Tíminn - 22.02.1967, Síða 5

Tíminn - 22.02.1967, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 1967 Otgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl' Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Krtstjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gislason RitstJ.skrifstofur < Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) 1 Al- greiðslusimi 12323. Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. f. Hagnýting fiskimiðanna Jón Skaftason og sex Framsóknarmenn aðrir hafa nýlega lagt fram á Alþingi tiilögu um undirbúning heild- arlöggjafar um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Samkv. tillögunni skal Alþingi skipa 9 manna nefnd til þess að undirbúa setningu heildarlöggjafar um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis tandið. Skulu 5 nefndarmanna kosnir hlutbundinni kosningu í samein- uðu Alþingi, en Hafrannsóknarstofnunin tilnefna 2 nefndarmenn, Landssamband íslenzkra útvegsmanna 1 nefndarmann og heildarsamtök sjómanna 1 nefndar- mann. Rökin fyrir þessari tillögu eru augljós. Fiskimiðin um- hverfis landið eru með dýrmætustu auðlindum lands- manna. Afkcma þjóðarinnar að undanförnu hefur byggzt rneira á sjávarafla en nokkurri annarri fram- leiðslu. Mun svo vafalaust verða enn þá um ófyrirsjáan- lega framtíð. En fiskimiðin umhverfis ísland eru ekki ótæmandi frekar en annars staðar og hraðvaxandi floti erlendra og innlendra fiskiskipa með fullkomnari veiðiútbúnað ár frá ári gerir þörfina fyrir lagasetningu um skipulegar veiðar á hafsvæðinu umhverfis landið æ nauðsynlegri. Þessar reglur þurfa að miða að því að nýta fiskimiðin eins heppilega fyrir landsmenn og kostur er og þá að sjálfsögðu að gæta þess um leið að ganga ekki of nærri stofnum helztu nytjafiska. Þetta verður að dómi flutningsmanna bezt gert á þann hátt að ákveða veiðisvæði fyrir vissar tegundir veiðar- færa og skipuleggja þannig sjálfar veiðarnar og hins vegar með því að ákveða viss friðunarsvæði, þar sem uppeldisstöðvar nytjafiska eru. Er það verkefni þeirrar nefndar,_ sem tillaga þessi gerir ráð fyrir, að kosin verði, að kanna þetta mál ýtarlega í því skyni að finna sem hagkvæmast fyrirkomulag í þessum efnum. Flutningsmenn segja 1 greinargerðinni, að þeim séu ljósir ýmsir vankantar við þá skipan, sem hér er lagt til, að upp verði tekin. Bæði er, að fiskigöngur haga ferðum sínum ólíkt einstök ár og kynnu því fastar reglur að tálma nokkuð því valfrelsi sem nú tíðkast við veiðarnar. En þrátt fyrir það eru þeir hagsmunir miklu stærri, sem bundnir eru við skipulegar veiðar og verndun uppeldisstöðva, sem tillöguflutningur þessi miðar að. Reynsla erlendra fiskveiðiþjóða bendir líka eindregið í þá áttina, og má t. d. nefna fordæmi Norð- manna, sem hafa sett ýtarlegar reglur œn nýtingu sinna heimamiða. Mætti nokkuð styðjast við reynslu þeirra í þeim efnum. Það er nú nokkuð almennt viðurkennt, að setja þurfi reglur um hagnýtingu auðæfa hafsins. Má í því sambandi vitna til þeirra umræðna, sem um það mál urðu á þingi hinna sameinuðu þjóða í byrjun þessa vetrar. íslendingar eiga þjóða mest undir því komið, að vel takist til í þessum efnum. Þeim ber því skylda til þess að ganga á undan með skipulagningu veiðanna í eigin fisk- veiðilandhelgi. Reglur, sem miðuðust við hámarksarðsemi veiðanna án þess að ganga of nærri fiskistofninum og þá að sjálfsögðu ungfiskinum fyrst og fremst_ mundu einn- ig duga okkur vel 1 baráttunni fyrir rýmri fiskveiðiland- helgi, sem okkur er lífsnauðsyn að fá fram sem fyrst. Reynslan af fyrri útfærslum t'iskveiðilandhelginnar, sem allar byggðust á lögunum um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins frá árinu 1948, sannar það vel. TÍMINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Tökum Kosygin á orðinu og hætt um loftárásum á N-Vietnam Það mundi mjög styrkja aðstöðu Bandaríkjanna Harold Wilson tekur á móti Alexel Kosygin á tröppum Downing Street 10 í Lundúnum. legan gagnskiptileika virðist ÞEGAR Harold Wilson for- 0 sætisráðlherra Breta var að skýra frá viðræðum sínum við Kosygin lét hann svo um mælt, að minnstu hefði mun að, að tök væru á friði í Viet nam og „ . . smávægilegur vottur um traust hefði getað komið honum í kring“. Um hvers konar vott „um traust“ gat þarna verið að ræða? Sennilega er átt við yfirlýs- ingu eða athöfn af hálfu Hanoi- manna, eittihvað, sem gæfi til kynna, að þeir ætluðu að hætta að senda liðsafla og gögn suður á bóginn. í kjöl far þessa hefði síðan fylgt bandanisk fyririskipun um stöðvun loftárása á Norður- Vietnam. Þetta hefði uppfyllt nma opinberu kröfu Bandaríkja- stjórnar um samsvörun í hern flðarathöfnum, kaup kaups. lEnda þótt að svo virðist sem Kosygin hafi mælzt til að Hanoi-menn gerðu eitthvað ætt við það, sem drepið er á hér að framan, þá hafa þeir ekki orðið við þeim tilmæi- um. Það táknar, að Ha.uoi- menn hafi neitað að hlíta þeirri forskrift Rusks utanríkisrað- herra, að þeir yrðu að draga úr hernaðarathöfnum á landi til endurgjalds fyrir hvers kon ar linun á hernaði Bandarikja manna í lofti yfir Vietnam. GAGNSKIPTILEIKI í hern aðarathöfnum eða jafnkeypi kemur ekki eins og er að haldi til þess að koma á samn ingaviðræðum, en forsetinn er búinn að lýsa yfir, að þær séu markmið okkar með hern aðarathöfnunum. Þá vaknar sú spurning, hvort hernaðarlegur gagnskiptileiki sé eina, bezta eða jafnvel heppileg og raun hæf leið til undirbúnings við ræðum. Eg held að svo sé ekki. Eg er þeirrar skoðunar, að sönn- um gagnskiptileika í hemaði sé þvi aðeins unnt að ná, að um sé að ræða almennt vopna hlé, ekki aðeins í lofti yfir Norður-Vietnam, heldur og Suður-Vietnam, svo og á landi og sjó. Stjórnmálasamningar til að ákvarða framtíð Viet- nam væru svo hin hlið jöfnunn ar, — samsvörun vopnahlésins. Sé orðum yfirleitt treyst- andi virðist yfirlýsingin, sem Kosygin forsætisráðherra birti í London, einmitt gefa til kynna slíka samsvörun. Hann sagði, frammi' fyrir mannkyn- inu öllu, að ef friður kæmist á n loíti yfir Norður-Vietnam, „væri leiðin að samningaborð- inu greið . . . til þess að leita að stjórnmálalau.sn á vand anum í Vietnam." í ÓROFA tengslum við þessa yfirlýsingu er sú stað hæfing, að leiðin að samninga borðinu lykist aftur, ef ráð stefna fylgdi ekki í kjölfar ioft árásahlés, heldur efld og auk in innrás í Suður-Vietnam eða stóraukin hryðjuverk þar í landi. Ekki er unnt að gera ráð fyrir að Kosygin haldi að unnt sé að koma á ráðsfefnu til að ákveða pólitíska fram- tíð Vietnam nenja tir slíku al- mennu vopnahléi verði. Af þessum söktrn sýnist mér einsætt að taka beri Kosygin á orðinu og svara, aö vrð hættum loftárásunum í peixri trú, að Sovétmenn æt!i að koma á ráðstefnu. Þetta fæli ekki einungis í sér góð fyrirheit, hsldur væri það einnig mjög aðgengilegt, bæði heima fyrir og erlendis. Með því móti yrði staða ríkis stjórnar Bandaríkjanna mjóg sterk. Hún byggðist á bví að trúa, — unz afsannast kynm, — að Kosygin sé ekki að blekkja okkur, þegar hann iof ar í raun og veru ráðstefnu ef loftárásunum á Norður-Viet- nam verði hætt. Jafnvel þó að Hanoi-menn neituðu að taka þátt í ráðstefnu og öll ráðagerðin færi út um þúfur, þá hefði tilraunin eigi að síður stáðfest og sannað þau loforð og heit, sem forsetinn hefir gefið síðan að hann flutti ræðu sína í Baltimore 7. apríl 1965. Ræðan var flutt skömmu eft- ir að loftárásirnar á Norður- Vietnam hófust og hana verður því að túlka sem opinbera yf- irlýsingu um markmið okkar með loftárásunum. KENNINGIN um hernaðar- við fyrstu heyrn eða sýn miklu | traustari og harðari en hún | er i raun og veru. Heita má | að ómögulegt sé að henda reiður á hernaðarlegum gagn- skiptileika þegar bera verður saman skæruliða annars veg ar og þrautskipulagðar sveitir latvinnuhermanna hins vegai. iSegja má, að sterkuscu ein- ikenni ófriðarins séu í því fólg in, að mikill meirihhm marn- aflans, sem gegn okkur berst. geti ýmist horfið eða komið aftur í ljós án þess að hersveit ir okkar geti haft auga með honum. En við sjáum sprengju varp og skothríð og getum fylgzt með því. Þess vegna væri ekki unnt að leyaa þvi, ef vopnahlé yrði rofið meðan á ráðstefnu stæði. Ég er þess vitaskuld ekki um kominn að vita fyrir víst, hvort stefna, sem hæfist á því að taka Kosygin á orðinu, leiddi í raun og veru til vopnahiés og friðarráðstefnu. Veruleik- inn getur reynzt ærið ómerki- legur. En eigi að síður væri skynsamlegast fyrir okkur að taka Kosygin á orðinu, þar. sem það samræmdi stefnu okkar þeim loforðum og skuld bindingum, sem við höfum gefið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.