Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 10
SMAGERT SKART A TRÖLLAHALSI Þegar ekið er frá Flókalundi við Vatnsfjörð áleiðis til Amarfjarðar liggur vegurinn upp eftir brattri fjallshlíð. Neðst er hún klædd birkiskógi sem lækkar eftir því sem ofar dregur, unz hann hverfur með öllu. Við tekur grýtt graslendi og mosagróður sem verður einráður þegar ofar kem- ur, unz hann hverfur einnig að mestu og við taka berar klappir og grjóturðir. Hér heitir Trölla- háls. En einmitt þar, í slakka sem verður í ríki grjótsins uppi á fjallinu, er að finna skrúðgarð svo fagran að ég hef að minnsta kosti ekki séð þá öllu fegurri. Þama em uppsprettulindir; vatnið seytlar í örmjóum farvegum innan um Ijósgrænan dýjamosa og rennur neðst í lægðinni út í dálitla tjöm. Á bökkum hennar hefur myndast mýrargróður, sem var fallinn að mestu þegar myndin var tekin. En fífan var ekki fokin. í þessari hæð er sumarið afskaplega stutt; ekki víst að þessi lægð komi undan fönn fyrr en i júlí. Það er komið síðsumar þegar grös grænka og þá er ekki langt í fyrstu næturfrost haustsins. ✓ TYLLT NIÐUR TANNI LJÓSMYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON / AFERÐUM um landið er alltaf eitthvað utan dag- skrár sem ber fyrir augu og verður þess valdandi að maður staldrar við og tekur upp myndavélina. Tyllir niður tánni, ef svo mætti segja og gerir stuttan stanz. Ef til vill eru það hross í haga, breiða þak- in fífu síðla sumars, lítil spræna í gili, upp- sprettulind með dýjamosa eða fallegt sjónar- hom til fjalla og jökla. Ferðalagið getur orðið tafsamt vegna þessa og það er vitaskuld óþolandi að vera farþegi hjá bílstjóra sem kemst ekkert áfram fyrir mynda- tökum. I annan stað er það ekki til fyrirmyndar í akstri að vera sífellt að góna á eitthvað annað en veginn. Vegimir hafa tekið stakkaskiptum, seiseijú, mikil ósköp. En eitt er það sem vegagerðar- menn vanrækja gróflega: Það vantar margfalt fleiri útskot; vegir virðast lagðir með það eitt fyrir augum að hægt sé að komast sem skjótast milli staða. En þeir era líka til sem aka um veg- ina til þess að sjá landið. Um 300 þúsund erlend- ir ferðamenn, sem komu til íslands á árinu, era þar á meðal og ekki þurfum við síður en aðrir að geta notið þess að sjá landið.Margoft hef ég upplifað það á vegum landsins að geta ekki með neinu móti stanzað til að taka mynd nema valda verulegri hættu. Með flutningabíla æðandi í báðar áttir tekur maður ekki þá áhættu, enda er það full tillitslaust. Þess vegna verður oft drýgra að fara á fáfamari vegi þar sem hægt er með góðu móti að leggja út í kant. Myndimar sem hér birtast era einhvers kon- ar aukaafurð úr ferðum á vegum Lesbókar til ákveðinna staða. Þær hafa safnast fyrir og verða viðraðar í smáskömmtum nú og ef til viil síðar. VIÐ LAUFSKÁLAVÖRÐU Austast á Mýrdalssandi, milli Skálmar og Hólmsár, er melalda nærri þjóðveginum. Þar er áningarstaður; aðstaða til að setjast niður og taka upp nesti og líta í kringum sig. Ekki er mjög margt sem fangar augað á Mýrdalssandi annað en víðsýnið og fallegt útsýni til Hjörleifshöfða og Mýrdalsjökuls. Þar til kemur að Laufskálavörðu. Raunar era vörðurnar mýmargar, líklega óteljandi eins og eyjarnar á Breiðaíirði. Hér hefur lengi verið áningarstaður og skyldu menn þá hlaða vörðu sér til farar- heilla. Býlið Laufskálar var til forna ekki allfjarri þessum stað og hefur upphafleg varða verið kennd við bæinn. Nú má heita að allt lausagrjót sé upp urið og fara menn drjúgan spöl til þess að næla sér í stein. Er- lendir ferðamenn líta undrandi á þessi mannvirki, en eru undir eins til í að leggja stein í vörðu, þegar þeim er sagt að það dugi til fararheilla. : F o v e h Þ li li s á 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 .3 C/J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.