Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 2
 Tveir trompetar og orgel í Hallgrímskirkju Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Steingrímsson láta blásturinn ganga yfir Hörð Áskelsson. MorgunblaSiS/Þorkell HÁTÍÐLEG OG GLÆSI- LEG SAMSETNING HÁTÍÐARHLJÓMAR við áramót er yfir- skrift síðustu tónleika ársins í Hallgríms- kirkju. Verða þeir haldnir á gamlársdag kl. 17. Fram koma trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Öm Pálsson sem þeyta lúðra sína með organista kirkjunnar, Herði Áskelssyni. Á efnisskrá eru verk eftir Scarlatti, Pezel, Albinoni, Bach og Handel. Tónleikarnir standa í um 45 mínútur og í fram- haldi af þeim verður sunginn aftansöngur á gamlárskvöldi þar sem Hörður Áskelsson leik- ur Tokkötu úr fimmtu orgelsinfóníu Charles- Marie Widors. Þetta er sjöunda árið í röð sem félagarnir efna til tónleika á gamlársdag. „Við byrjuðum raunar á tvennum sumartónleikum - vorum á sínum tíma fyrstu hljóðfæraleikararnir sem léku með orgelinu í Hallgrímskirkju - en síðan höfum við haldið okkur við gamlársdag," segir Eiríkur Öm. Hörður segir að fyrirmyndin sé erlend. „Það er algengt í kirkjum víða um lönd að halda tón- leika á gamlársdag. Yfirleitt eru þetta tón- leikar þar sem spiluð er aðgengileg og vinsæl tónlist. Eitthvað sem fólk vill gjarnan heyra. Síðan er trompet og orgel auðvitað sérstaklega hátíðleg og glæsileg samsetning." Ásgeir segir að tónleikarnir hafi upphaflega ekki síst verið hugsaðir fyrir ferðamenn sem heimsækja kirkjuna um jól og áramót en fjöldi fólks leggur að jafnaði leið sína til íslands yfir áramót. „Síðan hefur þetta hlaðið utan á sig og Islendingar farnir að mæta í stómm stíl,“ segir hann og Eiríkur Öm bætir við að kjörið sé fyr- ir fólk sem boðið hefur verið í hátíðarmat á gamlárskvöld að koma við í kirkjunni á leið- inni. „Eru menn ekki hvort eð er komnir í sparifötin klukkan fimm?“ Sjálfir fara félagarnir beint heim í matinn að tónleikum loknum. „Blásturinn æsir upp í manni matarlystina," segja Eiríkur Örn og Ás- geir. Góður timi til tónleikahalds Þremenningarnir segjast hafa orðið hissa á því að þessi tími hentaði svo vel til tónleika- halds. „Strax á fyrstu tónleikana komu fleiri en við bjuggumst við og áhuginn hefur vaxið ár frá ári. Af Islendingum er það mikið til sama fólkið sem kemur en þó sjáum við alltaf ný og ný andlit," segir Ásgeir. Tónleikarnir hefjast á slaginu 17 og lýkur stundvíslega 45 mínútum síðar. „Eitt árið hættum við ekki fyrr en að verða sex. Prest- urinn var ekki ánægður með það enda hefst guðsþjónusta klukkan sex og fólkið sem ætlaði í hana mætti tónleikagestum á útleið. Af því hlaust víst einhver misskilningur. Einhverjir héldu að messunni væri lokið. Við gætum þess því núna að hætta korteri fyrir sex,“ segir Ei- ríkur Örn og hlær. Tónleikarnir hefjast á Tokkötu fyrir tvo trompeta og orgel í D-dúr eftir Scarlatti og á eftir henni leika þeir félagar Adagio eftir Albi- noni. Þá heyrist Sónatína nr. 62 í d-mo!l eftir Pezel en á milli þeirra leikur Hörður Tokkötu og Fúgu í d-moll eftir Bach. Tónleikunum lýk- ur svo með La Rejouissance úr Flugeldasvít- unni eftir Hándel. Kristnitökukantata eftir Helmut Neumann frumflutt í Vínarborg TIL HEIÐURS TENGDAÞJÓÐINNI KRISTNITÖKUKANTATA eftir Austurrikismanninn Helmut Neumann við texta Vilborgar Auðar Isleifsddttur verður frumflutt í aðalsal Tónlistarfélagsins í Vínar- borg 5. janúar næstkomandi. Flutninginn annast Wiener Symphoniker, kór Tónlistar- félagsins og einsöngvarar, þar af þrír íslenskir. Sljórn- endur verða Japanarnir Mas- anobu Korai og Yuji Takah- ashi. „Þetta er allt hið ævintýra- legasta mál. Mjög skemmti- legt. Öxullinn er, eins og Kilj- an hefði sagt, Hafnarfjörð- ur-Vínarborg-Tókýó,“ segir Vilborg sem er sagnfræðingur að mennt, bú- sett í Wiesbaden í Þýskalandi. Heiti verksins er Menschlichkeitskantate eða Mannúðar- kantatan. Frumflutningurinn Ieggst vel í hana. „Það er ekki á hverjum degi að verk eftir mig eru flutt í Vínarborg og satt best að segja skrifa ég ekki svona verk nema einu sinni á þúsund árum,“ segir Vilborg og hlær dátt. Heimut Neumann býr í Austur- ríki en starfaði á árum áður við Sinfóníuhljóinsveit fslands. Hann er kvæntur íslenskri konu, Marín Gísladóttur úr Hafnarfirði. „Þetta er einlægur og yndislegur maður. Sannkristinn, kaþólskur og kemur úr liði Habsborgara," lýsir Vilborg tónskáldinu. „Forsaga þessa verks er sú að hann langaði að semja kantötu fyr- ir tengdaþjóð sína á hennar kristi- legasta heiöursdegi," heldur hún áfram. „Þar sem við Helrnut erum nágrannar í sumarbústaðabyggð á Laugarvatni varð úr að ég skrifaði fyrir hann textann, það er að segja þann sem ekki er tekinn úr Völuspá." Vissi ekki aö ég gæti þetta Ekki dregur það úr alþjóðlegu yfirbragði verksins að textinn er saminn í Noregi. „Sum- arið 1997 fór ég til Stafangurs til að læra norsku. Þar sem það er ekki mikið um að vera í Stafangri rölti ég jafnan niður á höfn um hádegi, settist inn á kaffíhús og fletti upp í Eddu, sem vinur minn og fóstri í fræðunum, Ólafur Briem, hafði gefið mér i brúðargjöf. Ég blaðaði líka svolítið í Lilju og hugsaði með mér: hvað er skynsamlegt að segja á þessum tímamótum? Þannig varð kveðskapurinn til.“ Vilborghefur lítið gerl; af þvi' að yrkja um dagana. „Ég hef eiginlega byrjað á þessu á seinni ti'mum. Vissi reyndar ekki að ég gæti þetta. Kveðskapur liggur að vísu svolítið í fjölskyldu minni, eins og í svo mörgum ís- lenskum fjölskyldum." Vilborg kenndi á sinum tíma við Mennta- skólann á Laugaivatni en lauk svo doktors- prófi í sagnfræði frá háskólanum í Mainz. Hún er gift þýskum lögfræðingi og á tvo syni. Einsöngvarar í Vínarborg verða Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigurður Skagijörð Stein- grímsson, Iljörtur Hreinsson, Claudia Guarin Kristinsson, Tomoko Yoshimura, Yuko Sato, Yumihiko Hoshi, Kazuhiko Kikuchi og Tetsu- ya Sano. Stefnt er að því að flytja kanlötuna í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í vor. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Arnastofnun, Árnagarði: Handríta- sýning. opin þri.-fös. kl. 14-16. Til 15. maí. Café Mflanó: Ingvar Þorvaldsson. Til 31. des. Galleri@hlemmur.is: Hekla Dögg. Til 7. jan. Gallerí Geysir, Hinu húsinu, Ingólfs- torgi: Harpa Rún Ólafsdóttir og Inga Björk Andrésdóttir. Til 6. jan. Gallerí Reykjavik: Myndlistarmaður mánaðarins: Jónas Bragi Jóriasson. Til 31. des. Sigurður Atli Atlason. Til 31. des. Gallerí Ríkey: Ríkey Ingimundardótt- ir. Til 31. des. Gallerí Tapas: Haukur Dór. Til 10. jan. Gerðarsafn: Islenskir myndlistar- menn af yngstu kynslóð. Til 30. des. Hafnarborg: Jólakortasýning grunn- skólabarna. Sýning 6-10 ára barna úr Litla myndlistarskólanum í Hafnar- firði. Antik-bútasaumsteppi. Til 7. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Ingvar Helgason hf.: Ljóðmyndasýn- ing. Til 10. jan. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í desember og janúar. Listasafn fslands: Ur safnaeign. Til 15. jan. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Verk í eigu safnsins. Samsýning á trúarlegri myndlist. Til 4. jan. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Island öðrum augum litið. Til 7. jan. Undir bárujárnsboga. Til 7. jan. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir: Samsýning á samtímalist frá Suður-Afríku. Til 7. jan. Austursalur: Jóhannes S. Kjaival. Myndir úr Kjar- valssafni. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Nor- ræn farandsýning. Opið daglega kl. 13-16.Til4.jan. MAN-sýningarsalur, Skólavörðustíg 14: Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 15. jan. Mokkakaffi: Róbert Stefánsson. Til 3. jan. Norræna húsið: Brit Been og Barbro Hemes. Til 31. des. Skaftfell, Seyðisfirði: Jón Óskar. Til 15. jan. Skálholtskirkja: Katrín Briem. Til 1. feb. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Antígóna, fim. 4., fös. 5. jan. Með fulla vasa af grjóti, frums. lau. 30. des. Mið. 3., fös. 5. jan. Borgarleikhúsið: Abigail heldur partí, lau. 30. des., fös. 5. jan. Skáldanótt, lau. 30. des., fös. 5. jan. Móglí, lau. 30. des. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, lau. 30. des., fös. 5. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing- arnir, fös. 5. jan. Leikfélag Akureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 30. des. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 569 1222. Netfang: menning- @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.