Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 16
Norræna menningar- og upplýsingamiðstöðin Scandinavia House við Park Avenue. Morgunblaðið/Hulda Stefónsdóttir Bókasafn kennt við Halldór Laxness er á 4. hæð. HÚS MEÐ NORRÆNA SÁL í senn einfaldur og afgerandi dregur arkitektúr Nor- ræna hússins á Manhattan fram helstu einkennin í norrænni hönnun, í 1 istum Norðurlanda og gott e :f ekki almennum þankagangi þjóðanna í norðri. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir í mál li og mynd um 1 rá nývígðri byggingu Norræna hússi íns í New York. HÉR eru hlutir hvorki of né van en ýtrustu nákvæmni er gætt við hvert smáatriði. Reyndar vantar nokkuð uppá að frágangi við bygg- inguna sé lokið og húsið verður ekki starfrækt að fullu fyrr en í upphafi næsta árs. Arkitekt hússins er James Stewart Polshek og hefur hann sagt að hann dáist mjög af hin- um norræna módemisma sem sé eins ríkjandi í hönnun þar um slóðir í dag og fyrir 50 árum, og það án allra afsakana. Húsið stendur á Park Avenue á milli 37. og 38. strætis, þar sem áður stóð bygging austur- þýska sendiráðsins. Það er um 3.000 fermetrar að stærð, á 8 hæðum þar af 2 niðurgröfnum. Tónleika- og ráðstefnusalur er í kjallara sem , kenndur er við Victor Borge, verslun og veit- ingasalur á jarðhæð, móttökusalur á 2. hæð, sýningarsalir á 3. hæð og annar minni á 4. hæð þar sem einnig er fræðslusetur fyrir böm og bókasafn kennt við Halldór Laxness. Á tveim- ur efstu hæðunum eru skrifstofur Norrænu stofnunarinnar, American Scandinavian Foundation. Norræna húsið stendur ekki langt frá Grand Central-lestarstöðinni og Morgan-borgar- bókasafninu á 5. breiðgötu. Austar stendur bygging Sameinuðu þjóðanna og er hverfið setið sendiráðsbyggingum ýmissa þjóða. Þykir það einstakt að ný bygging skuli hafa risið í svo rótgrónu hverfi á Manhattan. * James Stewart Polshek er virtur arkitekt í borginni og var áður yfir arkitektadeild Col- umbia-háskóla. Hefur hann komið að hönnun margra þekktra bygginga, m.a. Camegie Hall, Cooper Hewitt-hönnunar- Arkitektinn James Stewart Polshek hefur sagt að bygging sín eigi í raun að vera sem umgjörð um norræna hönnun. Þistiihjarta- lampar Danans Poul Henningsens blasa við vegfarendum um framhlið hússins þar sem þeir hanga yfir stiga upp á aðra hæð. safninu og nú síðast listasafninu í Brooklyn, en einnig skólum á borð við Yale, Stanford og Col- umbia. Polshek var á Fulbright-styrk við Morgunblaðið/Hulda Stefónsdóttir Úr leskrók í barnasetri hússins þar sem lesið verður reglulega upp úr verkum H. C. Andersens og fleiri norrænna barnabókahöfunda. akademíuna í Kaupmannahöfn árið 1956 og segist allar götur síðan hafa haft brennandi áhuga á norrænni hönnun og listum. Efniviður sóttur til Norðurlanda Við val á efnivið í húsið var litið til þess sem tíðkast í byggingum á Norðurlöndum. Fram- hliðin er alsett gleri, bæði gegnsæju og tintu, auk fleka úr zinki sem eru lítt notaðir við hús- byggingar í Bandaríkjunum en algengari í Evrópu. Þá er viður áberandi í húsinu og sann- arlega mun meira en gengur og gerist hér í stórborg steinilagðra skýjakljúfa. Greniviður er í panel á framhlið hússins og greniviðarbitar liggja þvert á efri hluta fram- hliðarinnar og stýra birtumagni inn um glugg- ana. Lóðrétt upp eftir byggingunni gengur svo band með áletruninni „Scandinavia House“ úr burstuðu stáli. Lítillátt kennileiti í anda bygg- ingarinnar. Innandyra er áberandi notkun grágrýtis í anddyri og viðarkubbaparketts í veitingasölu. Hvítmálaðir veggir eru ýmist sléttir eða þeim er hleypt upp með viðarpanel. Á jarðhæð eru það stólar Anie Jacobsen í veit- ingasölunni sem draga að sér athygli í eintóna ljósum salnum. Á efri hæðum og við lyftuna á jarðhæð má sjá hin einkennandi bláa lit norð- ursins á stöku veggjum og í fræðslumiðstöð barna er litur sólarinnar ríkjandi í innbyggð- um spírallaga leskrók. Að öðru leyti eru það náttúrulegir litir efniviðarins sem fá notið sín, í steingráum, Ijósum og grábláum tónum auk hins ljósa greniviðar norsku skóganna. Yfirlýsing um sterka hönnunarhefð „Það sem hrífur mig einna mest við norræna hönnuði er hógværð þeirra og það hvað þeir 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.