Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 17
Mjúk dagsbirta seytlar inn um þakglugga við stigaopið niður á neðri hæð hússins. Úr Victor Borge Hall á neðri hæð hússins þar sem aðstaða verður fyrir tónleika, lelksýningar, ráðstefnur og ekki síst kvikmyndasýningar. Rauða sætið lengst til hægri er sæti Victors Borges. Sæti sem hann kaus sér sjálfur með hljómburð og útsýni yfir fingrafimi píanóleikarans á sviðinu að augnamiði, - og útgönguleið vísa! Arkitekt hússins gekk í hönnun sinni út frá stílhreinni og einfaldri norrænni hönnun. Séð frá minna sýningarými hússins á 4. hæð. Frá mótttökusal á 2. hæð blasir götumyndin við. eru lausir við að þurfa að upphefja persónu sína í gegnum verk sín,“ segir Polshek í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Scandinavian Review í tilefni af opnun hússins. Hann segir að hvað þetta varði eigi hönnuðir á Norður- löndum margt sammerkt með kollegum sínum í Japan þangað sem Polshek hefur einnig leitað í gegnum árin. Bætir hann við að það hafi haft mikil áhrif á sig á sínum tíma að upplifa það að framúrskarandi hönnun þurfi ekki endilega að fara saman við allt um lykjandi persónuleika hönnuðarins. Segist hann vonast til að sú kennd nái fram að ganga í Norræna húsinu. „Það gerist sjaldan að í New York borg rísi bygging sem er í hreinum anda módernismans án þess að vera safn,“ er haft eftir Polshek. „Þessi bygging er ákveðin yfirlýsing um stór- brotna og sterka hönnunarhefð. Þetta er sjald- gæft tækifæri sem mér er sannur heiður af að hafa átt hlutdeild í.“ Níutíu ára gömul samtök Norrænu samtökin í Bandaríkjunu, Amer- ican Scandinavian Foundation, voru stofnuð árið 1910 og eru höfðuðstöðvar þeirra í New York. Markmið þeirra er að stuðla að og styrkja samskipti milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna, hvort sem er á sviði mennt- unar, menningar, viðskipta eða fræða. Sam- tökin standa m.a. fyrir styrkveitingum, út- gáfu tímaritsins Scandinavia Review i Bandaríkjunum auk fjölda menningarvið- burða á ári hverju sem efla megi tengsl land- anna i norðri hér vestan hafs. 5 þúsund með- limir eru í samtökunum sem rekin eru fyrir stuðning einstaklinga og fyrirtækja, auk framlaga frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Þegar ákvörðun var tekin um byggingu Nor- ræna hússins í New York var ráðist í mikla fjáröflunarherferð fyrir framkvæmdunum og hafa samtökin senn náð takmarki sínu sem hljóðaði upp á 24 milljónir bandaríkjadollara eða um 2 milljarða ísl. kr. Var það að megin- efni fyrir stuðning fjölda einstaklinga og fyr- irtækja auk þess sem ríkisstjórnir Norður- landanna og norræna ráðherranefndin styrktu byggingu hússins. Forseti samtakanna er Edward P. Gallage^ og formaður stjórnar er Kristján Tómás Ragnarsson læknir í New York. Er hann fyrsti íslendingurinn til að gegna svo veiga- miklu hlutverki innan Norrænu samtakanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS - MENNING/USTIR 28. OKTÓBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.