Alþýðublaðið - 24.05.1984, Side 3

Alþýðublaðið - 24.05.1984, Side 3
Fimmtudagur 24. maí 1984 3 Bænadagur þjóðkirkj unnar á sunnudaginn Hinn árlegi bænadagur er á sunnudaginn og er þess vænst að þá fari fram bænaguðsþjónustur í öll- um kirkjum landsins. Þar sem prestar hafa svo margar kirkjur til þjónustu að þeir komast ekki til þeirra allra á bænadaginn, er þess vænst að leikmenn stýri messu- gjörð, enda hefur sérstakt form ver- ið prentað til nota á bænadeginum. Hið sérstaka bænarefni dagsins er: Bæn um trú til þess að lækna þjóð- í þessari viku eru haldnir þrír fundir í Visby á Gotlandi á vegum EFTA. Ráðgjafanefnd EFTA, en í henni sitja fulltrúar samtaka vinnu- markaðarins og atvinnulifsins, kom saman á mánudaginn, 21. maí og ræddi einkum um alþjóðavið- skiptin með Idiðsjón af fríverslun- arsamstarfi Evrópu. Viðskiptaráð- herrar EFTA tóku þátt í seinni hluta fundarins. Af hálfu íslenskra samtaka sátu fundinn þeir Davíð Scheving Thor- steinsson, Ólafur Davíðsson og Ragnar Halldórsson, en fulltrúar Sambands ísl. samvinnufélaga og Alþýðusambands íslands eiga einn- ig sæti í nefndinni. í framhaldi af fundi ráðgjafa- nefndarinnar var á þriðjudeginum haldinn vanalegur ráðherrafundur EFTA. Rætt var m.a. um starfsá- ætlun EFTA, en að þeim málum, sem sérstaklega varða íslendinga, er þar bent á að samkvæmt stofn- samningi EFTA eiga samtökin að vinna að auknum viðskiptum með sjávarafurðir. Matthías A. Mathie- sen, viðskiptaráðherra, lagði á- herslu á þetta hlutverk EFTA, sem hann taldi ekki vera sinnt sem skyldi. hvatti viðskiptaráðherra að- ildarríkin til að draga úr ríkisstyrkj- um sem röskuðu eðlilegum al- þjóðaviðskiptum. Hann sagði, að EFTA þyrfti að halda áfram að rannsaka slíka starfsemi og beita sér fyrir því að dregið verði úr þeim ríkisstyrkjum, sem brjóta í bága við fctofnsamninginn. Formaður EFTA-ráðsins, Mats Hellström, utanríkisviðskiptaráð- herra Svía, sagði að fríverslunar- samstarfið hefði átt sinn þátt í að draga úr verstu áhrifum efnahags- erfiðleika síðustu ára. Voru ráð- herrarnir sammála um að fríversl- unin væri nauðsynleg til að efla efnahagsástandið sem nú færi batnandi í flestum löndum. Ásamt viðskiptaráðherra sátu ráðherrafundinn Þórhallur Ás- Magnús H. Skarphéðinsson hafði verið vangstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í 8 ár, þegar hann dag einn fyrir tveim mánuðum fékk uppsagnarbréf frá stjórn SVR. Astæðan var sögð „samstarfsörðu- leikar“. Magnús hefur sýnt málefn- um SVR mikinn áhuga og ritað margar greinar þar af lútandi í dag- blöð. Hefur stjórn SVR þótt hann helst til óvæginn í gagnrýni sinni á málefni félagsins. Magnús hefur verið mjög vel lið- inn af samstarfsmönnum sínum, og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir starfsmenn SVR. Hann hefur ver- ið fulltrúi strætisvagnstjóra í um- ferðarnefnd borgarinnar sl. tvö ár og 1. varamaður í þeirri nefnd síðan 22. mars í ár og sama dag gerðist hann 1. varamaður í stjórn SVR fyrir hönd starfsmanna. Undanfarið hefur Magnús verið ina af böli áfengis og neyslu fíkni- efna... Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, hefur ritað söfnuð- um og prestum landsins bréf vegna bænadagsins. £ bréfi hans segir m.a.: „Þegar skyggnst er um á vett- vangi íslenskra þjóðmála og þjóð- lífs, er sýnilega „ennþá margt að meini og margur sem á bágt“. Eitt er það böl, sem hrjáir þjóðina í vax- geirsson, ráðuneytisstjóri, Hannes Hafstein, sendiherra, og Benedikt Gröndal, sendiherra. Miðvikudaginn var fundur for- sætisráðherra EFTA-landanna undir forystu Olof Palme, forsætis- ráðherra Svía. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sótti fundinn, en viðskiptaráðherra EFTA-landanna tóku einnig þátt í honum. Lokið er veitingu styrkja úr Vísindasjóði fyrir árið 1984 og er þetta í 27. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Vísindasjóðurinn er tvískiptur; annars vegar Raun- vísindadeild og hins vegar Hug- vísindadeild. Hefur hvor deildin um sig eigin stjórn. Að þessu sinni veitti Raunvís- indadeild 75 styrki samtals að upphæð 14 milljónir 516 þúsundir króna. Hefur upphæðin nálega tvöfaldast frá í fyrra. Styrkirnir eru allt frá nokkrum tugum þús- unda upp í tæplega hálfa milljón króna. Flestir eru þeir á bilinu 1-200 þúsund krónur. I stjórn Raunvísindadeildar eru, Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, Örnólfur Thorlacius, rektor, Bragi Árnason, efnaverk- fræðingur, Gunnar Ólafsson, náttúrufræðingur, Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og Margrét Guðnadóttir, læknir. Svend Aage Malmberg, hagfræð- ingur, sem er varamaður í stjórn- inni, hefur setið fundi stjórnar- innar í fjarveru Kristjáns Sæmundssonar. í fréttatilkynningu frá Vísinda- sjóðnum segir að samkvæmt venju hefði heildarfjárhæð um- sókna verið miklu hærri en það fé sem unnt var að veita. Hefði því orðið að synja mörgum umsækj- að vitna í leyniskýrslur sem stjórn SVR hefur látið gera um mætingu og ástundun starfsmanna, Segist heimildamaður blaðsins hafa séð þessar skýrslur. í desember sl. var Magnús kallaður fyrir stjórn SVR og hann beðinn um að hætta gagn- rýni sinni á stjórnina. Þar var ekkert rætt um samstarfsörðuleika á vinnustað, mætingu eða aðra ástundun í starfi. Samkvæmt heimildamanni Al- þýðublaðsins ríkir nú mikill þræl- sótti innan SVR. Síðan 1977 hafa engir starfsmenn verið fastráðnir við fyrirtækið og því hægt að segja þeim upp með skömmum fyrirvara. . Á fundí sem starfsmenn 9. deild- ar St.Rv. héldu, var brottrekstri Mangúsar H. Skarphéðinssonar mótmælt harðlega og farið fram á að hún verði tekin til baka hið fyrsta. andi mæli og grefur um sig í þjóðar- líkamanum líkt og krabbamein. Það er böl ofdrykkju og notkun fikniefna. Hér er um að ræða einn höfuðsjúkdóm þjóðarinnar, sem Guðs orð á mátt til að lækna. Á djúpu mannlífssárin vill kirkjan leggja lífgrös sín. Það er ósk mín, að sameiginlegt bænarefni okkar sé: Bæn um trú til að lækna þjóðina af böli áfengis og neyslu fíkniefna. Trúin, sem lifir og nærist í Guðs orði, er læknisdómur, sem nær til allra þátta sálarlífsins. Þeir, sem læknast hafa af böli ofdrykkjunn- ar, eiga það ekki síst trúnni að þakka. Þann 10. janúar s.l. var öld liðin síðan fyrsta góðtemplarastúk- an var stofnuð hér á landi. Merki bindinids höfðu Fjölnis- menn áður haldið á lofti til þess að benda á skaðsemi ofdrykkjunnar. Allar bindindishreyfingar eiga sam- merkt í því að byggja baráttu sína og hugsjón á trúnni til hjálpar. Lestur Guðs orðs færir manninum ljós og kærleika. Biðjum hverjum þeim hjálpar, sem á við vandamál ofdrykkju og fíkniefna að stríða. Biðjum um hjálp allri þjóðinni til handa, að hún bjargist frá því mesta böli, sem velferðarþjóðfélag okkar stendur nú frammi fyrir. Þörf er á þjóðar- vakningu. Hér er mál, er varðar ekki síst heill og hamingju yngstu kynslóðarinnar, framtíð lands og þjóðar. Því er hvatt til þess að þjóð- in sameinist í bæn til Guðs um bænarefni þetta, sem nú er yfir- skrift Bænadagsins". endum og veita öðrum lægri upp- hæðir, en æskilegt hefði verið. Hugvísindadeildin veitti 59 að heildarfjárhæð 7.300.000 krónur —7,3 milljónir króna. Það er meira en tvöföld sú upphæð, sem veitt var í fyrra. í stjórn Hugvísindadeildar eru, Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, Hreinn Benediktsson, prófessor, Jónatan Þórmundsson prófessor, Helga Kress lektor, Ólafur Pálmason forstöðumaður. Hreinn Benediktsson tók ekki þátt í störfum stjórnarinnar, en varamaður hans, Jón Friðjónsson dósent sat fundina í hans stað. Hæsti styrkur Hugvísinda- deildar til eins verkefnis, nam 400 þúsund krónum, en sá lægsti var að upphæð krónur 15 þúsund. Ritgerðarsamkeppni um ísl. iðnað Landssamband iðnaðarmanna — samtök atvinnurekenda í löggilt- um iðngreinum — hefur ákveðið að gangast fyrir ritgerðarsamkeppni meðál íslensks námsfólks um inn- lendan iðnað og málefni, er honum beint og óbeint tengjast. Þátttaka verður öllu námsfólki heimil, jafnt í grunnskólum sem háskólum. Má því búast við afar mikilli þátttöku. Mun skipulagning samkeppninnar og kynning mótast mjög af þessu. Vegleg verðlaun verða í boði, en dómnefndina skipa valinkunnir menn, er vel þekkja til mála. Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bcekur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Þrír fundir á vegum EFTA Sagt upp fyrir að gagnrýna stjórn SVR Styrkir úr vísindasjóði Sjúkrahúsið Patreksfirði Hjúkrunarfræðingur með sérnám í Ijósmóður- fræðum eðaljósmóðiróskast til afleysinga vegna veikinda og sumarleyfa. Nánari uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-1386. Kennarar Lausar stöður við grunnskólann á Hofsósi. Meðal kennslugreina: Handmennt, myndmennt, enska, kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur til 1. júní. Nánari uppl. veitir formaður skólanefndar Pálmi Rögnvaldsson í síma 95-6373-6374 og skólastjóri, Guðni S. Óskarsson í síma 95-6386-6346. Atvinna Staða forstöðukonu við leikskólann Undraland Hveragerði er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Fóstruskóla íslands. Og ennfremur eru lausar stöður starfsfólks við leik- skólann og æskilegt er aó umsækjendur hafi fóstrumenntun en það er ekki skilyrði. Allarupplýsingarveitir undirritaður í síma 99-4150 eða forstöðukona í sima 99-4234. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf skulu berast undirrituðum fyrir 5. júní n.k. Sveitastjórinn Hveragerdi. Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist fyrir haustið 1984 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suður- landsbraut 6 4. hæð frá kl. 10-12 til loka umsóknar- frests 18. júni n.k. Skólastjóri. Prentun stæröfræöibóka Tilboó óskast í endurprentun kennslubóka í stærðfræði fyrir grunnskóla á vegum Náms- gagnastofnunar. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri gegn kr. 5000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudagipn 7. júní n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Boraartuni 7. simi 26844 Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu sorpbrennsluþróar. Útboðsgögn verða afhent áTæknideild Siglufjarðarkaupstaðargegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað þriðjudaginn 12. júní kl. 13.00 og verða þau þá opnuð að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjartæknifræðingur PÓST- OG SÍMA MÁLASTOFNUNIN óskar að ráða loftskeytamann /símritara til starfa í Vestmannaeyjum Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild Reykjavlk og stöðvarstjóra Vestmannaeyjum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.