Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 7
I- Skrif Addisons, Shaftesburys og Samuels Johnsons um Shakespeare áttu mikinn þátt í að undirbyggja skoðanir rómantíkeranna á hinu algjöra frelsi til persónulegrar tjáningar í öllum listgreinum. Þjóðvísan og þjóðsagan verða nám- umar sem aldrei þrjóta og þar væri uppsprett- an. James Macpherson gaf út á árunum 1760-63 safn fomkvæða sem hann sagði vera þýðingu úr fornum handritum sem hann kvaðst hafa safnað í hálöndum Skotlands. Kvæði þessi gengu undir nafninu „Ossian". Þau vöktu óskipta athygli les- enda og skáldið Ossian var talinn annar Hómer. „Þýðandinn“ taldi þau vera frá 9. öld, fomkelt- nesk kvæði. Thomas Gray var meðal þeirra fyrstu sem vöktu athygli á keltneskri arfleifð og sögu. Þótt hann væri vel lærður í latneskum og grískum bókmenntum þá leitaðist hann við að kynna sér norrænan og keltneskan kveðskap eftir þeim heimildum sem þá voru tiltækar. Þjóðvísur og þjóðsagnabrot frá tímum Kelta urðu honum kveikja að ljóðsköpun sem gerir hann að forn- rómantísku skáldi sem byggir þó á klassískum skáldskaparhefðum. Það var því ekki að undra að hann hrifist af kveðskap Macphersons, kvæðum kenndum við keltneska skáldið Ossian. Náttúralýsingar í Ossianskviðunum, hrika- legt fjallaiandslag, stormar og fossaíoll og ást og dauði, en fyrst og fremst ofurveldi óheftrar náttúra, mistri hulið landið og tungl sem veður í skýjum. Ossianskviðurnar fóra sigurför um alla Evrópu. Goethe, Chateaubriand og Byron hrif- ust allir og flest þau skáld sem töldust þá til rómantíkeranna þegar á leið. Það var þó einn maður öðrum fremur sem sá strax að þessi ljóð voru enginn fomkveðskapur úr skosku hálöndunum en það var Samuel John- son sem hæddi þessa tilburði og taldi að Mac- pherson færi með fals. Gray tók einnig að efast um frumleika hins skoska Hómers og Walpole, sem dáði flest það sem hann taldi til miðalda- arfleifðar og hafði hrifist í fyrstu, dró sig í hlé. Stríðið um skoska Hómer stóð fram á 19. öld og þrátt fyrir gagnrýni Johnsons og fleiri var aðdáunin á þessum Ijóðum viðvarandi. Napóle- on keisari I lét máia senur úr kviðunum á veggi svefnstofu sinnar í Malmaison. Hann lét einnig ■ einn af eftirlætis listmáluram sínum mála loft- mynd sem hét „Draumur Ossians“. Napóleon taldist til þeirra sem dáðu klassíkina öllu framar eins og Empire-stíllinn ber gleggstan vott um. Hrifning rómantíkeranna af þessum kvæðum um alla Evrópu var einlæg og þá skipti ekki máli hvort Macpherson hafði ort þau sjálfur eða þýtt- Hinn nýi tónn í enskum ljóðum kemur hvað skýrast fram í ljóðum Grays og þá einkanlega í „Elegy written in a Country Churchvard", 1751. Hinn persónulegi og tragíski tónn. Lýs- ingin á umhverfínu og mannlífi sveitarinnai- fell- ur saman. Nú kveður ómur klukkna liðinn dag en kurr af hjðrðum út um siéttur dvín og plógmenn heim með höfugt göngulag sjást halda, jörð er rökkursins og mín. (Pýðing Einars Benediktssonar.) Þegar líður að aldamótum og frönsku stjórn- arbyltingunni opnast nýr bókmenntaheimur sem er heimur þýskra bókmennta, fomkvæða, „Niebelungenlied" og verka höfunda Sturm und Drang, Schillers og Goethes. Coleridge taldi Wallenstein leikrit Schillers og verk hans standa framar verkum Miltons. Coleridge þýddi leikritið á ensku, Walter Scott skrifar: „Eg er altekinn af verkum Schillers...“ Franska stjórnarbyltingin kom Englending- um í opna skjöldu. Heift og hatur franskra bænda og smáborgara Parísar og stærri borga á Frakklandi gegn konungi og aðli var venjuleg- um Englendingum óskiljanlegt. Enskt þjóð- félag hafði aðlagast nýjum framleiðsluháttum, verslunarfrelsi og prentfrelsi og andstæður milli þeirra sem „áttu og þeirra sem ekki áttu“ vora þar í landi ekki á neinu byltingarstigi. Þeir hópar sem tóku byltingunni fagnandi á Eng- landi vora undantekning og ýmsir þeirra skildu ekki fyiT en seinna hvað var að gerast. Einn snjallasti ritsnillingur og ræðumaður Englend- inga Edmund Burke skrifaði eitt frægasta and- byltinganit sem sett hefur verið saman, „Re- flections on the French Revolution" 1790. Um það hefur verið rætt hér að framan (2. grein). Burke taldi að byltingin hefði verið ónauðsynleg og myndi ljúka með skrílveldi og síðan tyranni, eins og kom á daginn. Tom Paine og William Godwin svöruðu Burke. Þeii- skrifuðu í anda upplýsingarinnar og framfarahyggju og trúar á framtíðina. Ymsir þeir höfundar sem töldust rómantíkerar vora í fyrstu sama sinnis. Með aftöku Lúðvíks XVI og ógnarstjórninni urðu þáttaskil í afstöðu alls þorra Englendinga. Napóleonstímamir og tuttugu ára barátta Eng- lendinga gegn Frakklandi hófst fyrir aldamótin 1800. Atburðirnir og styijaldimar þjöppuðu Englendingum saman undir íhaldssömum rík- isstjómum sem sinntu h'tt kröfum um aukið jafnrétti og þjóðfélagslegar umbætur. Þeim sem höfðu hrifist af byltingunni í fyrstu varð nú Ijóst að sú stefna að auka frelsi einstaklingsins, sem virtist vera höfuðáhersla frumbyltingarinn- ar, snerist upp í forsjárhyggju undir merkjum upplýsingarinnar og stöðlun hvers og eins þar með að þörfum ríkisvaldsins. „Ríkið það er ég“ gekk aftur í stjómarháttum þjóðstjóranna og síðar Napóleons. Um þetta leyti hefst iðnbyltingin á Englandi, kjör bænda og vinnufólks á landsbyggðinni fóra versnandi og iðnaðarborgir spretta upp mann- aðar fólki úr sveitum landsins sem taldi sig bet- ur statt sem verksmiðjufólk en leiguliða eða vinnufólk i sveitum. Vei-slunin blómstraði í skjóli breska flotans sem réð höfunum og Ástr- aha og Nýja-Sjáland stóðu opin til landnáms og sem fangageymslui-. Meðan Evrópumenn urðu að þola ránsferðir franskra hersveita og stöð- ugar styijaldir blómstraði enskt efnahagslíf, bresk borgarastétt, jarðeigendur og breski að- allinn og rómantíska stefnan. Það var á þessu tímabili frönsku byltingarinnar, Napóleons- tímanna og enskrar rómantíkur sem enskt þjóð- félag tók að breytast með aukinni iðnvæðingu. „Myllur Satans", eins og William Blake kallaði verksmiðjurnar, spúðu óþrifum yfir „giænar grundir Englands" og skeiptu efnahagslegar andstæður sem urðu síðar á öldinni til þess að Disraeli, þá forsætisráðherra og íhaldsmaður, talaði um „tvær þjóðir á Englandi". Innlifun Wordsworths í náttúruna virtist vera mystísk innlifun, svo er um tjáningu ann- arra enskra rómantíkera. Breytingarnar sem tengdust enskri iðnvæðingu skerptu andstöðu höfundanna gegn umbreytingunni og það var e.t.v. meginkveikjan að innlifun þeirra í nátt- úramystík. Miðaldadýrkun var af sama toga. Uppreisn rómantíkurinnar í enskum skáld- skap kemur gleggst fram hjá William Blake (1757-1827). Blake taldi að hver lifandi vera væri sinn eigin löggjafi. „Eplatréð spyr ekki beykitréð hvar það megi spretta, ljónið spyr ekki hestinn hvar það eigi að leita sér að bráð.“ Blake var andsnúinn kenningum kirkjunnar um „þú mátt ekki“ og taldi að bannið færði manninn í herfjötur, ,,heilagar hvatfr hans og ást væra bönnuð". Imyndunaraflið, sköpunarmáttur hvers og eins, byltingarkraftur allrar listar og hið dulai-fulla „tákn“ var boðskapur ljóða hans. Höfuðuppreisnarmaðurinn meðal enskra rómantíkera var Byron lávarður og enn frekar rómantíkera um Evrópu. Byron var dáður um alla Evrópu sem snillingur orðlistarinnar og tjáningar þehra tilfinninga sem bærðust í brjóstum þeirra sem leituðu lausnar úr viðjum „hins efnislega og leituðu bláa blómsins“. Fjöl- margir íbúar ríkja Evrópu sáu í Napóleon Bonaparte snillinginn, „genie“, sem myndi láta fegurstu drauma frönsku byltingarinnar rætast um alla Evrópu, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Sú von brást, en með rómantíkinni skara tveir menn fram úr öðram, Beethoven í hljómhst og Byron í ljóðhst. Þeir tjáðu það sem blundaði hljómvana og orðvana í brjóstum manna. Engir hafa af meiri snilld upphafið orð og tön. Byron varð frægur sem skáld með „Child Harold’s Pilgrimage" sem kom út 1812. Hann segist hafa vaknað einn morguninn sem fræg- asta skáld Englands. Sama árið flutti hann fræga ræðu í Lávarðadeildinni þar sem hann átti arfgengt sæti. Tilefni ræðunnar vora hert lög gegn spellvirkjum, atvinnulausum vefuram sem ný tækni í vefnaði hafði gert atvinnulausa og öreiga. Þeir fóra um norðurhérað Englands og bratu vélknúna vefstóla. Byron hvatti stétt- arbræður sína til að fella hert refsilög, taldi að mildi og skaðabætur ættu frekar við en heng- ingar. Byron talaði um að „ekki mætti fórna manneskjunni fyrir einhveijar framfarir í iðn- aði“ og „fráleitt væri að svelta menn til sektar og hengingar". Þessi ræða jók á frægð Byrons. Hann vai- í senn byltingarmaður og íhaldsmað- ur. Byron lýsir í Ijóðum sínum þani mannssál- arinnar, frá rómantískum draumheimum og innhfun í óendanleika hafsins og djúpum him- insins niður í sætleika syndarinnar og afneitun mannlegs félagsskapar, afheitun guðdómsins og allra boðorða. Þetta var hin algjöra uppreisn tjáð með orðsnilld og skaphita, hin eilífa frels- iskrafa. Byron lifði sjálfur í þessum anda, hann vakti hneykslun með háttemi sínu en hfði þann- ig að hann var alltaf fullkomlega samkvæmur sjálfum sér. En hann var einnig klassískur í mati sínu á Dryden og Pope og fornskáldskap. Almennt er talið að rómantíkin hafi hafist á Englandi með útgáfu „Lyrieal Ballads" 1798, eftir Wilham Wordsworth og Samuel Taylor Coleridge. I ritgerðarformála skrifar Wor- dsworth að skáldskapurinn eigi að vera tjáning skáldsins en ekki eftirlíking. Tjáning einstak- lingsins, ástríðna og drauma og ímyndunaraflið ráði för. Innlifun í náttúrana og kyrrðina var tónn Wordsworths, þá var þetta nýr smekkur og skyn sem varð mörgum lesenda framandi. Wordsworth tókst að ná áhrifum með flugi sem stundum virtist vera ofurmeðvitað, svo mjög að það sé rannið úr dýpri vitund - djúpvitund. Coleridge orti mikið og mjög misjafnt að gæð- um og skrifaði mikil verk um skáldskap, gagn- rýni, heimspeki og sálfræði. Hann dvaldi með þýskum rómantíkeram um tíma og varð fyrir miklum áhrifum af Schlegel-bræðram og kenn- ingum þeirra og fleiri þýskum rómantíkeram eins og Schiller. I ritum sínum um skáldskap birtir hann kenningar þeirra án þess að geta um heimildir með eigin skoðunum. Shelley er einn merkasti orðsnilhngur enskra rómantíkera, náttúran og samfélagsbrestir era mikið efni í skáldskap hans. Keats hefur meiri fótfestu og er jarðbundnari en Shelley og hefur skapað ljóðfegurð sem er einstök. Walter Scott ber höfuð og herðar yfir skáld- sagnahöfunda og er fyrstur til að hefja skáld- söguna, sögulega skáldsögu, til virðingar og eft- irbreytni. Það sem gerði þessi skóld frábragðin forver- um sínum var að umhverfi og samtimi snerti þá nánar og persónulegar og þefr svöruðu áreiti tímanna og eigin tilfinninga á persónubundnari hátt en klassíkeramir, þeir vora meira lifandi og uppgötvuðu skáldleg efni í þjóðdjúpinu og i fjölbreytileik náttúrannar, sviðið vai-ð víðara og tjáningin ferskari. Allfr ortu þefr mikið, verk þeirra era misjafn- ari en forvera þeirra enskra klassíkera fyrri alda en þeim tókst að setja saman verk sem lifa. Rilke sagði að skáldið mætti una því vel ef því tækist að yrkja eitt gallalaust kvæði. Róman- tísku skáldunum ensku tókst að yrkja íjölmörg fullkomin Ijóð og kvæði sem víkkuðu skynjun lesendanna og opnuðu þeim nýjar víddir og auðguðu málið. Höfundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.