Tíminn - 19.01.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1967, Blaðsíða 1
/ Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fynr augu 80—100 þúsund lesenda 15. tbl. — Fimmtudagur 19. janúar 1967 — 51. árg. Fréttastofustjóri dreginn um götur höfuðborgar Kínu NTB-Tókíó og Peking, miðvikud. Forstjóri fréttastofunnar Nýja Kína, Hu Chi var dreginn u® götur Peking og þannig opinber- iega hæddur. Að þessum aðgerð- um stóðu fréttamenn eins af Pek- ing-dagblöðunum, segir japanska fréttastofan Kyodos, að staðið hafi á auglýsingaskittum í Peking í dag. Samtímis skýrir einn frétta,':t- ara Reuters frá því, að ritstjóri málgagns kínverska kommúnista- flokksins, Dagblað alþýðunnar, sæti nú mikilli gagnrýni Rauðu varðliðanna. Þá hafa veríð hengd- ar upp um gjörvalla höfuðborg Kína, myndir af 20 kommúnista- leiðtogum og menntamönnum, sem neyddir hafa verið til að standa með hneigt höfuð á hóp- ^ fundum og taka á móti hnjóðs- yrðunn manngrúans. Hu Chi var nýlega skipaður yfir; maður fréttastofunnar Nýja Kina, eftir að fyrirrennari hans hafði j verið settur af, sakaður um þátt- töku í áróðursklíku fyrrverandi áróðursmálaráðherra Kína. Tuo Chu. Hu Chi er einnig aðstoðar- ritstjóri aðalmálgagns hersins og er hann sakaður um ac hafa stað- ið fyrir stofnun byltingarklíku í andstöðu við Mao og menningar- byltinguna. Hafi hann með skrif- um í blað hersins fylgt borgara- legrí endurskoðunarstefnu. Allt virðist benda til, að bar- áttan gegn andstæðingum Maos haldi áfram af fullum krafti. í Framhald á bls. 14. Vínlandskortið: SÝNT HÉR •H-- - Myndin sýnir Vietcong-hermenn í loftvarnarstöð, tilbúna að mæta árásum bandarískra sprengjuflugvéla. Öllu lífi eytt á 50 ferkílómetra svæði í S-Vietnam: SVÆPIÐ SEM EITT ELDHAF EFTIR HARÐAR LOFTÁRÁSIR NTB-Saigon, miðvikudag. Bandarískar risaþotur ai gerð- inni B-52 eyddu/í dag öllu lífi á um 50 ferkilóníetra svæði í loft árásurn á svonefnt stríðsbelti skammt fyrir norðan Saigon. Risa þoturnar, sem komu eins og í bylgjum frá Guamherstöðvunum í Kyrrahafi vörpuðu um 30 tonn- uxn af magnesium-hylkjum á skóg ilendi, sem lengi hefur verið eitt aðalvígi Vietcongmanna. Þetta er nnesta loftárás með íkveikju- isprengjum, sem gerð hefur ver’ð síðan Vietnam-styrjöldin hófst. í um 2.500 metra hæð sprungu imagnesíum-hylkin, þannig að allt 'árásarsvæðið var eins og eldhaf yfir að líta. Þétt reykský steig þegar upp í um 500 metrá hæð iog mátti sjá það í 160 kílómetra ifjarlægð. íkveikjusprengjurnar ivoru af sömu gerð og Bandaríkj- menn og Bretar notuðu er þeir lögðu Dresden í rúst í síðari iheimstyrjöldinni. Rannsóknarflugvélar, sem send ar voru á loft, eftir árásirnar gátu lekki greint ncitt lifsmark á þessu igríðarstóra svæði. Eldar geisuðu enn í skóginum og mátti sjá stór tré, allt að 60 metrar á hæð, gnæfa eins og log- andi kyndla í kjarrsvæðinu. Haft er eftir bandarískum heim ildum, að nýjar sams konar loft- árásir yrðu gerðar á þetta svæði, ef nauðsynlegt þætti. Þetta er í «nnað sinn, að Bandaríkjamenn leggja til atlögu með kveikju- sprengjum í þeim tilgangi að gjör eyða öllu lífi. Slíka árás gerðu þeir í fyrsta sinn í ágúst í fyrra á svæði í Pleiku-héraði á hálend inu um miðbik S-Vietnam. Vitað er, að um 50 risaþotur af gerð inni B-52 eru staðsettar í Guam- herstöðinni, en ekki er vitað, hve margar þeirra tóku þátt í árásun um í dag. Aðrar sprengjuflugvélar Banda- ríkjamanna réðust í dag á skipti- stöðvar og olíubirgðastöðvar í Norður-Vietnam. Á móti banda- rísku flugvélunum var tékið með miklum gagnárásum frá loftvarn arstöðvum. Gefið hefur verið upp. að einnar eftirlitsflugvélar sé saknað. Framhald á bls. 14. I 2 VIKUR EJ-Reykjavík, miðvikudag. Eins og frá var skýrt í blaðinu í dag, er ætlunin að Vínlands- kortið komi hingað til lands síðar á þessu ári. Er blaðið hafði í dag samband við Knút Hallsson, deild arstjóra í menntamálaráðuneytinu sagði hann, að gert væri ráð fyrir að kortið kæmi hingað í marz- mánuði, og yrði sýnt hér á landi í tvær vikur. Ekki mun þó endanlega verið frá þessu gengið. Óljóst var í til- boðinu um að koma með kortið hingað, hvort ísland ætti að standa straum af einhverjum kostnaði í Framhald á bls. 14. Fjórtánda flokksþing Fram- sóknarmanna haldið áHótel Sögu 14.—19. murz nk. Á fundi framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins 3. janúar s.l. | var samþykkt að boða til flokks- ' þings Fnamsóknarmanna þriðju- daginn 14. marz n.k, Áætlað er, I að flokksþingið standi yfir í sex daga. Eins og venja er hefst þing- i ið með yfirlitsræðu formanns flokksins um stjórnmálin og skýrsl um ritara og gjaldkera um innan- flokksstarfið. f tilefni af 50 áraj afmæii flokksins vcrður efnt til sérstaks hátíðarfundar laugardag-! inn 18. marz og flokksþinginu j lýkur sunnudaginn 19. marz með' afmælls- og lokahófi að Hótel j Sögu. Framkvæmdast-jórn flokksins biður forráðamenn flokksfélag- anna að hafa forgöngu um fund> í félögum sínum og kjósa fulltrúa á flokksþingið samkvæmt lögum flokksins. Eins og venja er þarf að senda skrifstofu flokksins Reykjavík skrá yfir þá fulltrúa. sem kjörnir eru á þingið. Kjarnorku- knúin bota væntanleg? NTB-Washington, nnóvikud Bandarískir vísindamenn hafa byrjað rannsóknarstarf að nýju í sambandi við þá áætlun að smíða kjamorku- knúna flugvél, sem haldizt gæti á loiii í sex vikur eða meira, án millilendinga. Er þetta haft eftir tals- manni geimrannsóknar- stofnunarinnar, NASA. Rannsóknarstarfið hefur leg ið niðri um fimm ára skejð og er það nú flugherinn, sem knýr á, að starfinu verði haldið áfram. Má segja, að nú sé unnið dag og nótt við rannsóknir á því, hvort mögulegt er að Framhald á bls 15. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.