Tíminn - 03.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. desember 1966 TÍMINN Þess verður greinilega vart, að franska leyniþjónustan á rætur sínar að rekja til and- spyrnuhreytfingarinnar í síðari heimssiyrjöld. Þegar leyniþjón ustur á borð við þá banda rísku, CIA, vinna á stórum og víðtækum grundvelli, nota Frakkarnir „nálarstungu-að ferðina." Nafn CIA er í hug- um manna tengt Bananabylt- Ingunni í Guatamala árið 1954, og Svínaflóaævintýrinu á Kúbu 1960, en franska leyniþjónust- an er þegar sett í samband við mannrán, morð og morðtil- raunir. í Frakklandi eru fjölmarg ar leyniþjónustur — en síðasta áratuginn hefur ein þeirra náð greinilegri forystu. Það er „Service de documentation ex- terieure et de contresspion- age“ eða SDECE. Verksvið hennar er að safna upplýsing- um erlendis og tryggja öryggi landsins, þ.á.m. að stunda gagn njósnir Og það er ekki fyrst og fremst þessi samtök, held- ur hinar mörgu hálíopinberu deildir SDECE, sem vakið hafa athygli Af þessum skal fyrst nefna deild þá, sem fékk nafnið „Rauða höndin“ — eftir merki Þetta var algeng sjón í Alsír fyrir nokkrum árum. Nafn frönsku leyniþjónustunnar er í hugum fólks tengt VIÐ MANNRÁN, MORD OG MORÐTILRAUNiR því, sem hótunarbréf frá deild- inni voru auðkennd með. Hún sá fyrst dagsins ljós í desem- berbyrjun 1952 vegna þess, að frönsk yfirvöld töldu heppilegt að koma upp hryjuverkasveit til þess að draga úr starfsemi norður-afríska þjóðernissinna. Þegar tveim dögum síðar var fyrsti stjórnmálamaðurinn, Fer har Haohed, leiðtogi verkalýðs- hreyfingarinnar í Túnis, myrt- ur. Uppreisnin á Alsír 1954 skap aði „Rauðu höndinni“ ný verk- efni. Aðgerðir hennar beind- ust fyrst og fremst gegn frels- ishreyfingunni í Alsír, FLN, skrifstofum FLN erlendis og gegn öllum þeim, sem studdu frelsishreyfinguna. Margir póli tískir stuðningsmenn FLN voru myrtir, en þó voru eink- um þeir, sem seldu vopn til FLN, hátt skrifaðir í mann- drápslista „Rauðu handarinn- ar.“ Það leiddi til þess, að starf- semi deildarinnar fluttist til Evrópu, sérstaklega þó til Vestur-Þýzkalands og Sviss. Ár ið 1957 komu sendimenn „Rauðu handarinnar“ sprengju fyrir í bifreið vopnasalans Schliiter frá Hamborg, og særð ist hann. Tvö skip, sem vopna- salinn Puschart í Sviss átti, voru sprengd í loft upp í höfn- inni í Tanger. Skemmdaverk voru einnig framin á vopna- flutningaskipti í Hamborg Og 1959 varð vopnasalinn Pusch- art fyr>r sprengjutilræði. Þegar leið að friðarsamning unum 1962, skyldi maður ætla, að „Rauða höndin" myndi leggjast niður Svo varð þó ekki, því að vorið 1962 reis upp nýr andstæðingur. Það var leyniherinn OAS, sem í voru ö^gamenn til hægri meðal franskra Alsísbúa og innan franska hersins. Þessir menn ætluðu að reyna að eyðileggja friðarstefnu de Gaulles, því að sjálfstæði Alsírs þýddi, að þessara manna áliti, endalok búsetu þeirra í Alsír — þ.e.a.s. endalok fransks Alsírs. OAS tcl: upp að erðir FLN — sprengjutilræði og íkveikj- ur — fórnarlömbin voru lítils virði, en tilgangurinn einn — að skapa _ógn og ótta meðal íbúanna. í París var ákyeðið að koma á fót öryggisher, sem gæti svarað í sömu mynt. Þessi her fékk nafnið „Action Ser- vice“ en almennt fengu þeir, sem í hernum voru, nafnið „Górillurnar." Ástæðan var að maður sá, sem átti hugmynd- ina að stofnun þessarar hryð.iu verkadeildar, var leyniþjónustu maðurinn Dominique Ponchar dier sem, undir nafninu „Anti- one Dominique varð frægur fyrir skáldsögur sínar um njósnarann „Górillan“ Nafn deildarinnarinnar breyttist síð- ar í „Les Barbouzes" eða ,Þeir skeggjuðu" en nafnið „Gór- illurnar“ eru nú aðeins hið al- menna heiti álífvorðum de Gaulles. Yfirmaður ,Action Service" var hershöfðinginn Paul Jacqu ier Meðal annarra topp- manna þar var hinn frægi and- spyrnuleiðtogi Yves Le Tac, sem oftsinnis slapp undan kúl- um og sprengjum OAS á síð- ustu stundu, Jean Leroy of- ursti, sem var einn af skæru- hernaðarsérfræðingum franska hersins, og þingmaður Gaull ista, Pierre Lemarchand, sein í dag er flæktur inn f Ben Barka málið — þó aðeins sem vitni. ÁtÖkin milli hryðjuverkasveit anna tveggja voru miskunnai- laus. Tvisvar sinnum sprengd4 OAS höfuðstöðvar „Action Ser- vice“ í loft upp. Sem svar við þessu köstuðu „Les Barbouzes" sprengjum inn í kaffihús þau, sem OAS hélt til í. Báðir að- ilar rændu, myrtu og pynt- uðu andstæðinga sína. Er friður var saminn 1962 færðust vígstöðvarnar til Ev- rópu. OAS reyndi oftunnis að myrða de Gaulle, forseta, og franska leyniþjónustan reyndi að myrða eða handtaika leið- toga OAS. Margir þeirra hföðu verið handteknir í Alsír, en árið 1963 bættust tveir í hóp- inn — Antoine Argoud og Jean-Marie Curuchet. Argoud, sem var einn sá öfga fyllsti af leiðtogum OAS var í febrúar 1963 rænt úr hí-tei herbergi sínu í Miinchen. VÓru það sendimenn „Les Barbouz- es“ sem það mannrán fram- kvæmdu. Hann fannst síðar, bundinn og keflaðjT, i sendi- ferðabíl, eftir að hringt hafði verið í Parísariögregluna og henni sagt hvar hann væri að finna. Þetta þýddi, að Frakk- land hafði gert einn sinn hættu legasta andstæðing óskaðlegan, en um leið lenti landið í ut- anríkispólitískri deilu, sem hafði mun alvarlegr: afleiðing- ar í för með sér en átök þau, sem Ben Barkamálið olli Það var hið nána samband Frakk- lands og V-Þýzkalands sem var í hættu. Þótt aðalatriðin hafi verið hin sömu, þá vakti Curuchet- málið aðeins litla athygli. í nóvember var þessi OAS-leið togi handtekinn í Dakar, höf- uðborg Senegals, er hann milli lenti þar á leið til Urugay. Eins og svo margir aðrir af samstarfsmönnum hans, ætlaði hann að flýja til Suður-Ain- eríku. Aðal mismunurinn var, að það var lögreglan í Senegal sem handtók Curuchet — og af henti hann síðar frönsku lög- reglunni. Þetta útilokar þó ekki, að handtakan hafi verið skipulögð í höfuðstöðvun SDE DE í París. Síðan hefur orðið rólegra i Frakklandi. Hryðjuverk OAS eru úr sögunni, og opinberlega er „Action Service" einnig úr sögunni. En við rannsókn Ben Barka-málsins kom í ljós, að þau samtök hafa enn á að skipa 1500 mönnum. Þátttaka „Leg Barbouzes" í ráni Ben Barka, leiðtoga stjórnarandstcð unnar í Marokkós, leiddi ril endurskipulagningar á frönsku lögreglunni og leyniþjónust- unni. SDECE var látið heyra beint undir varnarmálaráðu- neytið, í stað forsætisráðlherr- ans, og nýr yfirmaður var skipaður, þar sem Jacquier hershöfðingi — án þess þó að vera sjálfur ákærður — lét af því starfi, og við tók Eugene Guibaud. En þetta virðist allt vera gárur á yfirborðinu. Hin raun- verulega yfirstjórn leyniþjón- ustunnar er enn í höndum Jacques Foccart, sem lifir í „skugganum" sem yfirmaður „Skrifstofunnar fyrir afrísk og malagasísk málefni.“ Hann starfaði á vegum njósnahreyf- ingar andspyrnuhreyfingarinn ar, fjarlægði væntanlega and- stæðinga úr Gaullistaflokknum, svo að flokkurinn væri sem sterkastur er hann tók við völd um 1958, og hefur frá valda- töku de Gaulles verið yfirmað- ur leyniþjónustunnar. Foccart er, þrátt fyrir „skuggatilveru“ sína, einn valdamesti maður- inn í frönskum stjórnmálum. Hversu marga menn hann hefur í þjónustu sinni, hversu miklu fjármagni hreyfingin eyðir og hversu víðtæk starf- semi hennar er — allt þetta er hulið leyndardómshjúp. En hún heyrist nefnd víða — í Evrópu, í fyrrverandi frönsk- um nýlendum í Afríku og Suð- austur-Asíu — og hún starfar líklega einnig í Suður-Ameriku þar sem margir OAS-menn lifa í útlegð og þar sem upphafs- maður „Les Barbouzes," Dom- inique Ponchardier, er í dag ambassador lands síns í Boli- víu. Svo virðist, sem starfsemi SDECE sé jafn viðtæk og ut- anrikisstefna de Gaulles. I*C3» r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.