Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Síða 13
Hjarðarholt f Dölum þar sem séra Gunnar Pálsson bjó og gegndi embætti. Síjtíb wftmot ðotii/ pó ci iíía @taötanbt, fi'á í)íarí)<;i*þoUtr i ^tciöoftaiöcf Ðoulmit/ auörum ftjnum Sofningíum fttt Otaufunat iftici’ fpnanöi, fetn eptic fpígiv. —f—I—I—t-H—I—I——r- ®«l(t oinnbunðth a (St. Tlrtfb. ----—I- ^toppney, 1782. spwntaö ðf (BttVmwnOe jóne 6yne. Lítið ungt Stöfunar Bam. Forsíða stafrófskvers sem Gunnar Pálsson gaf út 1782. Andvara, Blöndu og í kvæðasafn- inu Sól er á morgun (Rv. 1945). Á hans dögum og fram á síðustu öld voru þekktustu kvæði hans Gunnarskvæði (sem er til í a.m.k. 80 handritum) og Gunnarsslagur (sem lenti inn í útgáfur eddu- kvæða), en nú munu flestir kannast við erfiljóðið eftir Eggert Ólafsson („Allir tala um Eggerts skip“ o.s.frv.), en það hefur verið prentað nokkrum sinnum (stytt), m.a. í báðum gerðum Lestrarbókar Sig- urðar Nordals. Einnig er líklegt, þótt ekki verði það sannað, að Gunnar hafi sjálfur ort tvær vísur, sem eru í stafrófskveri hans (1782) og hvert mannsbam hér á landi hefur kunnað síðan: “A b c d e f g“ o.s.frv. Þegar Gunnar var að alast upp á Upsaströnd í Svarfaðardal, segir hann, að fullur helmingur karl- manna þar í sveitinni hafi talizt hagmæltur fyrir utan kvenfólk og unglinga. Einn í hópi hinna betri hagyrðinga þarna var Einar Sæ- mundsson, faðir Látra-Bjargar. Gunnar reri með honum til fiskjar sem formanni í æsku og orti vísur um hann. Á Upsum voru bæði prestshjónin hagmælt og börn þeirra öll að sögn Gunnars. Það er því ljóst, að þegar í uppvexti hefur hann mótazt af hefð íslenzks al- þýðukveðskapar. Elztu vísur hans frá því um tvítugsaldur bera þegar vitni um hagmælsku hans, þannig að hann hefur sjálfsagt æft sig í vísnagerð allt frá bemsku. Aug- ljóst er, að hann hefur haft mætur á dýrum háttum. Hann orti mikið af ferskeytlum og notaði þann hátt í mörgum kvæðum sínum. Rímur orti hann ekki, en lærði af þeim kenningar og heiti, sem hann bregður oft fyrir sig í kveðskap sínum, einkum gamankvæðunum. Margt bendir til þess, að Gunnar hafi ekki gert sér háar hugmyndir um kveð- skap sinn, m.a. að hann hirti ekki um að halda honum saman. Það var vandi hans að senda vinum sínum einstök kvæði sín hreinskrifuð, og hafa mörg þeirra ratað síðar í söfn. Mesta og merkasta safn kvæða Gunnars er komið frá Jóni Sigurðssyni forseta, JS 273 a-b 4to, enda lagði hann sig fram um að safna þeim og ritaði sum þeirra á renninga með orðamun úr öðrum handritum. Það bendir til þess, að Jón hafi haft útgáfu kvæðanna í huga og þetta sé hugsað sem stofn prenthandrits, þótt ekki kæmist sú hugmynd lengra áleiðis. Ánnað helzta kvæðahandritið er Lbs. 712 8vo, sem ritað er af systursyni Gunnars, Hall- dóri Hjálmarssyni, konrektor á Hólum í Hjaltadal. Halldór getur þess við mörg kvæð- anna, að hann hafi skrifað þau upp eftir eig- inhandarriti Gunnars, og hefur víða tilgreint orðamun úr öðrum handritum. Frá Halldóri er einnig runnið Lbs. 298 fol., þar sem bæði er að finna kvæðatíning o.fl. eftir Gunnar og einkum sendibréf hans til þeirra Halldórs og Hálfdan- ar Einarssonar, rektors á Hólum. Því verður naumast á móti mælt, að kveð- skapur Gunnars Pálssonar er engan veginn rismikill, enda var lægð í íslenzkri ljóðagerð lengstum á 18. öldinni. Líklegt er, að hann hafi kynnt sér eitthvað danskan skáldskap, þegar hann dvaldist vetrarlangt í Kaupmannahöfn. En í fásinninu hér heima er sem skáldgáfa hans hafi koðnað niður. Hann hefur ort sér til afþreyingar og hugarhægðar og litið á þessa iðju sína sem leik, sbr. fyrirsögnina „Lusus varii“ (ýmsir leikir, þ.e. smákyiðlingar til gam- ans) á einni vísnasyrpu hans. I stórum dráttum má flokka kveðskap Gunnars sem tækifæris- kvæði, s.s. heillaóskakvæði og erfiljóð, gam- ankvæði og ádeilukvæði og gat hann þá verið býsna hvassyrtur. Loks skal hér talinn and- legur kveðskapur eða sálmar. Sumt af kvæðum sínum fyrnir hann mjög og lætur fylgja skýr- ingar. Trúlegt er, að Eggert Ólafsson hafi sótt þangað fyrirmynd að sumum tyrfnustu kvæð- um sínum. Þeir Eggert og Gunnar skrifuðust á og sáust a.m.k. sumarið 1754, þegar þeir Bjarni, bróðir Gunnars, og Eggert komu í Hjarðarholt í einni rannsóknarferð sinni um Island. Sá annmarki er á mörgum kvæðum Gunnars, að þau eru óhemjulöng. Það er sem skáldfákurinn geysist óstöðvandi fram, þegar hann grípur sprettinn. Sem dæmi má nefna Varúðargælu, sem var prentuð í Kaupmanna- höfn 1759 og er 71 dróttkvætt erindi, og annað kvæði, sem er 127 ferskeyttar vísur. Eitt einkennið á kveðskap Gunnars Pálsson- ar er ljós rökhyggja, sem kemur einna skýrast fram í ádeilukvæðum hans. Þegar eitthvert atvik, um- mæli eða kveðskapur hefur ýtt ónotalega við skáldinu og vakið gremju þess eða reiði, þá eru veitt þung högg á móti. Kvæðin verða þá löng og mergjuð að orðfæri og skýrri rökhugsun er beitt, þar sem hver mótbáran af annarri er leidd iram. Þó er ekki um eiginlega stíg- andi að ræða, heldur upptalning hliðstæðna, þar sem engin ein er annarri þungvægari. En það eiga þeir Gunnar og dóttursonur Bjarna, bróður hans, Bjarni Thorarensen, sammerkt, að báðir ná þeir dýpst- um tónum í erfiljóðum sínum. Gunnar Pálsson var talinn í hópi mestu lærdómsmanna hér á landi um sína daga. Hann fékkst einkum við sögu og bókmenntir þjóðar sinn- ar og skýringar á fomyrðum í ís- lendingasögum, eddukvæðum og dróttkvæðum á vegum Ámanefnd- ar í Kaupmannahöfn, sem áður get- ur. Auk þess var hann kunnugur ritum á fomtungunum, grísku og einkum latínu. Fomyrðaskýringar hans vom brautryðjandaverk, en þykja nú álíka lítilsverðar og önnur slík verk fyrir daga Sveinbjamar Egilssonar. Merkasta verk hans í lausu máli er aðeins til í handritum, en það er prentsmiðjusaga á latínu, Typographia Islandica, samin árið 1756, einnig til í styttri gerð frá 1754. Til er skrá um þær bækur, sem Gunnar skildi eftir bæði í Hjarðar- holti við brottför sína þaðan 1784 og á Stóra-Vatnshomi 1785. Þær em 120 að tölu, flest þekkt fræðirit á sínum tíma. Hann hefur ekki haft tök á því að flytja þessar bækur sín- ar með sér að Reykhólum, en sjálf- sagt hefur hann haft eitthvað með sér þangað. Þannig hefur hann lengst af búið við óvenjulega rífleg- an bókakost í fræðastarfi sínu. Átjánda öldin hefur verið kennd við svo- nefnda upplýsingu eða fræðslustefnu. Áhrif hennar koma einkum í Ijós á síðustu áratugum aldarinnar og gleggst í starfi og ritum Magn- úsar Stephensens dómstjóra, sem lifði fram til 1833. Að vísu gætir áhrifa upplýsingarinnar misjafnlega mikið hjá ýmsum merkismönnum 18. aldar, þannig að erfitt getur reynzt að greina þau, svo að ótvírætt sé. Svo er og um Gunnar Pálsson. Hér skulu tínd til örfá atriði, sem bent gætu til áhrifa frá upplýsingunni. Svo er t.d. um áhuga hans á málrækt og bú- fræði, þótt sjálfur teldist hann búskussi. Kvæði hans, Lambablómi, er t.d. fræðslukvæði um búskaparefni (prentað í Sunnanfara 1895). Hann var vel kunnugur eiganda Hrappseyj- arprentsmiðju frá 1774, Boga Benediktssyni í Hrappsey, og Magnúsi Ketilssyni sýslumanni, sem var umsjónarmaður prentsmiðjunnar framan af. Gunnar þekkti því vel til þeirrar fræðslustarfsemi, sem þar fór fram, og kom við sögu tveggja fornrita, sem fyrirhugað var að gefa þar út, Laxdælu og Alexanders sögu, en ekki varð af útgáfu. Hins vegar voru þrjú kvæði Gunnars sérprentuð þar og einnig staf- rófskver hans, Lítið ungt stöfunarbarn, sem út kom 1782. Ævisaga Gunnars Pálssonar er í rauninm mikil sorgarsaga. Hæfileikar hans fóru á dreu af ýmsum orsökum. Á yngri árum famaðist honum vel, meðan hann var skólameistari á Hólum, og bætti þá mjög kennsluhætti þar. Hins vegar var hann síður fallinn til prest- skapar og þótti stirður predikari. Auk þess hentu hann óþægilegar yfirsjónir í starfi, sem áður getur. Loks varð fátæktarbaslið til þess að lama framtakssemi hans og leiddi loks td þess, að hann flosnaði upp frá prestakalli sínu. Svo segir í heimild nokkurri um Gunnar, að hann hafi verið „hálærður maður, antiquarius (þ.e. fomfræðingur) og mikið skáld, en ekki svo búsæll, skrítinn maður við dropa og sopa, en góðmenni og góðvildarsamur.“ I annarri heimild er Gunnar sagður hafa verið „hinn lærðasti maður og mjög fornfróð- ur, gamansamur, orðhittinn, skáld gott, lítill vexti, en þó skömglegur ásýndum og knár.“ Að síðustu skulu hér tilfærð lokaorð Sveins Pálssonar læknis í ævisögu Bjama Pálssonar, þar sem hann getur Gunnars, bróður hans: „Saga hefir gjörð verið af minni manni!“ Að lokum skulu hér sýnd nokkur dæmi unv^ kveðskap Gunnars Pálssonar. Um hvalinn, sem uppdreif við Sauðakot á einmánaoi Anno 1734 [Nr. 3 í vísnaflokki] Hörku barka herkinn orku styrkur hval úr valinn, skal svo tala, halur náði, það var nauða stoð, eg ræði, nú hans búi, frú og hjúum trúu. Eimin bömin æma fóm til boma etið geta um vetrar hret án leti, gestir skást, er gisting Ijæst hjá traustum, gæða fæðu snæða. Kvæðið mæðist Vísur af ýmsu tagi Guðmundur glaðlyndis trauður, gráklæddur slá mæddur náir, mjóstrokinn má kríka teygja, múg skefur bjúgnefur drjúgan, gónandi gin sundur þenur, grefillinn kvef fyllir nef hans, sílekur, sjó eykur þvagi. Sögn mæðist, þögn græðist brögnum. Viljugan að halda hund hundrað ár er skárra en latan mann um stutta stund, stundar hann gagnið fárra. Spóinn vellir og froðufellir, fagurliga róminn bellir, öngvan hrellir, góðum gellir og glaðværðinni úr sér hellir. Spóinn vellir og froðufelr, fær því margur heitan geliir, öngvan hrellir, barkann bellir og blíðviðrinu úr sér hellir. Vísthefurverið Valgerður fyr meir hörð, kerlingarhrerið, komiðnærofaníjörð, reykinn veður og eldinn enn; snýst hún eins og snælda, sem snoturliga renn, semsnoturligarenn. Sigríður hygg eg sinna verka gæti, sízt er þörf, að aðrir þar um bæti. Húneraðtosa, liðka, losa, lýðirbrosa, fósterhosaáfæti. Hvörsveit hjálpastviðsíngæði, efhaldiðervelþeimi Egveit annars lítilræði, semallirkunnaeisjá. Dönskgeit gnagarflestvorstrá „HandeP trúi eg hún heiti, sem hvörgi þrífast má. Hvar era Svíar, hvar era Danir, helgidómum fomum vanir? Hefðu ei íslands sungið svanir, síður spryttu þeirra granir. Nú fær varla nokkur sungið, nauðum mjög er fólkið slungið; margt hefur Island meinið stungið, mest þó kaupmenn að oss þrungið. Þussinn, skussinn, dóninn, drassinn, draugurinn, haugurinn, labbinn, ussinn, á merinni hér hann mikill er, mest og bezt þar hrósar sér. Þeir mega brigzla um brennivín, sem brúka það með hófi, en engin dárleg drykkju svín, drakknuð í því kófi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000 1 3 t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.