Alþýðublaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 1
Eiður Guðnason um nýafstaðið Alþingi Alþýðuflokkurinn átti Vá af sam- þykktum þingsályktunartillögum Fimmtudagur 24. maí 1984 99. tbl. 65. árg. Alþýðublaðið leitaði til Eiðs Guðnasonar alþingismanns til að forvitnast um þau mál, sem Al- þýðuflokkurinn hefði borið fram á siðasta löggjafarþingi íslendinga. Eiður sagði að þingmenn Al- þýðuflokksins hefðu flutt 19 laga- Glófaxi fyrsta þota lanclsmanna við afhendinguna. Enginn má vita hvað ökuþórar slíkra málmfugla hafa í laun. Hver eru raunveruleg kjör fluzmanna:________ Ullarleit í geitarhúsi Einsog alþjóð veit eiga atvinnu- flugmenn í kjarabaráttu núna. Eftir að Alþingi setti verkfalls- bann á þá, til að kotna í veg fyrir að verkföll flugmanna hefðu áhrif á ferðamannastrauminn í sumar, Jögðust flugmennirnir í rúmið. Fólki hefur ofboðið þessi framkoma flugmanna, í fyrsta lagi finnst því einkennilegt að flugmenn, sem eru með tekju- liæstu launþegum landsins, skuli ekki geta sætt sig við sömu hækk- un og aðrir launþegar og í öðru lagi undrast margir að heil stétt inanna skuli geta lagst í rúmið og sent inn læknisvottorð uin að þeir Itafi verið sjúkir. Laun flugmanna munu vera á bilinu 60-80 þúsund á mánuði fyr- ir 100 stunda vinnu, en auk þess hafa þeir ýmis fríðindi, einsog t.d. tollfrjálsan varning og ókeypis ferðir fyrir sig og sína erlendis. Alþýðublaðið hafði áhuga á að grennslast nánar fyrir um laun þeirra og sundurliðun á þeim. Auk þess vildum við vita hversu mikið Flugleiðir borguðu í líf- eyrissjóð fyrir hvern flugmann, en flugmenn hafa mjög býsnast yfir því að vera undir sama hatt settir Framhald á bls. 2 Stefnir í góða þátttöku á Illugastöðum:_ Allra síðustu forvöð að tilkynna þátttöku Ráðstefna Alþýðuflokksins um atvinnustefnu til aldamóta hefst annað kvöld, föstudagskvöld, á Illugastöðum í Fnjóskadal, eins og Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá. Þegar hafa fjölmargir skráð sig tii þátttöku á ráðstefnuna, en að sögn Kristinar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Alþýðu- flokksins er ennþá kostur á því að fjölga þátttakendum og eru þvi þeir flokksmenn sem áhuga hafa á þátttöku beðnir um að snúa sér frumvörp, 21 þingsályktunartillög- ur, verið með 26 fyrirspurnir og 1 beiðni um skýrslu á nýloknu Al- þingi. Af frumvörpunum fékkst eitt samþykkt, en það var frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um breyt- ingu á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti, en það fjallar um skipulagða og markvissa rannsókn Verðlagsstofnunar til að tryggja sanngjarna verðlagsþróun á eins- tökum vörum og þjónustu. Af 21 þingsályktunartillögu Al- þýðuflokksins voru 9 samþykktar, en það verður að teljast mjög góður árangur, því á nýloknu Alþingi voru alls samþykktar 25 þingsályktunar- tillögur. Þingsályktunartillögur Al- þýðuflokksins voru því 'A af þeim tillögum sem samþykktar voru. Þessar tillögur voru; 1 — um afnám tekjuskatts af launatekjum, 2 — tillögur um úttekt á umfangi skattsvika 3 — um aðgerðir gegn skattsvik- uin, 4— fríðið naðarsvæði við Keflávíkurfluevöll 5 — skipulagðar aðgerðir gegn fíkniefnainnflutningi, 6 — lagahreinsun og samræming laga, 7 — athugun á veiðimöguleikum íslenskra skipa í erlendum fiskveiðilögsögum. 8 — afnám bílakaupafríðinda embættismanna, 9 — könnun á orsök hins háa raf- orkuverðs. Skýrsla sú sem Alþýðuflokkur- inn bað um að væri birt, var um starfsemi íslenskra aðalyerktaka. Utanríkisráðherra varð við þeirri beiðni Alþýðuflokksins og hafa les- endur blaðsins geta kynnt sér hana, því úrdráttur úr henni hefur birst á forsíðu blaðsins undanfarið. Auk þess bar Alþýðuflokkurinn fram 26 fyrirspurnir á þinginu. Eiður sagðist myndi gera nánara yfirlit um þingmálin og birta það einhvern næstu daga í Alþýðublað- inu. Að lokum sagði hann að það þyrfti að gera stórátak í skipulagn- ingu þingsins, þannig að vinnan yrði jafnari og hægt verði að vinna betur að ýmsum málum en nú hefði verið. Sagði hann að svona vinnu- brögð einsog nú tíðkuðust, að allt eigi að gerast á síðustu dögunum, væri algjörlega óviðunandi. nú þegar til skrifstofu Alþýðu- flokksins í síma 29244 og gera vart við sig. Dagskrá ráðstefnunnar hefst föstudagskvöldið klukkan átta, en á laugardeginum verða erindi Framhald á bls. 2 Afvopnun skiptir fleiri en stórveldin máli I yfirlýsingu, sem sex þjóðarleið- togar í fjórum Iteimsálfum, sendu til leiðtoga kjarnorkuveldanna sl. þriðjudag, er bent á að þeim ríkjuni sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopn- um sé engu að síður ógnað með til- vist vopnanna en kjarnorkuveldun- um sjálfum. Segjast leiðtogarnir til- búnir til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að ná samkomu- lagi um afvopnun. Leiðtogarnir, sem undirrituðu yfirlýsinguna, voru Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, dela Madrid for- seti Mexikó, Nyerere forseti Tanza- niu og Alfonsín forsætisráðherra Argentíriu. Ýmsir aðrrr þjóðarleið- togar hafa fylgst náið með undir- búningi yfirlýsingarinnar og styðja frumkvæðið, m.a. Trudeo forsætis- ráðherra Kanada og Sorsa forsætis- ráðherra Finnlands. Leiðtogarnir stefna að stórum fundi síðar á árinu og munu ganga á fund Sovétstjórnar og Banda- ríkjastjórnar til að kynna málið. Frumkvæðið að yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna áttu samtök þingmanna, sem nefnast Parla- mentarians for World Order, og er Ólafur Ragnar Grimsson stjórnar- formaður þeirra. Um skoðanakannanir Árni Gunnarsson Bandaríkj amenn óttast ofnotkun skoðanakannana Hin hlið þessa máls verður svo alltaf umdeild, en það er um hvað er spurt, hverjir spyrja og hvernig er spurt. Og það verður einnig umdeilt, sérstaklega í stjórnmál- um, hvenær birta skuli niðurstöð- ur kannana um fylgi flokka og einstaklinga. Ég tel, að ekki eigi að leyfa birtingu slíkra niður- staðna skömmu fyrir kjördag, a.m.k. ekki síðustu sjö dagana einsog t.d. er í Frakklandi. Það er vitað, að mikil fylgisaukning stjórnmálaflokks í niðurstöðu skoðanakönnunar rétt fyrir kosn- ingar getur haft margskonar áhrif á kjósendur. Ýmsir finna hjá sér hvöt til að fylgja þeim flokki, sem virðist í sókn; með öðrum orðum, að fylgja straumnum. Slök út- koma getur einnig kallað á svo- nefndan hræðsluáróður, sem fylkir saman sundruðu liði. Enn ein áhrifin eru þau, sem þekkt eru frá Bretlandi, að kjósendur þess flokks, sem virðist í sókn, hyllist til að sitja heima, — svo að í stað sigurs getur niðurstaðan orðið hið herfilegasta tap. — Þannig eru hliðar þessa máls margar. Skoðanakannanir geta verið mjög skoðanamyndandi, og þjóna þá ekki lengur þeim tilgangi að vera spegilmynd vilja eða lang- ana fólksins í landinu. Þess vegna verður að gera þá grundvallar- kröfu, að við gerð skoðanakann- ana starfi eingöngu einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa til þess þekkingu og burði og styðjast við vísindalega úrlausn verkefna. Þetta er auðvitað hægt á íslandi, eins og annarsstaðar. En löggja- farsamkunda verður að setja ein- hverjar grundvallarreglur um gerð skoðanakannana af öllu tagi, einkum þó hvað snertir svið stjórnmálanna. Ég geri mér ljósa grein fyrir því, að það er tiltölulega auðvelt að Seinni hluti gera marktæka skoðanakönnun, tölulega séð, en ég er jafn sann- færður um, að til að hún verði marktæk vegna spurninga og úr- vinnslu, þarf mikla þekkingu og reynslu. Orð hafa margvíslega merkingu og þeim er hægt að raða á mismunandi hátt. Við, sem höf- um fengist við stjórnmál, vitum kannski manna best, hve auðvelt er að hagræða orðum og túlkun á orðum andstæðinganna. Á sama hátt er unnt að túlka svör á ýmsa vegu, jafnvel þótt svarið sé bundið við orðin já og nei. Eða hver kannast ekki við spurninguna: „Ertu hættur að berja konuna þína?“ Hér á landi þurfa fyrirtæki, sem njóta trausts, að sérhæfa sig í gerð skoðanakannana. Um leið þarf að setja lög og reglur um þann ramma, sem verður að um- íykja þennan mikilvæga þátt í nú- tíma þjóðfélagi. Erlendis eru menn farnir að hafa miklar áhyggjur af áhrifum skoðanakannana, og þá beinlínis á þær lýðræðislegu aðferðir, sem beitt er í frjálsum löndum til kjörs fulltrúa á þjóðþing, eða til ann- arra mikilvægra embætta. — Gagnrýnendur eru farnir að spyrja spurninga um mikilvægi og áreiðanleika þeirra kannana, sem móta stjórnmál og viðskipti. Máli mínu til stuðnings nefni ég grein í síðasta riti U.S. News and World Report, þ.e. frá sjöunda þessa mánaðar. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvort skoð- anakannanir séu að fara úr bönd- unum. Þar segir að pólitískum könnunum bókstaflega rigni nið- ur. Þær séu hluti af voldugri starfsgrein, sem nái til flestra sviða og hafi áhrif á allt, frá því hvernig fólk kjósi og til þess hvað það kaupi. í ritinu kemur fram, Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.