Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 15
Sögustund við bæjartóftir í Víðidal. Nærri Grund í Víðidal, innarlega á Lónsöræfum. Guðjón Jónsson i Snæfell bregður stórum svip yffr öræfin. Víðidal í kvöldsólinni. Gönguleiðin niður að Grund er um dalabrúnir þar sem klettar eru víða en með þolinmæði tekst að finna kennileiti og vörður. Veitingamaðurinn Rúnar og ég rák- um lestina þennan dag og komum nú fram á fjallsbrún hvar við sáum undurfagra göngubrú efst í Grundardalnum. Hún var bara ekki á rétt- um stað og beið þarna á balanum handan við ána til að verða sett yfir glúfrið af ferðafélags- mönnum síðsumars. Við gengum því lengra með brúninni suður og sáum brátt vörður, en langt fyrir neðan okkur mátti greina félagana þar sem þeir óðu vatnsmikla Víðidalsána. Þegar að ánni kom fórum við í vaðskó og ullarsokka og þannig komust allir klakklaust í náttstað eftir ævintýralega fagran dag á fjöllum. Grund í Víðidal Næsta dag tóku veðurguðirnnir enn á móti okkur með glampandi sól í gróðursælum daln- um, sannkölluðu blómavafi. Grétar Guðmunds- son, kallstjóri ferðarinnar, vakti okkur eins og venjulega með herópi og sagði brottför áætlaða klukkan tólf vegna þess hve dalurinn væri un- aðslegur, en venjulega hafði hann vakið okkur klukkan átta. Við bæjarrústirnar á Grund rakti Guðrún Kvaran sögu staðarins en Árni Einarsson Breiðdælingur sagði okkur ágæta þjóðsögu sem átti að hafa gerst í Fljótsdal og Víðidal. Fyrst bjó á Grund Stefán Ólafsson sterki og Anna kona hans frá 1835 til 1840. Næstu ábú- endur fluttu í dalinn 1847. Á þrettánda dag jóla 1848 fellur snjóflóð á bæinn og bóndinn, Þor- steinn Hinriksson, ferst þar ásamt tveimur son- um sínum. Eiginkonan, Ólöf Nikulásdóttir, og dóttirin komust lífs af og ná nokkrum vikum síð- ar við illan leik niður í Geithellnadal. Önnur þeirra flyst síðar til Seyðisfjarðar og þar nær annað snjóílóð að granda henni og kórónar það umkomuleysi og hættur sem þetta afdalafólk bjó við á nítjándu öld og Laxness gerir nær ódauðlegt í Sjálfstæðu fólki. Síðar, árið 1883, flyst að Grund vænn bóndi, Sigfús Jónsson, og Ragnhildur Jónsdóttfr úr Geithellnadal og búa þar í 14 ár. Þegar þau yfirgefa dalinn árið 1897 er beitin þorrin, fjárfellir og harðindi. Árið 1982 kom Sigfús fyrst í dalinn með Þorvaldi Thor- oddsen og þá var hann grösugur og blómavaf í hnésbætur. Bæjartóftirnar á Grund eru all myndarlegar á afskekktasta bóndabýli landsins þar sem langar dagleiðir vonj til byggða. Hafa ýmsir sýnt því áhuga að endurreisa bæinn til minningar um þetta harðduglega fólk. Eftir sögustund var lagt á brattann upp dal- inn og áætlað að hækka sig um 400 metra þá um daginn, í allt að 730 metra hæð yfir sjó á Háási. Þegar gengið er upp dalinn er brátt komið að Víðidals-Þverá og með henni gengið að Hnútu- vatni. Fjallið Suðurhnúta er í vestri en Norð- urhnúta læsir hringnum eins og hnútur á leggj- arbeini væru. Leiðin er auðfarin og falleg en ekkert kvikt að sjá. Á stöku stað má sjá nýleg spor eftir hreindýi’ en lóan bregst ekki því kvak hennar má heyra þótt hátt sé farið. Síðan er gengið norðan við tvö vötn og hálsadrög sem eru þaktar ís- og veðurbörðum hleinum. Litlir silfurtærir lækir renna við mosavaxna bakka og að lokum seytla á marglitum steinvölum út í vötnin. Litaspilið er óvenjulegt á vatnsósa jörð- inni sem nýlega hefur komið undan fönninni. Fallegir ævintýralega skýrii- gulgráir tónar sem litaskáldum á fjöllum er einum hent að töfra fram. Þrándaijökull skartar í norðri og við nálgumst Geithellnadal. Snorri hafði upplýst okkur um að gegnt niðurleiðinni væri foss sem við skyldum stefna á, en Geithellnadalur birtist okkur allur sem einn fossafans og erfitt að draga einn út, öðrum fremur. Þá vandast málið. Hvar á að leita niðurgöngu í brattri og klettóttri fjallshlíðinni? Snorri far- arstjóri hafði haldið sig að venju miðsvæðis í hópnum og var með stækkað kort af svæðinu. Við heyrum það berast frá honum að við skyld- um gæta að máluðum gulum steinum og brátt koma þeir í ljós hver af öðrum þangað til bratt- inn verður æ meiri þá hverfa þeir og aðeins eitt beint öflugt gult strik á síðasta steininum og þar fyrir neðan ótrúlega bratt og stórsteinótt. Ekki þykir okkur þar gott niðurgöngu og höldum nið- ur minni brattann eilítið innar. Þar eru fannfr fyrir neðan svo og gljúfur árinnar úr Þránd- arjökli. Þá er sögumaður sendur niður til að kanna nánar leiðina en hann finnur ekkert nema klettasnasir og Geithellnaána og mikilúð- ugan foss langt fyrir neðan. Þá er ákveðið að senda Bjarna Vestfirðing til könnunar eftfr kinda- og hreindýrastíg í austur og finnur hann handan klettanípu einstigi sem hópurinn klöngraðist niðm', fet fyrir fet. Þessi leið er heillandi í góðu sumarveðri en eflaust vandfarin í þoku og rigningu. Líklega sú greiðfærasta þótt ekki beri mikið á henni við fyrstu aðkomu. Mæðgumar sem komust af úr snjóflóðinu í Víðidal í janúar 1848 hafa eflaust komið fram á þetta einstigi en ekki treyst sér niður ísilagða, snarbratta hlíðina, heldur gengið upp aftur og út eftir dalbrúnunum þangað til smalinn góði sem gætti búsmalans í dalnum sá þær bera við himin á klettabrúninni 600 metrum ofai’, líklega af einskæm tilviljun eða öllu fremur af guðlegri forsjón. Geithellnadalur Strax og niður í dalinn var komið tóku við minni daladrög sem liggja að undurfagm-ri ánni sem fellur í mörgum minni fossum út allan dal- inn. Eftir um það bil tveggja stunda göngu í dalnum tók hópurinn að tjalda á grösugum grundum og á miklu undirlendi í dalnum, hvar við sáum tóftarbrot. Líklega frá fjárhúsum smalans á Hvannavöllum. Seinna um kvöldið heyrum við hvar gamalreyndur Landrover-bíll silast inn dalinn, hægt og rólega. Þar eru komin hjónin Jón og Inga Sólnes til að fagna okkur og ferja fyrir okkur mestu þyngslin úr bakpokun- um út í dalsmynnið. Það berst mikill fagnaðar- kliður út dalinn því það er glaðvær hópur sem þama er kominn í náttstað og þarf að ræða mik- ið. Aðrir skríða þreyttir í pokana sína og vakna snemma til að uppgötva að dalalæða umleikur tjöldin. Geithellnadalur er með lengri dölum á ís- landi og því genginn á tveimur dögum. Ekki vantar fegurðina, kjarrið eða grasbalana og því undravert að þama hafi verið frekar lítil byggð. Það leiðir svo hugann að því hvort ekki hafi ver- ið erfitt að smala í þessum snarbröttu Aust- fjarðafjöllum. Einhverjar gildar ástæður hljóta liggja til þess að svo mikill kjarrivaxinn dalur skuli ekki meira byggður hér á nítjándu öld, þegai' hvert kotbýli vai- nytjað. Eflaust hefur vetrarbeit gengið nærri gróðrinum hér eins og annars staðar og Sigfús bóndi farið í Víðidal vegna beitarinnar öðm fremur. En hjá verk- smiðju- og tölvufólki þéttbýlisins fær hann nýtt hlutverk og verður eflaust dýrmætur þegar fram líða stundir. Aðalprýði dalsins er hve af- skiptur hann er í brölti mannsins, byggingai’- gleði og vegalagningu. Enginn sumarbústaður var sjánlegur eða rolluhópar sem maðurinn hef- m- tekið ástfóstri við. Hvorki hrafn né annar fugl, engin leitandi sála nema þessi hópur sem senn var kominn á leiðarenda. Hér er nú ósnortin náttúraparadís þar sem stressaðfr nú- tímamenn fá tíma til að hugsa sinn gang og njóta lífsins. Að koma af hálendinu og í dals- mynni þessa paradísardals er líkast afsprengi kyrrðarinnar, áfall eftir fimm daga göngu fjarri umferð og skarkala mannsins. I lok ferðar merkja margir að þeir hafa tapað einu eða fleiri kílóum án þess að hafa haft fyrir því, enda gott fæði á íjöllum og létt í poka. Einn göngumanna hefur lækkað háan blóðþrýsting sinn um tugi stiga í þessari göngu. Enn aðrir merkja að þrek og áræði hefur vaxið. Svefn og vellíðan verðm’ betri með hveijum degi ferð- arinnar. Glaðværð og gáski einkennir þennan stóra samstillta hóp úr Trimmklúbbi Seltjarn- amess og brátt eram við lögð af stað til Djúpa- vogs í rútu þar sem gisting og lokahóf bíð’ur okkar á hóteli staðarins. Á miðjum Berufirði liggur glæsilegt farþegaskip við akkeri. Uti fyr- ir er eyjan Papey þar sem írskir munkar fundu friðsæld og vinnufrið fjarri bardagaglöðum ber- serkjum. Sagan endm*tekur sig, hingað leita menn friðar og kyrrðar og trúlega kunna flestir Djúpavogsbúai’ vel við það. Þeir hafa nýlega opnað nýtt hótel og reist safn um lífshlaup úti- lífsmannsins Eysteins Jónssonar, fyi-ram fjái’- málaráðheri’a, og heiðra einnig minningu bræðranna og listamannanna Ríkarðs og Finns Jónsona í skemmtilegu byggðasafni. Heimildir: Páll Ásgeir Ásgeirsson. Gönguleiðir, > Snæfell, Lónsöræfí. Höfundurinn er framkvæmdastjóri í Garðabæ. f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.