Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. maí 1984 3 Haukur 4 þau Hrönn Geirlaugsdóttir, fiðlu- leikari, og Guðni Guðmundsson, orgelleikari, píanóleikari, kórstjóri og trompetleikari á vaðið. Guðni hefur um árabil verið einn af dygg- ustu undirleikurum Hauks, enda smekklegur tónlistarmaður á hverju sem hann tekur. Hrönn lék við hvern sinn fingur og þótti fólki nýstárlegt að heyra „rag-time“tón- list leikna á fiðlu. Annað atriðið var diskódans og voru þar íslandsmeistarar á ferð, svo ekki þarf að geta um frammi- stöðu þeirra. Næst söng Lögreglukórinn undir stjórn Guðna Guðmundssonar. Auðvitað sungu þeir fyrst ættjarð- arsöng, en brugðu sér síðan í My bonnie, valsinn góða úr Kátu ekkj- unni og luku söng sínum síðan á sænskri fjörvísu. Þóttu þeir standa sig vel og greinilegt var á merkja- skrauti búninganna, að margir þeirra hafa unnið sig upp til met- orða innan Lögreglunnar síðan kór- inn var stofnaður, enda varla ó- breyttan götulögreglumann að sjá lengur í kórnum. Strax á eftir birtist á sviðinu Bubbi Morthens með sinn kassagít- ar sér til stuðnings og fór þessi lista- maður ekki síður á kostum en hinir þetta skemmtilega kvöld. Það var sama, hvort hann var að slá við skandinövunum, sem sækja í Norrænahúsið, feta í fótspor Dolly Parton og sveitunga hennar í Nash- ville eða syngja baráttukvæði í flammingóstíl ættað úr Breiðholt- inu — öllu lék Bubbi sér að. í 5. atriði kom loksins píanóleik- arinn og útsetjarinn, Poul Godske inn á sviðið og hitaði upp með einu jasslagi, en síðan birtist söngkona sem segir sex, Sigríður Ella Magnúsdóttir en söng aðeins eitt lag, Make believe úr bandarískum söngleik, og gerði það vel og ekki minnkaði gleði viðstaddra, þegar Haukur slóst í hópinn og þau sungu saman í stíl Howard Keel og Kat- harine Graceson. Áfram var haldið og bættust nú í hópinn fleiri hljómlistarmenn. Auk Poul var Guðmundur Steingríms- son sestur við trommurnar, Björn Thoroddsen á gítar, Ómar Axelsson á bassa, Sæbjörn Jónsson á trompet og Rúnar Georgsson á flautu og tenórsaxófón. Við þennan ágæta undirleik fór Haukur að feta sig í gegnum ferill sinn til þess með því að staldra við markverðar vörður á leiðinni, eins og Ó borg mín borg (H. Morthens/ Vilhjálmur frá Skáholti), Prinsessan mín, dilli dillí (erlent/ Tómas Guðmundsson), Fjórblaða smári (erlent/ Skafti Sigþórs), Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í efti rfarandi: RARIK-84008. Slóðagerð vegna byggingar 132 kv háspennulínu Akureyri — Dalvík. Verkið felst í ýtuvinnu, leggja ræsi, síudúk og flytja fyllingarefni samtals 13000 m3. Verkinu skal lokið 23. júlí 1984. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmangs- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík og Glerárgötu 24, 600 Akureyri, frá og með þriðju- deginum 22. maí 1984 og kosta kr. 250,-. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. júní og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félags- ins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1984, liggja frammi á skrifstofu félagsins Strand- götu 11 fráog með sunnudeginum 20. maf til mið- vikudagsins 23. maí til kl. 17. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17 miðviku- daginn 23. maí og er þá framboósfrestirr útrunn- inn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20. full- gildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almenn- an félagsfund mánudaginn 21. maí kl. 20.30 að Hótei Esju. Fundarefni: Samningur um afgreiðslutlma verzlana I sumar. Á fundinum verður tekin ákvörðun um það, hvort afgreiðslufólk á frí á laugardögum I sumar, eða ekki. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Þökkum ynnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Finnboga Helga Magnús- sonar, skipstjóra á Patreksfirði. Dómhildur Eiriksdóttir Kristín Finnbogadóttir Reynir Finnbogason Kristín Finnbogadóttir Sigurey Finnbogadóttir Hafdís Finnbogadóttir Hafrún Finnbogadóttir Steinunn Finnbogadóttir Þorvaldur Finnbogason Tengdabörn og barnabörn. Mona Lisa og Lóa litla á Brún. Um þetta leyti var allt húsið á iði og fólk almennt komið á vald minning- anna. En til þess að koma gestum úr þeim trans og aftur til veruleikans lék Björn Thoroddsen blues í moll og sýndi enn og sannaði, að hann er okkar sístækkandi gítarstjarna á jasssviðinu. Poul píanóleikari var frábær í þessum þætti sem og í öllu öðru, sem hann kom nálægt á tón- leikunum. Eftir bluesinn söng Haukur og dáleiddi gesti sína á ný með lögunum Catarína, stúlkan mín, Amorella, Hvar ertu vina, sem varst mér svo kær, Blátt lítið blóm eitt er, Take me tonight úr Garð- veislunni hans Guðmundar Steins- sonar og Old man river. Þegar hér var komið tónflutn- ingsins var klukkan að nálgast 2 að morgni. Enn bættust hljómlistar- menn í hópinn til að forma Big Band og auðvitað birtist þar fyrstur meistari Björn R. Einarsson á básúnu, Vilhjálmur Guðjónsson, saxófón, Þorleifur Gíslason, saxó- fón og fl. til viðbótar þeim sem fyrir voru. Skemmtilegar útsetningar Poul og stjórn hans á „The Big Band“ var viðeigandi bakgrunnur í lokin fyrir þennan ástsæla söngv- ara, sem sló í gegn með Big Band Bjarna Bö og í Bláu Stjörnunni fyr- ir hartnær 40 árum. Síðustu lögin á efnisskránni voru sum jafngömul en sígild: All the things you are, Með bestu kveðju (lag: Haukur Morthens/ ljóð K. Reyr), It’s wonderful og svo auðvitað When the saints og marching in. Haukur var hylltur mikið og lengi í lok tón- leikanna og risu menn úr sætum honum til heiðurs. Vonandi er langt í að „the saint“, Haukur Morthens fari að marséra nokkurt út af landa- bréfinu, enda maðurinn á besta aldri. Þrátt fyrir slæman tíma sólar- hringsins var fjölmenni hjá Hauk að vanda, enda eigum við íslening- ar honum góðar stundir að gjalda fyrir þá gleði sem hann hefur fært okkur. í tilefni þessara merku tímamóta í lífi listamannsins kemur á næstu dögum út vegleg hljómplata með mörgu því sem sungið var á tónleik- unum og flutt hefur verið af Hauki í gegnum tíðina — lagaperlur, sem löngu eru uppseldar á fyrri plötum. Haukur Morthens er hluti að sögu íslands á 20. öld og vonandi fram á þá næstu, svo öll íslensk heimili ættu að tryggja sér þessa hljóm- plötu nú í vikunni og senda vinum okkar erlendis. Undirritaður óskar Hauki, Ransí og fjölskyldu bjartar framtíðar með kærri þökk fyrir það sem kom- ið er. Hrafn Pálsson. Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bcekur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Sölumaður Brigðastöð Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmann til sölustarfa sem fyrst. Starfssvið hans er almenn sölustörf af skrif- stofu og heimsóknir til viðskiptamanna. Leitað er að frískum starfsmanni með góða framkomu, sem á gott með að umgangast annað fólk. Umsóknareyðublöð hjá starfs- mannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 27. þessa mánaðar. $ SANIBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD IIAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör sámkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við dagvistarheimilið Ægis- borg, Ægissíðu 104. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstra á skrifstofu Dagvista í síma 27277. • Útideild unglinga óskar að ráða starfsmann í hlutastarf til frambúðar. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og/eða menntun í sambandi við unglingamál. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar f síma 20365 milli kl. 13.00 og 15.00, virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. maí 1984.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.