Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 5
Hafnarfjörður 1836. Teiknlng eftir August Meyer, sem var í leiðangri Gaimards. Morgunblaðið/Ásdís Bjarni Sívertsen, vinnumaðurinn úr Selvogi sem náði að flytjast milli stétta og verða dugandi kaupmaður í Hafnarfirði, en ástand verslunar þar var þá bágborið. 6. apríl 1763. Hann hóf ekki búskap sjálfur heldur gerðist vinnumaður hjá Jóni Hall- dórssyni, lögréttumanni í Nesi í Selvogi, og Rannveigu Filippusdóttur, konu hans. Þegar Bjarni hafði starfað um hríð hjá Jóni og Rannveigu sem vinnumaður gerðist hann ráðsmaður þeirra og sá um rekstur búsins. Arið 1781 gerðist svo sá voveiflegi atburður að Jón lést af slysförum í miklum flóðum fyr- ir ofan Eyrarbakkabúðina. Óhætt er að segja að þessi atburður i blautum mýrum Flóans árið 1781 hafi með óbeinum hætti haft örlag- rík áhrif á sögu Hafnarfjarðar og í raun íslandssöguna sjálfa. Eftir slysið bjó Rann- veig áfram í Nesi og rak Bjarni búið fyrir hana. Tveimur árum síðar eða árið 1783 kvæntist Bjarni, sem var tvítugur þegar hér er komið sögu, Rannveigu sem þá var orðin 39 ára gömul. Hafði Bjarna þá tekist hið ómögulega, það er að flytjast á milli stétta. Hann var að vísu enn bóndi en tilheyrði nú stétt ríkra landeigenda í stað fátækra vinnu- manna. Spurningin sem menn spyrja sig enn þann dag í dag er hvernig fór hann að þessu, hvað gerði hann, eða gerði hann kannski ekkert? Var það kannski Rannveig sem sá hvaða hæfileikum Bjarni var búinn og ákvað að nýta sér þá? Þá kemur einnig til greina að ástin hafi einfaldlega kviknað og viðskipta- sjónarmið engu skipt. Þessum spurningum verður án efa aldrei svarað til fullnustu en niðurstaðan var sú að bæði stóðu mun betur að vígi eftir en áður og hver veit nema þau hafi einnig verið hamingjusamari. Eftir brúðkaupið hófu þau Bjarni og Rannveig bú- skap á Bjarnastöðum í Selvogi og bjuggu þar allt til ársins 1794. Eins og áður segir var Bjarni ómenntaður og hvorki læs né skrif- andi en sagan segir að Rannveig, kona hans, sem var vel menntuð, hafi kennt bónda sín- um að lesa, skrifa og reikna. En Bjarni lét ekki hér við sitja heldur hélt hann áfram í leit sinni að betra sæti. Þegar hann og Rannveig höfðu búið á Bjarnastöð- um í sex ár lét hann næst til skarar skríða. Nú ætlaði hann ejnum stalli ofar og vildi ger- ast kaupmaður. Árið 1789 gerði hann samn- ing við norska lausakaupmenn, bræðurna Hans og Frederik Ryland, og gerðist um- boðsmaður þeirra. Verslunarlögin frá árinu 1787 heimiluðu lausakaupmönnum frjálsa verslun um landið. Lausakaupmenn virðast þannig hafa mátt versla eins lengi í kaup- stöðum og þeir vildu og var gert að sigla þangað fyrst. Ef þeim sýndist gróðavæn- legra að versla annars staðar gátu þeir það en einungis í fjórar vikur í hverri höfn. Á þessum fjórum vikum máttu íbúarnir kaupa og selja þeim að vild. Verslun Bjarna í Selvogi og deilurnar við Eyrarbakkakaupmanninn Lausakaupmennirnir versluðu einungis hér á landi á sumrin. Oft varð einhver af- gangur af þeim vörum sem kaupmennirnir ætluðu að selja hér á landi þegar þeir fóru aftur út. Þessar vörur létu þeir bændum í té til umboðssölu og gerðust þannig nokkrir bændur umboðsmenn erlendra lausakaup- manna. Bjarni Sigurðsson hóf einmitt versl- unarferil sinn á þennan hátt er hann gerðist umboðsmaður fyrrgreindra bræðra. Þegar Steindór Finnsson, sýslumaður í Árnessýslu, frétti af verslun Bjarna sendi hann fyrirspurn til Levetzows stiftamt- smannsins 1. ágúst 1789 og spurði hvort hún væri lögleg, en sjálfur taldi hann svo vera. Þessi skoðun Steindórs er athyglisverð og staðfestir að hann var mjög hliðhollur Bjarna, þar sem það stendur skýrum stöfum í Verslunartilskipuninni frá 1787, II. kap., 2. gr., og í 16. gr. kaupstaðatilskipunarinnar, að engir nema þeir, sem fengið hafi borgarabréf til verslunarstarfa, megi fást við neins konar verslun með innfluttar vörur. Helstu rök Steindórs voru þau að starfsmenn þeirra kaupmanna, sem búsettir voru í landinu, þurftu ekki að hafa borgarabréf og því væri óeðlilegt að starfsmenn lausakaupmanna þyrftu á því að halda. Þarna er þó augljóst að hann leitast við að túlka lögin á sem hag- stæðastan hátt fyrir verslun Bjarna. Levetz- ow stiftamtmaður svaraði bréfi Steindórs 20. ágúst 1789 og hafði hann þá komist að þeirri niðurstöðu að verslunin væri með öllu ólög- leg. Taldi Levetzow að Bjarni mætti ekki stunda þessa verslun þar sem hann hafði ekki borgarabréf til verslunarstarfa. Taldi hann það engu skipta hvort menn rækju eig- in verslun eða væru umboðsmenn annarra lausakaupmanna, allir yrðu að hafa borgara- bréf. í bréfinu sagði hann einnig að sam- kvæmt auglýsingunni um fríhöndlunina og úrskurði Rentukamers mætti enginn lausa- kaupmaður dveljast lengur en fjórar vikur í hverri höfn og mættu þeir ekki hafa starfs- menn við verslun í landi þegar skipið var ekki þar. í kjölfar þessa úrskurðar lagði Steindór til við Bjarna að hann gerðist borg- ari í Vestmannaeyjum og gerðist svo út- hafnakaupmaður í Selvogi. Bjarna leist vel á þessa lausn málsins og sótti um borgarabréf í Vestmannaeyjum. Jón Eiríksson sýslumað- ur þar brást vel við og gaf út verslunarborg- arabréfið fyrir Bjarna 16. september 1789. Taldi hann að ekkert í tilskipuninni gæfi til kynna að þessi verslun Bjai-na stangaðist á við lög. Hann benti einnig á að verslun Pet- ersens Eyrarbakkakaupmanns stæði ekki undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar og sagði hann flytja inn litlar vörur og lélegar. Taldi Jón að æskilegt væri að fleiri versluðu í kaupstaðarumdæminu en Petersen Eyrarbakkakaupmaður. Munurinn á þessari verslun Bjarna og hinni fyrri var fyrst og fremst fólginn í því að nú varð Bjarni sjálfur að festa kaup á vörunum í stað þess að áður var hann með þær í umboðssölu hjá Rylands-bræðrum. Vorið eftir þegar Didrik Chr. Petersen Eyrarbakkakaupmað- ur kom hingað til lands brást hann ókvæða við verslun Bjama. Petersen kærði Bjarna fyrir stiftamtmanni og sagði að þar væri ekki á boðstólum nægilega mikið af nauðsynjavör- um miðað við munaðarvörur, svo sem tóbak og brennivín. Hann kærði Bjama fyrir ólög- legt landprang og fyrir að nota ekki löggilt mál og vog, löggiltar verslunarbækur eða til- skildar kontorbækur. Stiftamtmaður lét Steindór sýslumann rannsaka málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri athugavert við verslun Bjarna. Petersen sætti sig ekki við þessi málalok og kærði verslun Bjarna fyrir Rentukamm- erinu þegar hann kom aftur til Kaupmanna- hafnar um haustið. Einnig kærði hann Stein- dór fyrir að hafa staðið óeðlilega mikið með Bjarna Sívertsen og hafi þannig valdið Eyr- arbakkaversluninni nokkm tjóni. Petersen gerði tillögur um lausn á málinu. Honum þótti réttast að hver stétt stundaði sína iðju en væri ekki að blanda sér í mál annarra stétta. Með öðrum orðum vildi hann ekki að bændur tækju að sér verslun. Hann var einnig á móti því að embættismenn, bæði veraldlegir og andlegir, tækju að sér um- boðsverslun og taldi að svipta ætti þá emb- ætti sem þetta höfðu gert. Hann óskaði eftir því að rentukammerið minnti Steindór alvar- lega á, að það var í verkahring sýslumanna að koma í veg fyrir ólöglega verslun í sýslum þeirra. Einnig vildi hann láta skilgreina ná- kvæmlega hvaða hafnir yrðu úthafnir og koma þannig í veg fyrir að verslanir risu á bóndabæjum úti'um allt land. Þessi kæra var send Thomasi Meldal, amt- manni í suðuramtinu, og sendi hann hana áfram til Steindórs sýslumanns til umsagnar. Steindór sendi varnarskjal þar sem hann hrakti kæru Petersens og sagði að það eina sem fyrir Petersen kaupmanni vekti væri að sitja einn að versluninni á svæðinu. Einnig sakaði Steindór Petersen kaupmann um að hafa sent rentukammerinu falsað afrit af bréfi stiftamtmanns til hans í þessu máli. Þrátt fyrir þetta tók rentukammerið vel í kröfur Petersens og lét það Meldal amtmann veita Steindóri sýslumanni alvarlega áminn- ingu fyrir að hafa ekki stöðvað verslun Bjarna og fyrir að hafa útvegað honum borg- arabréf. Þrátt fyrir að Steindór legði fram óyggjandi rök fyrir verknaði sínum og sýndi þannig fram á að verslun Bjarna stangaðist á engan hátt á við tilskipunina um verslun, haggaði það ekki skoðun rentukammersins og sölunefndarinnar. Levetzow stiftamtmað- ur var sömu skoðunar og Steindór, og taldi að verslunin væri lögleg ef öllum lagaákvæð- um yrði fullnægt. Meldal amtmaður var einnig á þessari skoðun. Hann taldi versl- unina löglega og að það væri í anda frjálsrar verslunar að Eyrarbakkakaupmaðurinn hefði heilbrigða samkeppni en sæti ekki einn að allri verslun á svæðinu. Hann taldi að Bjarni væri nægilega vel efnum búinn til að stunda verslun og að Selvogur væri mjög vel stað- settur til þess að þar væri rekin verslun. Rentukammerið gaf ekki mikið fyrir þær röksemdir sem amtmaður lagði fram og taldi þær alls ekki nægilega sterkar til að þeim væri stætt á að leyfa þessari verslun að við- gangast. 10. mars 1792 kom sú tilskipun frá rentukammerinu til amtmanns suðuramtsins að Bjarni skyldi sviptur borgarabréfi sinu og var hótað að kæra hann fyrir landprang ef hann færi út í verslunarrekstur aftur. Sú til- skipun fylgdi þessu bréfi að þeir einir gætu fengið borgarabréf sem voru fulltrúar fyrir erlenda kaupmenn og að fulltrúarnir yrðu að vera búsettir í þeim kaupstað sem verslunin var í. Meldal amtmaður lést 1791 og Ólafur Stephensen tók við stjórn suðuramtsins, og var það eitt af fyrstu verkum hans í því emb- ætti að láta stöðva verslun Bjarna Sigurðs- sonar í Selvogi. Þegar Steindór Finnsson sýslumaður hafði stöðvað verslun Bjarna til- kynnti hann stiftamtmanni að margir íbúar svæðisins væru mjög óánægðir með að hún hefði verið lögð niður og að þeir óskuðu þess að stiftamtmaður legði sig fram við að reyna að fá hana endurreista. Steindór sýslumaður tók undir með þessum röddum og taldi að verslunin hefði verið íbúum svæðisins mjög til hagræðingar og til bóta fyrir verslunar- mál á landinu yfirleitt. Verslunarrekstur Bjarna í Hafnarfirði Hér með var verslunarrekstur Bjarna í Selvogi endanlega dæmdur ólöglegur og hefðu þá margir hverjir látið þar við sitja og lagt árar í bát, en ekki Bjarni. Hann hélt til Kaupmannahafnar árið 1793 í þeim tilgangi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.