að hagleikssmiðurinn Jóhann Jó- hannsson í Stansverki hafi í upphafi gert sér kleift að smíða þau og smíðað lamirnar sem halda þeim saman. Stuðningur fékkst frá Iðnþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði fyrir milligöngu Iðntæknistofnunar. Óli Jóhann segir að nú þegar hafi borizt 30 fyrirspurnir frá útlöndum og allt byggist það á þeirri kynningu sem húsgögnin hafa fengið á sýningunni, svo og í tímaritinu. Hannes Gunnarsson í Trésmiðjunni Fag- us í Þorlákshöfn er að hefja framleiðslu og húsgögnin verða seld í gegnum íslenzku net- Á tekningunni sést hvernig stóllinn lítur út samanbrotinn. VERSCHNITTARM AUS DER PLATTE Síða úr tímaritinu Moebel Interior Design þar sem fjallaö er um Delta-stólinn. verzlunina „buynational.com". Ekki er stefnt að neinni fjöldaframleiðslu, heldur lögð áherzla á að hér eru afar sérstæðir hlutir og verðið verður samkvæmt því eitt- hvað í hærri kantinum. GS. Morgunblaðið/Golli Óli Jóhann Ásmundsson arkftekt í stólnum sem hann hannaðf. Efnið er vatnsheldur krossviður og stólinn er hægt að brjóta saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.