Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Síða 15
UR HANDRAÐA GUÐSGJAFARÞULU • EFTIR EIRÍK JÓNSSON „Hann var horfinn burt alfari nn úr 1 landi /Sl igaður und ir meiri au< 3legð en nokkru sinni hefursafnast á eins manns hendur á Is- 1- □nd i svo vitað sé, og að sumra sögn niðurbrotinn maður sakir vef geingni." FRUMMYNDIN , að Bersa Hjálmarssyni, íslandsbersa, í Guðsgjafarþulu, er Óskar Hall- dórsson útgerðarmaður (1893- 1953). í ævisögu sinni Grikk- landsárið segir Halldór Lax- ness meðal annars: „Það var misminni hjá ein- hverjum á dögunum sem sagði í blaði að ég hefði samið ævi Óskars Halldórssonar; hitt er satt að í skáldsögu dró ég eitt sinn upp mynd af þessum manni og stundum er kanski líkara mynd af mynd en manninum sjálfum." (1980, 8) I I athugasemd aftan við Guðsgjafarþulu „Til athugunar lesendum" segir skáldið meðal annars: „Tvö erindi undir Skagfirðíngastemmu eru líkt eftir húsgángi og eru úr honum tvær hendíngar teknar traustataki. Höfund- ur þessara hendínga er mér því miður ókunnur.“ (1972, 306) Höfundur þessara hendinga er Sigurður Þórðarson óðalsbóndi að Laugabóli í Isafirði (1891-1977). í riti hans Úr handraða Sig- urðar Þórðarsonar frá Laugabóli sem kom út að honum látnum 1980 er þessi „hús- gángur" birtur með eftirfarandi skýringum: „Oskar Halldórsson (fímmtugur 17/6 ’43) Glímdi oft um frægð og fé, fann og missti gróðann, fjórum sinnum féll á kné en fimmtu lotu stóð hann. Óskar hafði miklar mætur á vísunni, kvað hana eða söng, ýmist óbreytta eða með til- brigðum í tíma og ótíma. Hann kallaði upp frá þessu S.Þ. hirðskáld sitt. Sendi honum ljósmynd af sér áletraða: Til vinar míns S.Þ. með þakklæti fyrir bestu afmæliskveðjuna. Nokkru síðar var hann á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar á strandferðaskipi sem kom við á ísafirði. Víkur hann sér að skipstjóra og segir „Er ekki hægt að fá þig til að bíða mín fram eftir nóttu? Ég þarf endilega að heimsækja hirðskáld mitt á Laugabóli. Get fengið fiskiskip til að skutla mér og fleirum inn í Djúp og bíða mín þar. Auðvitað greiði ég þér biðina.“ Skipstjóri lét til leiðast og svo lá leiðin að Laugabóli. Veislan stóð þar um kvöldið og þangað til að farið var að elda aftur.“ (1980, 32) Þessi vísa lýsir í hnotskurn hinni áfalla- sömu síldarútgerð Óskars Halldórssonar. Eins og áður sagði notaði Halldór Laxness hendingar úr vísunni í Guðsgjafarþulu. í næstsíðasta kafla sögunnar er vitnað í bók- ina Síldarsaga mín eftir Egil D. Grímsson. Þar segir svo: „Egill D. Grímsson segir að þetta sumar hafi orðið fjórða gjaldþrotasumar Bersa Hjálmarssonar fullkomið, og ekki sé ástæða til að draga dulur á að þá hafi komið til orða í bánkaráði að kasta þessum glæframanni, sem þá var kallaður svo, út í ystu myrkur. ... Sjálfsagt hefði ekkert verið auðveldara en að fá hann dæmdan til óákveðinnar vistar á ótilteknum stað. En það gera Íslendíngar ekki ótilneyddir við öðlínga sína. Islend- íngar hafa afturámóti laungum látið íjúka í kveðlíngum um slíka menn og fór Bersi Hjálmarsson ekki varhluta af þeim gjöfum. Þetta haust var ort ein vísa. Hún er svona: Óskar Halldórsson - Íslands-Bersi, á söltunarplani á Siglufirði Undir Skagfirðíngastemmu. Nú á íslandsbersi bátt, Bánkinn misti trúna. í fjórðu lotu féll hann látt. Fimta byijar núna.“ (1972, 285-286) I þessum sama kafla Guðsgjafarþulu segir Egill D. Grímsson frá því þegar stórgróða- skeið Islandsbersa hófst. Og Bersi sagði þá við Egil: „Heyrðu Djöfull minn, það er kall uppá Skaga skal ég segja þér, hann hefur það fyrir sið að vera að yrkja um okkur vísur hérna fyrir sunnan. Nú er hann búinn að yrkja þessa um mig: Undir Skagfirðíngastemmu. Heims í boxi hart fram sté vð heimsmeistara góðan; fjórum sinnum féll á kné. I fimtu lotu stóð hann.“ (1972,292) Að fimmtu lotu staðinni greiddi Bersi Hjálmarsson allar sínar skuldir. Þurrkaði upp fyrri gjaldþrot sín. Spilafíknin hvarf. Það var eins og að læknast af sári: „Hann var horfinn burt alfarinn úr landi, sligaður undir meiri auðlegð en nokkru sinni hefur safnast á eins manns hendur á Islandi svo vitað sé, og að sumra sögn nið- urbrotinn maður sakir velgeingni." (1972, 291) II Arið 1998 birtist grein í Lesbók Morg- unblaðsins eftir Solveigu Einarsdóttur sem hún nefndi: „Hollywood og Sturlunga í ein- um potti". Greinin fjallar að meginhluta um móðursystur Solveigar, Rannveigu Þorvarð- ardóttur Schmith, og er að nokkru byggð á grein Rannveigar um listakonuna Hedvijj^, Collin serti birtist í níunda tölublaði Vik- unnar 1949. í grein Solveigar kemur fram að náin vinátta var milli Rannveigar og Hedvig Collin sem fengið hafði ást á Islandi þegar hún las íslendingasögur. Hedvig Coll- in kom fyrst hingað til lands 1946. I grein Solveigar segir meðal annars um Hedvig Collin: „Þegar hún heyrði að afkomendur Egils Skallagrímssonar væru margir útnefndi hún sjálfa sig strax afkomanda Skallagríms gamla, - Heiðveig Skallagrímsdóttir - en Egill var eftirlæti hennar úr sögunum. Und- irritaði hún jafnvel bréf sín Skallagrímsá eða Grímsa. Hedvig lærði í listaskólum í Höfn og Par- ís en varð fræg í Bandaríkjunum... Mynd- skreytti hún fjölda barnabóka og teiknaði andlitsmyndir... Árið 1947 kom út þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar á bók Hedvig Collin „Helgi og Hróar“. Seldist sú bók afar vel enda teikn- ingar Collins listavel gerðar. Síðar kom út bókin „Ragnar Loðbrók" einnig mynd- skreytt af Collin.“ (Lesbók Mbl. 3/1 1998, 5) I lokakafla Guðsgjafarþulu kemur fyrir listamannsnafn konu sem óneitanlega minn- ir á hið íslenska nafn sem Hedvig Collin valdi sér. I upphafi kaflans segir frá því að sögumaður fær skeyti frá Englandi: „Nærveru yðar, leingri eða skemri eftir hentugleikum, og rifja upp fornar stundi^ væri mikil gustuk hér. Flugmiði í pósti handa yður báðar leiðir. Heidwig Skalde- grimsen." (1972, 294) Sögumaður fór til Englands og hlustaði þar á Heidwig Skaldegrimsen segja ævisögu sína: „Hún... sagðist vera dönsk, eða jafnvel ís- lensk, þó fædd í Bandaríkjunum. A úngum aldri í Vesturheimi hafði hún hrifist af ís- lenskum fornsögum og lesið þær á íslensku í föðurgarði. ... Hún sagðist lifa og deya ein- vörðúngu fyrir íslenskar hetjur og hefði hún frá blautu barnsbeini talið sig íslenska og nefnt sig systur Egils Skallagrímssonar sem var hennar eftirlæti. Þegar hún gerðist listakona og fór að gera málverk tók hún upp listamannsnafn eins og hún væri systir Egils Skallagrímssonar, Heidwig Skalde- grimsen. Ég gat ekki setið mig úr færi at? tjá henni að enn betri íslenska mundi vera Heiðveig Skallagrímsdóttir, en hún neitaði með þeim röksemdum að sú íslenska sem hún hafði lært í fornsagnabókum ... hefði verið rétt íslenska og gert hana að sérfræð- íngi í að mála hetjur forníslenskra sagna. ... Uppúr því reis eftirspurnin eftir málverkum af Leifi heppna og Agli Skaldegrimsen svo mjög að konan varð að setja upp forn- sagnaverkstæði og ráða fjölda manns í vinnu. Af þessum sökum gleymdist nafn hennar sjálfrar með öllu og hún var hvergi nefnd öðru nafni en hin mikla íslenska forn- sagnalistkona Heidwig Skaldegrimsej^ Undir því merki sigraði hún ...“ (1972, 29* 298) Höfundur er (yrrverandi menntaskólakennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.