Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 8
Teikning eftir Hugh Ferris af Empire State La Sagrada Famllia-kirkjan í Barcelona á Spáni, byggð 1882-1926. Arkitekt: Antonio Gaudi. byggingunni í New York, sem byggð var 1931. Hann var í 40 ár að hanna þessa frægu byggingu og henni er ekki að fullu loklð ennþá. Snilld Arkitektar: Shreve, Lamb og Harmon. Gaudis hefur þó ekki orðið til þess að aðrfr arkitektar reyndu að feta í fótspor hans. ARKITEKTÚR í 100 ÁR SÝNING í GEFFEN-LISTASAFNINU í LOS ANGELES Einbýlishúsið Falling Water í Pennsylvaniu í Bandarikjunum, eitt fegursta byggingarllstaverk aldarinnar, byggt 1934. Arkitekt: Frank Lloyd Wrfght. EFTIR GUÐLAUGU JÓNSDÓTTUR ITT SUMARKVÖLD í Los Angeles voru samankomnir margir af frægustu arkitektum heims, til að sjá verk sín og ann- arra helstu arkitekta 20. aldar- innar öll á einum stað. Tilefnið var opnun sýningar- innar „í lok aldarinnar; arkitektúr í 100 ár“. Þessi glæsilega listasýning var haldin í Los Angeles á safni kvikmynda- og tónlistarkóngs- ins Davids Geffens. Þetta listasafn er hluti af MOCA-listasafni Los Angeles borgar (Mus- eum of Contemporary Art) og kallast „The Geffen Contemporary Museum". Safnið er endurhannað gamalt vöruhús sem Frank Gehry arkitekt var falið að hanna, og hefur hann skapað þar mjög svo skemmtilegt rými. Fyrir utan safnið var búið að raða upp borð- um og stólum, hijómsveitarpalli, hlaðborði með glæsilegum veitingum og framreidd voru ljúf- fengvín frá Kaliforníu. A meðan sumir þeystu beint inn á safnið og nutu listaverkanna, nutu aðrir veitinganna sem upp á var boðið og spjölluðu við vini og kunn- ingja, þar til tíminn hljóp frá þeim og þeir átt- uðu sig á því að þeir höfðu aðeins 45 mínútur til að skoða 100 ár af arkitektúr! Það er ansi stuttur tími til að eyða á þessari stórkostlegu sýningu sem kannar sögu arki- tektúrsá20. öldinni. Sýningin var glæsilega uppsett og snilldar- lega vel gerð líkön og teikningar af fjölmörgum frægum byggingum nutu sín vel í þessu opna rými Geffen-safnsins. Til sýnis voru yfir 1.000 verk, bæði upphaf- leg og ný líkön af hinum ýmsu meistarastykkj- um arkitektúrs á öldinni, teikningar, ljósmynd- ir, sagnfræðilegar kvikmyndir og myndbönd, húsgögn og tölvumyndir af óbyggðum bygg- ingum. Sýningin var byggð á nýlegum fræðum um sögu arkitektúrs, þar sem sérstök áhersla var lögð á margvísleg tengsl á milli nýjunga og hefða, og áhrif tækninnar á arkitektúr og lífs- hætti á síðustu öld. Sýnt var hvemig arkitektúr hefur þróast á öldinni með breyttri menningu og pólitík, og með tilliti til þjóðfélagslegra, vitsmunalegra, efnahagslegra og lýðfræðilegra þátta. „Ég held að helstu hæfileikar mínir sem arkitekt birtist í árangri af samhæfni handar og auga: ég get yfirfært skissu yfir í líkan yfir í byggingu," er haft eftir Frank Gehry, sem sýndi líkan af Guggenheim-safni sínu í Bilbao á Spáni. Þetta er stórt og mikið líkan og hefur greinilega verið í vinnslu meðan á hönnun stóð, því það var allt út í límslettum. Önnur líkön voru vandvirknislega smíðuð fyrir þessa sýningu, eins og t.d. glæsilegt nýtt líkan af Falling Water-húsi Franks Lloyds Wrights, þar sem fljótandi pallar gnæfa yfir litlum fossi í náttúrunni. Eftir Frank Lloyd Wright, sem er einn af þekktustu bandarískum arkitektum allra tíma, voru sýnd mörg verk. Hann var m.a. frægur fyrir að finna upp nýja hugmyndafræði í innan- hússarkitektúr þar sem hann skapaði afmörk- uð rými í stað lokaðra rýma. Líkan af hluta af byggingu Antonios Gaudis, La Sagrada Familia-kirkjunni, var sýnt ásamt teikningum og skissum. Gaudi eyddi 40 árum ævi sinnar í hönnun þessa mannvirkis og eiga menn nú í vandræð- um með að ljúka byggingu kirkjunnar frægu Shanghai World Financial Center í Shanghai í Kína. Lokið verður við bygginguna 2001. Arkitekt: Kohn PeDersen Fox. Lloyds byggingin í London, byggð 1979-84. Arkitekt: Richard Rogers. Drive in House, hefur ekki verið byggt: Teiknlng eftir Michael Webb. því þeir skilja ekki alveg hugsjón Gaudis á bak við strúktúrinn. Mikið var sýnt af verkefnum Bauhaus- hreyfingarinnar og þá sérstaklega eftir einn skólastjóra þess skóla, Ludwig Mies van der Rohe. Hann lagði mikið til hugmyndafræði arkitektúrs sem stjórnandi Bauhaus og var frægur fyrir orðatiltækið „minna er meira“. Eftir hann var t.d. sýnd Barcelona Pavilion. Nokkur verk voru sýnd eftir einn frægasta arkitekt aldarinnar, Charles-Edouard Jeann- eret-Gris, sem tók sér nafnið Le Corbusier um 1920. Eldri verk hans, sem voru skyld nátt- úrunni, voru til sýnis en einnig voru sýnd yngri verk hans sem hann varð frægur fyrir eins og t.d. Notre Dame du Haut eða Ronchamp-kirkj- an og Villa Savoy. Hús sín skapaði hann sem 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.