Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 4
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. "¦-'¦"' Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavik, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Laugardagur 19. maí 1984 Áskriftarsíminn er 81866 Deilur um uppsetningu meðaldrœgra kjarnorkuflauga í hollenska þinginu_____________________________ Hollenska veikin í lok þessa mánaðar þarf hol- lenska ríkisstjórnin að hafa ákveð- ið hvort hún samþykkir að láta setja upp 48 kjarnorkueldflaugar á hol- ienskri grund. Þar sem ríkisstjórnin stendur eða fellur með eldflaugunum, er nauð- synlegt fyrir Rued Lubbers forsæt- isráðherra að finna einhverja mála- miðlunarlausn, sem bæði þeir sem eru með og þeir sem eru á móti eld- flaugunum, innan flokks forsætis- ráðherrans, CDA Kristilegra demó- krata, geta fallist á. í Hollandi er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og VVD, sem er hægri flokkur. VVD er mjög ein- huga í afstöðu sinni til eldflaug- anna. Þeir vilja setja þær upp en þeir eru tilbúnir til málamiðlunar um að aðeins 16 af áætluðum 48 flaugum, verði komið fyrir í Hol- landi. Djúpstæður ágreiningur Bæði þingflok-kur CDA og ríkis- stjórn Lubbers eru klofin í þessu viðkvæma máli. Sjálfur varna- málaráðherra stjórnarinnar, Jakob de Ruiter er mjög gagnrýninn 'á uppsetningu eldflauganna. Utan- ríkisráðherrann, Hans van den Broek vill hinsvegar að þeim verði komið fyrir. Það skiptir engu máli hvaða af- stöðu Lubbers tekur, afleiðingarn- ar verða alltaf óþægilegar. Fallist hann á að þessar 48 eldflaugar verði settar upp á hann á hættu að borin verði fram vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórn hans á þinginu. Auk þess er hætta á að flokkur hans. klofni og að efnt verði til nýrra kosninga. Flest bendir til að Jafn- 40 ára söngafmæli Hauks Morthens Skömmu fyrir kl. 23 sl. fimmtu- dagskvöld var fordyrið í Háskóla- bíó óðum að fyliast. í einu horninu var stór hornaf lokkur ungmenna úr Laugarnesskólanum að leika fjöruga tónlist undir öruggir stjórn Stefán Þ. Stephensen, hornleikara með ineiru. Móðir „annarrar básúnu" heyrðist segja: „Mikið hvað hann Stefán heldur hljómsveitinni vel samæfðri eins og börnin útskrifast annars ört." Sinfóníuhljómsveitin var farin heim en í salnum var verið að setja upp hljómflutningstækin, svo nokkru síðar var fólkinu hleypt inn og Jónas Jónasson, útvarpsstjóri Norðlendinga, kom fram á sviðið og hitaði húsið upp að heimsborg- ara sið. Konan á næsta bekk sagði: „Hann fer nú bara á kostum, hann Jónas" Jónas talaði um, að „eldri" konur landsins fengju hjartslátt og hinar yngri færu „á algeran Bömmer" þegar heyrðist í Hauki Morthens. Hann gaf einnig í skyn, að Bubbi Morthens myndi stjórna Lögreglukórnum, sem auðvitað var aðeins grín — því miður. Jónas kallaði síðan Hauk á sviðið og konu hans Ragnheiði Magnúsdóttur og voru þau hyllt við mikinn fögnuð gesta. Ekki kom það fram þarna, en fyrr um daginn í mótttökuhófi í Nausti hafði Haukur verið hylltur og færðar margar góðar gjafir m.a. af Félagi ísl. hljómlistarmanna. Loks hófst tónflutningur og riðu Framhald á bls. 3 MOLAR Nú þegar flugveikin hrjáir flugmenn, skytdu þeir þá ekki vera fegnir að hafa greitt svona mikið til heilbrigðis- þjónustunnar í landinu? Island ekki ílát Molar vöktu um daginn athygli á því hvort rétt væri að segja „I Island" eða Pá Island" á tungum frændþjóða okkar. Pá mun al- mennt notað um ósjálfstæð lönd og eyjar en I í flestum öðrum til- vikum, t.d. segja þeir I England, aftur á móti hefur skapast hefð í málunum um að segja pá Island. Ástæðan er kannski sú að Island var um aldaraðir dönsk nýlenda. Áhugasamur lesandi blaðsins hafði samband við okkur út af þessu og sagði m.a. annars að árið 1918 hefði Kristján X þáverandi konungur dana gefið út em- bættisbréf til opinberra embættis- manna. Bréfið var svohljóðandi: „Herfraskaldei-.' skriveál Island" en þettu u lékk ís- land fullveldi. Ekki eru þó allir á sama máli og kóngsi um að breyta svo málhefðinni þó stjórnlaga- breyting eigi sér stað. Prófessor Jón Helgason á einhvern tíman að hafa.sagt „Island er ingen behol- der", þ.e.a.s. íslands er ekkert ílát, sem maður hellir í. íslendingur, sem hefur dvalið lengi í Kaup- mannahöfn, sagði að þessi for- setning væri hálfgerður vand- ræðagripur, að stundum þegar danir ræddu við íslendinga segðu þeir pá Island, en áttuðu sig svo og leiðréttu vandræðalega, og segðu: „Jeg mener i Islandí' Sæðisför í Bandaríkjunum er farið að nota sæði til að finna þá, sem nauðga konum. Er sæðið tekið af fórnar- lambinu og þaðrannsakað i smá- sjám. Er þá hægt að finna út blóðflokk þess, sem verknaðinn framdi, auk þess sem ýmis önnur efnasambönd geta gefið vísbend- ingu um þann, sem verknaðinn framdi. Lögreglan í Kaliforníu notaði þessa aðferð nýlega, þegar mikill aðarmenn myndu sigra í þeim kosn- ingum og ríkisstjórn þeirra féllist aldrei á að setja upp eldflaugarnar. Allar skoðanakannanir benda til þess að Jafnaðarmenn myndu vinna stór sigur ef kosið væru núna. Ef Lubbers hafnar eldflaugunum hættir hann á að ríkisstjórnin falli. VVD samstarfsflokkur CDA í rík- isstjórninni hefur hótað að fella hana, ef uppsetning eldflauganna verður ekki samþykkt. Misheppnuð málamiðlun Tilraun til málamiðlunar var gerð nýlega, þegar Lubbers án vit- : undar meðráðherra sinna, kom með tillögu um að Holland léti setja upp skotpalla fyrir eldflaugarnar, en biði með uppsetningu sjálfra eld- flauganna þar til hættuástand skapaðist. Einn ráðherra VVD komst á snoðir um þetta og „lak" fréttinni til fjölmiðla. Hin opinbera umræða kom tillögunni algjörlega fyrir kattanef. Bæði þeir sem voru með og á móti, fundu tillögunni allt til foráttu. Þar með var ríkisstjórnin komin r í fáránlega aðstöðu. í lok þessa mánaðar verða þeir sennilega að til- kynna bandamönnum sínum í NATO að ennþá einu sinni verði að fresta ákvörðunartökunni. Þar með . hafa þeir fallið í sömu gryfju og fyr- irrennarar þeirra: — að fresta ó- þægindunum. Þegar NATO-löndin ákváðu uppsetningu 527 nýrra kjarnorku- eldflauga í desember 1979, sagði þáverandi ríkisstjórn í Hollandi, sem var samsteypustjórn Verka- mannaflokksins og CDA, í raun og veru já við uppsetningu þessara 48 eldflauga í Hollandi. Embættismenn NATO og áhang- endur eldflauganna í Hollandi ótt- ast að svo kunni að fara, að ennþá einu sinni verði ákvörðuninni frest- að. — Það að fresta uppsetningunni einu sinni enn, hefur það í för með sér að áætlun NATO um uppsetn- ingu eldflauganna raskast og stenst ekki, er haft eftir einum ráðherra. nauðgunarfaraldur herjaði í Okland. Þeir komust að því að samsetning sæðisins var sú sama í öllum tilfellum. Slík samsetning fannst hjá aðeins 1 að hverjum 50 karlmönnum. Þessi uppgötvun leiddi þá á sporið pg felldi af- brotamanninn við dómstól. Innan fimm ára er búist við að hægt verði að lesa gen sæðisins, en einsog alkunna er þá eru gen engra tveggja manna eins. Þá verða sæðisförin jafn örugg og fingraför við lausn nauðgunar- mála. Dýr ímyndunarveiki Fjörtíu og átta ára gömul dönsk kona getur auðsjáanlega ekki lif- að án þess að liggja á sjúkrahúsi. Ekki út af ólæknandi sjúkdómi, heldur virðist hún hafa þörf á um- hverfinu. Undanfarin 30 ár hefur hún 114 sinnum lagst inn á sjúkra- hús í Danmörk, auk þess, sem hún Og sennilega verður NATO að sætta sig við það, því hinn kostur- inn er sá að ríkisstjórnin falli á eld- flaugamálinu og er þar með fyrsta ríkisstjórnin í Evrópu, sem gerir það. Og ríkisstjórnin getur ekki starfað við sömu skilyrði og stjórn Danmerkur, að meirihlutinn á þingi, sé andvígur varnamálapóli- tík stjórnarinnar. Hinsvegar getur svo farið að eldflaugamálið í Hol- landi verði til þess að Bandaríkin og Sovétríkin setjist aftur við samn- ingaborðið í Genf. Hoilenska veikin Það að NATO-ríkin verði að standa saman í- mikilvægum á- kvörðunum hefur skapað mörg pólitísk vandamál í Vestur-Evrópu. Ganga sumir svo langt, að segja að samstaða NATO-ríkjanna sé brost- in. Það er með þetta í huga að sumir embættismenn NATO tala áhyggju- fullir um „Hollensku veikina". En þessi sjúkdómseinkenni eru jafnframt neyðaróp og áskorun til NATO um að það sýni samninga- vilja og stígi einhver skref, sem geti orðið til þess að flýta fyrir því að Sovétmenn taki aftur upp Genfar- viðræðurnar. Á væntanlegum fundi helstu á- hrifamanna innan Nato-ríkjanna í New York í lok mánaðarins, mun þetta hollenska vandamál vera í brennidepli. En hollendingarnir. munu ekki sitja rólegir og taka við skömmum og þrýstingi í þessu máli. Þeir munu benda á nauðsyn þess að Bandaríkin sýni ákveðna tilslökun svo hægt sé að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Genf. Áætlun Craxis Ef italski forsætisráðherrann, Bettino Craxis, ber fram tillögu sína á fundinum í New York, um að NATO hætti samstundis uppsetn- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Evrópu, mun Holland greiða tillögunni atkvæði sitt. Ástæðan fyrir því er sú að með til- lögu Craxis hafa Hollendingar fengið ástæðu til að fresta ákvörð- un sinni um uppsetningu eldflaug- anna. Búist er við því að Bandarík- in verði mjög andvíg tillögunni, vegna þess að í henni er engin stað- festing á því að Sovétmenn komi aftur til samningaviðræðna í Genf. Á meðan „hollenska veikin" breiðir úr sér í NATO-löndunum, nálgast uppgjörið á þinginu í Haag. Það er sama hvaða ákvörðun Lubb- ers tekur, þetta verður erfið.glíma og hættan á falli mikil. hefur heimsótt sjúkrahús i Sví- þjóð. Núna síðast sótti hún um sjúkrapláss á spítalanum í- Sundby. Hún var sannfærð um að hún væri með blóðtappa. Læknarnir komust strax að því að hún var líkamlega eldhress, en eft- ir að þeir komust að örum heim- sóknum hennar á sjúkrahús í Danmörk og Svíþjóð, voru þeir sannfærðir um að konan væri andlega óheilbrigð. Hún virðst þjást af svokölluðum Munkhau- sen-einkennum, sem eru nefnd svo eftir þýska lygalaupnum og ævintýramanninum, sem var ¦ þekktur fyrir lyga- og ýkjusögur sínar. Konan hefur kostað samfélagið um 3 milljónir króna áætla læknarnir, í ónauðsynlegan sjúkrahúskostnað. Einn daginn tókst henni að láta Ieggja sig inn á þrjú sjúkrahús samdægurs, í Nyborg, Vejle og Árósum. Þrjá næstu daga heimsótti hún sjúkra- , húsin í Randers, Viborg og Kold- ing, en þar þurfti að bæta við aukarúmi fyrir sjúklinginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.