Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 19
Kertaliósa- tónleikar í Kópavoqs- kirkju TONLEIKAR kammerhópsins Camerar ctica, „Mozart við kertaljós“ verða í Kópavogskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Leikinn verður Kvartett fyrir klarinettu og strengi op. 79 (samtíma umritun á KV 378 (317d)) og Kvintett í B-dúr, KV 174 fyrir strengi. I lokin verður að venju leikinn jóla- sálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum“. Tónleikarnir verða um klukkustundarlangir og verður kirkjan einungis lýst með kertaljósum. Camerarctica skipa þau Armann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson, víóluleikari og Sig- urður Halldórsson, sellóleikari en gestur þeirra í ár er víóluleikarinn Þórunn Marinós- dóttir. Tónleikar tileinkaðir mennmqar borgum TIL AÐ minna á að auk Reykjavíkurborgar eru 8 aðrar borgir í Evrópu menningarborgir árið 2000 munu jólatónleikar Söngskólans í Reykjavík að þessu sinni vera helgaðir tónlist frá löndunum níu sem borgirnar tilheyra og eru tónleikamir hluti framlags Söngskólans til „Reykjavíkur - menningarborgar árið 2000“. Tónleikarnir verða í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Nemendur unglingadeildar og nemendur á öllum stigum söngnámsins flytja einsöngs-, samsöngs- og kórlög frá löndunum níu á frum- máli, m.a. tékknesku og pólsku, en í röðum kennara við skólann eru kennarar frá Tékk- landi og Póllandi. Með söngvurunum leika hljóðfæraleikarar, flestir úr röðum kennara, á píanó, flautu og selló. Einnig verður fjölda- söngur og kaffiveitingar verða í boði skólans. Umsjón með tónleikunum hafa Margrét Bóasdóttir söngkona og Iwona Jagla píanó- leikari. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar í Grensós- kirkju KIRKJUKÓR Grensáskirkju heldur aðventu- tónleika í Grensáskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Kórinn flytur kantötuna „Nun kom der Heiden Heiland“, Nú kemur heimsins hjálp- arráð, eftir J.S. Bach, með aðstoð strengja- sveitar. Einsöngvarar eru Ingibjörg Ólafsdótt- ir, Guðlaugur Viktorsson og Ingimar Sigurðsson. Þá syngur kórinn einnig nokkur aðventu- og jólalög, en stjórnandi er Ámi Ar- inbjamarson, sem einnig leikur orgelverk eftir J.S. Bach, Prelúdíu í C-dúr og sálmaforleiki tengda aðventunni. Ennfremur syngja þær Ingibjörg Ólafsdótt- ir og Hellen Helgadóttir dúett úr Kantötu nr. 78 eftir Bach. Aðgangur er ókeypis. Söng- dagskró úr Godspell SÖNGDAGSKRÁ verður haldin í tónleikasal Domus Vox að Skúlagötu 30,2. hæð, á morgun, sunnudag, kl. 17 og 20. Þar koma fram nemendur úr söngleikjadeild skólans undir stjóm kennara, Margrétar Eir, og flytja dagskrá byggða á söngleiknum God- spell eftir Stephen Sehwartz. Aðgangseyrir 500 krónur. Nánari upplýsingar á vefsíðu skól- ans www.domusvox.is HINU VANRÆKTA SINNT < TðNLIST Sígildír diskar STEVEN ISSERLIS Béla Bartók: Konsert fyrir víólu og hljóm- sveit op. posth. (úts. Tibor Serly). Peter Eöt- vös: Replica. György Kurtág: Þættir fyrir víólu og hljómsveit. Einleikari: Kim Kas- hkashian (víóla). Hljómsveit: Kammersveit hollenska útvarpsins. Hljómsveitarstjóri: Peter Eötvös. Heildarlengd: 50’06. Útgáfa: ECM New Series 1711 / 465 420-2. Verð: kr. 1.999. Dreifing: Japis. GEISLAPLÖTUR frá ECM skera sig frá öðrum hliðstæðum útgáfum á markaðnum að þvi leyti að umbúðirnar prýða gjarnan dökk- ar, svart-hvítar ljósmyndir, listrænar að allri gerð, og er þar samspil ljóss og skugga áber- andi. Persónudýrkun á vel útlítandi stór- stjörnum er ekki stíllinn hjá ECM en þar skortir menn samt ekki listamenn í heimsk- lassa á borð við m.a. Keith Jarrett, András Schiff, The Hilliard Ensemble, Heinz Holl- iger og Gidon Kremer. Af djasslistamönnum má telja áðurnefndan Keith Jarrett, John Abercrombie, Lester Bowie, Jan Garbarek, Dave Holland Quintet og Jack DeJohnette. Þegar kemur að efnisvali og samsetningu diskanna er frumleikinn hafður í fyrirrúmi, efnisval er nýstárlegt og hljóðritanir jafnan fyrsta flokks. Víóluleikarar í hópi einleikara eru ekki ýkja margir, a.m.k. ekki samanborið við koll- ega þeirra sem leika á fiðlu. William Prim- rose, Paul Hindemith, Lionel Tertis og Nob- uko Imai eru einu nöfnin á heimsfrægum víóluleikurum sem koma upp í hugann í fljótu bragði. Ástæðan fyrir því að svo fáir strengjaleikarar sérhæfa sig í víólunni, sem stundum er kölluð öskubuskan í strengja- sveitinni, er væntanlega sú að einleiksverk skrifuð fyrir þetta hljóðfæri eru tiltölulega fá. Reyndar telst víólan frekar ómeðfærilegt hljóðfæri að spila á en mjúkur og þýður hljómurinn, mitt á milli fiðlunnar og sellós- ins, er engu líkur. Að minnsta kosti þegar listamenn eins og snillingurinn Kim Kashk- ashian fara höndum um hljóðfærið og spila að auki eitt fegursta tónverk allra tíma, Víólukonsert Bartóks. Bartók vann að verk- inu sumarið 1945 en það hafði verið pantað af William Primrose. Áðstæður Bartóks voru hinar ömurlegustu í New York og heilsa hans síðasta árið var á hraðri niðurleið. Hon- um tókst ekki að ljúka við verkið en einleiks- röddin var nokkurn veginn tilbúin. „Handa- vinnan er eftir“ skrifaði Bartók til Primrose í ágúst. í lok september var Bartók allur og hafði ekki tekist að Ijúka verki sínu. Vinur hans Tibor Serly tók að sér það erfiða verk- efni að koma hugmyndum Bartóks á blað og því var ekki endanlega lokið fyrr en árið 1949. Andblær verksins er haustlegur, ang- urvær og óendanlega fallegur. Kim Kas- hkashian nær fullkomlega að koma boðum Bartóks og snilldarútfærslu Serlys til skila (hlustið t.d. á niðurlag fyrsta kafla og 1’39 - 2’27 í lokakaflanum). Tvö önnur verk eru á diskinum eftir landa Bartóks, þá Kurtág (f. 1926) og Eötvös (f. 1944) sem einnig stjórnar hljómsveitinni. Béla Bartok Camille Saint-Saéns Verk Kurtágs, Þáttur fyrir víólu og hljóm- sveit (1955), er mjög í anda víólukonserts Bartóks þótt ívið rómantískara sé, angur- vært og fallegt. Um er að ræða fyrri kaflann í Víólukonsert hans en tónskáldið hefur helst kosið að hann sé fluttur einn sér. Verk Peter Eötvös, Replica (1999), er talsvert nútíma- legra en vinnur vel á við endurtekna hlustun. Góð viðbót við tiltölulega fá einleiksverk sem til eru fyrir víólu og hljómsveit. Víóluleikur Kims Kashkashians er geysi- fallegur. Hún hefur mildan og hlýlegan tón en auk þess afburðatækni. Hljómsveitinni, Kammerhljómsveit hollenska útvarpsins, er stjórnað af höfundi Replica, Peter Eötvös, og ekki verður heyrt annað en að hér sé fyrsta flokks hljómsveit á ferðinni. Hljóð- ritun er með ágætum og meðfylgjandi bækl- ingur sérstaklega fróðlegur og aðgengilegur. KIM KASHKASHIAN Camille Saint-Saens: Sellókonsert nr. 2, op. 119. Sellósónata nr. 2, op. 123. La muse et le Poéte op. 132. Romance op. 67. Einleikari: Steven Isserlis (selló). Meðleikarar: Joshua Bell (fiðla) og Pascal Devoyon (píanó). Hljóm- sveit: Norður-þýska útvarpshljómsveitin í Hamborg. Stjórnandi: Christoph Eschen- bach. Heildarlengd: 76’13. Útgáfa: RCA Red Seal (BMG Classics) 09026 63518 2. Verð: 2.099. Dreifing: Japis. ÞESSI nýi diskur Stevens Isserlis er troð- fullur af tónlist sem sjaldan heyrist, því rúm- ar 76 mínútur eru nálægt því hámarki sem rúmast á geisladiski. Þegar um er að ræða viðbót við frekar takmarkað úrval róman- tískra einleiksverka fyrir selló og hljómsveit er hér í alla staði um hinn eigulegasta grip að ræða því Isserlis og meðflytjendur hans leika þessa tónlist af mikilli sannfæringu. Haft er eftir Sir Thomas Beecham að Saint-Saéns hafi verið besta annars flokks tónskáld rómantíkurinnar. Þessi staðhæfing, og sleggjudómur að sjálfsögðu, kemur oft upp í hugann þegar ég hlusta á tónlist Saint- Saéns. Þvl alltaf má dást að glæsilegum hljómsveitarrithætti hans, sérlega góðu tímaskyni og tilfinningu fyrir hlutföllum í tónlistinni og síðast en ekki síst fallegum laglínum sem oft hitta beint beint í mark. Hver þekkir og elskar t.a.m. ekki Svaninn úr Karnivali dýranna og aríuna frægu úr Sam- son og Dalila. Þessi atriði gera það öll að verkum að það er alltaf hin notalegasta upp- lifun að hlusta á tónlist Saint-Saéns þótt maður myndi e.t.v. ekki treysta sér til að velja plötu rrieð tónlist hans sem eina af tíu til að taka með sér á eyðieyju. Þótt hluti tónlistarinnar á þessum diski sé e.t.v. ekki í flokki minnisstæðustu verka tón- skáldsins er hér margt gott að finna. Stystu verkin tvö, La muse et la poéte og Romance, eru t.d. mjög falleg og gefa einleikaranum næg tækifæri til að laða fram skáldlegustu hliðarnar á þessu yndislega hljóðfæri. Isserl- is er mikill meistari þess og honum veitist auðvelt að laða fram tilfinningasemina í þessari ósviknu rómantísku tónlist og í því fyrra nýtur hann liðsinnis annars snillings,’ fiðluleikarans Joshua Bells. Önnur sellósón- atan er viðamikið og glæsilegt verk en heyr- ist mun sjaldnar en sú fyrri. Verkið er stórt á alla kanta (fjórir kaflar, samtals 33 mín- útur í flutningi) og virðist geysierfitt í flutn- ingi því Saint-Saéns leggur allar hugsanleg- ar hindranir í götu hljóðfæraleikaranna. Að kynnast þessu verki var mér opinberun og á verkið að mínu mati skilinn sess við hlið sellósónata Brahms. Skersókaflinn, sem er í tilbrigðaformi, er t.d. hreinasta sýningar- stykki og hrikalega vel spilaður af þeim Is- serlis og Deyvoyon. Þetta er verk sem allir sellóleikarar og aðrir unnendur hljóðfæris- ins ættu að kynnast. Scllókonsertinn nær ekki alveg því flugi sem sá fyrri nær en er samt sem áður hin áheyrilegasta tónsmíð í alla staði og sérstaklega þegar flutningurinn er eins sannfærandi og hér. Þetta er frábær diskur og er hver einasta mínúta peninganna virði. Valdemar Pálsson RAYM0ND WEIL GENEVE www.raymond-weil.com ema Garðar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi • S: 551-0081 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 16. DESEMBER 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.