Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 12
HER- MINJAR í HVÍTANESI Minjar um mannvirki og veru heimáms- iiðsins á stríðsárunum sáust lengi vel /íða, en það voru ekki aðeins braggarnir sem hurfu, heldur hafa aðrar minjar smám saman verið að mást út. Hval- íjörður var mikilvægur frá hernaðarsjón- armiði og risu herstöðvar á Miðsandi að norðanverðu og á Hvítanesi að sunn- anverðu. Þegar er ekið inn eftir Hvalfirði sunnanverðum og komið fram hjá Hvammsvík liggur vegurinn ofan við Hvítanes, sem hallar niður að firðinum, grasi vafið. Ofan frá þjóðveginum er þar ekkert sérstakt að sjá en útsýnið er fag- urt frá þessum stað inn eftir Hvalfirði. Oegnt Hvítanesi skagar Þyrilsnes fram í fjörðinn og sundið á milli er aðeins hálfur innar kílómetri. Til austurs sést inn í Brynjudal, en fyrir suðrinu gnæfir Reyni- ■ allaháls. A Hvítanesi var bújörð, en ngt mun vera síðan hún fór í eyði. Afieggjari liggur frá þjóðveginum nið- eftir nesinu. Þegar þangð er komið má <)a sjá hvar vegir hafa legið um nesið, grasið sem víðast hvar er hnéhá beðja, jfur miskunnað sig yfir hinar smærri 'oinjar. Eftir standa steinsteyptar tóftir opi á nesinu og hálffallin, steinhlaðin -■'js niðri við bryggjuna sem enn hangir ppi. Það af henni sem stendur upp úr jó er heillegast en sá hluti hennar sem ilvég er uppi á ströndinni hefur molnað niður. Þögn og kyrrð ríktu á Hvitanesi á íögrum haustdegi þegar ég tyllti þar nið- ur tánni. Einhvern veginn minnti þetta á kirkjugarð. Botnssúlur með fyrsta snjóföl haustsins á hæstu tindum bar yfir Brynjudalinn og spegluðust í lognkyrrum firðinum. BRIMSKAFL STEINUNNAR í SANDGERÐI A bersvæði ofan við byggðina í Sandgerði hefur verið komið fyrir áhrifamiklu listaverki eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Viðfangsefnið er í hæsta máta eðlilegt á þessum stað: Maðurinn annars vegar og brimskaflar hafsins hins vegar. Menn hafa marga fjöruna sopið í ver- stöðvum á Suðurnesjum: þar er ekki ein báran stök fremur en við Landeyjasand. Eins og Grímur segir í því ágæta kvæði: Báta flytur og flök/ báta flytur og flök. * Stál og ál eru ákjósanleg efni til að túlka brimskaflana sem hrynja að ströndinni. Og maðurinn stendur andspænis þessum náttúrukröftum og gefur sig hvergi. Það var vel til fundið og menn- ingarbragur af Sandgerðingum að setja þetta verk upp við bæinn og Steinunn á heiður skilinn fyrir það einnig. Hún hefur margsinnis sýnt hvað í henni býr. HVALSNESKIRKJA Kirkjan á Hvalsnesi er ein af fremur fáum steinhlöðnum kirkjum á íslandi. Þar var áður kirkja helguð með guði Maríu Guðsmóður, Ólafi konungi, heilagri Katrínu og öllum guðs helgum mönn- um. Steinhlaðna kirkjan var reist á árunum 1886-1887 og stóð þekktur útvegsbóndi, Ketill Ket- ilsson í Kotvogi að þvi. Það var hins vegar múrarinn Magnús Magnússon frá Gauksstöðum í Garði sem vann stærstan hluta verksins, svo og Stefán Eiríksson múrari í Reykjavík, sem lauk við það. Verulega endurbætur voru síðan gerðar á kirkjunni 1945 undir eftirliti Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Kirkjan á margt góðra gripa. Prægastur þeirra er legsteinn sá er Hall- grímur Pétursson hjó í nafn Steinunnar dóttur sinnar, sem hann missti í prestskapartíð sinni á Hvalsnesi, og varð honum mikið harmsefni. Steinninn er í kór kirkjunnar. Altaristafla er þar eftir Sigurð Guðmundsson málara frá árinu 1867 og afsteypa af höggmynd Einars Jónssonar um Hall- grím Pétursson. Kirkjugarðurinn á Hvalsnesi er bæði óvenjulega stór og fallegur. Ekki er það sízt fyrir frábær- lega fallega hlaðna veggi úr grjóti, en einnig fyrir fagran umbúnað í kringum leiði. v 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.