Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Hér er efsti hluti Lögbergs samkvæmt kenningu Matthíasar Þórðarsonar, en staðurinn væri ónot- hæfur til þinghalds að áliti greinarhöfundar. Ljósmynd/Þórarinn Þórarinsson í. Myndin er tekin á hinum forna þingtíma, skömmu áður en skugginn leggst yfir þingvöllinn. brekku með láréttum stalli efst, sem byggður hafði verið frá gjábrúninni fram á brekkuna. Goðar þeir og lögsögumaður sem staðið hafa inni á stallinum hafa ekki verið sýnilegir nema fáum mönnum sem stóðu efst í brekkunni og náðu að horfa inn á stallinn. Hinir sem neðar stóðu í meiri bratta sáu hvorki né heyrðu hvað fram fór. Rétt neðan við brekkuna voru svo búðir þingmanna staðsettar, sennilega nokkuð stórar byggingar og stóðu væntanlega þétt hver við aðra. Við þær hefur oft á tíðum verið erill og hávaði sem truflað hefði þinghald í brekkunni. Sléttlendið á árbakk- anum þar sem búðimar stóðu gat fráleitt talist sem þingvöllur vegna truflandi framferðis allra þeirra mörgu sem á þingstaðnum voru og tóku ekki þátt í þinghaldinu. Auk hávaðans og óviðeig- andi framferðis er fjarlægðin of mikil til þess að greina mætti með góðu móti orðaskil þeirra sem uppi á stallinum töluðu. Staður fyrir fórnarathafnir og kristilegur helgistaður Til hvers var þá þessi stallur og hvar var Lög- berg ef ályktun Matthíasar var röng? I upphafi þings þegar goðar voru mættir fimmtudags- kvöld, eins og segir í Grágás; „fimmta dag viku eftir er tíu vikur eru af sumri“, og áður en eig- inleg þingstörf hófust, fór fram helgiathöfn llkt og enn gerist við setningu Alþingis. í heiðnum sið var þetta fómarathöfn, þar sem nauti var blótað, blóði þess stökkt á völlinn og það líklega síðan matreitt og etið á staðnum. Þegar Sigurður Vig- fússon rannsakaði þessa hleðslu 1888 með því að grafa hana sundur langsum og þversum, fundust miklar öskuleifar í spmngu neðst við bergið. Hafði síðar mold og jarðvegi verið mokað yfir þegar stallurinn var byggður upp. í Evrópu var það algengur siður að byggja kirkjur á fomum helgistöðum þar sem fórnarathafnir höfðu farið fram og helga þannig staðinn Kristi. Var þannig helgi staðarins viðhaldið en í kristilegum anda. Telja má mjög líklegt að í framhaldi kristnitök- unnar, þegar helgiathöfnin í upphafi þings breyttist úr heiðnu blóti í kristið helgihald hafi þama verið byggt hringlaga kirkjugólf með alt- arisstalli í miðju þar sem áður hafði brunnið fóm- areldur. Sigurður Vigfússon greinir einmitt frá því að í miðju mannvirkinu var lítill og stuttur grjótbálkur,„sem reynslan þó síðar sýndi, að ekkert áframhald haíði á neinn veg. “ Matth. Þórðason. Þingvöllur. Alþingisstaðurinn fomi, útg. 1945, bls. 152. Ef við sjáum fyrir okkur þingheim við þing- setningu í Almannagjá er stallurinn austan við þingheim og blasir við eins og kór í kirkju. Mun þetta því líklega vera þingmannakirkja sú sem heimildir greindu frá að verið hafi á Þingvöllum meðan Lögberg var enn við lýði og lagðist af á sama tíma og Lögberg var aflagt sem sérstakur þingstaður. Lögberg var að mínu mati hinn nátt- úrulegi þingsalur inni í gjánni. Þar á sléttum velli var hinn eiginlegi þingvöllur. Hamraskarð var hliðið inn í þennan þingsal, umgjörð hans kletta- veggirnir beggja vegna og himinhvelfingin þakið. Var staðurinn varinn fyrir óþarfa ágengni af Öx- ará að norðan, brattri og hálf ófærri hraunbrekk- unni austanmegin og mjög líklega þingvörðum sem vörðu innganginn þar sem stígurinn frá búð- unum lá inn í Almannagjá við Hamraskarð. Kristnitökusumarið árið 1000 ætluðu heiðnir menn að „verja vígi“ þingvöllinn. Getur það ein- mitt átt við þingvöllinn inni í gjánni. Var auðvelt að verja þann stað með vopnum. Inni í Almannagjá skammt norðan við Hamra- skarð er grasigróin brekka, nokkuð brött upp að vestari og hærri hamraveggnum. Grasbrekkan upp af flötinni í Almannagjá á sér tæpast neinar náttúrulegar forsendur og virðist nokkuð örugglega hafa verið manngerð. Nær brekkan frá suðri á móts við Hamraskarð út á móts við Krossskarð til norðurs. Efst í brekk- unni, nokkumveginn mitt á milli skarðanna, er láréttur stallur sem gæti rúmað um og yfir 30 manns, þess vegna 36 goða í sæti. Niður af stall- inum má ógreinilega sjá móta fyrir fleiri stöllum neðar í brekkunni Er öll brekkan mjög reglulega mótuð og lögun hennar kjörin sem vettvangur fyrir þann fjölda sem átti sæti í þingbrekku. Upp af stallinum, efst í brekkunni, við syðri enda hans og skör ofar, er lítil klettabrík eins og grópuð í bergið. Er þessi stallur formaður eins og sæti og fer vel um þann sem þar situr. Ef bergveggurinn er hið eiginlega Lögberg eru þeir sem í brekkunni standa „að Lögbergi" og sá sem á stallinum situr er „á Lög- bergi“ en svo er tekið til orða um lögsögumann- innj að hann skuli eiga sæti á Lögbergi. Ur þessu sæti blasir þingstaðurinn við og svo merkilega hagar til að einmitt frá þessu sæti sést yfir lægri hamravegginn út yfir þingstaðinn og þar á meðal út á Spöngina milli gjánna þar sem Matthías taldi verið hafa Birgisbúð, en ég vil halda fram að Lögréttan hafi verið staðsett í meira en 500 ár. Er þessi staður á Spönginni ná- kvæmlega í háaustur frá fyrmefndum stalli og sýnilegur þeim sem þar situr og frá þeim stað einum á þessu svæði í gjánni. Annað sem einkennir þetta hásæti, ef við leyf- um okkur að kalla það svo, er að í lok júní, sem var hinn fomi þingtími hverfur sólin í hamra- vegginn, séð frá þessu sæti, um það bil tuttugu mínútum eftir hádegi sólar, þ.e. rétt fyrir klukk- an tvö eftir okkar tímatali. Gietur allur þingheim- ur séð samtímis þegar skuggi fellur á þann mann sem situr í þessum stað. Um það segir í Grágás, lögbók þjóðveldisins að ýmsir atburðir skuli fara fram eigi síðar en þá er sól er á gjáhamrinum hinum meiri, eða hærri, úr lögsögumannsrúmi að sjá. Gat brot á því varðað viðurlögum. Ef þetta er lögsögumannsrúm er viðmiðunin bæði nákvæm og augljós öllum við- stöddum. Er tímasetningin enda hentug, um miðjan daginn. Svo vitnað sé í hina fomu bók: „Dómar skulu fara út þann dag er menn kveða á, og eigi síðar en sól kemur á gjábakka hinn hærrifrá Lögbergi úr lögsögumannsrúmi aðsjá“ Grágás, Mál og menning 1992, bls. 382. Ennfremur; „Ef sá maður kemur eigi úter sök hefur að sækja, þá er sól er komin á gjábakka hinn vestra- úr lögsögumannsrúmi að sjá er hann sekur...“ Grágás, Mál og menning 1992, bls. 383. Ýmis önnur ákvæði í Grágás miðast við stöðu sólar á þingvelli. Ekki er getið um það að menn hafi deilt um tímasetninguna þegar sól er á, eða af þingvelli, enda virðist hún hafa verið bæði ná- kvæm og augljós. Hinsvegar er þeirri nákvæmni í tímasetningu ekki til að dreifa með Lögberg og Lögsögumannsrúm á neðri gjábarminum eins og nú er haldið fram. Þar hverfur sólin á bak við hærri gjávegginn undir kvöld sem er óhentugur fundatími og er tímasetningin aldrei alveg ná' kvæm því sjónarhornið er svo breytilegt. „Goðar allir skulu koma til þings fímmta dag viku eftir er tíu vikur eru af sumri, áður en sól gangi af þingvelli, ef þeir koma eigi svo eru þeir útlagir og af goðorði sínu nema nauðsynjar beri tif‘. Grágás, Mál og menmng 1992, bls. 375. Hér er kveðinn harður dómur og liggur greini- lega mikið við að goðar mæti tímanlega á staðinn fimmtudaginn fyrir þing. Verður þessi atburður að geta markast nákvæmlega svo ekki sprettí af deilur. Við athuganir á staðnum fellur skuggi á þingvöllinn allan í gjánni um klukkan sex síðdeg- is þennan dag. Sennilega fór helgiathöfn fyrir þingsetningu fram þetta kvöld og reið greinilega mikið á að all- ir goðar væru viðstaddir. Ennfremur segir; „Þá skal goðinn ganga út og ' velja mann í dóm og skal hafa nefndan áður en sól er komin á þingvöll ef ráðrúm er að þvf‘... og einnig: „Egi skal dóm ryðja lengur en sól komi á þingvölf1. Grágás, Mál og menning 1992, bls. 380 og 381. Það gat verið þrætuefni að velja mann í dóm en menn áttu augljóslega ekki að komast upp með að tefja störf þingsins með málalengingum. Goði þurfti að vera búinn að velja mann til að sitja í dómi og fá hann samþykktan áður en sól var komin á þingvöll er dómar skyldu út fara. Sól- arupprás á Þingvöllum á þingtímanum í júnílok er um klukkan 4.00 yfir Armannsfelli. Klukku- stvmd seinna eða rétt fyrir fimm skína fyrstu geislar sólarinnar niður á þingvöllinn í gjánni. Aður er þingbrekkan búin að vera böðuð í morg- unsól frá sólarupprás. Með þessu var tryggt að málþófi var lokið og* þingstörf gátu hafist í dagsbyijun. Ef miðað er við að þingvöllurinn hafi verið inni í gjánni eru þessi ákvæði sem miða við afstöðu sólar á þing- velli bæði skýr og markviss. Hvað menn gerðu þegar sólar naut ekki við er svo önnur saga sem Grágás getur ekki um. GLEGA STAÐSETT? Ljósmynd/Þórarinn Þórarinsson Þingbrekkan á þingstaðnum í Almannagjá. Efst í brekkunni mótar fyrir stöllum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000 1 1 t* V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.