Alþýðublaðið - 16.02.1922, Side 2

Alþýðublaðið - 16.02.1922, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ jafn ódauðleg fyrir því, þótt íor vígismenn hennar sé hálshöggnir. — Það hefir þegar verið ofsóttur aragrúi manna fyrir þessa hugsjón, viða um heim, en það virðist vera eins með hana og t. d. kristin- dóminn, hafi áhrifin orðið nokkur, þá hafa þau orðið henni i vil, aukið veg hennar og veldi — Þótt ólafur Friðriksson sé tékinn til fanga, þótt Lenin vaeri brend- ur eins og marga langar til, þá verður hugsjón sú, er þeir berjast fyrir, ekki tekin tit fanga né brend, því hún er eins og guðaorð, fram- sett af mikilmennum, sem vissu- Iega hafa haft miljónfalt sterkari þrá til þess að fórna sér fyrir fuilkomnan mannkynsins og hag þess, en hinir, sem með oddi og egg, eða með bareflum, eða með kreitum hnefum, reyna að berja hana niður. Að ofsækja merkis- bera hennar, setja menn í fangelsi og drepa fyrir hana, það gerir hana einungis heilagri og heilagri. Morgunblaðið skrifar 24. nóv. að úr því ikveikjan, upphafsmenn- irnir(l) sé handsatnaðir, þá fyrst sé von til þess, að hægt verði að vernda frið þjóðfélagsins og ekki sízt bæjarfélagsins. Þó þetta sé ekki öllu meiri fá- vizka en hjá Briand, sem heldur að heimsfriðurinn verði ekki með öðru móti trygður, en beita Þjóð verja valdi og halda þeim í úifa kreppu, þá er það samt sem áður raunalcga vitlaust, hver sem hefir skrifað Því fyrst og fremst er það! Hvort heldur um iit er að ræða eða gott, að beita það valdi, hefir aldrei í manna minnum orðið til þess, að gera hið vonda gott og hið góða betra, heldur er valdið hin neikvæðasta bardagaaðferð i heimi, og megnar að eins að gera hið góða vont og hið illa verra. Valdið er illýðgi, það ber enga virðingu fyrir hinu réttara, hvernig ætti það svo að stuðla til góðs? Heipiurinn hefir þegar staðið all iengi, en engin reynsla virðist færa honnm heim sanninn um þetta atriði, og hann mistekur sig stöð ugt á því. Menn skulu, til dæmis, sjá síðar meir, hvað þ»ð mun kosta heiminn, að nú skuli Þjóð verjar vera beittir valdi og Aust- urríkismenn. Og í öðru lagi skal framtlðin sanna til: Ekkert eias og þessi valdbeiting hvítu hersveitariniaar eða lögreglustjórnarinn&r, eða hvað þ»ð nú heitir þetta lið, sem hefir hafið strfð á tslandi, sem er betur faliið til að gefa hinum róttæku stjórnmálastefnum byr f seelin. Framtfðin skal sanna þaðl (Frh) e Til Þórðar Edilonssonar. Tilefni greinar þessarar er at- burður sá, sem gerðist á Alþýðu- flokksfundinum f Hafnarfirði þann 14 febr. og nú skal greina. Hér aðslæknirinn f Hafnarfirðí, Þórður Edilonsson, kom á fundian (óboð inn eftir þvf sem upplýstist) og fór nokkrum orðum um jafnaðar- stefnuna. En nokkru á eftir að hann hélt tölu sfna, móðgaðist læknirinn og fór út. Mér þótti ekki nein ástæða til, að láta um mæli hans ómótmælt þótt lækn irinn ryki út f reiði sinni, Og bað þvf um orðið. En á öðru máli voru nokkrir raddmiklir drengir (og verkstjórar) og „p:ótesturðu“ á sfna visu án þess að biðja um orðið, nfl. klöppuðu, hrópuðu og höfðu f heitingum s s. að henda mér út um vegginn o s. frv. Mér fanst ástæða tii þess að halda það, að Þórður læknir hafi gengið með tokuðum augum gegn um lífið (nema þegar hann heim sækir sjúklinga sína) þar sem hann ekki þykist þekkja auðvaldið hér á landi En það verð eg að segja honum til hróss, að hann var of drengfyndur til þess að hann færi að bæta við (eins og margir auð valdssinnar gera) að hann ekki þekti fátækt hér á landi. Tii þess hefir hann gengið inn á of mörg fátæk heimili, þar sem hin sárasta ötbirgð rfkir. Þar sem læknirinn ekki þykist þekkja auðvaldið hér á landi, vetð eg að draga þá á lyktun, að hann hs.fi einhverja hugmynd um að það sé til er- lendis. En hvernig hann hugsar sér þvi varið þar, veit eg ekki. Það eru að eins örfáir menn eða félög hér á landi, sem hafa yfir svo miklum auði að ráða, að þeir geti keypt hin dýru fram ieiðslugögn — togarana — og gert þá út. En þeir eru lfka ein valdir, Á góðu árunum þegar gnægð fiskjar liggur við land og markaður er ákjósgnlegur fyrir fiskinn erlendis, þá vaggar alþjó8l; sér f geisladýrð þessara einvalds herra yfir auðlegð landsins. Þeir sjáifir — útgerðarmennirnir — verða himinlifandi yfir allri þessari auðlegð sem að þeim streymir, og f þessari gullumgerð vex þeim. ásmegin og dlrfska til nýrra stór- ræða og spekulationa; verkamenn ganga glaðir til vinnu sinnar, ánægðir yfir þvf að hafa svo mikið að gera, að þeir geta fram- fleytt sér og fjölsky'dum sfnum án. þess að svelta; skóarar og skradd- arar fá meira að géra og aðrir handverksmenn, þvf nú er auð- legd í landi og fólk hefir efni £ að verzla við þá, og sveitamaður inn hugsar sér til hreyfiogs að> næla í eitthvað af þeim gullstraum,. sem frá þeim alvöldu útgerðar- mönnum fiýtur. Bæjarsjóðirnir tútna út af öllum þeim auði sem f þá streymir f gegn um æðar gull- hjarta þjóðarinnar — útgerðarinn- ar — og landssjóður rymur á- nægjulega yfir allri þessari skatta óg tollafúlgu, sem kemur af öllum þessum ósköpum, sem út og inn er ðutt. Og allir blessa þessa eð- allyndu öðlinga — útgerðarmenn- ina — á góðu árunum. — En svo koma vondu árin, þeg- ar fiskilítið er, fiskurinn er f lágu verði á erlendum markaði, og út- gerðarmenn hafa sprengt sig £ fifldjörfum spekulationum. Þá draga þeir saman seglin og hætta »8 gera út — bindá togarana vi8 garðinn — svifta fjölda manns atvinna, svo ekkert er fram undan annað en neyð og nekt og sárasti sultur; sjóðir bæjanna og lands- sjóðs rýrna að sama skapi og gjáldþol manna svekkist og fleiri þurfa styrks að leita, og eftir þvf sem minna er flutt út og inn. Þegar atvinnuvegirnir eru lsgstir i kaida kol eða takmarkaðir að miklum mun, þá hlýtur ríkið að taka lán á lán ofan til viðhalds landinu og þannig legst þjóðin £ það skuldafen, sem erfitt er upp úr að rísa. Þannig hafa éigendur framleiðslutækjanna vald til að stöðva framleiðsluna — því eign- arrétturinn er heiiagur — og með þvf sökkva landi og lýð í dýpttu eymd og örbirgð fátæktarinnar. Á meðan þjóðin stynur undir sí« þyngjandi böggum" skulda sinna, hafa eigeadur framleiðsiutækjanna vald til að stöðva fram eiðsluna,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.