Alþýðublaðið - 07.04.1984, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1984, Síða 2
2i Laugardagur 7. apríl 1984 r-RITSTJORNARGRElN- Á velferðarþjóðfélagið undir högg að sækja? A siðustu misserum hafa orðið miklar umræður í ýmsum iöndum Vestur-Evrópu um velferðarþjóðfé- lagið. Menn hefur greint á um það hve langt skuli gangatil að tryggjaeinstaklinginn og sómasamlega afkomu hans frá vöggu til grafar. Jafnaðarmenn hafa ávallt litið svo á, að markaös- kerfið geti ekki tryggt réttláta tekju- og eignaskipt- ingu. Jafnvel að kjarasamningar launþegasamtaka tryggi ekki réttmæta hlutdeild launþega I þjóðar- tekjum, eins og svo berlega hefur komið I Ijós hér á landi. M ikill fjöldi þjóðfélagsþegna verður ávallt afskipt- ur I markaðskerfi m.a. vegna aldurs, sjúkdóma, slysa og af ýmsum öörum ástæðum. Þessir einstaklingar geta ekki lifað því mannsæmandi menningarlífi, sem þeir eiga rétt á, nema hið opinbera gæti hags- muna þeirraog tryggi þeim nauðsynlegar tekjur. Þetta hefur verið einn af rauðu þráðunum i starfi og stefnu jafnaðarmannaflokka. Til þess að ná þessu marki hafa þeir barist fyrir almannat rygginga- kerfum. Með sjúkratryggingum, lifeyristryggingum, fjöiskyldubótum, slysatryggingum, örorkubótum, atvinnuleysisbótum og lágmarkstekjutryggingu hefurnáðst stórkostlegurárangurí átt til tekjuöflun- ar. — Enginn geturlengurhugsað sérþjóðfélagiðán þessa kerfis, og allir viðurkenna réttmæti þess. Þessu til viðbótar hafa jafnaðarmenn barist fyrir húsnæðislánakerf i svo að hinir tekjulægri og raunar allur almenningur eigi þess kost að afla sér hús- næðis, sem ekki væri unnt ef markaðsöflin ein réðu framboði og eftirspurn. Svo afla megi fjár til þessa tekjujöfnunarkerfis, þarf skattalöggjöfin að vera þannig, að allir þjóðfé- lagsþegnar og öll fyrirtæki greiði til sameiginlegra þarfa í skynsamlegu og réttu hlutfalli við greiðslu- getu. Þannig er í grófum dráttum sú stefna á sviði al- mannatrygginga, heilsugæslu, húsnæðismála og skattamála, sem nefnd hefur veriö félagsmála- stefna og leggur grundvöll að velferðarþjóðfélag- inu. Jafnaðarmenn hafa ávalit verið brautryöjendur í baráttunni fyrirþessari stefnu, sem í grundvallarat- riðum hefur nú hlotið almenna viðurkenningu eftir áratuga baráttu. Það fer hins vegar ekki hjá því, að enn sé deilt um það hversu langt skuli gangaá þessu sviði, hve ræki- lega afkoma einstaklingsins skuli tryggð og hvort sú hætta sé fyrir hendi, að þetta kerfi dragi um of úr framtaki einstaklinganna sjálfra til að bjarga sér. Þegar erfiðleikar steðja að á efnahagssviöinu, grípa afturhaldsöflin til þeirra kenninga, að vel- ferðarríkið sé þjóðfélaginu of dýrt. Þess vegna þurfi að skerða þá tryggingu, sem einstaklingurinn hefur fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi, hvort sem hann geturaflað til þess teknaeðaekki. — Fjármun- um, sem þannig sparast sé betur varið á vettvangi atvinnurekstrar. Þegar helkalt frumskógarlögmáliö tekur við og hefur vald til að herja á velferðarríkið, er mannleg reisn og frelsi i hættu. Þeir, sem viljastandavörö um félagsmálastefnuna, verðaþáað grípatil sinna ráða. Þaðhefurstundum reynsterfitt, þegarþeirhafaekki getað bent á leiðir til að fjármagna með eölilegum hætti velferðarkerfið. — Þáhafaþeirheldurekki get- að komið sér saman um hversu langt skal ganga í sjálfri velferöinni. A undanfömum misserum hafa verið reifaðar hug- myndir um það hvernig finna megi nýjar leiðir til að tryggja velferðarríkið. Þessar hugmyndir verða ræddaráráðstefnu í dag í Gerðubergi í Reykjavlk. Að þessari ráðstefnu stendur fólk úr fjórum stjórnmála- flokkum, sem láta sig félagsmálastefnuna miklu varða. Þaó vill reyna að átta sig á þvi hver sé staða velferðarþjóðfélagsins. Slik umræða er mjög mikils virði! - ÁG - Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa greitt gjaldfallin fasteignagjöld ársins 1984 að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 7. maí næst komandi verður krafist nauð- ungaruppboös samkvæmt lögum nr. 49-1951 á fasteignum þeirra er þá hafa eigi gert skil. Innheimta Kópavogskaupstaðar ||| Bókavörður Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða bókavörð hjá skóla- safnamiðstöð fræðsluskrifstofunnar Frfkirkjuvegi 1. Upplýsingar veitir skólasafnafulltrúi í sima 28544. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vfkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 16. apríl 1984. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Efnisvinnsla á Vestfjörðum 1984 Hluti I.: | Vestur-Barðastrandarsýslu. 3 námur með samtals magn 15.500 m3 Hluti II.: í Norður-ísafjarðarsýslu. 4 námur með samtals magn 27.700 m3 Verki skal lokið eigi síðar en 1. október 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vegagerðar ríkis- ins á ísafirði og hjá aðalgjaldkera Vegagerðar rlkisins, Borgartúni 5, Reykjavík frá og með mánudeginum 9. aprfl n.k. gegn 1000 króna skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins, ísafirði skrif- lega eigi síðar en 24. apríl 1984. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs, til Vegagerðar ríkisins, Dagverðardal, ísafirði, fyrir kl. 14.00 hinn 30. aprll 1984. Kl. 14.15 þann samadag verðaútboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flutningur efnis Svertingsstaðir — Brú Flytja skal 300 m3 af klæðningarefni 28,5 km leið. Verki skal lokið eigi siðar en 15. júli 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vegagerðar ríkisins á Hvammstanga og Drangsnesi frá og með mánudeginum 9. apríl 1984, gegn 200 króna skilatrygg- ingu. Skila skal tilboði í lokuðu umslagi á skrifstofu Vega- geröar rikisins, Hvammstanga fyrir kl. 14.00 hinn 2. mal 1984. ísafirði í mars 1984. Vegamálastjóri Útboð Tilboð óskast í stofnlögn Hitaveitu að íbúöarhverfi norðan Grafarvogsannan áfangafyrir Hitaveitu Reykja- víkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 12. apríl næst komandi kl. 15 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Viðbygging við Sólvang Tilboð óskast í byggingarframkvæmdir við Sólvang í Hafnarfirði. Gera skal sökkla, kjallara og gólfplötu 1. hæðar byggingar sém er alls 1440 m2. Stærð kjallara er 578 m2. Ennfremur skal skilafokheldum hlutaaf 1. hæð, aðstærð 885 m2. Greftri fyrir húsinu er lokið. Verk- inu skal að fullu lokið 1. des. 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5000,- kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 17. apríl 1984, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i efnis- vinnslu á Norðurlandi vestra. Helstu magntölur eru: Víðidalstungumelar 10.200 m Kjölur í Víðidal 2.700 m Skinnastaðir 4.600 m Undirfell 8.000 m Skeggjastaðir 1.000 m Verkinu skal lokið 15. iúlí 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vega- gerðar ríkisins áSauðárkróki og í Reykajvík fráog með 9. apríl 1984 og kosta kr. 500.- Skila skal tilboði í lokuðu umslagi merktu „Efnis- vinnsla II á Norðurlandi vestra 1984“ til Vegagerð- ar ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki, fyrir kl. 14.00 hinn 24. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík i apríl 1984 Vegamálastjóri Friðarráðstefna 4 lina þjáningar og leita með því leiða til að koma á friði meðal allra jarð- arbúa. Miklar vonir eru nú bundnar við hina fyrirhuguðu ráðstefnu og því fagnað að finnsku og sænsku Rauðakrossfélögin skuli hafa á- kveðið að efna til hennar á Álands- eyjum sem eru samkvæmt alþjóða- samþykktum hlutlaust svæði á ó- friðartímum. Nýlega hafa aðalskrifstofu RKÍ borist frá Genf bæklingar og annað kynningarefni um friðarmál. Er þar að finna upplýsingar sem geta verið nytsamar til hugleiðinga um friðarmál og er þangað ýmsan gagnlegan fróðleik að sækja fyrir nemendur í skólum eða aðra hópa sem vilja efria til kynningar á frið- arstefnu Rauða krossins og um- ræðna um hana. Aðalsk bifreið í Mýra- og Borgarfja Bifreiðaeftirlitið í E og 13—16.30 eftirti í Borgarnesi: Þriðjudaginn 10. a Miðvikudaginn 11. a Fimmtudaginn 12. a Föstudaginn 13. a Þriðjudaginn 17. a Miðvikudaginn 18. a Þriðjudaginn 24. a Miðvikudaginn 25. a Fimmtudaginn 26. a Föstudaginn 27. a Miðvikudaginn 2. r Fimmtudaginn 3. r Föstudaginn 4. r Þriðjudaginn 8. r Logaland 9. r Lambhagi 10. r Olíustöðin 11. r Endurskoðun ferfram í Bc og í Lambhaga kl. 10—1 þann 15. júní. Við skoðunina ber að Uí bifreiðagjöldum, tryggin* Athugið að engin í mánudögum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.