Alþýðublaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavik, simi 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Árniúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síoumúla 12. Fimmtudagur 24. maí 1984 Áskriftarsíminn er 81866 Vopnasala ísraelsmanna Israelsmenn flytja út mikið af vopnum til ýmissa landa. Það kann að hljóma einkennilega, því Israels- menn hafa átt i stöðugum styrjöld- um og því myndi maður ætla að þeim veitti ekkert af þeim vopnum, sem þeirhafa. Nýlega tilkynnti bandaríska sjónvarpsstöðin NBC að ísrael hefði gerst milliliður fyrir CIA, bandarísku leyniþjónustuna, og komið vopnum til andspyrnuhreyf- ingarinnar í Nicaragua. Vikublaðið Times staðfesti þessar upplýsingar nýlega. ísraelsmenn neita hinsvegar fullyrðingunni. í öðru sæti Það er staðreynd að ísrael er að verða einn stærsti vopnaútflytjandi til Rómönsku-Ameríku. Allt síðan 1977 hefur sala þeirra á vopnum til þessa heimshluta stóraukist, þó enn hafi þeim ekki tekist að slá Banda- ríkjunum og Frakklandi við. Vopnaframleiðsla er í miklum uppgangi í ísrael. Á undanförnum 20 árum hafa þeir orðið stórfram- leiðendur. Meðal landa í þriðja heiminum, sem flytja út vopn, er ísrael í öðru sæti. Það er bara Brasi- lía, sem er með meiri vopnaútflutn- ing.. Stærsta hlutann selja þeir til Suður-Afríku og Argentínu. Um það bil helmingur alls vopnaút- flutnings þeirra fer til Rómönsku- Ameríku. Samkvæmt amerískum tölum eiga þeir að hafa selt fyrir tvo milljarða dollara árið 1981 og áætl- að er að þeir hafi selt fyrir mun meira árið 1982. Gæðavara Að minnsta kosti 17 lönd í Suður- og Mið-Ameríku hafa keypt vopn af ísraelsmönnum á árunum 1970- 1980. Auk Argentínu og Brasilíu mátelja upp lönd einsog Kólumbíu, Ecuador, Honduras, Venezuela, El Salvador, Chile og Guatemala. Það er hinsvegar erfitt að fá ná- kvæmar upplýsingar um þetta vegna þess að söluskrár stærsta út- flytjandans, Israel Aircraft Indu- strie (IAI) eru leyndarmál. ísraelsmenn auglýsa með gæðum vörunnar og lágu verði. í auglýs- ingabækling er hægt að sjá að vopnin hafa verið reynd í stríði. Þeir eru viðkvæmir fyrir ýmsu fleira en kvefi blessað- ir flugmennirnir. Opinber umræða um laun þeirra virð- isf raska andlegri vellíðan þeirra. Það eru fyrst og fremst flugvélar, sem þeir selja. Orustuflugvélarnar Mirage og Kfir auk sprengjuflug- vélarinnar Mystere eru mjög eftir- sóttar. Eldflaugar, skriðdrekar og léttari vopn eru neðar á listanum. Það var árið 1977 að ísrealsmenn fóru af alvöru að byggja upp þenn- an markað. Þá fluttu þeir út fransk- ar herflugvélar til Hondúras. Það hefur haft það í för með sér, að nú er Hondúras með sterkasta flugher- inn í Mið-Ameríku. Guatemala varð einnig viðskiptavinur þeirra eftir að Bandaríkin hættu að styðja það vegna mannréttindabrota 1977. Selja hverjum sem er 1978 komst upp um vopnasölu til Somoza, þáverandi einræðisherra í Nicaragua. Víðskiptalönd ísraels það árið sýna svo ekki verður um vilst að þeir eru reiðubúnir að selja hverjum sem er vopn. Þetta ár seldu þeir bæði Argentínu og Chile vopn, en þá var grunnt á því góða milli þessara landa og lá við átökum um yfirráð yfir Beagalskurðinum. Þrátt fyrir að viðskiptavinir ísraels í vopnasölunni séu margir er það greinilegt að það eru fyrst og fremst hægrisinnaðar rikisstjórnir sem versla við þá. Skæruliðasveitir hafa aldrei fengið nein vopn keypt af þeim. I desember 1982 fór Ariel Sharon, þáverandi varnamálaráð- herra ísrael, í viðskiptaleiðangur til Mið-Ameríku, en utanríkisráðherr- ann, Yitzhak Shamir heimsótti Suður-Ameríku. Vopnin, sem ísraelsmenn tóku herskildi af PLO paletínsku frelsis- samtökunum, í Beirút í júlí í fyrra, voru send áfram til Hondúras. Um svipað leyti skrifaði New York Times að Bandaríkjamenn hefðu farið frám á það að ísrael yki að- stoð sína við Rómönsku-Ameríku. ísraelsmenn bjóða ekki bara upp á vopn. Chile hefur keypt af þeim radarkerfi og Hondúras og Panama hafa ísraelskar njósnaflugvélar. ísrael býður auk þess upp á þjálfun flugmanna og tæknimanna. Það er rækilega staðfest að þeir eru með námskeið í því hvernig eigi að berjast við skæruliða víða í þess- um Iöndum, t.d. í Guatemala. MOLAR Hún vildi deyja fyrir Hitler og frægðina í Svíþjóð er komin út bók um Evu Braun, ástkonu Hitlers, eftir Lars Widding. í henni er leitað svara við ýmsu varðandi þessa huldu- konu í hirð foringjans. það sem höfundi fínnst einkennilegast, en kannski jafnframt mest afhjúp- andi fyrir líf þessarar konu, er að hún skyldi á síðustu stundum stríðsins, hverfa úr tiltölulega friðsömu umhverfi í Austurríki á vit Ragnarrakanna í Berlín. Allt frá unglingsárunum hafði Eva Braun verið ástkona Hitlers. 1945 er hún 33 ára. Þann 29. apríl 1945 giftist hún Hitler og daginn eftir taka þau sínhvora eiturpill- una. En hversvegan gerði hún það? Það kemur engum á óvart að Hitler, Hímmler og Göbbels skyldu taka inn eitur. En ástkona Hitlers hefði aldrei þurft að koma fyrir réttarhóldin í Núrnberg. Það voru bara nánustu samstarfs- menn Hitlers sem vissu að hann átti ástkonu í Austurríki. „Þýska þjóðin", var hin opinbera ástkona Annarskonar aðstoð En það er ekki bara á hernaðar- sviðinu sem þeir bjóða aðstoð sína. Allt síðan 1960 hafa þeir unnið eftir áætlun, sem stefnir að því að auka samskipti við þessi lönd. Áætlunin byggist upp á því að aðstoða al- menning í þessum löndum. T.d. reisa þeir skóla, sjá um heilsugæslu og leggja vegi. Tilgangurinn er að skapa gott álit meðal íbúa þessara landa. í Costa Riga er enginn her í venjulegum skilningi þess orðs. Nú hafa ísraelsmenn boðist til að byggja upp herafla í landinu, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkis- stjórninni í San Jose. Það útskýrir ef til vill hversvegna Costa Riga hef- ur stutt kröfu ísraelsmanna um að Jerúsalem verði gerð að höfuðborg ísrael, kröfu sem fái aðrir hafa tek- ið undir. Það gerðu þeir með því að flytja sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Fyrstu almennu kosn- ingarnar í Nicaragua Þann 4. nóvember verða haldnar kosningar í Nicaragua. Þetta eru fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu landsins. Það á að kjósa forseta, varaforseta og ríkisstjórn. Sandin- istar hafa gripið til ýmissa mikil- vægra ráðstafana til að undirbúa kosningar. M.a. hafa þeir heitið þeim Nicaraguabúum og indíánum, sem flúðu til Hondúras á tímum byltingarinnar 1979, fullri sakar- uppgjöf. Önnur ráðstöfun er sú, aö þeir hafa létt til muna á ritskoðun í landinu. Kosningabaráttan er þegar byrj- uð og er búist við því að um 10 Hitlers. Hann 'gat ekki haldið fram hjá þeirri unnustu með Evu Braun. Þessvegna var hún alveg óþekkt þar til 1945. Ýmsir álíta að það hafi verið frægðin sem lokkaði Evu til Berlín, en Widding telur það vafa- samt. Hann segir að það hafi verið trú- festa hennar við foringjann, sem fékk hana til þess. Hún dáði hann. Hann kallaði hana kjúklinginn flokkar bjóði fram. Kosningaaldur miðast við 16 ár. Það kanna að þykja lítill aldur en á það ber að lita að um 50% íbúanna er undir 15 ára aldri. Það þykir því bæði sjálfsagt og mikilvægt að unglingarnir fái að segja sitt um skipan mála. Það eru þeir sem þurfa að fórna lífi sínu á landamærunum, auk þess hafa þeir tekið mikinn þátt í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, skóíakerfisins o.fl. sem viðvíkur almennri upp- byggingu í landinu. Þetta hefur haft það í för með sér, að unglingarnir eru mjög með- vitaðir um stöðu mála. Að meina ' sinn og var stoltur yfir að hún vildi deyja með honum. Eva hafði lifað mjög innan- tómu lífi. Hún var kennaradóttir frá Munchen. Afgreiddi í ljós- myndavöruverslun. Þegar hún er 18 ára verður hún ástfangi af Adolf Hitler, sem er 23 árum eldri en hún. Hitler var þá ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum sínum. M.a. er hann í tygjum við dóttur hálfsystur sinnar sem heitir Geli. Hún skýtur sig, eða er myrt af nasistum, sem álíta það slæmt að foringinn drýgi blóðskömm. Önnur þekkt ástkona hans var Lady Unity Valkyrie Mitfor. Hún skaut sig þegar Þýskaland lýsti Englandi stríð á hendur. Eva Braun reyndi líka tvisvar ,að fremja sjálfsmorð. Hversvegna valdi Hitler Evu? Albert Speer sagði að hún væri einfeldningur. Hálfsystir Hitlers kallaði hana „heimska belju". Vikublöð og morgunleikfini voru helstu áhugamál hennar. Ástæð- an er líklega sú að honum þótti þægilegt að hafa hana til staðar. Hún passaði yel inn í sjúkan þeim þátttöku í kosningunum, væri íítilsvirðing við þann mikilvæga þátt, sem þeir hafa átt í uppbygg- ingunni. Bandarísk íhlutun Flest bendir til þess að Sandinist- ar vinni kosningarnar. Bandaríkja- mönnum er það ljóst og hafa þeir lagt sig fram við að koma óorði á kosningarnar. Tilgangurinn er að reyna að fá andstöðuna í Nicaragua til að taka ekki þátt í kosningunum. Þeir hafa þegar fengið brautargengi meðal íhladssömustu aflanna í Framhald á bls. 2 hugarheim hans. Svo sátu þau þarna saman í birg- inu í Berlín, horfðu á ameríska vestra og borðuðu smákökur. Allt yfirbragð endalokanna einkennd- ist af þeim smáborgaraskap, sem Hitler var sprottinn upp úr. • Fjöldagröf í Kalmar Nuna nýlega fannst fjöldagröf í Kalmar í Svíþjóð. Það er álit manna að gröfin sé frá 1611. Þá áttu Svíþjóð og Danmörk í stríði. Stríðið stóð í tvö ár og öll borgin lagðist í rúst. Beinagrindurnar eru í góðu ásig- komulagi. Þær liggja þétt saman og virðist líkunum hafa verið hrúgað ofan í gröfina. Torbjörn Sjögren, sem hefur stjórnað upp- greftrinum, segir að þetta minni óneitanlega á Treblinka. Þetta eru allt unglingar um tvítugt og hefur þeim verið hent ofan í gröfina. Sumir eru höfuðkúpubrotnir og aðrir með för eftir byssukúlur. Hingað til hafa fundist tíu beina- grindur, en búist er við að þarna séu meira en 100 lík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.