Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 14
Gönguhópurinn fetar sig nióur í Geithellnadal eftir fönn norður af Háási. GÖNGUFÖR UM ÖRÆFASLÓÐIR Á AUSTURLANDI - SÍÐARI HLUTI FRÁ GELDINGAFELLI IGEITHELLNADAL Á Háási á leið í Geithellnadal. Eins og sjá má eru margir með drjúgar byrðar á bakinu. Hér er frá því sagt þegar fimmtíu manna hópur úr Trimmklúbbi Seltjarnarness lagði land undir fót frá Fljótsdal að Geldingafelli austan við Eyjabakkajökul og síðan yfir Kollumúlahraun í Víðidal á Lónsöræfum og loks í Geithellnadal. EFTIR SIGURÐ ANTONSSON FRÁ GELDINGAFELLI austan við Eyjabakkajökul var haldið á Kollumúlahraun í undurfögru veðri mánudaginn 24. júlí síðast- liðinn. Fyrst var Blanda vaðin og var hún ólíkt vatnsminni en kvöldið áður, en straumþung var hún fyrir göngufólk með miklar byrðar. Börnunum gekk vel yfir, ýmist á eigin i'egum eða á baki foreldra sinna. Aðeins einum ■ikrikaði fótur í straumþunganum og féll um koll ána, en ávallt eru margar hendur á lofti til að veita aðstoð ef illa fer. Leiðin lá nú upp hæð- ardrög og í austri voru nokkur vötn og öldur er bera nöfnin Háöldur og Markalda. Ferðin gekk vel upp gróðursnauðar ávalar hæðirnar sem voru eins og gegnumblautur svampur, enda snjóinn enn að leysa í 800-900 metra hæð við Vatnadæld. Brátt birtust hnúkar í vestri á Vatnajökli, þeir Gendill, 1.564 m. og Goðahnúkar, 1.539 m. Þegar komið var yfir að Vesturdal birtist gilið þar sem upptök Jökulsár í Lóni eru og sjá mátti allt út á sjó í Lónsfirði. Kollumúlahraun á vinstri hönd er hæst um 909 m. en í austri mátti sjá bunguna á Þrándarjökli, 1.248 m. Göngu- leiðir á Lónsöræfum bjóða upp á mikla fjöl- breytni og náttúrufegurð og hér sannkallað gósenland göngumanna þar sem hægt er að verja mörgum dögum í síbreytilegu landslagi á og við jökul. Tröllakrókar, sem nú komu í ljós í hlíðum Kollumúlans, eru mikilfengleg náttúru- smíð þar sem vatn og vindur hafa mótað lint móbergið í alls konar tröllauknar myndanir, en þær sjást enn betur neðan frá. Jökulsá í Lóni kemur undan Vesturdalsjökli og er eins og önnur jökulvötn um 0°C þegar hún kemur undan jökli, en hitnar ótrúlega fljótt hvar hún rennur niður gilið fyrir neðan okkur. Þarna hafði fararstjórinn útspil fyrir sporlétta og klifu þeir sprækustu niður gilið til að komast upp eilítið austar eftir að hafa skoðað fossana í gilinu sem eru hrikalega háir, yfir 100 metra, og þarf að ganga fram á ystu gilbrúnir til að sjá þá. Við hin fórum okkur hægt í austur í efrihlíðum „Kollumúlaheiðar" og nutum útsýnisins. Dagleiðin var áformuð í Egilssel við Kollu- múlavatn eða að Grund í Víðidal ef tími gæfist til. Allir höfðu staðið sig vel hingað til, ekki síst börnin er oft fóru með fyrstu mönnum og voru ekki síður úthaldsgóð en fráustu göngukappar. Efri hópurinn hafði og augun á mannaferðum því ætlunin var að mæta á heiðinni einum af ferðafélögunum, Jakobi Yngvasyni, sem hafði verið síðbúinn vegna tafa erlendis og væntan- legur þennan dag úr Lóni. Hvar við vorum að skima þarna í Vatnshlíðunum, kemur ekki allt í einu pólfarinn Ólafur Haraldsson upp úr gilinu eins og tvíefldur jötunn í fótunum og með nær 25 kg á bakinu, en þingmaðurinn hafði við Blöndu tekið á sig aukabyrðar af fótlúnum sam- ferðamanni og einum er hafði of háan blóð- þrýsting. Ólafur blés ekki úr nös og sýnir þetta dæmi hvað mikil og góð æfing getur aukið þol. í þessum hópi voru allt að 25-30 göngugarpar og sumir með maraþonshlauparagráðu, menn sem höfðu talsvert þol umfram okkur hina meðal- göngujónana. Þessir menn voru tilbúnir að leggja talsvert á sig ef í nauðirnar ræki. A öræfum sem þessum geta verið tvær dag- leiðir til byggða eftir aðstoð ef óhapp ber að höndum og því ekki vanþörf á að hafa garpa sem geta lagt tvær dagleiðir að baki á hálfum sólarhring. Sem betur fer eru óhöpp fátíð hjá vönu göngufólki og óþarfi að örvænta, enda fólk úr flestum stéttum í hóp eins og þessum, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, flugfreyjur og sál- fræðingar sem geta veitt góða umönnun og hjúki-un í óbyggðum. Flestir í þessum hóp höfðu áður farið með klúbbnum í svipaðar ferðir til Grænlands, í Fjörður og Borgarfjörð eystri og Dyrfjöll og allt alltaf gengið að óskum. í ferð- inni voru meðferðis ein fjögur GPS-staðsetn- ingartæki er vinna eftir upplýsingum frá tugum gervihnatta. Tækin eru mjög nákvæm séu þau notuð með þar til gerðum kortum og GPS- punktum, segja til um gönguhraða og í sumum tilvikum hæð. í þoku og villum ei-u þau enn nauðsynlegri en á góðviðrisdögum sem þessum. Sumir ferðalanganna höfðu farið hér um nokkr- um árum áður, þá einnig í júlímánuði, og fengið norðaustan snjókomu og 2-3 stiga hita en í dag var hitinn um tuttugu stig. í Vatnshlíðum, íraman í Koilumúlahrauni, komum við auga á Jakob talsvert fyrir ofan okk- ur og aftan. Hafði hann gengið efth- GPS- punktakerfinu og skildu aðeins klettar á milli. Um kvöldmatarieytið komum við að Kollumúla- vatni og var ákveðið að ganga alla leið niður í 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.