Tíminn - 19.01.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.01.1967, Blaðsíða 16
É Allir bæir eystra erubúa- ir að fá rafmagnið aftur 15. tbl. — Fimmtudagur 19. janúar 1967 — 51. árg. VIKINGURINN KEM- UR HJÁ AB í HAUST FB—Reykjavík, þriðjudag. Berlingske Tidende segir frá út komu glæsíilegrar bókar, Vikingen sem fjallar um víkingaöldina, og hafa ýmsir fræBimenn skrifaíS kafla, hver um sitt fræðisvið í bók ina, en auk þess eru í henni fjöl- margar myndir og teikn'ingar eln staklega vel gerðar, að því er blað ið segir. Samkvæmt upplýsingum Baldvins Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra Almenna bókafélags ins kemur Víkingurinn út á ís- lenzku í haust, og hefur Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag. vertð fenginn til að.annast þýðing una. Víkingurinn er 288 bls., 30x30 cm að stærð, og vegur 2y2 kg. að því er Berlingske Tidende segir. Sænska bókaútgáfan Tre Tryckare Cagner & Co í Gautaborg gaf Vík inginn út upphaflega, en nú fyrir skömmu kom bókin einnig út í Danmörku. Ritstjóri bókarinnar er sænski fornleifafræðingurinn Ber- til Almgren, og hefur hann sam- ræmt bókina, en einstaka kafla skrifa visindamenn frá Norð- urlöndunum og Englandi, Þýzka- landi og Frakklandi. Kaflann um fsland skrifar dr. Kristján Eldjárn þj óðminj avörður. í Víkingnum er fjöldinn allur af myndum, bæði svarthvitum og lit myndum auk teikninga sem sænski teiknarinn Áke Gustavsson hefur gert. Myndirnar eru prentaðar í Ítalíu, og að því er BerBngske Tidende segir mjög góðar. Danska útgáfan á Víkingnum kostar 115 krónur danskar. Baldvin Tryggvason skýrði blað inu frá því i dag, að AB myndi gefa Vikingen út. og hefði Eiríkur Kneinn Finnbogason verið feng- inn til þess að þýða textann, sem settur verður hér, hins vegar verð ur endanlega gengið frá bókinni i Svíþjóð. Ekki sagðist Baldvin neitt geta sagt um verð bókarinnar, en hún mundi kosta á áttunda hundr- að krónur, verði hún jafn dýr og sú danska, svo af því má draga þær ályktanir, að bókin mumi kosta töluvert miklu meira hér á landi en í Danmörku. KJ—Reykjavík, miðvikudag. Við vonumst til þess, að bráðabirgðaviðgerð á raflín- unni við Brúará ljúki um mið- nættið og eiga þá all'ir þeir bæ ir sem urðu rafmagnslausir á mánudaginn að vcra komnir í samband við orkuveitusvæði Sogsins, sagði Guðjón Guð- mundsson, deildarstjóri hjá Raf orkumálaskrifstofunni, er Tím- inn hafði tal af honum í kvöld. — Aðstaða til viðgerðar er slæm við Brúará, engu farar- tæki fært þar um, og erfitt fyr- ir viðgerðarflokkinn að komast þar að, og kornia línunum yfir ána og upp í staurana nýju, serm komið vár fyrir í stað þeirra, sem brotnuðu. Veður hefur verið hagstætt eystra í dag, svo að ekki hafa orðið taf- ir við viðgerðina af þeim sök- um. — Rafstöðin, sem sett var upp á Flúðum og veitt var raf magn frá 'inn á línurnar í Hreppa og Skeið hefur áreiðan lega komið að góðum notum á þeim bæjum, sem annars hefðu verið rafmagnslausir meðan á viðgerðinni við þverunina á Brúará stóð. Að vísu hefur þurft að rjúfa strauminn frá stöðinni inn á kerfið nokkrum sinnum, vegna of mikils álags en það hefur þó ekki komið alvarlega að sök, og rafmagns- notendur sýnt mikinn þegnskap í sambandi við þessi rafmagns- vandræði og reynt að spara ork una eins og hægt hefur verið, sagði Guðjón að lokum. Svo sem áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. urðu alls 275 býli rafmagnslaus vegna flóðanna í Brúará og Hvítá á mánudagsmorguninn. Meðal þeirra býla, sem urðu raímagns laus eru mörg stærstu kúabú landsins. þar sem treyst er á mjaltir með mjaltavélum, og urðu menn því að sitja við mjaltir mest allan daginn á stærstu búunum. Þá eru stór gróðurhúsahverfi á svæðinu þar sem rafmagnslaust varð, og kom rafmagnsleysið sér illa fyrir gróðurhúsabænd- ur, sem og aðra, sem treysta i rafmagnið sem orkugjafa. iegi Erlendur j Einarsson, forstjóri spjallar um samvinnumál og svarar fyrirspurnum. ASTAND GA TNA IREYKJA- V/K RÆTT íBORGARSTJÓRN Einar Ágústsson borgarfulltrúi ber fram fyrirspurn Fundur í Framsóknarfélagi Rvíkur um málefni Tímans ið Tíminn. Kristján Fmmmælendur verða Kristján Benediktsson framkvæmdastjóri, Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri og Hannes Pálsson, bankafulltrúi. Blaðstjórn Tírpans er sérstaklega boðið á fundiiin. Hannes KJ-Reykjavík, miðvikudag. Á borgarstjórnarfundi á morg- un verður m.a. til umræðu fyrir- spurn frá Einari Ágústssyni borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins um ásigkomulag malbikaðra gatna í borginni, en eins og vegfárend- ur hafa sjálfsagt tekið eftir er ásland malbikuðu gatnanna mjög bágborjð, að ekki sé minnzt á mal- argöturnar í borginni, sem ein- liver umferð er um eins og Njarð- argötu og Kleppsveg. Hér á eftir fer fyrirspurn Ein- ars Ágústssonar borgarfulltrúa um malbikuðu göturnar: „Þeir, sem fara um götur Reykjavíkur, sjá, að stórkostleg- ar skemmdir hafa oröið á malbik- uðu götunum á þessum vetri. Eru þær margar mjög illa farnar, svo að tæplega er akandi eftir þeim. Af þessu tiiefni er spurt: 1. Gera starfsmenn borgarinn- ar sér ljóst, hvað veldur hér méstu um: OPIÐ KVÖLD LEIKHUS FÖRIN Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík efndi til leikhúsfarar í gærkvöldi. Þátttakendur, sem vom um 40 talsins, komu fyrst saman í Þjóðleikhúskjallaranum og snæddu þar kvöldverð, en yfir borðum tóku til máls þeir Steingrímur J. Þorsteins son prófessor, sem sagði leikhúsförum sitt hvað um íslenzka leiklist, og Sveinn Einarsson leikhússtjóri, sem sagði frá Starfsemi Leik félags Reykjavíkur og upp- setningu á Fjalla-Eyvindi, en það var einmitt leikritið, sem ferðin var farin til þess að sjá. (Tímamynd GE.) , verður hjá Félagi ungra Framsókn j armanna í Kópavogi í kvöld. Til ! skemtunar verður meðal annars í kvikmyndasýning. Félagsheimilið i að Neðstutröð 4 verður opnað kl. ■ hálf níu. a) Er það hinn mikli saltaustur á götur„ar? b) Er það vegna stóraukinnar umferðar? c) Er það vegna lélegs efnis (grjót, malbik)? d) Eða hvað‘annað kemur til? 2. Hvaða götur eru verst farn- ar? Hvort hafa nýmalbikaðar göt- ur eða eldri gerð eyðilagzt meira? 3. Hve miklu tjóni er áætlað, að þessar skemmdir valdi? 4. Eru ekki horfur á, að óhjá- kvæmilegt verði að malbika nýtt slitlag yfir ýmsar eldri göturnar? 5. Eru ekki líkur til, að þetta tjón dragi stórlega úr nýbyggingu gatna á næsta sumri úr „varan- legu“ efni?“ Þá er á dagskrá fundarins fyr- irspurn frá Sigríði Thorlacíus v'ira borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins um fæðingarstofnun í borg- inni, en nú þegar er orðinn skort- ur á sjúkrarými á fæðingarstofn- unum. Fyrirspurn Sigríðar Thorlaeius fer hér á eftir: „Bandalag kvenna í Reykjavik sendi borgarstjórn í nóvember sl. svohljóðandi áskorun: „Fundurinn skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur og heilbrigðis- yfirvöld landsins að flýta bygg- ingu fæðingarstofnunar í borginni. Nú þegar er skortur á sjúkrarými fyrir fæðandi konur og því fyrir- sjáanlegt, að jneð auknum íbúa- fjölda mun skapast mikill vandi innan skamms, ef bygging fæð- ingarstofnunar dregst á langinn." Nú er spurt: Hvaða ráðstafanir hyggst borg- arstjórn gera af sinni hálfu til að leysa þennan vanda? Einar Ágústsson ber ennfrem- ur fram tillögu um aukið öryggi til handa vegfarendum á Hring- braut móts við Um ferðarmiðstöð- Framhald á bls. 15. VINNINGS- )/Vinningsnúmerin í Happ- drætti Framsóknarflokksins eru: 11336 62754 15592. Vinninga má vitja í Skrif j stofu Framsóknarflokksins, ! Tjarnargötu 26 .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.