Alþýðublaðið - 24.05.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 24.05.1984, Page 2
2 Fimmtudagur 24. maí 1984 -RITSTJÓRNARGREIN Þverrandi þrek og Senn líður aö ársafmæli ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Nýlokiö er og störfum Alþingis. Vert er því aö líta yfir sviöið eftir þá reynslu sem fyrirliggjandi er. Menn minnast þess þegar núverandi ríkis- stjórn komst til valda fyrir ári, aö málsvarar hennar sögöu að fæöst heföi „sterk stjórn“. Og vist er það aö ríkisstjórnin reiddi hátt til höggs strax á fyrstu dögum stjórnarsamstarfsins; með bráðabirgöalögum afnam hún gildandi kjarasamninga og tók af frjálsan samningsrétt aöila vinnumarkaðarins. Þessar aögeröir stjórnarinnar leiddu til gífurlegrar kjaraskerð- ingar hjá almenningi í landinu — kjaraskerö- ingar sem enn þann dag í dag stendur óbætt hjá garði. Og það voru þeir sem lakast standa sem mesta höggið hlutu. Þeir sem vel bjar- gálnavoru siuþþu margiródýrt. Atvinnurekstr- inum í landinu var einnig hlíft, þótt fjölmargar greinar hans hafi staðið vel og standi nú meö miklum blóma. Þessi árás á lífskjör fólksins í landinu var réttlætt með því aö öllu yrði aö kosta til svo unnt yröi aö ná verðbógunni niður. Jafnaðar- menn bentu á, aö gerlegt væri aö ná nióur verö- bólgu með þessum hætti. Slíkur árangur yrói þó skammvinnur. Það væri bæði órökrétt og ó- sanngjarnt að leggja allan herkostnað verð- bólgubaráttunnar á herðar launafólks. Kjör fólksins þyldu það ekki og einnig væru slíkar einhliða aðgerðir ekki til þess fallnar að halda í tímaog lengd. Það þyrfti að takaáfjölmörgum öðrum þáttum efnahagslífsins samhliða. Það var hins vegar ekki gert. Veróbólgustiginu var náð niður. Laununum er líka ennþá haldið í algjöru lágmarki. Það er því augljóst að enn er það einasta ráð ríkisstjórn- arinnar til að halda verðbólgunni í skefjum, að halda launum fólksins undir lágmarki. Efna- hagsþólitik stjórnarinnarer því m.ö.o. sú, að ís- land verði að vera lágiaunasvæði, svo unnt sé að halda verðbólgustiginu niðri. Því mótmælir Alþýðublaðið. Verðbólgan varð ekki að slíkri ófreskju, sem raun bar vitni, vegna þess að kjör fólksins í landinu væru of góð. Fjarri fer því. Verðbólgudraugurinn fékk si- fellda næringu vegna þess að stjórnvöld hafa hliðrað sér við að gera þann uþþskurð á ís- iensku efnahagsiífi og atvinnulífi, sem fyrir löngu ertímabærorðinn. Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert til að skera þau mein í burtu, sem mengað hafa efnahags- og atvinnulífið til langs tíma hér á landi. Það hefur verið látið nægja að láta launamönnum blæða. Og ekki vantaði það, að stjórnarliðar, hvort heldur voru úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn- arflokki, voru mjög einhuga í árásum sínum gegn lífskjörum í landinu. Þegar á hinn bóginn kom að því aó þing var kallað saman sl. haust og ýmis önnur verkefni þurftu úrlausnar, fóru aldeilis að koma sþrungur í stjórnarsamstarf ið. Frá áramótum hefur varla það mál komið til kasta ríkisstjórnarinnareða Alþingis, sem ekki hefur skaþað ómæld vandamál á stjórnar- heimilinu; miklar deiiur og vangaveltur. í sum- um tilfellum hafa stjórnarflokkarnir keyþt sér tímabundinn frið með því að salta mál af þessu tagi, en stundum hafa flokkarnir selt sannfær- ingu sína — gert siðlaus hrossakaup tii þess eins að halda stjórinni saman. styrkur Hægt er að telja upp fjölda mála af þessu tagi. Stjórnarflokkarnir gáfust upp fyrir fjár- lagagatinu með því að slá erlend lán. Allt hefur verið i háalofti vegna Mangósopans, vegna skemmdu kartaflanna, vegna húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, vegna stöðuveitina bankastjóra, vegna sjóðakerfsins og Fram- kvæmdastofnunar og fleiri og fleiri mála. Og það er sammerkt með þessum málum og öðr- um, að stjórnin hefur hliðrað sér við að taka á þeim með atorku, ákveðni og skynsemi vegna ágreiningsins, en með baktjaldamakki komist langoftast að þeirri niðurstöðu að velta vand- anum áfram tii síðari tima. Það er engum blöðum um það að fletta að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið undir í þessu stjórnarsamstarfi. Fjölmörg þau mál sem talsmenn flokksins töldu brýn verkefni á upphafsdögum stjórnarsamstarfsins hafa að engu orðið ( samstarfinu meó framsókn. Að vísu hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að teyma Framsóknarflokkinn með sér frá félags- hyggju yfir á fjármagnshyggjubraut. Flokkarnir hafa svo sannarlega dregið það versta f ram hjá hvor öðrum. Um það er engum blöðum að fletta. Margt bendir til þess að nú- verandi ríkisstjórn liff ekki annað starfsár. Ó- samlyndið á stjórnarheimilinu hefur færst í aukana og auk þess finna stjórnarliðar fyrir sí- vaxandi andstöðu hjá almenningi við þessa stjórn. Það skyldi því engan undra þótt sam- trygging hagsmunanna — ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks — muni renna sitt skeið á enda fyrr en varir. Skoðanakönnun 1 að þessi starfsgrein eða iðnaður veltia.m.k. I,5milIjörðumdoIlara á síðasta ári, en það eru 45 millj- arðar íslenskra króna. Tímaritið segir, að félagsfræð- ingar hafi miklar áhyggjur af því, að menn á valdastólum styðjist um of við kannanir, sem kunni að vera rangar. — „Við verðum að vera gagnrýnni og taka sumar kannanir með fyrirvara" segir Everett Carll Ladd, sem er yfir- maður Roper Center í háskólan- um í Connecticut, en Roper Center er miðstöð rannsókna varðandi skoðanakannanir. — Aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af því, að almenningur skilji ekki að kannanir eru takmarkaðar, og eru ekkert annað en skyndimynd- ir af tilteknu ástandi á tilteknum tíma. Þá er bent á, að niðurstöður skoðanakannana kunni að hafa meiri áhrif á afstöðu pólitískra frambjóðenda til einstakra mála- flokka, en jafnvel þeirra eigin niðurstaða og samviska. Telji þeir að eitthvað annað, en þeir hafa boðað eða sagt, geti tryggt fleiri atkvæði, samkvæmt niðurstöðu einhverrar könnunar, breyti þeir afstöðu sinni. Slæmur dómur um stjórnmálamenn. — Niðurstöður skoðanakannana geta einnig haft afgerandi áhrif á það hverjir geti verið í framboði og tekið þátt í slagnum eins og til dæmis í for- setakosningum, og það án tilits til mannkosta og hæfileika. Þannig geti gengið illa fyrir þá, sem fá slæma útkomu, að safna fjár- munum til kosningabaráttunnar og þeir fái minna rými í fjölmiðl- um. Áhrif skoðanakannana hafi meðal annars komið skýrt fram í baráttu frambjóðenda fyrir út- nefningu demokrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar. Nefnd eru dæmi þessu til sönnun- ar. Þá segir í greininni, að margir stjórnmálamenn haldi áfram að styðjast við niðurstöður skoðana- kannana eftir að þeir hafa komist í valdastóla. Þetta hafa reynst sumum þeirra vel, en verið öðrum algjör martröð. Tekið er fram að í mörgum til- vikum sé ekki nærri nóg vandað til skoðanakannana og jafnvel hin virtustu fyrirtæki á þessu sviði hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli, sennilega vegna lítils samræmis á milli niðurstaðna og raunveru- leikans. Þá er bent á að mikill munur hafi komið fram í niður- stöðum hinna ýmsu fyrirtækja, sem kannanir gera. í janúar voru t.d. gerðar þrjár kannanir um fylgi Ronald Reag- ans og Mondale. Ein niðurstaðan var sú, að Reagan hefði mikla yfirburði, önnur að hann hefði örlitla yfirburði og sú þriðja að fylgi þeirra væri nánast hið sama. Og menn spyrja: Hvernig stendur á þessum gífurlega mun? Sérfræðingar segja, að ástæðan sé röðun spurninga . . . Minnsti munur á því, hvernig spurningun- um sé háttað, geti valdið miklum mun, þegar niðurstöður eru reiknaðar út. Það virðist einnig skipta máli, hvort það eru karlar eða konur sem spyrja konur. Þessar og fleiri gagnrýnisraddir hafa heyrst, og margir telja mikla þörf á nákvæmari reglum og vísindalegri, þegar reynt er að draga fram afstöðú manna til hinna margvíslegustu þjóðfélags- mála. Skoðanakannanir er orðinn gífurlega umfangsmikill iðnaður eða starfsgrein. Fyrirtækið A.C. Nielsen & Co. hafði t.d í tekjur á síðasta ári rösklega 400 milljónir dollara fyrir markaðsrannsóknir. Þessar rannsóknir ná til ólík- Iegust þátta mannlegs lífs og við- skipta allt frá kattamat til skóla- mála. Þessi nýiðnaður hefur tekið tæknina í þjónustu sína og getur á auðveldan hátt greint samhengi á milli auglýsinga og áróðust ann- ars vegar og innkaupa og afstöðu til hinna ólíkustu mála hins vegar. Þessi iðnaður hefur verið kall- aður mesta félagsmála, markaðs og viðskiptauppfinning 20. ára- tugarins. Einn stjórnmálafræð- ingur hefur orðað það svo, að það sé ekki allt með felldu í þjóðar- líkama, þar sem nauðsynlegt reynist að taka púlsinn svo oft. Það eru skiptar skoðanir um gildi skoðanakannana og áhrif þeirra. Til þess að draga úr hætt- unni á óeðlilegum áhrifum, er nauðsynlegt að setja vönduð og vel unnin lög og reglur um fram- kvæmd skoðanakannana. Það þykir sannað að þeim sé hægt að beita á þann hátt, sem ekki sam- rýmist hugmyndum manna um frelsi og lýðræði. Þess vegna svara ég spurningu þessarar ráðstefnu afdráttarlaust; Það á að setja lög. Nicaragua 4 landinu. Nokkrir hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í kosn- ingunum. í fyrra gerðu gagnbyltingaröflin mislukkaða innrás í Nicaragua, en nú hafa þeir tekið upp nýjar aðferð- ir í árásum sínum. Nú leggja þeir höfuð áherslu á að eyðileggja efna- hagslega mikilvægar stöðvar fyrir stjórninni, t.d. olíubirgðageymslur, raforkuver, brýr o.fl. Þetta geta þeir vegna þess að þeir hafa nú yfir að ráða mun fullkomnari vopnum og tækjum en áður, t.d. flugvélum, þyrlum, harðskreiðum bátum. Tæki þessi eru að mestu leyti fjár- mögnuð af Bandaríkjunum. Auk þess liggur það í hlutarins eðli að svona stríðsaðgerðir, langt inn í landi, eru ekki frarrikvæmanlegar nema með mjög góðri yfirstjórn. Að öllum Iíkindum er þessum að- gerður stjórnað frá amerískum herskipum, sem eru á stöðughring- sóli fyrir utan strendur Nicaragua. Það er á hreinu að Bandaríkin munu halda áfram að styðja gagn- byltingaröflin og hernaðaraðgerð- irnar frá landamærum Hondúras aukast stöðugt. Hættan á innrás er yfirvofandi. Þrátt fyrir þessa erfiðu andstöðu, sem landið er í er stefnt að kosning- um þann 4. nóvember næsta haust. Það fólk, sem tekur þátt í kosn- ingunum í haust, eru íbúar lands, sem hefur átt í tuttugu ára borgara- styrjöld, sem kostaði um 40.000 manns lífið. Ráðstefnan 1 flutt. Þá flytur Kjartan Jóhanns- son formaður Alþýðuflokksins yfirlitserindi, sem hann nefnir, „atvinnumál og lífskjörin", Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingis- maður fjallar um „fiskirækt, framtíðargrein", Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur ræðir „framtíð Iandbúnaðar“, Bjarni P. Magnússon hagfræðingur tekur fyrir „fullvinnslu sjávarafla“, Hallgrímur Jónasson verkfræð- ingur Iðntæknistofnunar íslands flytur „þanka um nýiðnað" og Sigfús Jónsson landfræðingur flytur erindi, sem ber heitið, „Fólksfjölgun, búseta og at- vinnuskipting á íslandi árið 2000“. Hópvinna verður síðan síð- degis á laugardag og áframhald hennar árdegis á sunnudag. AI- mennar umræður og afgreiðsla mála verða upp úr hádegi á sunnudeginum og ráðstefnuslit áætluð um 17 á sunnudeginum. Flugdeilan 1 og aðrir landsmenn að þurfa að greiða opinber gjöld og hluta af tekjum sínum i lífeyrissjóði. Við hringdum því fyrst til flug- leiða og fengum Erling Aspelund á línuna. Erlingur vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Hann sagði að hann væri í erfiðri aðstöðu þar sem hann ætti í samningaþófi við þessa menn og vildi hann því ekki að hægt væri að hanka sig á því að hann læki í blöðin upplýsingum um laun og kjör ftugmanna. Næst höfðum við samband við Svein Sæmundsson, blaðafull- trúa Flugieiða. Hann vísaði á Jóhannes Óskarsson en Jóhannes vísaði á Erling. Við sögðum Jóhannesi frá viðbrögðum Erlings og þá sagði Jóhannes að við skyldum ekki halda að hann færi að gefa okkur upplýsingar, sem yfirmaður hans hefði neitað að gefa. Við vorum samt ekki af baki dottnir þrátt fyrir þessa ullarleit í geitarhúsi Flugleiða. Við ákváð- um að leita upplýsinganna hjá Félagi íslenskra atvinnuflug- manna, því við gátum ekki ímyndað okkur að laun þessara stéttar væru leyndarmál. Við héldum að kauptaxtar væru opin- ber plögg, sem öllunt væri heimilt að skoða. „Skrifstofa FÍA“, sagði kven- mannsrödd á hinum enda línunn- ar. Þegar hún hafði heyrt erindið sagði hún „augnablik". Aldrei þessu vant þýddi augnablikið augnablik því hún kom aftur að vörmu spori og sagði: „Nei því miður við gefum engar upplýsing- ar um þetta málí* ®Félagsstarf aldraðra í Reykavík Yfirlits og sölusýningar á munum sem unnir hafa veriö í félagsstarfi aldraðra í Furugerði 1, Löngu- hlíð 3 og Norðurbrún 1, verða að Norðurbrún 1 og Lönguhlíð 3 laugardag, sunnudag og mánudag n.k. kl. 13.30 — 17.30. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.